Bumban fer í bikiní sigga dögg skrifar 24. apríl 2015 11:00 Vísir/Getty Sumardagurinn fyrsti runninn upp og ég ekki komin í bikinílíkamann. Væri það ekki þægilegt ef maður gæti gert við líkamann eins og gert er með yfirhafnir og bara skipt honum út eftir árstíðum? Þykkur og góður feldur fyrir kaldan vetur og svo stæltur líkami og glansandi skinn fyrir hlýtt sumar. Reyndar er kannski best að hafa sem fæst orð um væntanleg hitastig komandi sumars. Hvað um það. Nú styttist í fáklæddari tíð og þá er mikilvægt að misbjóða ekki öðru fólki með ógeðslegum líkama með hárum á alls konar stöðum, appelsínuhúð og fellingum. Ef þú ætlar að vera ógeð, nennirðu þá að sleppa því að fara í sund svo við hin þurfum ekki að horfa upp á þennan hrylling. Líkami minn er ekki minn. Hann er fyrir aðra að horfa á og dæma og hugsa um og betrumbæta. Eða er þetta allt í hausnum á mér? Ég rökræði oft við bumbuna mína. Bumbuna langar í kleinuhring en áttar sig svo á því að heilinn byrstir sig og öskrar epli, epli, epli. Bumban nær oftast að yfirkeyra heilann og treður í sig bakkelsinu í einum bita áður en heilinn áttar sig á því hvað hafi gerst. Þetta með bumbuna og hin eilífu aukakíló veldur mér heilapúsli. Ég held að maður fái aldrei að vera alveg ánægður með mann eins og maður er. Ég held að það sé alltaf eitthvað sem hægt sé að bæta og betrumbæta, allavega samkvæmt öðrum. Ég er ein þeirra sem voru fram eftir öllu með unglingabólur (eða bara bólur) og enn kíkja þær við og svo var ég líka með teina. Ég þekki það mjög vel að fá athugasemdir frá öðrum um hvernig ég lít út og hvað ég gæti verið sæt ef ég bara… Ef þú bara ferð aðeins í ræktina sagði góð vinkona, ef þú bara hvíttar tennurnar sagði tannlæknirinn, ef þú bara prófar þetta krem og tekur þessi lyf sagði húðlæknirinn, ef þú bara borðar salat og drekkur tíu vatnsglös á dag sagði fyrrverandi módelið, ef þú bara plokkar augabrúnirnar og ferð reglulega í litun sagði klipparinn, ef þú bara kaupir föt sem fela bumbuna sagði búðarkonan, ef þú bara. Sorrí (samt ekki) hvað ég er ljót fyrir ykkur hin sem þurfið að horfa á mig. Það er ekki í eðli okkar að hafa gagnrýna skoðun á holdafari og útliti fólks heldur ölum við það upp. Frá unga aldri hótum við börnum því að allir séu að horfa og þau þurfi að passa hvað öðrum finnist, ekki vilja þau láta hía á sig. Það fer svo mikill tími og orka og sálarangist í að vera til og líta vel út fyrir aðra. Hvernig væri að líða bara vel og sjá lengra en hulstur sálarinnar sem er mismjúkt og misloðið? Bikiní gerir ekki kröfur um sérlíkama heldur bara líkama, punktur. Heilsa Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið
Sumardagurinn fyrsti runninn upp og ég ekki komin í bikinílíkamann. Væri það ekki þægilegt ef maður gæti gert við líkamann eins og gert er með yfirhafnir og bara skipt honum út eftir árstíðum? Þykkur og góður feldur fyrir kaldan vetur og svo stæltur líkami og glansandi skinn fyrir hlýtt sumar. Reyndar er kannski best að hafa sem fæst orð um væntanleg hitastig komandi sumars. Hvað um það. Nú styttist í fáklæddari tíð og þá er mikilvægt að misbjóða ekki öðru fólki með ógeðslegum líkama með hárum á alls konar stöðum, appelsínuhúð og fellingum. Ef þú ætlar að vera ógeð, nennirðu þá að sleppa því að fara í sund svo við hin þurfum ekki að horfa upp á þennan hrylling. Líkami minn er ekki minn. Hann er fyrir aðra að horfa á og dæma og hugsa um og betrumbæta. Eða er þetta allt í hausnum á mér? Ég rökræði oft við bumbuna mína. Bumbuna langar í kleinuhring en áttar sig svo á því að heilinn byrstir sig og öskrar epli, epli, epli. Bumban nær oftast að yfirkeyra heilann og treður í sig bakkelsinu í einum bita áður en heilinn áttar sig á því hvað hafi gerst. Þetta með bumbuna og hin eilífu aukakíló veldur mér heilapúsli. Ég held að maður fái aldrei að vera alveg ánægður með mann eins og maður er. Ég held að það sé alltaf eitthvað sem hægt sé að bæta og betrumbæta, allavega samkvæmt öðrum. Ég er ein þeirra sem voru fram eftir öllu með unglingabólur (eða bara bólur) og enn kíkja þær við og svo var ég líka með teina. Ég þekki það mjög vel að fá athugasemdir frá öðrum um hvernig ég lít út og hvað ég gæti verið sæt ef ég bara… Ef þú bara ferð aðeins í ræktina sagði góð vinkona, ef þú bara hvíttar tennurnar sagði tannlæknirinn, ef þú bara prófar þetta krem og tekur þessi lyf sagði húðlæknirinn, ef þú bara borðar salat og drekkur tíu vatnsglös á dag sagði fyrrverandi módelið, ef þú bara plokkar augabrúnirnar og ferð reglulega í litun sagði klipparinn, ef þú bara kaupir föt sem fela bumbuna sagði búðarkonan, ef þú bara. Sorrí (samt ekki) hvað ég er ljót fyrir ykkur hin sem þurfið að horfa á mig. Það er ekki í eðli okkar að hafa gagnrýna skoðun á holdafari og útliti fólks heldur ölum við það upp. Frá unga aldri hótum við börnum því að allir séu að horfa og þau þurfi að passa hvað öðrum finnist, ekki vilja þau láta hía á sig. Það fer svo mikill tími og orka og sálarangist í að vera til og líta vel út fyrir aðra. Hvernig væri að líða bara vel og sjá lengra en hulstur sálarinnar sem er mismjúkt og misloðið? Bikiní gerir ekki kröfur um sérlíkama heldur bara líkama, punktur.
Heilsa Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið