Verður líkams- og heilsurækt í framhaldsskólum skorin niður um 50–70%? Irena Ásdís Óskarsdóttir skrifar 9. apríl 2015 07:00 Mikil vinna hefur átt sér stað innan framhaldsskóla landsins vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Skólarnir eru önnum kafnir við að setja upp nýjar þriggja ára stúdentsbrautir sem taka eiga gildi nú í haust. Í byrjun mars á þessu ári var stjórnendum framhaldsskóla boðið til fundar af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytis þar sem meðal annars var rætt um tillögu 10.4. Í þessari tillögu kemur fram að takmarka eigi líkams- og heilsurækt í framhaldsskólum við þrjár til sex framhaldsskólaeiningar sem er skerðing um 50-70% og umfram það tímamagn sem nær til styttingar til stúdentsprófs. Þessi tillaga er ekki komin í umsagnarferli en samt sem áður eru framhaldsskólar byrjaðir að vinna eftir henni. Skólar sem hafa verið að senda inn nýjar námsbrautir til að fá þær samþykktar hjá ráðuneytinu virðast knúnir til þessara verka, því skólar sem hafa verið með einingar umfram tillöguna hafa fengið athugasemd þess efnis. Í tillögu 10.4 kemur fram: „Gert er ráð fyrir að umfang íþrótta, líkams- og heilsuræktar í kjarna séu 3-6 framhaldsskólaeiningar.“Til nánari útskýringar: 3-6 framhaldsskólaeiningar jafngilda 1,8-3,6 einingum úr gamla einingakerfinu eða 3 gamlar einingar verða 5 framhaldsskólaeiningar. Hvar eru faglegu vinnubrögðin? Hvernig stendur á því að vinnubrögð af þessum toga eru viðhöfð í mennta- og menningarmálaráðuneytinu? Er eðlilegt að byrjað sé að vinna eftir tillögu sem er ekki komin í umsagnarferli? Er eðlilegt að hægt sé að taka svona ákvarðanir án þess að færa fagleg rök fyrir slíkum breytingum? Vegna innleiðingar verkefnisins „Heilsueflandi framhaldsskóli“ hafa framhaldsskólar landsins tekið jákvæðum breytingum undanfarin ár. Verkefnið er þróað í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, velferðarráðuneytið og Samband íslenskra framhaldsskólanema. Síðan verkefnið var sett á laggirnar hefur umhverfið í framhaldsskólum breyst mikið. Það hefur verið frábær stuðningur fyrir íþróttakennara að fá þetta verkefni inn í skólana og margar jákvæðar breytingar hafa átt sér stað á þessu tímabili. Helstu breytingarnar voru þær að mötuneytunum var breytt úr sjoppu í heilsusamlegt mötuneyti og sömuleiðis fóru skólarnir að bjóða upp á fjölbreyttari líkams- og heilsuræktaráfanga. Áhugi nemenda fyrir líkams- og heilsurækt hefur aukist umtalsvert frá því að þessi vinna hófst. Viljum við ekki að nemendur læri heilsulæsi og verði sjálfbærir á eigin hreyfingu í framtíðinni? Á framhaldsskólaárum eiga sér stað miklar líkamlegar og andlegar breytingar hjá framhaldsskólanemum. Brottfall þessa aldurshóps úr íþróttum hjá íþróttafélögum er mikið á þessum árum, miklar félagslegar breytingar og tilgangur hreyfingar sjaldan eins mikilvægur. Með þessari breytingu verður líkams- og heilsurækt svo rækilega skorin niður að það tekur því varla að bjóða upp á greinina.Samfélagslega hagkvæmt? Eru þetta virkilega skynsamlegustu sparnaðarleiðirnar í íslensku samfélagi? Miðað við alla þá þekkingu og rannsóknir sem við höfum ætti birtingamyndin að vera í hina áttina! Það hlýtur að vera skynsamlegra að bæta hreyfingu og heilsuvitund ungmenna fyrir komandi kynslóðir! Hefur heilsan ekkert vægi hjá ráðherra menntamála? Þann 19. mars síðastliðinn var birt opið bréf í Fréttablaðinu eftir Dr. Janus Guðlaugsson, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Bréfið var stílað á ráðherra mennta- og menningarmála, ráðherra velferðar og landlækni. Þar fór Janus meðal annars yfir þessa skerðingu á líkams- og heilsurækt í framhaldsskólum og þær afleiðingar sem þessi tillaga kann að hafa í för með sér á heilsu ungmenna út í lífið og vísar í rannsóknir sér til stuðnings. Þar óskar hann einnig eftir svörum við raunverulegri heilsustefnu ráðuneytanna. Hver er ábyrgur fyrir þessari tillögu? Á hvaða forsendum er hún samin? Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands sendi ráðherra bréf fyrir hálfum mánuði þar sem félagið óskaði eftir fundi til að ræða þennan niðurskurð. Ekkert svar hefur borist. Ég vonast til að þess að fundurinn með ráðherra verði haldinn sem fyrst. Skólarnir eru búnir að fá samþykktar brautir með þessum fjölda framhaldsskólaeininga í líkams- og heilsurækt. Slíkt er með ólíkindum! Óskað er eftir faglegum rökstuðningi frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikil vinna hefur átt sér stað innan framhaldsskóla landsins vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Skólarnir eru önnum kafnir við að setja upp nýjar þriggja ára stúdentsbrautir sem taka eiga gildi nú í haust. Í byrjun mars á þessu ári var stjórnendum framhaldsskóla boðið til fundar af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytis þar sem meðal annars var rætt um tillögu 10.4. Í þessari tillögu kemur fram að takmarka eigi líkams- og heilsurækt í framhaldsskólum við þrjár til sex framhaldsskólaeiningar sem er skerðing um 50-70% og umfram það tímamagn sem nær til styttingar til stúdentsprófs. Þessi tillaga er ekki komin í umsagnarferli en samt sem áður eru framhaldsskólar byrjaðir að vinna eftir henni. Skólar sem hafa verið að senda inn nýjar námsbrautir til að fá þær samþykktar hjá ráðuneytinu virðast knúnir til þessara verka, því skólar sem hafa verið með einingar umfram tillöguna hafa fengið athugasemd þess efnis. Í tillögu 10.4 kemur fram: „Gert er ráð fyrir að umfang íþrótta, líkams- og heilsuræktar í kjarna séu 3-6 framhaldsskólaeiningar.“Til nánari útskýringar: 3-6 framhaldsskólaeiningar jafngilda 1,8-3,6 einingum úr gamla einingakerfinu eða 3 gamlar einingar verða 5 framhaldsskólaeiningar. Hvar eru faglegu vinnubrögðin? Hvernig stendur á því að vinnubrögð af þessum toga eru viðhöfð í mennta- og menningarmálaráðuneytinu? Er eðlilegt að byrjað sé að vinna eftir tillögu sem er ekki komin í umsagnarferli? Er eðlilegt að hægt sé að taka svona ákvarðanir án þess að færa fagleg rök fyrir slíkum breytingum? Vegna innleiðingar verkefnisins „Heilsueflandi framhaldsskóli“ hafa framhaldsskólar landsins tekið jákvæðum breytingum undanfarin ár. Verkefnið er þróað í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, velferðarráðuneytið og Samband íslenskra framhaldsskólanema. Síðan verkefnið var sett á laggirnar hefur umhverfið í framhaldsskólum breyst mikið. Það hefur verið frábær stuðningur fyrir íþróttakennara að fá þetta verkefni inn í skólana og margar jákvæðar breytingar hafa átt sér stað á þessu tímabili. Helstu breytingarnar voru þær að mötuneytunum var breytt úr sjoppu í heilsusamlegt mötuneyti og sömuleiðis fóru skólarnir að bjóða upp á fjölbreyttari líkams- og heilsuræktaráfanga. Áhugi nemenda fyrir líkams- og heilsurækt hefur aukist umtalsvert frá því að þessi vinna hófst. Viljum við ekki að nemendur læri heilsulæsi og verði sjálfbærir á eigin hreyfingu í framtíðinni? Á framhaldsskólaárum eiga sér stað miklar líkamlegar og andlegar breytingar hjá framhaldsskólanemum. Brottfall þessa aldurshóps úr íþróttum hjá íþróttafélögum er mikið á þessum árum, miklar félagslegar breytingar og tilgangur hreyfingar sjaldan eins mikilvægur. Með þessari breytingu verður líkams- og heilsurækt svo rækilega skorin niður að það tekur því varla að bjóða upp á greinina.Samfélagslega hagkvæmt? Eru þetta virkilega skynsamlegustu sparnaðarleiðirnar í íslensku samfélagi? Miðað við alla þá þekkingu og rannsóknir sem við höfum ætti birtingamyndin að vera í hina áttina! Það hlýtur að vera skynsamlegra að bæta hreyfingu og heilsuvitund ungmenna fyrir komandi kynslóðir! Hefur heilsan ekkert vægi hjá ráðherra menntamála? Þann 19. mars síðastliðinn var birt opið bréf í Fréttablaðinu eftir Dr. Janus Guðlaugsson, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Bréfið var stílað á ráðherra mennta- og menningarmála, ráðherra velferðar og landlækni. Þar fór Janus meðal annars yfir þessa skerðingu á líkams- og heilsurækt í framhaldsskólum og þær afleiðingar sem þessi tillaga kann að hafa í för með sér á heilsu ungmenna út í lífið og vísar í rannsóknir sér til stuðnings. Þar óskar hann einnig eftir svörum við raunverulegri heilsustefnu ráðuneytanna. Hver er ábyrgur fyrir þessari tillögu? Á hvaða forsendum er hún samin? Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands sendi ráðherra bréf fyrir hálfum mánuði þar sem félagið óskaði eftir fundi til að ræða þennan niðurskurð. Ekkert svar hefur borist. Ég vonast til að þess að fundurinn með ráðherra verði haldinn sem fyrst. Skólarnir eru búnir að fá samþykktar brautir með þessum fjölda framhaldsskólaeininga í líkams- og heilsurækt. Slíkt er með ólíkindum! Óskað er eftir faglegum rökstuðningi frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar