Sterkur háskóli í þágu þjóðar Guðrún Nordal skrifar 20. apríl 2015 12:00 Háskólar um allan heim eru í mikilli deiglu. Alls staðar knýja breytingar dyra. Tæknibreytingar ekki síður en breytingar á atvinnuháttum, áskoranir sem fylgja auknum hreyfanleika fólks og síaukinni upplýsingamiðlun. Áhrifin birtast með ólíkum hætti í örsmáu samfélagi eða hjá milljónaþjóðum. Spurt er hvort háskólamenntun búi nemendur nógu vel undir að takast á við áskoranir nútímans. Hvernig mælum við árangurinn af háskólanámi? Allir háskólar í heiminum keppast um að komast sem hæst á listum sem þar sem árangur af rannsóknar- og kennslustarfi er mældur á staðlaðan hátt, svo að rannsóknarafköst vaxa alls staðar. Allir háskólar keppa um bestu nemendurna. En geta þeir þá um leið verið menntastofnanir sem byggja á jöfnuði til náms? Íslendingar hafa ekki efni á að velja aðeins eina leið. Háskóli Íslands er svo miklu meira en venjulegur háskóli; hann er ein mikilvægasta kjölfestan í okkar litla samfélagi. Um leið og hann tekur þátt í alþjóðlegri þekkingarsköpun þá á hann líka djúpar íslenskar rætur og þjónar okkar samfélagi. Þetta tvíbenta hlutverk gefur Háskólanum sérstöðu í samanburði við nær alla skóla í stærri löndum. Samfélagið er miklu nær þeim sem starfa í Háskólanum; enda er hann eini skólinn sem býður upp á nám í nær öllum faggreinum. Þessi sérstaða leggur skólanum ljúfar skyldur á herðar. Ég þekki sjálf úr minni grein að jafnframt því að hafa birt nær allar mínar rannsóknir á íslenskum miðaldabókmenntum á erlendum vettvangi og leiða alþjóðlega rannsóknahópa, er samtalið við íslenskt samfélag alltaf mikil áskorun. Okkur rennur flestum blóðið til skyldunnar. Áhrifin eru allt önnur en í hinu alþjóðlega starfi; þau snerta fólkið í þessu landi beint. Það verður stórkostlegt verkefni fyrir næsta rektor Háskólans að leiða saman næstu fimm árin þessa tvo póla í okkar starfi, þjóðskólann og alþjóðlega rannsóknarháskólann, aðskilda póla sem þó eru jafn nátengdir og pólarnir á jarðarkringlunni. Annar getur ekki án hins verið. Háskólinn hlýtur að rækta sitt samfélag enda er það undirstaða þess að samfélagið styðji heilshugar við Háskólann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Háskólar um allan heim eru í mikilli deiglu. Alls staðar knýja breytingar dyra. Tæknibreytingar ekki síður en breytingar á atvinnuháttum, áskoranir sem fylgja auknum hreyfanleika fólks og síaukinni upplýsingamiðlun. Áhrifin birtast með ólíkum hætti í örsmáu samfélagi eða hjá milljónaþjóðum. Spurt er hvort háskólamenntun búi nemendur nógu vel undir að takast á við áskoranir nútímans. Hvernig mælum við árangurinn af háskólanámi? Allir háskólar í heiminum keppast um að komast sem hæst á listum sem þar sem árangur af rannsóknar- og kennslustarfi er mældur á staðlaðan hátt, svo að rannsóknarafköst vaxa alls staðar. Allir háskólar keppa um bestu nemendurna. En geta þeir þá um leið verið menntastofnanir sem byggja á jöfnuði til náms? Íslendingar hafa ekki efni á að velja aðeins eina leið. Háskóli Íslands er svo miklu meira en venjulegur háskóli; hann er ein mikilvægasta kjölfestan í okkar litla samfélagi. Um leið og hann tekur þátt í alþjóðlegri þekkingarsköpun þá á hann líka djúpar íslenskar rætur og þjónar okkar samfélagi. Þetta tvíbenta hlutverk gefur Háskólanum sérstöðu í samanburði við nær alla skóla í stærri löndum. Samfélagið er miklu nær þeim sem starfa í Háskólanum; enda er hann eini skólinn sem býður upp á nám í nær öllum faggreinum. Þessi sérstaða leggur skólanum ljúfar skyldur á herðar. Ég þekki sjálf úr minni grein að jafnframt því að hafa birt nær allar mínar rannsóknir á íslenskum miðaldabókmenntum á erlendum vettvangi og leiða alþjóðlega rannsóknahópa, er samtalið við íslenskt samfélag alltaf mikil áskorun. Okkur rennur flestum blóðið til skyldunnar. Áhrifin eru allt önnur en í hinu alþjóðlega starfi; þau snerta fólkið í þessu landi beint. Það verður stórkostlegt verkefni fyrir næsta rektor Háskólans að leiða saman næstu fimm árin þessa tvo póla í okkar starfi, þjóðskólann og alþjóðlega rannsóknarháskólann, aðskilda póla sem þó eru jafn nátengdir og pólarnir á jarðarkringlunni. Annar getur ekki án hins verið. Háskólinn hlýtur að rækta sitt samfélag enda er það undirstaða þess að samfélagið styðji heilshugar við Háskólann.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar