Virkir foreldrar skapa betri skóla Anna Margrét Sigurðardóttir skrifar 20. apríl 2015 12:00 Í ár eru tímamót hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra. Foreldraverðlaunin verða afhent í tuttugasta sinn þann 20. maí nk. við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra.Samstarf foreldra Foreldraverðlaunum Heimilis og skóla er ætlað að beina sjónum að því sem vel er gert í skólasamfélaginu og að því gróskumikla starfi sem á sér stað með börnum í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Við val á verkefnum er horft til þess að þau feli í sér aukið samstarf skóla, heimila og annarra aðila sem vinna og stuðla að æskulýðsstarfi í sínu nærsamfélagi. Einnig er litið til þess hvort verkefni hafi skapað jákvæðar hefðir í samfélaginu og hvort þau hafi náð að festast í sessi. Mikil viðurkenning felst í því að fá tilnefningu til Foreldraverðlauna og í því felst hvatning til þeirra sem oft og tíðum leggja á sig ómælda vinnu.Virkir foreldrar Samstarf foreldra innan skóla felur í sér mikinn auð og er mikilvægur liður í að skapa jákvæðan skólabrag. Jákvæður skólabragur hefur hvetjandi áhrif á nám og líðan barna í skólum landsins og stuðlar að bættu samstarfi milli skóla og foreldra. Þó geta ekki allir foreldrar tekið þátt í foreldrasamstarfi en þrátt fyrir það hefur jákvæður skólabragur og samvinna foreldra í bekkjardeildum áhrif á alla nemendur og hefur ótvíræð áhrif á námsárangur og að auki óumdeilt forvarnargildi þegar fram í sækir. Öflugt foreldrasamstarf skapar hefðir sem skila sér í bættu samfélagi og betri uppeldisskilyrðum fyrir börn og ungmenni. Fjölmargar rannsóknir styðja þetta og benda til þess að gott samstarf milli heimila og skóla stuðli að betri líðan og námsárangri barna, auknu sjálfsöryggi og jákvæðara viðhorfi. Virkir foreldrar skapa betri skóla.Af hverju Foreldraverðlaun? Einn tilgangur Foreldraverðlaunanna er að koma á framfæri verðugum verkefnum sem aðrir geta tekið upp og aðlagað að sínu nærsamfélagi en fjölmörg dæmi eru um verkefni sem skólar og foreldrar hafa unnið að og sniðið að eigin samfélagi. Til gamans má geta að Foreldrahandbók Heimilis og skóla, sem mörg foreldrafélög á landinu vinna eftir, er dæmi um verkefni sem hlaut Foreldraverðlaunin á sínum tíma. Allir geta tilnefnt til Foreldraverðlauna, hvar sem er á landinu. Einnig er hægt að tilnefna Dugnaðarfork Heimilis og skóla en þá er verðlaunaður einstaklingur sem með starfi sínu hefur skarað fram úr og stuðlað að bættu samstarfi heimila og skóla.Jákvæður skólabragur Hvernig skapast hefðir í skólasamfélaginu og hvernig er þeim viðhaldið? Sú samfélagsvinna sem foreldrar leggja til er auðlind sem vert er að veita eftirtekt. Nýir foreldrar koma inn í skólasamfélagið og halda áfram verkefnum sem unnið hefur verið að og skapað hafa hefðir. Foreldrar eru eins og órofa keðja sem viðheldur hefðum sem eiga þátt í að móta jákvæðan skólabrag sem er mikilvægur í öllu skólastarfi. Lítum til okkar skólasamfélags og gefum því gaum hvort þar sé unnið að verkefnum sem vert er að tilnefna. Hægt er að skila inn tilnefningum til Foreldraverðlauna og Dugnaðarforks Heimilis og skóla á heimasíðu samtakanna, www.heimiliogskoli.is, fram til 6. maí nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í ár eru tímamót hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra. Foreldraverðlaunin verða afhent í tuttugasta sinn þann 20. maí nk. við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra.Samstarf foreldra Foreldraverðlaunum Heimilis og skóla er ætlað að beina sjónum að því sem vel er gert í skólasamfélaginu og að því gróskumikla starfi sem á sér stað með börnum í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Við val á verkefnum er horft til þess að þau feli í sér aukið samstarf skóla, heimila og annarra aðila sem vinna og stuðla að æskulýðsstarfi í sínu nærsamfélagi. Einnig er litið til þess hvort verkefni hafi skapað jákvæðar hefðir í samfélaginu og hvort þau hafi náð að festast í sessi. Mikil viðurkenning felst í því að fá tilnefningu til Foreldraverðlauna og í því felst hvatning til þeirra sem oft og tíðum leggja á sig ómælda vinnu.Virkir foreldrar Samstarf foreldra innan skóla felur í sér mikinn auð og er mikilvægur liður í að skapa jákvæðan skólabrag. Jákvæður skólabragur hefur hvetjandi áhrif á nám og líðan barna í skólum landsins og stuðlar að bættu samstarfi milli skóla og foreldra. Þó geta ekki allir foreldrar tekið þátt í foreldrasamstarfi en þrátt fyrir það hefur jákvæður skólabragur og samvinna foreldra í bekkjardeildum áhrif á alla nemendur og hefur ótvíræð áhrif á námsárangur og að auki óumdeilt forvarnargildi þegar fram í sækir. Öflugt foreldrasamstarf skapar hefðir sem skila sér í bættu samfélagi og betri uppeldisskilyrðum fyrir börn og ungmenni. Fjölmargar rannsóknir styðja þetta og benda til þess að gott samstarf milli heimila og skóla stuðli að betri líðan og námsárangri barna, auknu sjálfsöryggi og jákvæðara viðhorfi. Virkir foreldrar skapa betri skóla.Af hverju Foreldraverðlaun? Einn tilgangur Foreldraverðlaunanna er að koma á framfæri verðugum verkefnum sem aðrir geta tekið upp og aðlagað að sínu nærsamfélagi en fjölmörg dæmi eru um verkefni sem skólar og foreldrar hafa unnið að og sniðið að eigin samfélagi. Til gamans má geta að Foreldrahandbók Heimilis og skóla, sem mörg foreldrafélög á landinu vinna eftir, er dæmi um verkefni sem hlaut Foreldraverðlaunin á sínum tíma. Allir geta tilnefnt til Foreldraverðlauna, hvar sem er á landinu. Einnig er hægt að tilnefna Dugnaðarfork Heimilis og skóla en þá er verðlaunaður einstaklingur sem með starfi sínu hefur skarað fram úr og stuðlað að bættu samstarfi heimila og skóla.Jákvæður skólabragur Hvernig skapast hefðir í skólasamfélaginu og hvernig er þeim viðhaldið? Sú samfélagsvinna sem foreldrar leggja til er auðlind sem vert er að veita eftirtekt. Nýir foreldrar koma inn í skólasamfélagið og halda áfram verkefnum sem unnið hefur verið að og skapað hafa hefðir. Foreldrar eru eins og órofa keðja sem viðheldur hefðum sem eiga þátt í að móta jákvæðan skólabrag sem er mikilvægur í öllu skólastarfi. Lítum til okkar skólasamfélags og gefum því gaum hvort þar sé unnið að verkefnum sem vert er að tilnefna. Hægt er að skila inn tilnefningum til Foreldraverðlauna og Dugnaðarforks Heimilis og skóla á heimasíðu samtakanna, www.heimiliogskoli.is, fram til 6. maí nk.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar