Samgöngustyrkur Ásbjörn Ólafsson skrifar 21. apríl 2015 07:00 Það er frábært að hjóla til og frá vinnu. Þetta er þægilegur fararmáti og bætir þrek og hreysti. Á síðustu árum hefur verið mikil fjölgun hjólreiðastíga og almennra göngustíga sem henta vel til hjólreiða og víða hefur hámarkshraði í íbúðahverfum verið lækkaður í 30 km hraða til að auka umferðaröryggi. Aðstæður til hjólreiða eru í raun orðnar frábærar á mörgum stöðum, bílstjórar eru farnir að gera ráð fyrir hjólreiðamönnum og kurteisi í umferðinni er með góðu móti. Það eru margar leiðir til að hvetja til hjólreiða. Ein af þeim er innleiðing samgöngustyrkja en skv. reglum í skattmati er launagreiðendum gert kleift að borga launþegum að hámarki 7.000.- krónur á mánuði, skattfrjálst, vegna ferða milli heimilis og vinnustaðar að því gefnu að undirritaður sé formlegur samningur um að launþegi nýti almenningssamgöngur eða vistvænan ferðamáta. Það er heimilt að hafa upphæðina hærri og semja má um vistvænar ferðir í þágu vinnuveitanda. Elstu samningarnir eru sex ára og í dag eru a.m.k. 50 vinnustaðir sem hafa hvatt starfsfólk sitt til notkunar vistvænna samgöngumáta með slíkum samgöngustyrkjum. Í óformlegri fésbókarkönnun reyndist meðalupphæð samgöngustyrkja vera 55 þúsund krónur en það væri afar fróðlegt ef ríkisskattstjóri skoðaði reit 410 á launamiða og greindi okkur frá fjölda þeirra sem slíkra styrkja njóta. Ef upphæð samgöngustyrks er lág er óvíst að hún sé nægur hvati til að starfsmenn sem nota óvistvænan ferðamáta hætti því. Það hefur einnig letjandi áhrif ef starfsmenn hafa nánast ótakmörkuð og sem stendur skattfrjáls afnot af bílastæðum. Það væri einnig æskilegt að gefa fólki kost á tímabundnum samgöngustyrkjum enda margir sem eru óvanir vetrarhjólreiðum. Í dag er hvatinn til að taka upp samgöngustyrki einkum hjá fyrirtækjum þar sem skortur er á bílastæðum en lýðheilsuáhrifin og umhverfissjónarmiðin ættu ekki síður að vera nægir hvatar. Stéttarfélögin ættu einnig að sjá sér hag í því að efla vistvænar samgöngur t.d. með því að gera fólki kleift að kaupa hjól með íþróttastyrk eða nýjum samgöngustyrk sem mætti ræða í kjaraviðræðum. Það er jú oft drjúgur hluti tekna heimilanna sem fer í reksturs heimilisbílsins. Hver hjólaður kílómetri sparar þjóðfélaginu pening. Hluti af þeim sparnaði felst m.a.s. í því að biðraðir á ljósum minnka og bensín og tími hjá þeim sem kjósa að nota bíl áfram sparast. Það græða allir. Á heimasíðu Landssamtaka hjólreiðamanna, lhm.is og Wikipedia er hægt að finna fróðleik og dæmi um samgöngusamninga, best er að slá samgöngusamningur inn í leitarvél. Ert þú búinn að hvetja fyrirtækið þitt til að taka upp samgöngustyrki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það er frábært að hjóla til og frá vinnu. Þetta er þægilegur fararmáti og bætir þrek og hreysti. Á síðustu árum hefur verið mikil fjölgun hjólreiðastíga og almennra göngustíga sem henta vel til hjólreiða og víða hefur hámarkshraði í íbúðahverfum verið lækkaður í 30 km hraða til að auka umferðaröryggi. Aðstæður til hjólreiða eru í raun orðnar frábærar á mörgum stöðum, bílstjórar eru farnir að gera ráð fyrir hjólreiðamönnum og kurteisi í umferðinni er með góðu móti. Það eru margar leiðir til að hvetja til hjólreiða. Ein af þeim er innleiðing samgöngustyrkja en skv. reglum í skattmati er launagreiðendum gert kleift að borga launþegum að hámarki 7.000.- krónur á mánuði, skattfrjálst, vegna ferða milli heimilis og vinnustaðar að því gefnu að undirritaður sé formlegur samningur um að launþegi nýti almenningssamgöngur eða vistvænan ferðamáta. Það er heimilt að hafa upphæðina hærri og semja má um vistvænar ferðir í þágu vinnuveitanda. Elstu samningarnir eru sex ára og í dag eru a.m.k. 50 vinnustaðir sem hafa hvatt starfsfólk sitt til notkunar vistvænna samgöngumáta með slíkum samgöngustyrkjum. Í óformlegri fésbókarkönnun reyndist meðalupphæð samgöngustyrkja vera 55 þúsund krónur en það væri afar fróðlegt ef ríkisskattstjóri skoðaði reit 410 á launamiða og greindi okkur frá fjölda þeirra sem slíkra styrkja njóta. Ef upphæð samgöngustyrks er lág er óvíst að hún sé nægur hvati til að starfsmenn sem nota óvistvænan ferðamáta hætti því. Það hefur einnig letjandi áhrif ef starfsmenn hafa nánast ótakmörkuð og sem stendur skattfrjáls afnot af bílastæðum. Það væri einnig æskilegt að gefa fólki kost á tímabundnum samgöngustyrkjum enda margir sem eru óvanir vetrarhjólreiðum. Í dag er hvatinn til að taka upp samgöngustyrki einkum hjá fyrirtækjum þar sem skortur er á bílastæðum en lýðheilsuáhrifin og umhverfissjónarmiðin ættu ekki síður að vera nægir hvatar. Stéttarfélögin ættu einnig að sjá sér hag í því að efla vistvænar samgöngur t.d. með því að gera fólki kleift að kaupa hjól með íþróttastyrk eða nýjum samgöngustyrk sem mætti ræða í kjaraviðræðum. Það er jú oft drjúgur hluti tekna heimilanna sem fer í reksturs heimilisbílsins. Hver hjólaður kílómetri sparar þjóðfélaginu pening. Hluti af þeim sparnaði felst m.a.s. í því að biðraðir á ljósum minnka og bensín og tími hjá þeim sem kjósa að nota bíl áfram sparast. Það græða allir. Á heimasíðu Landssamtaka hjólreiðamanna, lhm.is og Wikipedia er hægt að finna fróðleik og dæmi um samgöngusamninga, best er að slá samgöngusamningur inn í leitarvél. Ert þú búinn að hvetja fyrirtækið þitt til að taka upp samgöngustyrki?
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun