Þorir ekki að taka þátt en þorir að horfa á Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 8. apríl 2015 12:30 Gauti Þeyr er einn af skipuleggjendum AK Extreme sem fer fram um helgina. Vísir/Pjetur Á morgun hefst snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme sem, líkt og nafnið gefur til kynna, fer fram á Akureyri. Meðal viðburða eru tvær snjóbrettakeppnir auk þess sem tónlistarmennirnir Gísli Pálmi, Agent Fresco og Úlfur Úlfur koma fram. Hátíðin hefst með keppni niður fjallið sem öllum er velkomið að taka þátt í og á föstudaginn verður Burn Jib session í göngugötunni þar sem ýmsir vanir snjóbrettakappar sýna listir sínar á nokkurs konar slá. „Meðal annars verður kveikt í reilinu, það er rosa hættulegt og algjört stönt,“ segir Gauti Þeyr Másson, einn af skipuleggjendum AK Extreme. Hápunktur hátíðarinnar er á laugardaginn þegar svokallað Big Jump-mót fer fram. „Þá byggjum við pall úr Eimskipsgámum og stöflum upp fimm eða sex gámum. Þetta er alveg hræðilegt og ég myndi aldrei fara þarna niður,“ segir Gauti ákveðinn og bætir við að einungis reyndir snjóbretta-, skíða- og sleðakappar taki þátt en mótið sé mikið sjónarspil fyrir áhorfendur. Hér má sjá Big Jump pallinn frá því í fyrra.Mynd/AkExtreme„Það er mega gaman, ég hef aldrei tekið þátt í Big Jump-mótinu af því að ég þori það ekki en ég þori að horfa á það,“ segir hann hress. Gauti segir mikinn fjölda manns hafa verið viðstaddan hátíðina í fyrra. „Við ætlum að toppa það. Ég finn fyrir hita úr Reykjavíkinni, fólk er að fara að mæta. Þetta er líka bara góð afsökun til þess að fara úr Reykjavík í smá stund og með seinustu dögunum sem maður getur rennt sér.“ Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira
Á morgun hefst snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme sem, líkt og nafnið gefur til kynna, fer fram á Akureyri. Meðal viðburða eru tvær snjóbrettakeppnir auk þess sem tónlistarmennirnir Gísli Pálmi, Agent Fresco og Úlfur Úlfur koma fram. Hátíðin hefst með keppni niður fjallið sem öllum er velkomið að taka þátt í og á föstudaginn verður Burn Jib session í göngugötunni þar sem ýmsir vanir snjóbrettakappar sýna listir sínar á nokkurs konar slá. „Meðal annars verður kveikt í reilinu, það er rosa hættulegt og algjört stönt,“ segir Gauti Þeyr Másson, einn af skipuleggjendum AK Extreme. Hápunktur hátíðarinnar er á laugardaginn þegar svokallað Big Jump-mót fer fram. „Þá byggjum við pall úr Eimskipsgámum og stöflum upp fimm eða sex gámum. Þetta er alveg hræðilegt og ég myndi aldrei fara þarna niður,“ segir Gauti ákveðinn og bætir við að einungis reyndir snjóbretta-, skíða- og sleðakappar taki þátt en mótið sé mikið sjónarspil fyrir áhorfendur. Hér má sjá Big Jump pallinn frá því í fyrra.Mynd/AkExtreme„Það er mega gaman, ég hef aldrei tekið þátt í Big Jump-mótinu af því að ég þori það ekki en ég þori að horfa á það,“ segir hann hress. Gauti segir mikinn fjölda manns hafa verið viðstaddan hátíðina í fyrra. „Við ætlum að toppa það. Ég finn fyrir hita úr Reykjavíkinni, fólk er að fara að mæta. Þetta er líka bara góð afsökun til þess að fara úr Reykjavík í smá stund og með seinustu dögunum sem maður getur rennt sér.“
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Sjá meira