Söngur fiskverkakonunnar Lýður Árnason skrifar 17. apríl 2015 07:00 Þessa dagana blöskrar þjóðinni framganga ráðamanna varðandi fyrirtækið Forsvar sem fékk djobbi úthlutað frá ríkinu án útboðs. Engum var boðið að borðinu nema þessu eina fyrirtæki, aðrir útilokaðir. Útkoman enda hrakleg og hrein sóun á almannafé. Í meira en aldarfjórðung hefur sama verklag verið haft á veiðirétti á fiskimiðum þjóðarinnar. Þar úthluta ráðamenn veiðiréttinum til afmarkaðs hóps, án almenns útboðs og án þess að kanna hvort hagstæðari tilboð fáist. Þannig skal makríl nú úthlutað næstu sex árin til sjö útgerða, verðmætum upp á 90 milljarða. Ekkert er skeytt um að hámarka arðsemi eigandans, þ.e. þjóðarinnar sjálfrar, heldur vísað í þjóðhagslegan ávinning af að hafa þetta svona. En hvar er þessi þjóðhagslegi ávinningur? Er hann hjá hinni syngjandi fiskverkakonu á Akranesi eða smábátasjómanninum sem borgar útgerðunum sjö fyrir að fá náðarsamlegast að veiða makríl? Fagnaðarerindi sjálfstæðisstefnunnar hefur hingað til gengið út á að velferð atvinnurekandans skili sér til hinna vinnandi stétta. En einu skilin sem íslenskur almenningur hefur séð er gljálífi, arðgreiðslur og skattaskjól. Þangað fer afraksturinn en ekki í vasa launafólks. Þess vegna er pínlegt að horfa upp á forkólfa atvinnulífsins sem flestir eru með 3-5 milljónir á mánuði, kalla eftir hógværum launahækkunum öðrum til handa. En hvernig komast menn upp með svona rugl? Er þetta ekki einmitt hópurinn sem veifar flokksskírteinum og plantar sér í allar valdamestu stöðurnar, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera? Sami hópurinn sem situr í stjórnum stórfyrirtækja og hefur forgengi umfram aðra landsmenn á vænleg viðskiptatækifæri? Sami hópurinn sem viðheldur eigin einokunaraðgengi að fiskiauðlindinni? Sami hópurinn sem gerir allt til að hamla nýrri stjórnarskrá fólksins í landinu einmitt vegna þess að hún knýr á um valdaafsal. Ný stjórnarskrá býður öllum landsmönnum til borðs, ekki bara útvöldum, og hún veitir fólkinu viðspyrnu gegn hverskonar ofríki. Þess vegna er hún þyrnir í augum þessa hóps sem gín yfir landinu, á allt, kaupir allt og ræður öllu. Gróði er jákvæður en vísar líka í gróanda. Þannig á gróði að vera græðandi fyrir heildina. Forsenda þess er frjálst samkeppnisumhverfi þar sem nægjusemi dreifist á marga en óhóf ekki á fáa. Launafólki er þetta ljóst og um leið og ég óska því lukku í komandi kjarabaráttu er vert að hafa í huga að nýr samfélagssáttmáli er ykkar gjallarhorn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Þessa dagana blöskrar þjóðinni framganga ráðamanna varðandi fyrirtækið Forsvar sem fékk djobbi úthlutað frá ríkinu án útboðs. Engum var boðið að borðinu nema þessu eina fyrirtæki, aðrir útilokaðir. Útkoman enda hrakleg og hrein sóun á almannafé. Í meira en aldarfjórðung hefur sama verklag verið haft á veiðirétti á fiskimiðum þjóðarinnar. Þar úthluta ráðamenn veiðiréttinum til afmarkaðs hóps, án almenns útboðs og án þess að kanna hvort hagstæðari tilboð fáist. Þannig skal makríl nú úthlutað næstu sex árin til sjö útgerða, verðmætum upp á 90 milljarða. Ekkert er skeytt um að hámarka arðsemi eigandans, þ.e. þjóðarinnar sjálfrar, heldur vísað í þjóðhagslegan ávinning af að hafa þetta svona. En hvar er þessi þjóðhagslegi ávinningur? Er hann hjá hinni syngjandi fiskverkakonu á Akranesi eða smábátasjómanninum sem borgar útgerðunum sjö fyrir að fá náðarsamlegast að veiða makríl? Fagnaðarerindi sjálfstæðisstefnunnar hefur hingað til gengið út á að velferð atvinnurekandans skili sér til hinna vinnandi stétta. En einu skilin sem íslenskur almenningur hefur séð er gljálífi, arðgreiðslur og skattaskjól. Þangað fer afraksturinn en ekki í vasa launafólks. Þess vegna er pínlegt að horfa upp á forkólfa atvinnulífsins sem flestir eru með 3-5 milljónir á mánuði, kalla eftir hógværum launahækkunum öðrum til handa. En hvernig komast menn upp með svona rugl? Er þetta ekki einmitt hópurinn sem veifar flokksskírteinum og plantar sér í allar valdamestu stöðurnar, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera? Sami hópurinn sem situr í stjórnum stórfyrirtækja og hefur forgengi umfram aðra landsmenn á vænleg viðskiptatækifæri? Sami hópurinn sem viðheldur eigin einokunaraðgengi að fiskiauðlindinni? Sami hópurinn sem gerir allt til að hamla nýrri stjórnarskrá fólksins í landinu einmitt vegna þess að hún knýr á um valdaafsal. Ný stjórnarskrá býður öllum landsmönnum til borðs, ekki bara útvöldum, og hún veitir fólkinu viðspyrnu gegn hverskonar ofríki. Þess vegna er hún þyrnir í augum þessa hóps sem gín yfir landinu, á allt, kaupir allt og ræður öllu. Gróði er jákvæður en vísar líka í gróanda. Þannig á gróði að vera græðandi fyrir heildina. Forsenda þess er frjálst samkeppnisumhverfi þar sem nægjusemi dreifist á marga en óhóf ekki á fáa. Launafólki er þetta ljóst og um leið og ég óska því lukku í komandi kjarabaráttu er vert að hafa í huga að nýr samfélagssáttmáli er ykkar gjallarhorn.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar