Menntun metin til launa Anna Guðrún Halldórsdóttir og Margrét Ófeigsdóttir skrifar 17. apríl 2015 07:00 Við erum félagsráðgjafar og vinnum á geðsviði Landspítalans. Á hverjum degi sinnum við verkefnum sem miða að því að sporna gegn félagslegu ranglæti með því að hafa ávallt réttindi einstaklingsins í fyrirrúmi. Hlutverk okkar á Landspítala er að tryggja að grunnþörfum einstaklingsins sé mætt svo hann geti sinnt sinni meðferð. Við vinnum við að tengja saman þær stofnanir sem koma að málefnum einstaklingsins og sjáum til þess að þær vinni að hagsmunum hans og tryggjum áframhaldandi þjónustu þegar heim er komið. Þetta er áhugavert og krefjandi starf sem krefst að lágmarki fimm ára háskólamenntunar og starfsréttinda sem vottuð eru af Landlækni. Krafa okkar í Bandalagi háskólamanna er einfaldlega að menntun verði metin til launa. Í því felst annars vegar að þegar búið er að taka tillit til þess kostnaðar sem við höfum lagt út til að sækja okkur menntun þá verði kaupmáttur okkar ekki lakari en ef við hefðum ekki gengið menntaveginn. Hins vegar viljum við að stjórnvöld sýni að þau meti menntun og sérfræðiþekkingu að verðleikum og vilji gera opinberar stofnanir að eftirsóknarverðum vinnustöðum.Dýrt að mennta sig Það er dýrt að mennta sig, bæði á meðan á námi stendur og síðan þegar kemur að því að greiða af þeim skuldum sem safnast hafa upp á námstímanum. Sem dæmi má nefna að það fara 3 vikna laun á ári hjá hverjum félaga í BHM í að greiða af námslánum. Það blasir við að ríkið er ekki ákjósanlegur vinnustaður fyrir háskólamenntað fólk. Eins og staðan er í dag er Landspítalinn ekki samkeppnisfær um félagsráðgjafa þar sem það bjóðast 100 þúsund krónum hærri heildarlaun hjá Reykjavíkurborg og sveitarfélögum. Það er erfitt fyrir okkur að mæla með Landspítalanum sem vinnustað í ljósi þess að stjórnvöld telja það réttlætanlegt að greiða tæplega 360 þúsund krónur á mánuði í laun til þeirra sem koma beint úr 5 ára háskólanámi. Félagsráðgjafafélag Íslands er í verkfallsaðgerðum ásamt öðrum félögum innan BHM. Við viljum að stjórnvöld svari því hvernig þau ætla að laða til starfa hjá ríkinu vel menntað fólk með sérfræðiþekkingu. Nú stendur það upp á stjórnvöld að svara þessum spurningum. Það geta þau með því að ganga til sanngjarnra samninga við BHM og leiðrétta launakjör háskólamenntaðra á landinu.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Við erum félagsráðgjafar og vinnum á geðsviði Landspítalans. Á hverjum degi sinnum við verkefnum sem miða að því að sporna gegn félagslegu ranglæti með því að hafa ávallt réttindi einstaklingsins í fyrirrúmi. Hlutverk okkar á Landspítala er að tryggja að grunnþörfum einstaklingsins sé mætt svo hann geti sinnt sinni meðferð. Við vinnum við að tengja saman þær stofnanir sem koma að málefnum einstaklingsins og sjáum til þess að þær vinni að hagsmunum hans og tryggjum áframhaldandi þjónustu þegar heim er komið. Þetta er áhugavert og krefjandi starf sem krefst að lágmarki fimm ára háskólamenntunar og starfsréttinda sem vottuð eru af Landlækni. Krafa okkar í Bandalagi háskólamanna er einfaldlega að menntun verði metin til launa. Í því felst annars vegar að þegar búið er að taka tillit til þess kostnaðar sem við höfum lagt út til að sækja okkur menntun þá verði kaupmáttur okkar ekki lakari en ef við hefðum ekki gengið menntaveginn. Hins vegar viljum við að stjórnvöld sýni að þau meti menntun og sérfræðiþekkingu að verðleikum og vilji gera opinberar stofnanir að eftirsóknarverðum vinnustöðum.Dýrt að mennta sig Það er dýrt að mennta sig, bæði á meðan á námi stendur og síðan þegar kemur að því að greiða af þeim skuldum sem safnast hafa upp á námstímanum. Sem dæmi má nefna að það fara 3 vikna laun á ári hjá hverjum félaga í BHM í að greiða af námslánum. Það blasir við að ríkið er ekki ákjósanlegur vinnustaður fyrir háskólamenntað fólk. Eins og staðan er í dag er Landspítalinn ekki samkeppnisfær um félagsráðgjafa þar sem það bjóðast 100 þúsund krónum hærri heildarlaun hjá Reykjavíkurborg og sveitarfélögum. Það er erfitt fyrir okkur að mæla með Landspítalanum sem vinnustað í ljósi þess að stjórnvöld telja það réttlætanlegt að greiða tæplega 360 þúsund krónur á mánuði í laun til þeirra sem koma beint úr 5 ára háskólanámi. Félagsráðgjafafélag Íslands er í verkfallsaðgerðum ásamt öðrum félögum innan BHM. Við viljum að stjórnvöld svari því hvernig þau ætla að laða til starfa hjá ríkinu vel menntað fólk með sérfræðiþekkingu. Nú stendur það upp á stjórnvöld að svara þessum spurningum. Það geta þau með því að ganga til sanngjarnra samninga við BHM og leiðrétta launakjör háskólamenntaðra á landinu.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun