Auðlindin miðhálendið 18. apríl 2015 12:00 Nýverið fór fram málþing um auðlindir Íslands. Þar var kallað eftir því að lagt yrði efnahagslegt mat á verðmætin sem felast í lítt snortinni, óbyggðri íslenskri náttúru. Margir landsmenn eru þó þeirrar skoðunar að hvorki sé hægt né eigi að verðleggja þau óefnislegu verðmæti sem náttúran býður upp á. Nógu verðmætt sé einfaldlega að vita að lítt snortin íslensk náttúra er til, sem og sá möguleiki að upplifa hana. Aðrir telja hins vegar að eina matið sem dugi sé mælt í krónum. Þeir sem eru á þeirri skoðun horfa gjarnan til þess hvað hægt sé að selja háu verði orku framleidda úr til dæmis vatnsafli eða jarðhita, eða hversu mikill hagnaður gæti skapast við að leggja háspennulínur yfir ákveðin landsvæði eða leggja þar uppbyggða vegi. Fylgjendur þeirra sjónarmiða þurfa að doka við og hugsa út fyrir boxið. Nú er staðan orðin sú að atvinnugreinin sem skapar mestar gjaldeyristekjur á Íslandi er ferðaþjónustan. Á árinu 2014 skilaði hún 303 milljörðum króna til þjóðarbúsins samkvæmt tölum Hagstofunnar. Stóriðjan skilaði á sama tíma 215 milljörðum. Ef menn vilja leggja mat á efnislegt virði náttúrunnar er hægt að horfa til þessara talna. Af hverju? Jú, vegna þess að kannanir sýna ítrekað fram á að 80% ferðamanna koma til að upplifa óspillta íslenska náttúru. Miðhálendi Íslands skipar stóran sess í þessu samhengi. Stundum heyrist sagt: „Þetta er bara eyðimörk, hvað eigum við að vernda þarna?“ Ég vil hvetja þá sem eru á þessari skoðun til að heimsækja Þjórsárver, Guðlaugstungur, Eyjabakka eða Sönghofsdal, svo nokkrar gróðurvinjar á miðhálendinu séu nefndar. Hitt er rétt að stór svæði á miðhálendinu eru svartir sandar og hraunbreiður. En þau svæði eru ekki síður dýrmæt. Af þeim 80% ferðamanna sem koma til Íslands náttúrunnar vegna, koma 50% þeirra til að upplifa öræfastemmningu. Sumum finnst sú stemmning ef til vill ekki eftirsóknarverð, en ættu þá að hugsa til þess að stór hluti ferðamanna heimsækir landið einmitt til að komast í þessar aðstæður. Þjóðgarður Sú nýting má þó ekki vera á kostnað náttúrunnar, því ef þessari auðlind er spillt þá minnka möguleikar okkar til að nýta hana til verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið. Þar er ábyrgð ferðaþjónustunnar og stjórnvalda mikil. Nýverið voru kynntar niðurstöður Gallup-könnunar þar sem kom fram að yfir 60% landsmanna styðja stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Sá stuðningur er þvert á stjórnamálaflokka. Verndun miðhálendisins er því mál sem nýtur mikils stuðnings landsmanna og allir flokkar ættu að geta sameinast um í ljósi þess samfélagslega ábata sem af verndun hlýst. Ekki bara fyrir Íslendinga nútíðar og framtíðar, sem njóta og munu vilja njóta þess að upplifa svæðið í sinni lítt snortnu mynd, heldur líka vegna þeirra tekna sem streyma í þjóðarbúið einmitt vegna þess að miðhálendið er ónumið. Miðhálendi Íslands er einstakt á heimsvísu að því leyti að þar er hægt að upplifa öræfastemmningu sem hvergi finnst annars staðar. Að ferðast um svarta sanda með eldfjöll og jökla til beggja hliða er mögnuð upplifun. Stundum stendur maður of nærri fjársjóðnum til að taka eftir honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýverið fór fram málþing um auðlindir Íslands. Þar var kallað eftir því að lagt yrði efnahagslegt mat á verðmætin sem felast í lítt snortinni, óbyggðri íslenskri náttúru. Margir landsmenn eru þó þeirrar skoðunar að hvorki sé hægt né eigi að verðleggja þau óefnislegu verðmæti sem náttúran býður upp á. Nógu verðmætt sé einfaldlega að vita að lítt snortin íslensk náttúra er til, sem og sá möguleiki að upplifa hana. Aðrir telja hins vegar að eina matið sem dugi sé mælt í krónum. Þeir sem eru á þeirri skoðun horfa gjarnan til þess hvað hægt sé að selja háu verði orku framleidda úr til dæmis vatnsafli eða jarðhita, eða hversu mikill hagnaður gæti skapast við að leggja háspennulínur yfir ákveðin landsvæði eða leggja þar uppbyggða vegi. Fylgjendur þeirra sjónarmiða þurfa að doka við og hugsa út fyrir boxið. Nú er staðan orðin sú að atvinnugreinin sem skapar mestar gjaldeyristekjur á Íslandi er ferðaþjónustan. Á árinu 2014 skilaði hún 303 milljörðum króna til þjóðarbúsins samkvæmt tölum Hagstofunnar. Stóriðjan skilaði á sama tíma 215 milljörðum. Ef menn vilja leggja mat á efnislegt virði náttúrunnar er hægt að horfa til þessara talna. Af hverju? Jú, vegna þess að kannanir sýna ítrekað fram á að 80% ferðamanna koma til að upplifa óspillta íslenska náttúru. Miðhálendi Íslands skipar stóran sess í þessu samhengi. Stundum heyrist sagt: „Þetta er bara eyðimörk, hvað eigum við að vernda þarna?“ Ég vil hvetja þá sem eru á þessari skoðun til að heimsækja Þjórsárver, Guðlaugstungur, Eyjabakka eða Sönghofsdal, svo nokkrar gróðurvinjar á miðhálendinu séu nefndar. Hitt er rétt að stór svæði á miðhálendinu eru svartir sandar og hraunbreiður. En þau svæði eru ekki síður dýrmæt. Af þeim 80% ferðamanna sem koma til Íslands náttúrunnar vegna, koma 50% þeirra til að upplifa öræfastemmningu. Sumum finnst sú stemmning ef til vill ekki eftirsóknarverð, en ættu þá að hugsa til þess að stór hluti ferðamanna heimsækir landið einmitt til að komast í þessar aðstæður. Þjóðgarður Sú nýting má þó ekki vera á kostnað náttúrunnar, því ef þessari auðlind er spillt þá minnka möguleikar okkar til að nýta hana til verðmætasköpunar fyrir þjóðarbúið. Þar er ábyrgð ferðaþjónustunnar og stjórnvalda mikil. Nýverið voru kynntar niðurstöður Gallup-könnunar þar sem kom fram að yfir 60% landsmanna styðja stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Sá stuðningur er þvert á stjórnamálaflokka. Verndun miðhálendisins er því mál sem nýtur mikils stuðnings landsmanna og allir flokkar ættu að geta sameinast um í ljósi þess samfélagslega ábata sem af verndun hlýst. Ekki bara fyrir Íslendinga nútíðar og framtíðar, sem njóta og munu vilja njóta þess að upplifa svæðið í sinni lítt snortnu mynd, heldur líka vegna þeirra tekna sem streyma í þjóðarbúið einmitt vegna þess að miðhálendið er ónumið. Miðhálendi Íslands er einstakt á heimsvísu að því leyti að þar er hægt að upplifa öræfastemmningu sem hvergi finnst annars staðar. Að ferðast um svarta sanda með eldfjöll og jökla til beggja hliða er mögnuð upplifun. Stundum stendur maður of nærri fjársjóðnum til að taka eftir honum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar