SA segjast vilja rétta hlut tekjulægstu hópa Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. maí 2015 07:15 Ársfundur SA var haldinn um miðjan apríl. Hér má sjá Björgólf Jóhannsson formann, en með honum við borðið má sjá (f.h.) Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svía. Fréttablaðið/Vilhelm „Samtök atvinnulífsins hafa lagt mikið af mörkum til að leysa deilurnar þótt viðsemjendur okkar haldi öðru fram,“ segir Björgólfur Jóhannsson, formaður SA, í bréfi sem hann sendi félagsmönnum í gær. Þar segir hann jafnframt að lítið hafi þokast í kjaraviðræðunum undanfarið. Í bréfinu fer Björgólfur hins vegar yfir þá þætti sem SA hafi rætt við samningaborðið. Þannig hafi verið viðraðar hugmyndir um þriggja ára kjarasamning með „verulegri hækkun lágmarkstekjutryggingar“ svo lægstu laun dugi betur til lágmarksframfærslu. „Samtök atvinnulífsins hafa einnig boðið verulega hlutfallshækkun launa ásamt sérstakri hækkun dagvinnulauna gegn því að samið yrði um aukinn sveigjanleika dagvinnutímabils og lækkun yfirvinnuálaga.“ Með því móti segir Björgólfur að hægt væri að auka hér framleiðni og minnka yfirvinnu sem sé mun meiri hér á landi en í nágrannalöndunum. „Til samans hefðu þessar leiðir leitt til rúmlega 20 prósenta hækkunar dagvinnulauna á samningstímanum,“ segir í bréfi Björgólfs. Á sama tíma segir hann að átt hafi sér stað viðræður um aðkomu ríkisstjórnarinnar að gerð nýrra samninga þar sem framlag stjórnvalda yrði meðal annars að ráðast í skattkerfisbreytingar sem myndu tryggja aukinn kaupmátt ráðstöfunartekna launafólks. „Að því gefnu að launabreytingar yrðu innan skynsamlegra marka.“ Þá standi til að gera jákvæðar breytingar á húsnæðiskerfinu til að auðvelda fólki með lágar tekjur að eignast eigið húsnæði eða leigja. „Verkalýðshreyfingin hefur til þessa hafnað því að semja á þessum nótum og heldur fast í kröfur um tugprósenta hækkanir á skömmum tíma sem munu hafa slæmar afleiðingar í formi aukinnar verðbólgu, hærri vaxta, fækkunar starfa og stöðnunar í efnahagslífinu,“ segir Björgólfur í bréfinu og kveðst vonast til að snúa megi við þróun mála. „Því það stefnir í óefni ef ekki verður almenn viðhorfsbreyting.“ Hann hvetur atvinnurekendur til að „ræða stöðu mála“ við starfsfólk sitt og hvaða áhrif leið verkalýðshreyfingarinnar hafi. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Samtök atvinnulífsins hafa lagt mikið af mörkum til að leysa deilurnar þótt viðsemjendur okkar haldi öðru fram,“ segir Björgólfur Jóhannsson, formaður SA, í bréfi sem hann sendi félagsmönnum í gær. Þar segir hann jafnframt að lítið hafi þokast í kjaraviðræðunum undanfarið. Í bréfinu fer Björgólfur hins vegar yfir þá þætti sem SA hafi rætt við samningaborðið. Þannig hafi verið viðraðar hugmyndir um þriggja ára kjarasamning með „verulegri hækkun lágmarkstekjutryggingar“ svo lægstu laun dugi betur til lágmarksframfærslu. „Samtök atvinnulífsins hafa einnig boðið verulega hlutfallshækkun launa ásamt sérstakri hækkun dagvinnulauna gegn því að samið yrði um aukinn sveigjanleika dagvinnutímabils og lækkun yfirvinnuálaga.“ Með því móti segir Björgólfur að hægt væri að auka hér framleiðni og minnka yfirvinnu sem sé mun meiri hér á landi en í nágrannalöndunum. „Til samans hefðu þessar leiðir leitt til rúmlega 20 prósenta hækkunar dagvinnulauna á samningstímanum,“ segir í bréfi Björgólfs. Á sama tíma segir hann að átt hafi sér stað viðræður um aðkomu ríkisstjórnarinnar að gerð nýrra samninga þar sem framlag stjórnvalda yrði meðal annars að ráðast í skattkerfisbreytingar sem myndu tryggja aukinn kaupmátt ráðstöfunartekna launafólks. „Að því gefnu að launabreytingar yrðu innan skynsamlegra marka.“ Þá standi til að gera jákvæðar breytingar á húsnæðiskerfinu til að auðvelda fólki með lágar tekjur að eignast eigið húsnæði eða leigja. „Verkalýðshreyfingin hefur til þessa hafnað því að semja á þessum nótum og heldur fast í kröfur um tugprósenta hækkanir á skömmum tíma sem munu hafa slæmar afleiðingar í formi aukinnar verðbólgu, hærri vaxta, fækkunar starfa og stöðnunar í efnahagslífinu,“ segir Björgólfur í bréfinu og kveðst vonast til að snúa megi við þróun mála. „Því það stefnir í óefni ef ekki verður almenn viðhorfsbreyting.“ Hann hvetur atvinnurekendur til að „ræða stöðu mála“ við starfsfólk sitt og hvaða áhrif leið verkalýðshreyfingarinnar hafi.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira