Starfsfólk og innleiðing á samfélagsábyrgð fyrirtækja Lára Jóhannsdóttir skrifar 22. apríl 2015 07:00 Það er ekki sjálfgefið að vel takist til við innleiðingu breytinga hjá fyrirtækjum. Mótþrói starfsfólks getur gert það að verkum að áætlanir renna út í sandinn, enda er ekki víst að hagsmunir og þarfir starfsfólks fari saman við fyrirætlanir stjórnenda. Aðferðir breytingastjórnunar geta stuðlað að farsælli innleiðingu breytinga, en starfsfólk þarf að skynja þörf fyrir breytingarnar. Framtíðarsýn þarf að vera skýr og stjórnendur bera ábyrgð á því að miðla sýninni. Þjálfa þarf starfsfólk, veita því umboð til athafna, skilgreina áfanga verksins, fagna áfangasigrum, mæla árangur og rétta af kúrsinn ef árangur samræmist ekki áætlunum. Andstætt mótþróa gagnvart breytingum er móttækileiki starfsfólks fyrir breytingum. Vísbendingar eru um að fyrirtæki sem eru sönn í áherslum sínum á samfélagsábyrgð eigi auðveldara með að fá fólk með sér í breytingar en þau sem ekki sinna slíkum áherslum eða gera það með hangandi hendi. Samfélagsábyrgð felur það í sér að áhersla er á hag samfélags og umhverfis, en ekki eingöngu á hag hluthafa. Áherslur á hag breiðs hóps hagsmunaaðila ættu til lengri tíma litið að koma fyrirtækjum til góða. Ef fyrirtæki eiga að þróast í takt við kröfur samfélagsins þurfa þau á hæfu starfsfólki að halda og viðskiptavinum sem vilja kaupa af þeim vörur eða þjónustu. Þá þurfa aðrir þeir sem verða fyrir áhrifum af rekstrinum einnig að vera sáttir. Áherslur á samfélagsábyrgð fyrirtækja geta stuðlað að starfsánægju. Starfsfólk skynjar að það vinnur hjá fyrirtæki sem hefur æðri tilgang en þann að græða meira í dag en í gær. Það fyllist stolti sem endurspeglast í störfum þess. Starfsfólkið er tilbúið að leggja aukalega á sig svo að áætlanir nái fram að ganga þar sem störf þess skipta máli fyrir samfélag og umhverfi. Eigi starfsfólk að styðja breytingar og taka þátt í innleiðingunni, skiptir máli hvers eðlis breytingarnar eru og hver nýtur ávinningsins. Samhliða ávinningi fyrirtækisins ættu hagsmunaðilar að hagnast. Starfsfólki gætu verið búnar betri vinnuaðstæður, verkefni gerð innihaldsríkari eða kjör bætt. Minnka mætti álag á umhverfi, eða leita lausna á samfélagslegum vandamálum. Fyrirtæki geta bætt hag sinn á sama hátt og þau bæta hag annarra, því velgengni fyrirtækja helst í hendur við velgengni samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfgefið að vel takist til við innleiðingu breytinga hjá fyrirtækjum. Mótþrói starfsfólks getur gert það að verkum að áætlanir renna út í sandinn, enda er ekki víst að hagsmunir og þarfir starfsfólks fari saman við fyrirætlanir stjórnenda. Aðferðir breytingastjórnunar geta stuðlað að farsælli innleiðingu breytinga, en starfsfólk þarf að skynja þörf fyrir breytingarnar. Framtíðarsýn þarf að vera skýr og stjórnendur bera ábyrgð á því að miðla sýninni. Þjálfa þarf starfsfólk, veita því umboð til athafna, skilgreina áfanga verksins, fagna áfangasigrum, mæla árangur og rétta af kúrsinn ef árangur samræmist ekki áætlunum. Andstætt mótþróa gagnvart breytingum er móttækileiki starfsfólks fyrir breytingum. Vísbendingar eru um að fyrirtæki sem eru sönn í áherslum sínum á samfélagsábyrgð eigi auðveldara með að fá fólk með sér í breytingar en þau sem ekki sinna slíkum áherslum eða gera það með hangandi hendi. Samfélagsábyrgð felur það í sér að áhersla er á hag samfélags og umhverfis, en ekki eingöngu á hag hluthafa. Áherslur á hag breiðs hóps hagsmunaaðila ættu til lengri tíma litið að koma fyrirtækjum til góða. Ef fyrirtæki eiga að þróast í takt við kröfur samfélagsins þurfa þau á hæfu starfsfólki að halda og viðskiptavinum sem vilja kaupa af þeim vörur eða þjónustu. Þá þurfa aðrir þeir sem verða fyrir áhrifum af rekstrinum einnig að vera sáttir. Áherslur á samfélagsábyrgð fyrirtækja geta stuðlað að starfsánægju. Starfsfólk skynjar að það vinnur hjá fyrirtæki sem hefur æðri tilgang en þann að græða meira í dag en í gær. Það fyllist stolti sem endurspeglast í störfum þess. Starfsfólkið er tilbúið að leggja aukalega á sig svo að áætlanir nái fram að ganga þar sem störf þess skipta máli fyrir samfélag og umhverfi. Eigi starfsfólk að styðja breytingar og taka þátt í innleiðingunni, skiptir máli hvers eðlis breytingarnar eru og hver nýtur ávinningsins. Samhliða ávinningi fyrirtækisins ættu hagsmunaðilar að hagnast. Starfsfólki gætu verið búnar betri vinnuaðstæður, verkefni gerð innihaldsríkari eða kjör bætt. Minnka mætti álag á umhverfi, eða leita lausna á samfélagslegum vandamálum. Fyrirtæki geta bætt hag sinn á sama hátt og þau bæta hag annarra, því velgengni fyrirtækja helst í hendur við velgengni samfélagsins.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar