Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins – þjónusta byggð á þekkingu Þóra Leósdóttir og Þóranna Halldórsdóttir skrifar 10. apríl 2015 07:00 Fagmennska, virðing, velferð og framsækni eru einkunnarorðin í starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem var stofnuð 1986. Hún þjónar börnum með alvarlegar þroskaraskanir og ýmsar fatlanir og fjölskyldum þeirra af öllu landinu. Greiningarstöð heyrir undir velferðarráðuneytið og starfar samkvæmt lögum nr. 38 frá 2003. Markmið starfseminnar er að tryggja að fötluðum börnum og unglingum bjóðist greining, ráðgjöf og önnur úrræði sem efla færni og sjálfstæði þeirra til framtíðar. Skjólstæðingum með flóknar eða sjaldgæfar fatlanir er veitt sérstök eftirfylgd og ráðgjöf til lengri tíma. Leiðarljós í starfsemi Greiningarstöðvar er fræðasýnin um taugaþroska, auk þess sem byggt er á hugmyndafræði fjölskyldumiðaðrar þjónustu. Foreldrar eru hvattir til að taka virkan þátt í íhlutun og að eiga hlutdeild í ákvörðunum er varða þjónustu við barn og fjölskyldu. Fræðsla um fatlanir og kennsla í sérhæfðum vinnubrögðum eru mikilvægir þættir í starfi stofnunarinnar. Rannsóknir og þátttaka í fræðastarfi innan lands sem og utan er einnig meðal lögbundinna verkefna. Til að Greiningarstöð geti sinnt hlutverki sínu þarf hún á ríkulegum mannauði að halda. Sá mannauður byggir á háskólamenntuðu starfsfólki sem býr yfir sérþekkingu og reynslu. Í röðum starfsmanna er fólk úr ólíkum heilbrigðisgreinum og má þar nefna félagsráðgjafa, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa, sálfræðinga, sérkennara og atferlisfræðinga. Á Greiningarstöð leggur háskólamenntað starfsfólk sig fram um að veita bestu mögulegu þjónustu og fræðslu sem byggir á gagnreyndum leiðum. Ólík þekking og reynsla er sameinuð í þverfaglegri teymisvinnu sem hefur það markmið að skapa lausnir sem mæta fjölþættum þörfum fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra. Slíkt er ekki einungis til hagsbóta fyrir viðkomandi skjólstæðinga heldur einnig fyrir samfélagið allt. Á tyllidögum halda ráðamenn því gjarnan á lofti að íslenskt samfélag sé á pari við önnur norræn ríki hvað varðar velferðarþjónustu. Munurinn er þó sá að hjá frændþjóðum okkar er menntun metin að verðleikum og skilar sér í launaumslag fólks. Því er ekki að heilsa hér á landi. Það er kominn tími til að stjórnvöld átti sig á því að framlag háskólamanna til félags- og heilbrigðisþjónustu er ómissandi þekking og framtíðaruppbygging þjónustunnar veltur á henni, svo einfalt er það. Kæru Íslendingar – leiðréttum laun háskólafólks og missum ekki þekkinguna úr landi. Hvetjum stjórnvöld til að verða við þeim sanngjörnu kröfum sem Bandalag háskólamanna setur fram. Fjárfestum í mannauði og menntun – á því byggist velferð komandi kynslóða! Höfundar eru í Bandalagi háskólamanna og starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fagmennska, virðing, velferð og framsækni eru einkunnarorðin í starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem var stofnuð 1986. Hún þjónar börnum með alvarlegar þroskaraskanir og ýmsar fatlanir og fjölskyldum þeirra af öllu landinu. Greiningarstöð heyrir undir velferðarráðuneytið og starfar samkvæmt lögum nr. 38 frá 2003. Markmið starfseminnar er að tryggja að fötluðum börnum og unglingum bjóðist greining, ráðgjöf og önnur úrræði sem efla færni og sjálfstæði þeirra til framtíðar. Skjólstæðingum með flóknar eða sjaldgæfar fatlanir er veitt sérstök eftirfylgd og ráðgjöf til lengri tíma. Leiðarljós í starfsemi Greiningarstöðvar er fræðasýnin um taugaþroska, auk þess sem byggt er á hugmyndafræði fjölskyldumiðaðrar þjónustu. Foreldrar eru hvattir til að taka virkan þátt í íhlutun og að eiga hlutdeild í ákvörðunum er varða þjónustu við barn og fjölskyldu. Fræðsla um fatlanir og kennsla í sérhæfðum vinnubrögðum eru mikilvægir þættir í starfi stofnunarinnar. Rannsóknir og þátttaka í fræðastarfi innan lands sem og utan er einnig meðal lögbundinna verkefna. Til að Greiningarstöð geti sinnt hlutverki sínu þarf hún á ríkulegum mannauði að halda. Sá mannauður byggir á háskólamenntuðu starfsfólki sem býr yfir sérþekkingu og reynslu. Í röðum starfsmanna er fólk úr ólíkum heilbrigðisgreinum og má þar nefna félagsráðgjafa, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa, sálfræðinga, sérkennara og atferlisfræðinga. Á Greiningarstöð leggur háskólamenntað starfsfólk sig fram um að veita bestu mögulegu þjónustu og fræðslu sem byggir á gagnreyndum leiðum. Ólík þekking og reynsla er sameinuð í þverfaglegri teymisvinnu sem hefur það markmið að skapa lausnir sem mæta fjölþættum þörfum fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra. Slíkt er ekki einungis til hagsbóta fyrir viðkomandi skjólstæðinga heldur einnig fyrir samfélagið allt. Á tyllidögum halda ráðamenn því gjarnan á lofti að íslenskt samfélag sé á pari við önnur norræn ríki hvað varðar velferðarþjónustu. Munurinn er þó sá að hjá frændþjóðum okkar er menntun metin að verðleikum og skilar sér í launaumslag fólks. Því er ekki að heilsa hér á landi. Það er kominn tími til að stjórnvöld átti sig á því að framlag háskólamanna til félags- og heilbrigðisþjónustu er ómissandi þekking og framtíðaruppbygging þjónustunnar veltur á henni, svo einfalt er það. Kæru Íslendingar – leiðréttum laun háskólafólks og missum ekki þekkinguna úr landi. Hvetjum stjórnvöld til að verða við þeim sanngjörnu kröfum sem Bandalag háskólamanna setur fram. Fjárfestum í mannauði og menntun – á því byggist velferð komandi kynslóða! Höfundar eru í Bandalagi háskólamanna og starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar