Söngur fiskverkakonunnar Lýður Árnason skrifar 17. apríl 2015 07:00 Þessa dagana blöskrar þjóðinni framganga ráðamanna varðandi fyrirtækið Forsvar sem fékk djobbi úthlutað frá ríkinu án útboðs. Engum var boðið að borðinu nema þessu eina fyrirtæki, aðrir útilokaðir. Útkoman enda hrakleg og hrein sóun á almannafé. Í meira en aldarfjórðung hefur sama verklag verið haft á veiðirétti á fiskimiðum þjóðarinnar. Þar úthluta ráðamenn veiðiréttinum til afmarkaðs hóps, án almenns útboðs og án þess að kanna hvort hagstæðari tilboð fáist. Þannig skal makríl nú úthlutað næstu sex árin til sjö útgerða, verðmætum upp á 90 milljarða. Ekkert er skeytt um að hámarka arðsemi eigandans, þ.e. þjóðarinnar sjálfrar, heldur vísað í þjóðhagslegan ávinning af að hafa þetta svona. En hvar er þessi þjóðhagslegi ávinningur? Er hann hjá hinni syngjandi fiskverkakonu á Akranesi eða smábátasjómanninum sem borgar útgerðunum sjö fyrir að fá náðarsamlegast að veiða makríl? Fagnaðarerindi sjálfstæðisstefnunnar hefur hingað til gengið út á að velferð atvinnurekandans skili sér til hinna vinnandi stétta. En einu skilin sem íslenskur almenningur hefur séð er gljálífi, arðgreiðslur og skattaskjól. Þangað fer afraksturinn en ekki í vasa launafólks. Þess vegna er pínlegt að horfa upp á forkólfa atvinnulífsins sem flestir eru með 3-5 milljónir á mánuði, kalla eftir hógværum launahækkunum öðrum til handa. En hvernig komast menn upp með svona rugl? Er þetta ekki einmitt hópurinn sem veifar flokksskírteinum og plantar sér í allar valdamestu stöðurnar, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera? Sami hópurinn sem situr í stjórnum stórfyrirtækja og hefur forgengi umfram aðra landsmenn á vænleg viðskiptatækifæri? Sami hópurinn sem viðheldur eigin einokunaraðgengi að fiskiauðlindinni? Sami hópurinn sem gerir allt til að hamla nýrri stjórnarskrá fólksins í landinu einmitt vegna þess að hún knýr á um valdaafsal. Ný stjórnarskrá býður öllum landsmönnum til borðs, ekki bara útvöldum, og hún veitir fólkinu viðspyrnu gegn hverskonar ofríki. Þess vegna er hún þyrnir í augum þessa hóps sem gín yfir landinu, á allt, kaupir allt og ræður öllu. Gróði er jákvæður en vísar líka í gróanda. Þannig á gróði að vera græðandi fyrir heildina. Forsenda þess er frjálst samkeppnisumhverfi þar sem nægjusemi dreifist á marga en óhóf ekki á fáa. Launafólki er þetta ljóst og um leið og ég óska því lukku í komandi kjarabaráttu er vert að hafa í huga að nýr samfélagssáttmáli er ykkar gjallarhorn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana blöskrar þjóðinni framganga ráðamanna varðandi fyrirtækið Forsvar sem fékk djobbi úthlutað frá ríkinu án útboðs. Engum var boðið að borðinu nema þessu eina fyrirtæki, aðrir útilokaðir. Útkoman enda hrakleg og hrein sóun á almannafé. Í meira en aldarfjórðung hefur sama verklag verið haft á veiðirétti á fiskimiðum þjóðarinnar. Þar úthluta ráðamenn veiðiréttinum til afmarkaðs hóps, án almenns útboðs og án þess að kanna hvort hagstæðari tilboð fáist. Þannig skal makríl nú úthlutað næstu sex árin til sjö útgerða, verðmætum upp á 90 milljarða. Ekkert er skeytt um að hámarka arðsemi eigandans, þ.e. þjóðarinnar sjálfrar, heldur vísað í þjóðhagslegan ávinning af að hafa þetta svona. En hvar er þessi þjóðhagslegi ávinningur? Er hann hjá hinni syngjandi fiskverkakonu á Akranesi eða smábátasjómanninum sem borgar útgerðunum sjö fyrir að fá náðarsamlegast að veiða makríl? Fagnaðarerindi sjálfstæðisstefnunnar hefur hingað til gengið út á að velferð atvinnurekandans skili sér til hinna vinnandi stétta. En einu skilin sem íslenskur almenningur hefur séð er gljálífi, arðgreiðslur og skattaskjól. Þangað fer afraksturinn en ekki í vasa launafólks. Þess vegna er pínlegt að horfa upp á forkólfa atvinnulífsins sem flestir eru með 3-5 milljónir á mánuði, kalla eftir hógværum launahækkunum öðrum til handa. En hvernig komast menn upp með svona rugl? Er þetta ekki einmitt hópurinn sem veifar flokksskírteinum og plantar sér í allar valdamestu stöðurnar, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera? Sami hópurinn sem situr í stjórnum stórfyrirtækja og hefur forgengi umfram aðra landsmenn á vænleg viðskiptatækifæri? Sami hópurinn sem viðheldur eigin einokunaraðgengi að fiskiauðlindinni? Sami hópurinn sem gerir allt til að hamla nýrri stjórnarskrá fólksins í landinu einmitt vegna þess að hún knýr á um valdaafsal. Ný stjórnarskrá býður öllum landsmönnum til borðs, ekki bara útvöldum, og hún veitir fólkinu viðspyrnu gegn hverskonar ofríki. Þess vegna er hún þyrnir í augum þessa hóps sem gín yfir landinu, á allt, kaupir allt og ræður öllu. Gróði er jákvæður en vísar líka í gróanda. Þannig á gróði að vera græðandi fyrir heildina. Forsenda þess er frjálst samkeppnisumhverfi þar sem nægjusemi dreifist á marga en óhóf ekki á fáa. Launafólki er þetta ljóst og um leið og ég óska því lukku í komandi kjarabaráttu er vert að hafa í huga að nýr samfélagssáttmáli er ykkar gjallarhorn.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar