Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings 21. apríl 2015 07:00 Af þeim níu sem eru ákærðir í Kaupþingsmálinu mættu þeir Pétur Kristinn Guðmarssonar, Birnir Snær Björnsson, Ingólfur Helgason og Einar Pálmi Sigmundsson. Fréttablaðið/GVA Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófst í gær. Alls eru níu ákærðir í málinu og er áætlað að aðalmeðferð taki 22 daga eða fimm vikur, þar sem 17 dagar fara í vitnaleiðslur en yfir 50 manns verða kallaðir til sem vitni, fyrir utan skýrslutöku af ákærðu. Um er að ræða eitt viðamesta mál sem sérstakur saksóknari hefur tekið til rannsóknar og ákært í. Níumenningarnir eru ákærðir fyrir umfangsmikla markaðsmisnotkun sem lykilstarfsmenn Kaupþings á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Í ákæru segir að brotin séu umfangsmikil, hafi verið þaulskipulögð og staðið yfir í langan tíma. Þau hafi varðað gríðarlega háar fjárhæðir. Ákærðu eru sagðir hafa ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hlutabréfa í Kaupþingi og aukið seljanleika þeirra með kerfisbundnum og stórfelldum kaupum í krafti fjárhagslegs styrks bankans. Um 40% viðskipta með bréf Kaupþings í Kauphöll Íslands á þessu tímabili hafi verið sýndarviðskipti. Einnig lagði Kaupþing erlendum félögum til háar upphæðir til að kaupa hluti í bankanum sem voru í raun að fullu fjármagnaðir af bankanum sjálfum. Viðskiptin byggðust á blekkingum og sýndarmennsku. Al Thani-viðskiptin, sem Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson hlutu þunga fangelsisdóma fyrir, voru hluti af þessu máli. Þannig má segja að ákæran sé í raun tvíþætt. Þannig er annars vegar talið að þessi miklu kaup bankans á eigin hlutabréfum, bæði í kauphöllum á Íslandi og í Svíþjóð, feli í sér markaðsmisnotkun, þar sem þau tryggðu óeðlilegt verð á bréfunum. Hins vegar er ákært fyrir markaðsmisnotkun í viðskiptum utan kauphalla, þar sem hlutabréf í bankanum voru seld ýmsum eignarhaldsfélögum. Þar að auki er ákært fyrir tilteknar lánveitingar vegna viðskiptanna við eignarhaldsfélögin. Allir ákærðu neita sök í málinu. Pétur Kristinn Guðmarsson, sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings á þeim tíma sem ákæra nær til, gaf skýrslu í málinu í gær. Gert er ráð fyrir að skýrslutaka þessi muni standa yfir í tvo og hálfan dag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófst í gær. Alls eru níu ákærðir í málinu og er áætlað að aðalmeðferð taki 22 daga eða fimm vikur, þar sem 17 dagar fara í vitnaleiðslur en yfir 50 manns verða kallaðir til sem vitni, fyrir utan skýrslutöku af ákærðu. Um er að ræða eitt viðamesta mál sem sérstakur saksóknari hefur tekið til rannsóknar og ákært í. Níumenningarnir eru ákærðir fyrir umfangsmikla markaðsmisnotkun sem lykilstarfsmenn Kaupþings á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Í ákæru segir að brotin séu umfangsmikil, hafi verið þaulskipulögð og staðið yfir í langan tíma. Þau hafi varðað gríðarlega háar fjárhæðir. Ákærðu eru sagðir hafa ýmist komið í veg fyrir eða hægt á lækkun á verði hlutabréfa í Kaupþingi og aukið seljanleika þeirra með kerfisbundnum og stórfelldum kaupum í krafti fjárhagslegs styrks bankans. Um 40% viðskipta með bréf Kaupþings í Kauphöll Íslands á þessu tímabili hafi verið sýndarviðskipti. Einnig lagði Kaupþing erlendum félögum til háar upphæðir til að kaupa hluti í bankanum sem voru í raun að fullu fjármagnaðir af bankanum sjálfum. Viðskiptin byggðust á blekkingum og sýndarmennsku. Al Thani-viðskiptin, sem Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson hlutu þunga fangelsisdóma fyrir, voru hluti af þessu máli. Þannig má segja að ákæran sé í raun tvíþætt. Þannig er annars vegar talið að þessi miklu kaup bankans á eigin hlutabréfum, bæði í kauphöllum á Íslandi og í Svíþjóð, feli í sér markaðsmisnotkun, þar sem þau tryggðu óeðlilegt verð á bréfunum. Hins vegar er ákært fyrir markaðsmisnotkun í viðskiptum utan kauphalla, þar sem hlutabréf í bankanum voru seld ýmsum eignarhaldsfélögum. Þar að auki er ákært fyrir tilteknar lánveitingar vegna viðskiptanna við eignarhaldsfélögin. Allir ákærðu neita sök í málinu. Pétur Kristinn Guðmarsson, sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings á þeim tíma sem ákæra nær til, gaf skýrslu í málinu í gær. Gert er ráð fyrir að skýrslutaka þessi muni standa yfir í tvo og hálfan dag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira