Þarf einhverju að breyta í Háskóla Íslands? Einar Steingrímsson skrifar 9. apríl 2015 07:00 Á mánudag fer fram rektorskjör í Háskóla Íslands. Ég er einn þriggja frambjóðenda, og sá fyrsti í sögu skólans sem ekki er innanbúðarmaður. Ég hef mjög róttækar hugmyndir um hvernig eigi að breyta starfi skólans. Þó ekki róttækari en svo að yrðu þær kynntar í þeim skólum á alþjóðavettvangi sem HÍ segist vilja líkjast, þá myndu flestir áheyrendur í slíkum skólum bara geispa yfir því hvað þær væru sjálfsagðar. Það er margt gott í starfi HÍ, þar á meðal talsvert af góðu vísindafólki, sem sumt er framúrskarandi á alþjóðavettvangi á sínum sviðum. Þar er líka örugglega til góð kennsla víða, og augljóst er, af handbók skólans fyrir kennara, að innandyra er til ágætis þekking á því hvað er góð kennsla og slæm. En því litla rannsóknafé sem skólinn hefur til umráða er dreift í ýmiss konar starf sem ekki er gjaldgengt á þeim alþjóðavettvangi sem stefna skólans markar, og þekkingin á góðum kennsluháttum er víða algerlega hunsuð. Þessu þarf hvoru tveggja að breyta. Við þurfum að nota það takmarkaða fé sem skólinn hefur til að efla það sem er gott í starfi hans, og laga hitt. Til þess þarf forystu sem þorir að viðurkenna vandamálin og taka á þeim. Háskóli Íslands spannar nánast allt háskólakerfi landsins að umfangi. Í löndum með jafn stórt háskólakerfi er það óþekkt að allir akademískir starfsmenn séu í rannsóknastöðum; stór hluti þeirra fæst aðeins við kennslu. Þótt HÍ hafi minna fé til rannsókna en erlendir rannsóknaháskólar þá fá allir akademískir starfsmenn helming launa sinna fyrir að stunda rannsóknir. Þess vegna er Ísland líklega með a.m.k. tífalt fleira fólk á launum við rannsóknir í menntavísindum, hlutfallslega, en Bandaríkin, rétt eins og Íslendingar séu þau ofurmenni sem haldið var fram fyrir hrun.Metur í engu gæði Háskóli Íslands notar svokallað vinnumatskerfi, sem ræður hluta af launum starfsmanna og framgangi þeirra. Á átján blaðsíðum er því lýst hvernig eigi að telja ýmiss konar framlag starfsfólks, allt frá birtingum greina í fræðiritum yfir í samningu lagafrumvarpa og námsefnis fyrir leikskóla. Hér er um einskæra baunatalningu að ræða, en ekkert mat lagt á gæði viðkomandi verka. Þetta fer svo gersamlega í bága við grundvallarviðhorf þess vísindasamfélags sem HÍ segist vilja hasla sér völl í að kerfi af þessu tagi eru óþekkt í góðum erlendum háskólum. En allt á Íslandi er svo frábærlega séríslenskt, eins og við lærðum svo vandlega fyrir hrun, þótt enn hafi ekki tekist að fara með þetta merkilega kerfi í útrás. Því hefur verið haldið fram, af fólki innan HÍ sem ekki má til þess hugsa að vinnumatskerfið verði aflagt, að ef fólk af holdi og blóði ætti að meta gæði starfs og ákvarða umbun vegna þess, í stað þeirrar sjálfvirku baunatalningar sem vinnumatskerfið er, þá myndi skólinn „hrynja vegna illdeilna og innbyrðis átaka á nokkrum misserum“. Það hefur samt ekki gerst síðustu aldirnar í þeim skólum sem HÍ vill bera sig saman við og þar sem forystufólk skorast ekki undan þeirri ábyrgð að meta gæði starfsins, m.a. með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga. Vinnumatskerfið metur í engu gæði kennslu, en umbunar fólki eftir því hversu lengi það hefur kennt. Þannig eru kennarar ekki hvattir til að bæta kennslu sína, og vilji svo illa til að kennari sé lakur í kennslu hækka laun hans eftir því sem hann innir af hendi meiri laka kennslu, ekkert síður en þeirra sem vel standa sig. Of algengt er að nemendur fái litla sem enga endurgjöf á vinnu sína yfir alla önnina, og að námsmat, jafnvel í mikilvægum og umfangsmiklum námskeiðum, sé einskorðað við skriflegt lokapróf, tekið í einangrun frá þeim tólum og gögnum sem eðlilegt er að nota á viðkomandi sviði, og í tímaþröng. Þess konar námsmat getur aldrei metið getu nemenda til að fást við raunveruleg verkefni, og það hvetur heldur ekki til þjálfunar í slíku. Kennsluhættir af þessu tagi voru óboðlegir á 20. öld, hvað þá nú á dögum, og forysta skólans verður að taka af skarið og leiða starfið við að bæta kennsluna alls staðar þar sem þess er þörf. Talsvert af starfsfólki HÍ myndi sóma sér ágætlega í hundrað bestu háskólum heims. Við þurfum að nota krafta okkar til að efla allt slíkt starf innan skólans, í stað þess að föndra við tölurnar í því bókhaldi sem notað er til að raða á þá lista yfir góða skóla þar sem HÍ nær ekki upp í 500. sæti að meðaltali. Forysta skólans þarf að horfast í augu við vandamálin, einbeita sér að því byggja upp það sem gott er, og laga hitt. Það er starfið sem ég vil taka að mér að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Á mánudag fer fram rektorskjör í Háskóla Íslands. Ég er einn þriggja frambjóðenda, og sá fyrsti í sögu skólans sem ekki er innanbúðarmaður. Ég hef mjög róttækar hugmyndir um hvernig eigi að breyta starfi skólans. Þó ekki róttækari en svo að yrðu þær kynntar í þeim skólum á alþjóðavettvangi sem HÍ segist vilja líkjast, þá myndu flestir áheyrendur í slíkum skólum bara geispa yfir því hvað þær væru sjálfsagðar. Það er margt gott í starfi HÍ, þar á meðal talsvert af góðu vísindafólki, sem sumt er framúrskarandi á alþjóðavettvangi á sínum sviðum. Þar er líka örugglega til góð kennsla víða, og augljóst er, af handbók skólans fyrir kennara, að innandyra er til ágætis þekking á því hvað er góð kennsla og slæm. En því litla rannsóknafé sem skólinn hefur til umráða er dreift í ýmiss konar starf sem ekki er gjaldgengt á þeim alþjóðavettvangi sem stefna skólans markar, og þekkingin á góðum kennsluháttum er víða algerlega hunsuð. Þessu þarf hvoru tveggja að breyta. Við þurfum að nota það takmarkaða fé sem skólinn hefur til að efla það sem er gott í starfi hans, og laga hitt. Til þess þarf forystu sem þorir að viðurkenna vandamálin og taka á þeim. Háskóli Íslands spannar nánast allt háskólakerfi landsins að umfangi. Í löndum með jafn stórt háskólakerfi er það óþekkt að allir akademískir starfsmenn séu í rannsóknastöðum; stór hluti þeirra fæst aðeins við kennslu. Þótt HÍ hafi minna fé til rannsókna en erlendir rannsóknaháskólar þá fá allir akademískir starfsmenn helming launa sinna fyrir að stunda rannsóknir. Þess vegna er Ísland líklega með a.m.k. tífalt fleira fólk á launum við rannsóknir í menntavísindum, hlutfallslega, en Bandaríkin, rétt eins og Íslendingar séu þau ofurmenni sem haldið var fram fyrir hrun.Metur í engu gæði Háskóli Íslands notar svokallað vinnumatskerfi, sem ræður hluta af launum starfsmanna og framgangi þeirra. Á átján blaðsíðum er því lýst hvernig eigi að telja ýmiss konar framlag starfsfólks, allt frá birtingum greina í fræðiritum yfir í samningu lagafrumvarpa og námsefnis fyrir leikskóla. Hér er um einskæra baunatalningu að ræða, en ekkert mat lagt á gæði viðkomandi verka. Þetta fer svo gersamlega í bága við grundvallarviðhorf þess vísindasamfélags sem HÍ segist vilja hasla sér völl í að kerfi af þessu tagi eru óþekkt í góðum erlendum háskólum. En allt á Íslandi er svo frábærlega séríslenskt, eins og við lærðum svo vandlega fyrir hrun, þótt enn hafi ekki tekist að fara með þetta merkilega kerfi í útrás. Því hefur verið haldið fram, af fólki innan HÍ sem ekki má til þess hugsa að vinnumatskerfið verði aflagt, að ef fólk af holdi og blóði ætti að meta gæði starfs og ákvarða umbun vegna þess, í stað þeirrar sjálfvirku baunatalningar sem vinnumatskerfið er, þá myndi skólinn „hrynja vegna illdeilna og innbyrðis átaka á nokkrum misserum“. Það hefur samt ekki gerst síðustu aldirnar í þeim skólum sem HÍ vill bera sig saman við og þar sem forystufólk skorast ekki undan þeirri ábyrgð að meta gæði starfsins, m.a. með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga. Vinnumatskerfið metur í engu gæði kennslu, en umbunar fólki eftir því hversu lengi það hefur kennt. Þannig eru kennarar ekki hvattir til að bæta kennslu sína, og vilji svo illa til að kennari sé lakur í kennslu hækka laun hans eftir því sem hann innir af hendi meiri laka kennslu, ekkert síður en þeirra sem vel standa sig. Of algengt er að nemendur fái litla sem enga endurgjöf á vinnu sína yfir alla önnina, og að námsmat, jafnvel í mikilvægum og umfangsmiklum námskeiðum, sé einskorðað við skriflegt lokapróf, tekið í einangrun frá þeim tólum og gögnum sem eðlilegt er að nota á viðkomandi sviði, og í tímaþröng. Þess konar námsmat getur aldrei metið getu nemenda til að fást við raunveruleg verkefni, og það hvetur heldur ekki til þjálfunar í slíku. Kennsluhættir af þessu tagi voru óboðlegir á 20. öld, hvað þá nú á dögum, og forysta skólans verður að taka af skarið og leiða starfið við að bæta kennsluna alls staðar þar sem þess er þörf. Talsvert af starfsfólki HÍ myndi sóma sér ágætlega í hundrað bestu háskólum heims. Við þurfum að nota krafta okkar til að efla allt slíkt starf innan skólans, í stað þess að föndra við tölurnar í því bókhaldi sem notað er til að raða á þá lista yfir góða skóla þar sem HÍ nær ekki upp í 500. sæti að meðaltali. Forysta skólans þarf að horfast í augu við vandamálin, einbeita sér að því byggja upp það sem gott er, og laga hitt. Það er starfið sem ég vil taka að mér að vinna.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar