Við viljum frið… Signý Pálsdóttir skrifar 21. apríl 2015 06:00 Öll börn eru í eðli sínu listamenn. Óbeislað ímyndunarafl, innlifun og sköpunargleði eru aðalsmerki þeirra sem slíkra. Þau lifa sig inn í ævintýrið og skapa ný ævintýri hvort sem er í leik eða listrænni tjáningu. Það er ómetanlegt fyrir þroska hvers einstaklings ef hlúð er að sköpunargáfu hans með kynnum af list í sinni margvíslegustu mynd, listkennslu, hvatningu til að tjá sig og viðurkenningu fyrir framlag sitt. Í menningarstefnu Reykjavíkurborgar gegna börn og menningaruppeldi mikilvægu hlutverki. Þar er lögð áhersla á að menning og listir séu snar þáttur í uppeldi og kennslu barna og ungmenna í borginni. Ekki síður er lögð áhersla á þátttöku barna, ungmenna og fjölskyldna í menningarlífinu og að framlag þeirra til menningar sé metið að verðleikum. Á Barnamenningarhátíð í Reykjavík, sem hefst í dag, má sannarlega upplifa þessi markmið í verki. Þessi fjölskrúðuga hátíð er nú haldin í fimmta sinn og stendur til sunnudagsins 26. apríl. Um 120 viðburðir verða á hátíðinni í ár og fara þeir fram víðs vegar um Reykjavík. Gæði, fjölbreytni, jafnræði og gott aðgengi er haft að leiðarljósi við skipulagningu hátíðarinnar sem rúmar allar listgreinar. Allir viðburðir á Barnamenningahátíð eru ókeypis og hafa verið það frá byrjun. Hátíðin er ein af þremur stórum hátíðum sem Reykjavíkurborg heldur og eru þær skipulagðar af Höfuðborgarstofu. Þær eru þátttökuhátíðir líkt og Menningarnótt og Vetrarhátíð. Viðburðirnir mótast af frumkvæði þátttakenda sem eru leik- og grunnskólar, frístundamiðstöðvar, listaskólar, menningar- og listastofnanir, listhópar, listamenn, háskólar, kórar og félagasamtök svo eitthvað sé nefnt. Markhópur hátíðarinnar er frá tveggja ára börnum til unglinga á leið í framhaldsskóla.Fyrir börn á öllum aldri Dagskráin er í raun ótrúleg með ótal viðburðum stórum og smáum, allt frá Dimmalimm og Svanavatninu í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, nemenda úr Listdansskóla Íslands og Gradualekórs Langholtskirkju í upphafi hátíðar til Bullumsulls í Laugardalslaug í lokin. Af hátíðum innan hátíðar má nefna sviðslistahátíð Assitej fyrir unga áhorfendur, Sumardaginn fyrsta í öllum hverfum borgarinnar og Ævintýrahöllina í Iðnó þar sem ganga má að opnum smiðjum og viðburðum um allt hús frá kl. 10 á morgnana og fram eftir degi frá miðvikudegi til laugardags. Einnig er skemmtilegu ljósi brugðið á söguna eins og með sýningu í Ráðhúsinu og á Austurvelli – Slökkviliðsbílar, dælur og sírenur – sem fjallar um brunann mikla í miðbænum 1915, þegar stór hluti miðbæjarins brann til grunna á einni nóttu. Opnunarhátíðin verður í Eldborg í Hörpu í dag, en þangað er öllum fjórðu bekkingum grunnskóla Reykjavíkur boðið til glæsilegrar dagskrár. Þar verður frumfluttur söngurinn „Það sem skiptir mestu máli“ sem Salka Sól og Gnúsi Yones sömdu út frá lýðræðislega kosnum hugmyndum fjórðu bekkinga um jafnrétti. Þar bar hæst frið, jafnrétti, ást og öryggi. Nemendur í öllum leik- og grunnskólum borgarinnar hafa nú fengið litríkan bækling með sér heim til að skoða með fjölskyldunni og velja af dagskránni sem er aðgengileg á www.barnamenningarhatid.is. Fjölskyldur utan Reykjavíkur eru boðnar sérstaklega velkomnar í borgina á viðburði hátíðarinnar. Vonandi njóta sem flestir Barnamenningarhátíðar, sem verður umfram allt skemmtileg fyrir börn á öllum aldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Öll börn eru í eðli sínu listamenn. Óbeislað ímyndunarafl, innlifun og sköpunargleði eru aðalsmerki þeirra sem slíkra. Þau lifa sig inn í ævintýrið og skapa ný ævintýri hvort sem er í leik eða listrænni tjáningu. Það er ómetanlegt fyrir þroska hvers einstaklings ef hlúð er að sköpunargáfu hans með kynnum af list í sinni margvíslegustu mynd, listkennslu, hvatningu til að tjá sig og viðurkenningu fyrir framlag sitt. Í menningarstefnu Reykjavíkurborgar gegna börn og menningaruppeldi mikilvægu hlutverki. Þar er lögð áhersla á að menning og listir séu snar þáttur í uppeldi og kennslu barna og ungmenna í borginni. Ekki síður er lögð áhersla á þátttöku barna, ungmenna og fjölskyldna í menningarlífinu og að framlag þeirra til menningar sé metið að verðleikum. Á Barnamenningarhátíð í Reykjavík, sem hefst í dag, má sannarlega upplifa þessi markmið í verki. Þessi fjölskrúðuga hátíð er nú haldin í fimmta sinn og stendur til sunnudagsins 26. apríl. Um 120 viðburðir verða á hátíðinni í ár og fara þeir fram víðs vegar um Reykjavík. Gæði, fjölbreytni, jafnræði og gott aðgengi er haft að leiðarljósi við skipulagningu hátíðarinnar sem rúmar allar listgreinar. Allir viðburðir á Barnamenningahátíð eru ókeypis og hafa verið það frá byrjun. Hátíðin er ein af þremur stórum hátíðum sem Reykjavíkurborg heldur og eru þær skipulagðar af Höfuðborgarstofu. Þær eru þátttökuhátíðir líkt og Menningarnótt og Vetrarhátíð. Viðburðirnir mótast af frumkvæði þátttakenda sem eru leik- og grunnskólar, frístundamiðstöðvar, listaskólar, menningar- og listastofnanir, listhópar, listamenn, háskólar, kórar og félagasamtök svo eitthvað sé nefnt. Markhópur hátíðarinnar er frá tveggja ára börnum til unglinga á leið í framhaldsskóla.Fyrir börn á öllum aldri Dagskráin er í raun ótrúleg með ótal viðburðum stórum og smáum, allt frá Dimmalimm og Svanavatninu í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, nemenda úr Listdansskóla Íslands og Gradualekórs Langholtskirkju í upphafi hátíðar til Bullumsulls í Laugardalslaug í lokin. Af hátíðum innan hátíðar má nefna sviðslistahátíð Assitej fyrir unga áhorfendur, Sumardaginn fyrsta í öllum hverfum borgarinnar og Ævintýrahöllina í Iðnó þar sem ganga má að opnum smiðjum og viðburðum um allt hús frá kl. 10 á morgnana og fram eftir degi frá miðvikudegi til laugardags. Einnig er skemmtilegu ljósi brugðið á söguna eins og með sýningu í Ráðhúsinu og á Austurvelli – Slökkviliðsbílar, dælur og sírenur – sem fjallar um brunann mikla í miðbænum 1915, þegar stór hluti miðbæjarins brann til grunna á einni nóttu. Opnunarhátíðin verður í Eldborg í Hörpu í dag, en þangað er öllum fjórðu bekkingum grunnskóla Reykjavíkur boðið til glæsilegrar dagskrár. Þar verður frumfluttur söngurinn „Það sem skiptir mestu máli“ sem Salka Sól og Gnúsi Yones sömdu út frá lýðræðislega kosnum hugmyndum fjórðu bekkinga um jafnrétti. Þar bar hæst frið, jafnrétti, ást og öryggi. Nemendur í öllum leik- og grunnskólum borgarinnar hafa nú fengið litríkan bækling með sér heim til að skoða með fjölskyldunni og velja af dagskránni sem er aðgengileg á www.barnamenningarhatid.is. Fjölskyldur utan Reykjavíkur eru boðnar sérstaklega velkomnar í borgina á viðburði hátíðarinnar. Vonandi njóta sem flestir Barnamenningarhátíðar, sem verður umfram allt skemmtileg fyrir börn á öllum aldri.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar