Verður líkams- og heilsurækt í framhaldsskólum skorin niður um 50–70%? Irena Ásdís Óskarsdóttir skrifar 9. apríl 2015 07:00 Mikil vinna hefur átt sér stað innan framhaldsskóla landsins vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Skólarnir eru önnum kafnir við að setja upp nýjar þriggja ára stúdentsbrautir sem taka eiga gildi nú í haust. Í byrjun mars á þessu ári var stjórnendum framhaldsskóla boðið til fundar af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytis þar sem meðal annars var rætt um tillögu 10.4. Í þessari tillögu kemur fram að takmarka eigi líkams- og heilsurækt í framhaldsskólum við þrjár til sex framhaldsskólaeiningar sem er skerðing um 50-70% og umfram það tímamagn sem nær til styttingar til stúdentsprófs. Þessi tillaga er ekki komin í umsagnarferli en samt sem áður eru framhaldsskólar byrjaðir að vinna eftir henni. Skólar sem hafa verið að senda inn nýjar námsbrautir til að fá þær samþykktar hjá ráðuneytinu virðast knúnir til þessara verka, því skólar sem hafa verið með einingar umfram tillöguna hafa fengið athugasemd þess efnis. Í tillögu 10.4 kemur fram: „Gert er ráð fyrir að umfang íþrótta, líkams- og heilsuræktar í kjarna séu 3-6 framhaldsskólaeiningar.“Til nánari útskýringar: 3-6 framhaldsskólaeiningar jafngilda 1,8-3,6 einingum úr gamla einingakerfinu eða 3 gamlar einingar verða 5 framhaldsskólaeiningar. Hvar eru faglegu vinnubrögðin? Hvernig stendur á því að vinnubrögð af þessum toga eru viðhöfð í mennta- og menningarmálaráðuneytinu? Er eðlilegt að byrjað sé að vinna eftir tillögu sem er ekki komin í umsagnarferli? Er eðlilegt að hægt sé að taka svona ákvarðanir án þess að færa fagleg rök fyrir slíkum breytingum? Vegna innleiðingar verkefnisins „Heilsueflandi framhaldsskóli“ hafa framhaldsskólar landsins tekið jákvæðum breytingum undanfarin ár. Verkefnið er þróað í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, velferðarráðuneytið og Samband íslenskra framhaldsskólanema. Síðan verkefnið var sett á laggirnar hefur umhverfið í framhaldsskólum breyst mikið. Það hefur verið frábær stuðningur fyrir íþróttakennara að fá þetta verkefni inn í skólana og margar jákvæðar breytingar hafa átt sér stað á þessu tímabili. Helstu breytingarnar voru þær að mötuneytunum var breytt úr sjoppu í heilsusamlegt mötuneyti og sömuleiðis fóru skólarnir að bjóða upp á fjölbreyttari líkams- og heilsuræktaráfanga. Áhugi nemenda fyrir líkams- og heilsurækt hefur aukist umtalsvert frá því að þessi vinna hófst. Viljum við ekki að nemendur læri heilsulæsi og verði sjálfbærir á eigin hreyfingu í framtíðinni? Á framhaldsskólaárum eiga sér stað miklar líkamlegar og andlegar breytingar hjá framhaldsskólanemum. Brottfall þessa aldurshóps úr íþróttum hjá íþróttafélögum er mikið á þessum árum, miklar félagslegar breytingar og tilgangur hreyfingar sjaldan eins mikilvægur. Með þessari breytingu verður líkams- og heilsurækt svo rækilega skorin niður að það tekur því varla að bjóða upp á greinina.Samfélagslega hagkvæmt? Eru þetta virkilega skynsamlegustu sparnaðarleiðirnar í íslensku samfélagi? Miðað við alla þá þekkingu og rannsóknir sem við höfum ætti birtingamyndin að vera í hina áttina! Það hlýtur að vera skynsamlegra að bæta hreyfingu og heilsuvitund ungmenna fyrir komandi kynslóðir! Hefur heilsan ekkert vægi hjá ráðherra menntamála? Þann 19. mars síðastliðinn var birt opið bréf í Fréttablaðinu eftir Dr. Janus Guðlaugsson, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Bréfið var stílað á ráðherra mennta- og menningarmála, ráðherra velferðar og landlækni. Þar fór Janus meðal annars yfir þessa skerðingu á líkams- og heilsurækt í framhaldsskólum og þær afleiðingar sem þessi tillaga kann að hafa í för með sér á heilsu ungmenna út í lífið og vísar í rannsóknir sér til stuðnings. Þar óskar hann einnig eftir svörum við raunverulegri heilsustefnu ráðuneytanna. Hver er ábyrgur fyrir þessari tillögu? Á hvaða forsendum er hún samin? Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands sendi ráðherra bréf fyrir hálfum mánuði þar sem félagið óskaði eftir fundi til að ræða þennan niðurskurð. Ekkert svar hefur borist. Ég vonast til að þess að fundurinn með ráðherra verði haldinn sem fyrst. Skólarnir eru búnir að fá samþykktar brautir með þessum fjölda framhaldsskólaeininga í líkams- og heilsurækt. Slíkt er með ólíkindum! Óskað er eftir faglegum rökstuðningi frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Mikil vinna hefur átt sér stað innan framhaldsskóla landsins vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Skólarnir eru önnum kafnir við að setja upp nýjar þriggja ára stúdentsbrautir sem taka eiga gildi nú í haust. Í byrjun mars á þessu ári var stjórnendum framhaldsskóla boðið til fundar af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytis þar sem meðal annars var rætt um tillögu 10.4. Í þessari tillögu kemur fram að takmarka eigi líkams- og heilsurækt í framhaldsskólum við þrjár til sex framhaldsskólaeiningar sem er skerðing um 50-70% og umfram það tímamagn sem nær til styttingar til stúdentsprófs. Þessi tillaga er ekki komin í umsagnarferli en samt sem áður eru framhaldsskólar byrjaðir að vinna eftir henni. Skólar sem hafa verið að senda inn nýjar námsbrautir til að fá þær samþykktar hjá ráðuneytinu virðast knúnir til þessara verka, því skólar sem hafa verið með einingar umfram tillöguna hafa fengið athugasemd þess efnis. Í tillögu 10.4 kemur fram: „Gert er ráð fyrir að umfang íþrótta, líkams- og heilsuræktar í kjarna séu 3-6 framhaldsskólaeiningar.“Til nánari útskýringar: 3-6 framhaldsskólaeiningar jafngilda 1,8-3,6 einingum úr gamla einingakerfinu eða 3 gamlar einingar verða 5 framhaldsskólaeiningar. Hvar eru faglegu vinnubrögðin? Hvernig stendur á því að vinnubrögð af þessum toga eru viðhöfð í mennta- og menningarmálaráðuneytinu? Er eðlilegt að byrjað sé að vinna eftir tillögu sem er ekki komin í umsagnarferli? Er eðlilegt að hægt sé að taka svona ákvarðanir án þess að færa fagleg rök fyrir slíkum breytingum? Vegna innleiðingar verkefnisins „Heilsueflandi framhaldsskóli“ hafa framhaldsskólar landsins tekið jákvæðum breytingum undanfarin ár. Verkefnið er þróað í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið, velferðarráðuneytið og Samband íslenskra framhaldsskólanema. Síðan verkefnið var sett á laggirnar hefur umhverfið í framhaldsskólum breyst mikið. Það hefur verið frábær stuðningur fyrir íþróttakennara að fá þetta verkefni inn í skólana og margar jákvæðar breytingar hafa átt sér stað á þessu tímabili. Helstu breytingarnar voru þær að mötuneytunum var breytt úr sjoppu í heilsusamlegt mötuneyti og sömuleiðis fóru skólarnir að bjóða upp á fjölbreyttari líkams- og heilsuræktaráfanga. Áhugi nemenda fyrir líkams- og heilsurækt hefur aukist umtalsvert frá því að þessi vinna hófst. Viljum við ekki að nemendur læri heilsulæsi og verði sjálfbærir á eigin hreyfingu í framtíðinni? Á framhaldsskólaárum eiga sér stað miklar líkamlegar og andlegar breytingar hjá framhaldsskólanemum. Brottfall þessa aldurshóps úr íþróttum hjá íþróttafélögum er mikið á þessum árum, miklar félagslegar breytingar og tilgangur hreyfingar sjaldan eins mikilvægur. Með þessari breytingu verður líkams- og heilsurækt svo rækilega skorin niður að það tekur því varla að bjóða upp á greinina.Samfélagslega hagkvæmt? Eru þetta virkilega skynsamlegustu sparnaðarleiðirnar í íslensku samfélagi? Miðað við alla þá þekkingu og rannsóknir sem við höfum ætti birtingamyndin að vera í hina áttina! Það hlýtur að vera skynsamlegra að bæta hreyfingu og heilsuvitund ungmenna fyrir komandi kynslóðir! Hefur heilsan ekkert vægi hjá ráðherra menntamála? Þann 19. mars síðastliðinn var birt opið bréf í Fréttablaðinu eftir Dr. Janus Guðlaugsson, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Bréfið var stílað á ráðherra mennta- og menningarmála, ráðherra velferðar og landlækni. Þar fór Janus meðal annars yfir þessa skerðingu á líkams- og heilsurækt í framhaldsskólum og þær afleiðingar sem þessi tillaga kann að hafa í för með sér á heilsu ungmenna út í lífið og vísar í rannsóknir sér til stuðnings. Þar óskar hann einnig eftir svörum við raunverulegri heilsustefnu ráðuneytanna. Hver er ábyrgur fyrir þessari tillögu? Á hvaða forsendum er hún samin? Íþrótta- og heilsufræðifélag Íslands sendi ráðherra bréf fyrir hálfum mánuði þar sem félagið óskaði eftir fundi til að ræða þennan niðurskurð. Ekkert svar hefur borist. Ég vonast til að þess að fundurinn með ráðherra verði haldinn sem fyrst. Skólarnir eru búnir að fá samþykktar brautir með þessum fjölda framhaldsskólaeininga í líkams- og heilsurækt. Slíkt er með ólíkindum! Óskað er eftir faglegum rökstuðningi frá mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar