Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins – þjónusta byggð á þekkingu Þóra Leósdóttir og Þóranna Halldórsdóttir skrifar 10. apríl 2015 07:00 Fagmennska, virðing, velferð og framsækni eru einkunnarorðin í starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem var stofnuð 1986. Hún þjónar börnum með alvarlegar þroskaraskanir og ýmsar fatlanir og fjölskyldum þeirra af öllu landinu. Greiningarstöð heyrir undir velferðarráðuneytið og starfar samkvæmt lögum nr. 38 frá 2003. Markmið starfseminnar er að tryggja að fötluðum börnum og unglingum bjóðist greining, ráðgjöf og önnur úrræði sem efla færni og sjálfstæði þeirra til framtíðar. Skjólstæðingum með flóknar eða sjaldgæfar fatlanir er veitt sérstök eftirfylgd og ráðgjöf til lengri tíma. Leiðarljós í starfsemi Greiningarstöðvar er fræðasýnin um taugaþroska, auk þess sem byggt er á hugmyndafræði fjölskyldumiðaðrar þjónustu. Foreldrar eru hvattir til að taka virkan þátt í íhlutun og að eiga hlutdeild í ákvörðunum er varða þjónustu við barn og fjölskyldu. Fræðsla um fatlanir og kennsla í sérhæfðum vinnubrögðum eru mikilvægir þættir í starfi stofnunarinnar. Rannsóknir og þátttaka í fræðastarfi innan lands sem og utan er einnig meðal lögbundinna verkefna. Til að Greiningarstöð geti sinnt hlutverki sínu þarf hún á ríkulegum mannauði að halda. Sá mannauður byggir á háskólamenntuðu starfsfólki sem býr yfir sérþekkingu og reynslu. Í röðum starfsmanna er fólk úr ólíkum heilbrigðisgreinum og má þar nefna félagsráðgjafa, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa, sálfræðinga, sérkennara og atferlisfræðinga. Á Greiningarstöð leggur háskólamenntað starfsfólk sig fram um að veita bestu mögulegu þjónustu og fræðslu sem byggir á gagnreyndum leiðum. Ólík þekking og reynsla er sameinuð í þverfaglegri teymisvinnu sem hefur það markmið að skapa lausnir sem mæta fjölþættum þörfum fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra. Slíkt er ekki einungis til hagsbóta fyrir viðkomandi skjólstæðinga heldur einnig fyrir samfélagið allt. Á tyllidögum halda ráðamenn því gjarnan á lofti að íslenskt samfélag sé á pari við önnur norræn ríki hvað varðar velferðarþjónustu. Munurinn er þó sá að hjá frændþjóðum okkar er menntun metin að verðleikum og skilar sér í launaumslag fólks. Því er ekki að heilsa hér á landi. Það er kominn tími til að stjórnvöld átti sig á því að framlag háskólamanna til félags- og heilbrigðisþjónustu er ómissandi þekking og framtíðaruppbygging þjónustunnar veltur á henni, svo einfalt er það. Kæru Íslendingar – leiðréttum laun háskólafólks og missum ekki þekkinguna úr landi. Hvetjum stjórnvöld til að verða við þeim sanngjörnu kröfum sem Bandalag háskólamanna setur fram. Fjárfestum í mannauði og menntun – á því byggist velferð komandi kynslóða! Höfundar eru í Bandalagi háskólamanna og starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Fagmennska, virðing, velferð og framsækni eru einkunnarorðin í starfsemi Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins sem var stofnuð 1986. Hún þjónar börnum með alvarlegar þroskaraskanir og ýmsar fatlanir og fjölskyldum þeirra af öllu landinu. Greiningarstöð heyrir undir velferðarráðuneytið og starfar samkvæmt lögum nr. 38 frá 2003. Markmið starfseminnar er að tryggja að fötluðum börnum og unglingum bjóðist greining, ráðgjöf og önnur úrræði sem efla færni og sjálfstæði þeirra til framtíðar. Skjólstæðingum með flóknar eða sjaldgæfar fatlanir er veitt sérstök eftirfylgd og ráðgjöf til lengri tíma. Leiðarljós í starfsemi Greiningarstöðvar er fræðasýnin um taugaþroska, auk þess sem byggt er á hugmyndafræði fjölskyldumiðaðrar þjónustu. Foreldrar eru hvattir til að taka virkan þátt í íhlutun og að eiga hlutdeild í ákvörðunum er varða þjónustu við barn og fjölskyldu. Fræðsla um fatlanir og kennsla í sérhæfðum vinnubrögðum eru mikilvægir þættir í starfi stofnunarinnar. Rannsóknir og þátttaka í fræðastarfi innan lands sem og utan er einnig meðal lögbundinna verkefna. Til að Greiningarstöð geti sinnt hlutverki sínu þarf hún á ríkulegum mannauði að halda. Sá mannauður byggir á háskólamenntuðu starfsfólki sem býr yfir sérþekkingu og reynslu. Í röðum starfsmanna er fólk úr ólíkum heilbrigðisgreinum og má þar nefna félagsráðgjafa, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara, talmeinafræðinga, þroskaþjálfa, sálfræðinga, sérkennara og atferlisfræðinga. Á Greiningarstöð leggur háskólamenntað starfsfólk sig fram um að veita bestu mögulegu þjónustu og fræðslu sem byggir á gagnreyndum leiðum. Ólík þekking og reynsla er sameinuð í þverfaglegri teymisvinnu sem hefur það markmið að skapa lausnir sem mæta fjölþættum þörfum fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra. Slíkt er ekki einungis til hagsbóta fyrir viðkomandi skjólstæðinga heldur einnig fyrir samfélagið allt. Á tyllidögum halda ráðamenn því gjarnan á lofti að íslenskt samfélag sé á pari við önnur norræn ríki hvað varðar velferðarþjónustu. Munurinn er þó sá að hjá frændþjóðum okkar er menntun metin að verðleikum og skilar sér í launaumslag fólks. Því er ekki að heilsa hér á landi. Það er kominn tími til að stjórnvöld átti sig á því að framlag háskólamanna til félags- og heilbrigðisþjónustu er ómissandi þekking og framtíðaruppbygging þjónustunnar veltur á henni, svo einfalt er það. Kæru Íslendingar – leiðréttum laun háskólafólks og missum ekki þekkinguna úr landi. Hvetjum stjórnvöld til að verða við þeim sanngjörnu kröfum sem Bandalag háskólamanna setur fram. Fjárfestum í mannauði og menntun – á því byggist velferð komandi kynslóða! Höfundar eru í Bandalagi háskólamanna og starfa á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun