Þarf einhverju að breyta í Háskóla Íslands? Einar Steingrímsson skrifar 9. apríl 2015 07:00 Á mánudag fer fram rektorskjör í Háskóla Íslands. Ég er einn þriggja frambjóðenda, og sá fyrsti í sögu skólans sem ekki er innanbúðarmaður. Ég hef mjög róttækar hugmyndir um hvernig eigi að breyta starfi skólans. Þó ekki róttækari en svo að yrðu þær kynntar í þeim skólum á alþjóðavettvangi sem HÍ segist vilja líkjast, þá myndu flestir áheyrendur í slíkum skólum bara geispa yfir því hvað þær væru sjálfsagðar. Það er margt gott í starfi HÍ, þar á meðal talsvert af góðu vísindafólki, sem sumt er framúrskarandi á alþjóðavettvangi á sínum sviðum. Þar er líka örugglega til góð kennsla víða, og augljóst er, af handbók skólans fyrir kennara, að innandyra er til ágætis þekking á því hvað er góð kennsla og slæm. En því litla rannsóknafé sem skólinn hefur til umráða er dreift í ýmiss konar starf sem ekki er gjaldgengt á þeim alþjóðavettvangi sem stefna skólans markar, og þekkingin á góðum kennsluháttum er víða algerlega hunsuð. Þessu þarf hvoru tveggja að breyta. Við þurfum að nota það takmarkaða fé sem skólinn hefur til að efla það sem er gott í starfi hans, og laga hitt. Til þess þarf forystu sem þorir að viðurkenna vandamálin og taka á þeim. Háskóli Íslands spannar nánast allt háskólakerfi landsins að umfangi. Í löndum með jafn stórt háskólakerfi er það óþekkt að allir akademískir starfsmenn séu í rannsóknastöðum; stór hluti þeirra fæst aðeins við kennslu. Þótt HÍ hafi minna fé til rannsókna en erlendir rannsóknaháskólar þá fá allir akademískir starfsmenn helming launa sinna fyrir að stunda rannsóknir. Þess vegna er Ísland líklega með a.m.k. tífalt fleira fólk á launum við rannsóknir í menntavísindum, hlutfallslega, en Bandaríkin, rétt eins og Íslendingar séu þau ofurmenni sem haldið var fram fyrir hrun. Metur í engu gæði Háskóli Íslands notar svokallað vinnumatskerfi, sem ræður hluta af launum starfsmanna og framgangi þeirra. Á átján blaðsíðum er því lýst hvernig eigi að telja ýmiss konar framlag starfsfólks, allt frá birtingum greina í fræðiritum yfir í samningu lagafrumvarpa og námsefnis fyrir leikskóla. Hér er um einskæra baunatalningu að ræða, en ekkert mat lagt á gæði viðkomandi verka. Þetta fer svo gersamlega í bága við grundvallarviðhorf þess vísindasamfélags sem HÍ segist vilja hasla sér völl í að kerfi af þessu tagi eru óþekkt í góðum erlendum háskólum. En allt á Íslandi er svo frábærlega séríslenskt, eins og við lærðum svo vandlega fyrir hrun, þótt enn hafi ekki tekist að fara með þetta merkilega kerfi í útrás. Því hefur verið haldið fram, af fólki innan HÍ sem ekki má til þess hugsa að vinnumatskerfið verði aflagt, að ef fólk af holdi og blóði ætti að meta gæði starfs og ákvarða umbun vegna þess, í stað þeirrar sjálfvirku baunatalningar sem vinnumatskerfið er, þá myndi skólinn „hrynja vegna illdeilna og innbyrðis átaka á nokkrum misserum“. Það hefur samt ekki gerst síðustu aldirnar í þeim skólum sem HÍ vill bera sig saman við og þar sem forystufólk skorast ekki undan þeirri ábyrgð að meta gæði starfsins, m.a. með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga. Vinnumatskerfið metur í engu gæði kennslu, en umbunar fólki eftir því hversu lengi það hefur kennt. Þannig eru kennarar ekki hvattir til að bæta kennslu sína, og vilji svo illa til að kennari sé lakur í kennslu hækka laun hans eftir því sem hann innir af hendi meiri laka kennslu, ekkert síður en þeirra sem vel standa sig. Of algengt er að nemendur fái litla sem enga endurgjöf á vinnu sína yfir alla önnina, og að námsmat, jafnvel í mikilvægum og umfangsmiklum námskeiðum, sé einskorðað við skriflegt lokapróf, tekið í einangrun frá þeim tólum og gögnum sem eðlilegt er að nota á viðkomandi sviði, og í tímaþröng. Þess konar námsmat getur aldrei metið getu nemenda til að fást við raunveruleg verkefni, og það hvetur heldur ekki til þjálfunar í slíku. Kennsluhættir af þessu tagi voru óboðlegir á 20. öld, hvað þá nú á dögum, og forysta skólans verður að taka af skarið og leiða starfið við að bæta kennsluna alls staðar þar sem þess er þörf. Talsvert af starfsfólki HÍ myndi sóma sér ágætlega í hundrað bestu háskólum heims. Við þurfum að nota krafta okkar til að efla allt slíkt starf innan skólans, í stað þess að föndra við tölurnar í því bókhaldi sem notað er til að raða á þá lista yfir góða skóla þar sem HÍ nær ekki upp í 500. sæti að meðaltali. Forysta skólans þarf að horfast í augu við vandamálin, einbeita sér að því byggja upp það sem gott er, og laga hitt. Það er starfið sem ég vil taka að mér að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Steingrímsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Sjá meira
Á mánudag fer fram rektorskjör í Háskóla Íslands. Ég er einn þriggja frambjóðenda, og sá fyrsti í sögu skólans sem ekki er innanbúðarmaður. Ég hef mjög róttækar hugmyndir um hvernig eigi að breyta starfi skólans. Þó ekki róttækari en svo að yrðu þær kynntar í þeim skólum á alþjóðavettvangi sem HÍ segist vilja líkjast, þá myndu flestir áheyrendur í slíkum skólum bara geispa yfir því hvað þær væru sjálfsagðar. Það er margt gott í starfi HÍ, þar á meðal talsvert af góðu vísindafólki, sem sumt er framúrskarandi á alþjóðavettvangi á sínum sviðum. Þar er líka örugglega til góð kennsla víða, og augljóst er, af handbók skólans fyrir kennara, að innandyra er til ágætis þekking á því hvað er góð kennsla og slæm. En því litla rannsóknafé sem skólinn hefur til umráða er dreift í ýmiss konar starf sem ekki er gjaldgengt á þeim alþjóðavettvangi sem stefna skólans markar, og þekkingin á góðum kennsluháttum er víða algerlega hunsuð. Þessu þarf hvoru tveggja að breyta. Við þurfum að nota það takmarkaða fé sem skólinn hefur til að efla það sem er gott í starfi hans, og laga hitt. Til þess þarf forystu sem þorir að viðurkenna vandamálin og taka á þeim. Háskóli Íslands spannar nánast allt háskólakerfi landsins að umfangi. Í löndum með jafn stórt háskólakerfi er það óþekkt að allir akademískir starfsmenn séu í rannsóknastöðum; stór hluti þeirra fæst aðeins við kennslu. Þótt HÍ hafi minna fé til rannsókna en erlendir rannsóknaháskólar þá fá allir akademískir starfsmenn helming launa sinna fyrir að stunda rannsóknir. Þess vegna er Ísland líklega með a.m.k. tífalt fleira fólk á launum við rannsóknir í menntavísindum, hlutfallslega, en Bandaríkin, rétt eins og Íslendingar séu þau ofurmenni sem haldið var fram fyrir hrun. Metur í engu gæði Háskóli Íslands notar svokallað vinnumatskerfi, sem ræður hluta af launum starfsmanna og framgangi þeirra. Á átján blaðsíðum er því lýst hvernig eigi að telja ýmiss konar framlag starfsfólks, allt frá birtingum greina í fræðiritum yfir í samningu lagafrumvarpa og námsefnis fyrir leikskóla. Hér er um einskæra baunatalningu að ræða, en ekkert mat lagt á gæði viðkomandi verka. Þetta fer svo gersamlega í bága við grundvallarviðhorf þess vísindasamfélags sem HÍ segist vilja hasla sér völl í að kerfi af þessu tagi eru óþekkt í góðum erlendum háskólum. En allt á Íslandi er svo frábærlega séríslenskt, eins og við lærðum svo vandlega fyrir hrun, þótt enn hafi ekki tekist að fara með þetta merkilega kerfi í útrás. Því hefur verið haldið fram, af fólki innan HÍ sem ekki má til þess hugsa að vinnumatskerfið verði aflagt, að ef fólk af holdi og blóði ætti að meta gæði starfs og ákvarða umbun vegna þess, í stað þeirrar sjálfvirku baunatalningar sem vinnumatskerfið er, þá myndi skólinn „hrynja vegna illdeilna og innbyrðis átaka á nokkrum misserum“. Það hefur samt ekki gerst síðustu aldirnar í þeim skólum sem HÍ vill bera sig saman við og þar sem forystufólk skorast ekki undan þeirri ábyrgð að meta gæði starfsins, m.a. með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga. Vinnumatskerfið metur í engu gæði kennslu, en umbunar fólki eftir því hversu lengi það hefur kennt. Þannig eru kennarar ekki hvattir til að bæta kennslu sína, og vilji svo illa til að kennari sé lakur í kennslu hækka laun hans eftir því sem hann innir af hendi meiri laka kennslu, ekkert síður en þeirra sem vel standa sig. Of algengt er að nemendur fái litla sem enga endurgjöf á vinnu sína yfir alla önnina, og að námsmat, jafnvel í mikilvægum og umfangsmiklum námskeiðum, sé einskorðað við skriflegt lokapróf, tekið í einangrun frá þeim tólum og gögnum sem eðlilegt er að nota á viðkomandi sviði, og í tímaþröng. Þess konar námsmat getur aldrei metið getu nemenda til að fást við raunveruleg verkefni, og það hvetur heldur ekki til þjálfunar í slíku. Kennsluhættir af þessu tagi voru óboðlegir á 20. öld, hvað þá nú á dögum, og forysta skólans verður að taka af skarið og leiða starfið við að bæta kennsluna alls staðar þar sem þess er þörf. Talsvert af starfsfólki HÍ myndi sóma sér ágætlega í hundrað bestu háskólum heims. Við þurfum að nota krafta okkar til að efla allt slíkt starf innan skólans, í stað þess að föndra við tölurnar í því bókhaldi sem notað er til að raða á þá lista yfir góða skóla þar sem HÍ nær ekki upp í 500. sæti að meðaltali. Forysta skólans þarf að horfast í augu við vandamálin, einbeita sér að því byggja upp það sem gott er, og laga hitt. Það er starfið sem ég vil taka að mér að vinna.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun