Er skipulag endurhæfingar krabbameinssjúklinga í skötulíki? Jón H. Guðmundsson skrifar 10. apríl 2015 00:00 Í Morgunblaðinu þann 12. feb. sl. ræðir forstjóri Krabbameinsfélagsins, Ragnheiður Haraldsdóttir, um endurhæfingu krabbameinssjúklinga. Þar sem enginn af þeim þúsundum einstaklinga sem notið hafa þessarar frábæru þjónustu hefur gert athugasemdir við þessi skrif ætla ég að gera það. Í greininni kemur fram, að hennar mati, að skipulag endurhæfingar hér á landi fyrir krabbameinssjúklinga sé sannast sagna í skötulíki. Það má alltaf gera betur. En að kona í hennar stöðu skuli fullyrða að öll þjónusta við þennan erfiða sjúklingahóp sé ekki hærra skrifuð finnst mér lýsa vanþekkingu hjá forstjóranum. Ég trúi varla að formaður Krabbameinsfélagsins sé ekki betur upplýstur en raun ber vitni. Hún vitnar í ágæta skýrslu sem var gerð fyrir Krabbameinsfélagið en þar kemur fram að krabbameinssjúklingar hafa um þó nokkra möguleika að velja. Ég vil spyrja, er formaður Krabbameinsfélagsins tilbúinn að segja við starfsfólk endurhæfingardeildar Landspítala við Hringbraut, í Fossvogi og á Grensásdeild, að starf þeirra sé í skötulíki, eða úti á landi, Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, Kristnes við Eyjafjörð, er starf þeirra einnig í skötulíki? Ég vil einnig vitna beint í viðkomandi skýrslu. Í lið 2.8. Krabbameinsfélagið. „Hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er veitt fjölbreitt þjónusta sem snýr að upplýsingagjöf, fræðslu, ráðgjöf og sálfélagslegum stuðningi við þá sem hafa greinst með krabbamein og við aðstandendur þeirra. Markmið þjónustunnar er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi í lífinu eftir þær breyttu aðstæður sem greining krabbameins veldur.“ Tilvitnun lýkur. Er þetta starf ykkar einnig í skötulíki? Svo enn sé vitnað í skýrsluna. 2.7. Ljósið. „Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að þjónustuþegar fái þverfaglega endurhæfingu og stuðning frá sérhæfum fagaðilum. Þverfaglegt teymi sérfræðinga starfar í Ljósinu. Teymið samanstendur af iðjuþjálfum, sjúkraþjálfurum, hjúkrunarfræðingi, sálfræðingi, næringarfræðingi, markþjálfa og íþróttafræðingi. Auk þess starfar þar fleira starfsfólk með reynslu í handverki og sköpun. Fjöldi verktaka kemur að sérverkum. Þegar einstaklingur kemur í Ljósið fær hann fyrst viðtal við iðju- og sjúkraþjálfara sem eru tengiliðir allt endurhæfingarferlið. Þar er gerð einstaklingsmiðuð endurhæfingaráætlun sem miðar að því að byggja viðkomandi upp, andlega, líkamlega og félagslega eftir veikindin og efla þar með lífsgæðin.“ Er þetta skipulagsleysi?Sleggjudómar Í greininni stendur eftirfarandi: „Lítið er vitað um endurhæfingarþarfir krabbameinssjúklinga hér á landi, hvaða þjónustu þeir þurfa og hvaða þjónusta er í boði.“ Og svo stuttu seinna: „Margs konar endurhæfingarúrræði standa krabbameinssjúklingum til boða á Íslandi, bæði innan sem utan veggja Landspítalans.“ Er ekki eitthvað misræmi í þessu? Hún bendir einnig á, að fjármagnið sem veitt er í þennan málaflokk mætti betur nýta. Hvaða fjármagns er verið að vísa til? Er það fjármagn Krabbameinsfélagsins? Ef svo er, er þá ekki hægðarleikur að stjórna því innan félagsins? Ár hvert er efnt til fjáröflunar að hálfu Krabbameinsfélagsins undir kjörorðinu „Mottumars“ sem á að höfða til karlmanna með krabbamein. Fyrir nokkrum árum var spjótunum beint að karlmönnum með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeim afleiðingum sem það getur valdið. Sjálfsagt hafa einhverjar upphæðir safnast þá. Er ekki allt í lagi að spyrja, hvernig þeim fjármunum var varið? Ég hef glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli og afleiðingar þess í tæp sjö ár en ekki orðið var við neina breytingu á líðan minni á þessum árum sem rekja má til þessara fjáraflana. Það er að vísu erfitt að gera svo öllum líki. Í grein Ragnheiðar kemur einnig fram: „Til þess að endurhæfing krabbameinssjúklinga verði skilvirkari og betri þarf meiri samstöðu og samstarf milli þeirra sem veita endurhæfingarþjónustu og jafnvel skipta endurhæfingunni upp í stig eftir endurhæfingarmeðferð.“ Þarna kemur lykilatriðið í þessum málaflokki. Samstarf og samvinna er tækifæri til úrbóta. Til að árangur náist, þarf samstarf og samvinnu og þar finnst mér hún og hennar stofnun hafa brugðist. Úrræðin eru til staðar og eru unnin af mikilli alúð víða um land við mjög bágan kost. Mig furðar því að forstjóri Krabbameinsfélagsins komi nú fram með sleggjudóma um að allt þetta frábæra starf skuli vera í skötulíki.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu þann 12. feb. sl. ræðir forstjóri Krabbameinsfélagsins, Ragnheiður Haraldsdóttir, um endurhæfingu krabbameinssjúklinga. Þar sem enginn af þeim þúsundum einstaklinga sem notið hafa þessarar frábæru þjónustu hefur gert athugasemdir við þessi skrif ætla ég að gera það. Í greininni kemur fram, að hennar mati, að skipulag endurhæfingar hér á landi fyrir krabbameinssjúklinga sé sannast sagna í skötulíki. Það má alltaf gera betur. En að kona í hennar stöðu skuli fullyrða að öll þjónusta við þennan erfiða sjúklingahóp sé ekki hærra skrifuð finnst mér lýsa vanþekkingu hjá forstjóranum. Ég trúi varla að formaður Krabbameinsfélagsins sé ekki betur upplýstur en raun ber vitni. Hún vitnar í ágæta skýrslu sem var gerð fyrir Krabbameinsfélagið en þar kemur fram að krabbameinssjúklingar hafa um þó nokkra möguleika að velja. Ég vil spyrja, er formaður Krabbameinsfélagsins tilbúinn að segja við starfsfólk endurhæfingardeildar Landspítala við Hringbraut, í Fossvogi og á Grensásdeild, að starf þeirra sé í skötulíki, eða úti á landi, Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, Kristnes við Eyjafjörð, er starf þeirra einnig í skötulíki? Ég vil einnig vitna beint í viðkomandi skýrslu. Í lið 2.8. Krabbameinsfélagið. „Hjá ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er veitt fjölbreitt þjónusta sem snýr að upplýsingagjöf, fræðslu, ráðgjöf og sálfélagslegum stuðningi við þá sem hafa greinst með krabbamein og við aðstandendur þeirra. Markmið þjónustunnar er að aðstoða fólk við að ná jafnvægi í lífinu eftir þær breyttu aðstæður sem greining krabbameins veldur.“ Tilvitnun lýkur. Er þetta starf ykkar einnig í skötulíki? Svo enn sé vitnað í skýrsluna. 2.7. Ljósið. „Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að þjónustuþegar fái þverfaglega endurhæfingu og stuðning frá sérhæfum fagaðilum. Þverfaglegt teymi sérfræðinga starfar í Ljósinu. Teymið samanstendur af iðjuþjálfum, sjúkraþjálfurum, hjúkrunarfræðingi, sálfræðingi, næringarfræðingi, markþjálfa og íþróttafræðingi. Auk þess starfar þar fleira starfsfólk með reynslu í handverki og sköpun. Fjöldi verktaka kemur að sérverkum. Þegar einstaklingur kemur í Ljósið fær hann fyrst viðtal við iðju- og sjúkraþjálfara sem eru tengiliðir allt endurhæfingarferlið. Þar er gerð einstaklingsmiðuð endurhæfingaráætlun sem miðar að því að byggja viðkomandi upp, andlega, líkamlega og félagslega eftir veikindin og efla þar með lífsgæðin.“ Er þetta skipulagsleysi?Sleggjudómar Í greininni stendur eftirfarandi: „Lítið er vitað um endurhæfingarþarfir krabbameinssjúklinga hér á landi, hvaða þjónustu þeir þurfa og hvaða þjónusta er í boði.“ Og svo stuttu seinna: „Margs konar endurhæfingarúrræði standa krabbameinssjúklingum til boða á Íslandi, bæði innan sem utan veggja Landspítalans.“ Er ekki eitthvað misræmi í þessu? Hún bendir einnig á, að fjármagnið sem veitt er í þennan málaflokk mætti betur nýta. Hvaða fjármagns er verið að vísa til? Er það fjármagn Krabbameinsfélagsins? Ef svo er, er þá ekki hægðarleikur að stjórna því innan félagsins? Ár hvert er efnt til fjáröflunar að hálfu Krabbameinsfélagsins undir kjörorðinu „Mottumars“ sem á að höfða til karlmanna með krabbamein. Fyrir nokkrum árum var spjótunum beint að karlmönnum með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeim afleiðingum sem það getur valdið. Sjálfsagt hafa einhverjar upphæðir safnast þá. Er ekki allt í lagi að spyrja, hvernig þeim fjármunum var varið? Ég hef glímt við krabbamein í blöðruhálskirtli og afleiðingar þess í tæp sjö ár en ekki orðið var við neina breytingu á líðan minni á þessum árum sem rekja má til þessara fjáraflana. Það er að vísu erfitt að gera svo öllum líki. Í grein Ragnheiðar kemur einnig fram: „Til þess að endurhæfing krabbameinssjúklinga verði skilvirkari og betri þarf meiri samstöðu og samstarf milli þeirra sem veita endurhæfingarþjónustu og jafnvel skipta endurhæfingunni upp í stig eftir endurhæfingarmeðferð.“ Þarna kemur lykilatriðið í þessum málaflokki. Samstarf og samvinna er tækifæri til úrbóta. Til að árangur náist, þarf samstarf og samvinnu og þar finnst mér hún og hennar stofnun hafa brugðist. Úrræðin eru til staðar og eru unnin af mikilli alúð víða um land við mjög bágan kost. Mig furðar því að forstjóri Krabbameinsfélagsins komi nú fram með sleggjudóma um að allt þetta frábæra starf skuli vera í skötulíki.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun