Skoðun

Sagan öll

Bjarki Bjarnason skrifar
Á þessu ári er því fagnað að öld er liðin frá því íslenskar konur, 40 ára og eldri, öðluðust kosningarétt. Samkvæmt lögunum skyldi aldursmarkið lækka um eitt ár á sérhverju ári þar til markið yrði komið niður í 25 ára aldur.

Þessara tímamóta verður minnst allt árið og nýlega samþykkti Reykjavíkurborg að gangast fyrir 100 viðburðum af þessu tilefni. En í umræðunni hefur það farið hljótt að það voru ekki einungis konur sem öðluðust kosningarétt þann 19. júní 1915 heldur einnig vinnumenn, 40 ára og eldri. Fólk sem hafði þegið sveitarstyrk fékk þó ekki kosningarétt fyrr en tæpum 20 árum síðar.

Aldarafmæli kosningaréttar kvenna er að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni. En hversvegna segjum við ekki alla söguna og hömpum því einnig að íslenskir vinnumenn fengu fyrst kosningarétt fyrir réttri öld?




Skoðun

Sjá meira


×