Við viljum frið… Signý Pálsdóttir skrifar 21. apríl 2015 06:00 Öll börn eru í eðli sínu listamenn. Óbeislað ímyndunarafl, innlifun og sköpunargleði eru aðalsmerki þeirra sem slíkra. Þau lifa sig inn í ævintýrið og skapa ný ævintýri hvort sem er í leik eða listrænni tjáningu. Það er ómetanlegt fyrir þroska hvers einstaklings ef hlúð er að sköpunargáfu hans með kynnum af list í sinni margvíslegustu mynd, listkennslu, hvatningu til að tjá sig og viðurkenningu fyrir framlag sitt. Í menningarstefnu Reykjavíkurborgar gegna börn og menningaruppeldi mikilvægu hlutverki. Þar er lögð áhersla á að menning og listir séu snar þáttur í uppeldi og kennslu barna og ungmenna í borginni. Ekki síður er lögð áhersla á þátttöku barna, ungmenna og fjölskyldna í menningarlífinu og að framlag þeirra til menningar sé metið að verðleikum. Á Barnamenningarhátíð í Reykjavík, sem hefst í dag, má sannarlega upplifa þessi markmið í verki. Þessi fjölskrúðuga hátíð er nú haldin í fimmta sinn og stendur til sunnudagsins 26. apríl. Um 120 viðburðir verða á hátíðinni í ár og fara þeir fram víðs vegar um Reykjavík. Gæði, fjölbreytni, jafnræði og gott aðgengi er haft að leiðarljósi við skipulagningu hátíðarinnar sem rúmar allar listgreinar. Allir viðburðir á Barnamenningahátíð eru ókeypis og hafa verið það frá byrjun. Hátíðin er ein af þremur stórum hátíðum sem Reykjavíkurborg heldur og eru þær skipulagðar af Höfuðborgarstofu. Þær eru þátttökuhátíðir líkt og Menningarnótt og Vetrarhátíð. Viðburðirnir mótast af frumkvæði þátttakenda sem eru leik- og grunnskólar, frístundamiðstöðvar, listaskólar, menningar- og listastofnanir, listhópar, listamenn, háskólar, kórar og félagasamtök svo eitthvað sé nefnt. Markhópur hátíðarinnar er frá tveggja ára börnum til unglinga á leið í framhaldsskóla.Fyrir börn á öllum aldri Dagskráin er í raun ótrúleg með ótal viðburðum stórum og smáum, allt frá Dimmalimm og Svanavatninu í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, nemenda úr Listdansskóla Íslands og Gradualekórs Langholtskirkju í upphafi hátíðar til Bullumsulls í Laugardalslaug í lokin. Af hátíðum innan hátíðar má nefna sviðslistahátíð Assitej fyrir unga áhorfendur, Sumardaginn fyrsta í öllum hverfum borgarinnar og Ævintýrahöllina í Iðnó þar sem ganga má að opnum smiðjum og viðburðum um allt hús frá kl. 10 á morgnana og fram eftir degi frá miðvikudegi til laugardags. Einnig er skemmtilegu ljósi brugðið á söguna eins og með sýningu í Ráðhúsinu og á Austurvelli – Slökkviliðsbílar, dælur og sírenur – sem fjallar um brunann mikla í miðbænum 1915, þegar stór hluti miðbæjarins brann til grunna á einni nóttu. Opnunarhátíðin verður í Eldborg í Hörpu í dag, en þangað er öllum fjórðu bekkingum grunnskóla Reykjavíkur boðið til glæsilegrar dagskrár. Þar verður frumfluttur söngurinn „Það sem skiptir mestu máli“ sem Salka Sól og Gnúsi Yones sömdu út frá lýðræðislega kosnum hugmyndum fjórðu bekkinga um jafnrétti. Þar bar hæst frið, jafnrétti, ást og öryggi. Nemendur í öllum leik- og grunnskólum borgarinnar hafa nú fengið litríkan bækling með sér heim til að skoða með fjölskyldunni og velja af dagskránni sem er aðgengileg á www.barnamenningarhatid.is. Fjölskyldur utan Reykjavíkur eru boðnar sérstaklega velkomnar í borgina á viðburði hátíðarinnar. Vonandi njóta sem flestir Barnamenningarhátíðar, sem verður umfram allt skemmtileg fyrir börn á öllum aldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Öll börn eru í eðli sínu listamenn. Óbeislað ímyndunarafl, innlifun og sköpunargleði eru aðalsmerki þeirra sem slíkra. Þau lifa sig inn í ævintýrið og skapa ný ævintýri hvort sem er í leik eða listrænni tjáningu. Það er ómetanlegt fyrir þroska hvers einstaklings ef hlúð er að sköpunargáfu hans með kynnum af list í sinni margvíslegustu mynd, listkennslu, hvatningu til að tjá sig og viðurkenningu fyrir framlag sitt. Í menningarstefnu Reykjavíkurborgar gegna börn og menningaruppeldi mikilvægu hlutverki. Þar er lögð áhersla á að menning og listir séu snar þáttur í uppeldi og kennslu barna og ungmenna í borginni. Ekki síður er lögð áhersla á þátttöku barna, ungmenna og fjölskyldna í menningarlífinu og að framlag þeirra til menningar sé metið að verðleikum. Á Barnamenningarhátíð í Reykjavík, sem hefst í dag, má sannarlega upplifa þessi markmið í verki. Þessi fjölskrúðuga hátíð er nú haldin í fimmta sinn og stendur til sunnudagsins 26. apríl. Um 120 viðburðir verða á hátíðinni í ár og fara þeir fram víðs vegar um Reykjavík. Gæði, fjölbreytni, jafnræði og gott aðgengi er haft að leiðarljósi við skipulagningu hátíðarinnar sem rúmar allar listgreinar. Allir viðburðir á Barnamenningahátíð eru ókeypis og hafa verið það frá byrjun. Hátíðin er ein af þremur stórum hátíðum sem Reykjavíkurborg heldur og eru þær skipulagðar af Höfuðborgarstofu. Þær eru þátttökuhátíðir líkt og Menningarnótt og Vetrarhátíð. Viðburðirnir mótast af frumkvæði þátttakenda sem eru leik- og grunnskólar, frístundamiðstöðvar, listaskólar, menningar- og listastofnanir, listhópar, listamenn, háskólar, kórar og félagasamtök svo eitthvað sé nefnt. Markhópur hátíðarinnar er frá tveggja ára börnum til unglinga á leið í framhaldsskóla.Fyrir börn á öllum aldri Dagskráin er í raun ótrúleg með ótal viðburðum stórum og smáum, allt frá Dimmalimm og Svanavatninu í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, nemenda úr Listdansskóla Íslands og Gradualekórs Langholtskirkju í upphafi hátíðar til Bullumsulls í Laugardalslaug í lokin. Af hátíðum innan hátíðar má nefna sviðslistahátíð Assitej fyrir unga áhorfendur, Sumardaginn fyrsta í öllum hverfum borgarinnar og Ævintýrahöllina í Iðnó þar sem ganga má að opnum smiðjum og viðburðum um allt hús frá kl. 10 á morgnana og fram eftir degi frá miðvikudegi til laugardags. Einnig er skemmtilegu ljósi brugðið á söguna eins og með sýningu í Ráðhúsinu og á Austurvelli – Slökkviliðsbílar, dælur og sírenur – sem fjallar um brunann mikla í miðbænum 1915, þegar stór hluti miðbæjarins brann til grunna á einni nóttu. Opnunarhátíðin verður í Eldborg í Hörpu í dag, en þangað er öllum fjórðu bekkingum grunnskóla Reykjavíkur boðið til glæsilegrar dagskrár. Þar verður frumfluttur söngurinn „Það sem skiptir mestu máli“ sem Salka Sól og Gnúsi Yones sömdu út frá lýðræðislega kosnum hugmyndum fjórðu bekkinga um jafnrétti. Þar bar hæst frið, jafnrétti, ást og öryggi. Nemendur í öllum leik- og grunnskólum borgarinnar hafa nú fengið litríkan bækling með sér heim til að skoða með fjölskyldunni og velja af dagskránni sem er aðgengileg á www.barnamenningarhatid.is. Fjölskyldur utan Reykjavíkur eru boðnar sérstaklega velkomnar í borgina á viðburði hátíðarinnar. Vonandi njóta sem flestir Barnamenningarhátíðar, sem verður umfram allt skemmtileg fyrir börn á öllum aldri.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar