Sterkur háskóli í þágu þjóðar Guðrún Nordal skrifar 20. apríl 2015 12:00 Háskólar um allan heim eru í mikilli deiglu. Alls staðar knýja breytingar dyra. Tæknibreytingar ekki síður en breytingar á atvinnuháttum, áskoranir sem fylgja auknum hreyfanleika fólks og síaukinni upplýsingamiðlun. Áhrifin birtast með ólíkum hætti í örsmáu samfélagi eða hjá milljónaþjóðum. Spurt er hvort háskólamenntun búi nemendur nógu vel undir að takast á við áskoranir nútímans. Hvernig mælum við árangurinn af háskólanámi? Allir háskólar í heiminum keppast um að komast sem hæst á listum sem þar sem árangur af rannsóknar- og kennslustarfi er mældur á staðlaðan hátt, svo að rannsóknarafköst vaxa alls staðar. Allir háskólar keppa um bestu nemendurna. En geta þeir þá um leið verið menntastofnanir sem byggja á jöfnuði til náms? Íslendingar hafa ekki efni á að velja aðeins eina leið. Háskóli Íslands er svo miklu meira en venjulegur háskóli; hann er ein mikilvægasta kjölfestan í okkar litla samfélagi. Um leið og hann tekur þátt í alþjóðlegri þekkingarsköpun þá á hann líka djúpar íslenskar rætur og þjónar okkar samfélagi. Þetta tvíbenta hlutverk gefur Háskólanum sérstöðu í samanburði við nær alla skóla í stærri löndum. Samfélagið er miklu nær þeim sem starfa í Háskólanum; enda er hann eini skólinn sem býður upp á nám í nær öllum faggreinum. Þessi sérstaða leggur skólanum ljúfar skyldur á herðar. Ég þekki sjálf úr minni grein að jafnframt því að hafa birt nær allar mínar rannsóknir á íslenskum miðaldabókmenntum á erlendum vettvangi og leiða alþjóðlega rannsóknahópa, er samtalið við íslenskt samfélag alltaf mikil áskorun. Okkur rennur flestum blóðið til skyldunnar. Áhrifin eru allt önnur en í hinu alþjóðlega starfi; þau snerta fólkið í þessu landi beint. Það verður stórkostlegt verkefni fyrir næsta rektor Háskólans að leiða saman næstu fimm árin þessa tvo póla í okkar starfi, þjóðskólann og alþjóðlega rannsóknarháskólann, aðskilda póla sem þó eru jafn nátengdir og pólarnir á jarðarkringlunni. Annar getur ekki án hins verið. Háskólinn hlýtur að rækta sitt samfélag enda er það undirstaða þess að samfélagið styðji heilshugar við Háskólann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Háskólar um allan heim eru í mikilli deiglu. Alls staðar knýja breytingar dyra. Tæknibreytingar ekki síður en breytingar á atvinnuháttum, áskoranir sem fylgja auknum hreyfanleika fólks og síaukinni upplýsingamiðlun. Áhrifin birtast með ólíkum hætti í örsmáu samfélagi eða hjá milljónaþjóðum. Spurt er hvort háskólamenntun búi nemendur nógu vel undir að takast á við áskoranir nútímans. Hvernig mælum við árangurinn af háskólanámi? Allir háskólar í heiminum keppast um að komast sem hæst á listum sem þar sem árangur af rannsóknar- og kennslustarfi er mældur á staðlaðan hátt, svo að rannsóknarafköst vaxa alls staðar. Allir háskólar keppa um bestu nemendurna. En geta þeir þá um leið verið menntastofnanir sem byggja á jöfnuði til náms? Íslendingar hafa ekki efni á að velja aðeins eina leið. Háskóli Íslands er svo miklu meira en venjulegur háskóli; hann er ein mikilvægasta kjölfestan í okkar litla samfélagi. Um leið og hann tekur þátt í alþjóðlegri þekkingarsköpun þá á hann líka djúpar íslenskar rætur og þjónar okkar samfélagi. Þetta tvíbenta hlutverk gefur Háskólanum sérstöðu í samanburði við nær alla skóla í stærri löndum. Samfélagið er miklu nær þeim sem starfa í Háskólanum; enda er hann eini skólinn sem býður upp á nám í nær öllum faggreinum. Þessi sérstaða leggur skólanum ljúfar skyldur á herðar. Ég þekki sjálf úr minni grein að jafnframt því að hafa birt nær allar mínar rannsóknir á íslenskum miðaldabókmenntum á erlendum vettvangi og leiða alþjóðlega rannsóknahópa, er samtalið við íslenskt samfélag alltaf mikil áskorun. Okkur rennur flestum blóðið til skyldunnar. Áhrifin eru allt önnur en í hinu alþjóðlega starfi; þau snerta fólkið í þessu landi beint. Það verður stórkostlegt verkefni fyrir næsta rektor Háskólans að leiða saman næstu fimm árin þessa tvo póla í okkar starfi, þjóðskólann og alþjóðlega rannsóknarháskólann, aðskilda póla sem þó eru jafn nátengdir og pólarnir á jarðarkringlunni. Annar getur ekki án hins verið. Háskólinn hlýtur að rækta sitt samfélag enda er það undirstaða þess að samfélagið styðji heilshugar við Háskólann.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar