Varúð – logavinna! Garðar H. Guðjónsson og Kristján Jens Kristjánsson skrifar 7. apríl 2015 00:00 Veruleg hætta getur skapast þegar iðnaðarmenn og ófaglærðir eru fengnir í fyrirtæki til að vinna svonefnda logavinnu eða heita vinnu. Fjölmörg dæmi eru um að svo ógætilega sé farið að stórtjón hljótist af. Þetta á ekki síst við þegar unnið er með opinn eld á þökum. Ábyrgð þeirra sem taka að sér slík verkefni er mikil en að sama skapi er vert að benda á ábyrgð eigenda og umsjónarmanna húsnæðisins. Auk logavinnu vegna lagningar þakpappa má nefna logsuðu, rafsuðu og skurð með slípirokk í þessu sambandi. Starfsmenn slökkviliða og tryggingafélaga þekkja mörg dæmi um að reglur um eldvarnir við logavinnu séu virtar að vettugi, stundum með skelfilegum afleiðingum. Stundum sleppa menn þó fyrir horn. Oft eru að verki menn sem skortir þekkingu á því hvernig eldur getur kviknað og breiðst út.Eldvarnir og öryggi Afar mikilvægt er fyrir eigendur og umsjónarmenn fasteigna að hafa vara á þegar vinna þarf heita vinnu í húsnæði þeirra, hvort sem um er að ræða íbúðar- eða atvinnuhúsnæði. Raunar ætti logavinna aldrei að hefjast nema ábyrgðarmaður húsnæðis hafi gengið úr skugga um að nægilega sé gætt að eldvörnum og öryggi. Sé ekki rétt staðið að verkinu getur mikið tjón á eignum og rekstri hlotist af. Í þessu sambandi þarf að huga að nokkrum lykilatriðum: Að minnsta kosti tvö slökkvitæki þurfa að vera til taks. Fjarlægja á brennanleg efni, verja þau eða bleyta. Mikilvægt er að viðkomandi noti viðeigandi hlífðarbúnað. Vinna hefjist ekki nema svæðið sé öruggt og tryggt sé að fyllstu varúðar sé gætt. Áríðandi er að höfð sé brunavakt á meðan á vinnu stendur og í að minnsta kosti 60 mínútur að henni lokinni. Fjölmörg þekkt dæmi eru um að eldur hafi komið upp þegar logavinnu er lokið og mannskapurinn farinn af svæðinu.Eldvarnabandalagið Eldvarnabandalagið er samstarfsvettvangur um auknar eldvarnir bæði á heimilum og vinnustöðum. Aðild að því eiga: Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, Félag slökkviliðsstjóra, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Mannvirkjastofnun, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, TM hf., Vátryggingafélag Íslands hf. og Vörður tryggingar hf. Eitt helsta áhersluverkefni Eldvarnabandalagsins á næstu vikum og mánuðum verður að þrýsta á um úrbætur og grípa til aðgerða til að draga úr áhættu vegna heitrar vinnu. Í ljósi ítrekaðra eldsvoða vegna logavinnu með tilheyrandi tjóni og kostnaði er sannarlega engin vanþörf á aðgerðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Veruleg hætta getur skapast þegar iðnaðarmenn og ófaglærðir eru fengnir í fyrirtæki til að vinna svonefnda logavinnu eða heita vinnu. Fjölmörg dæmi eru um að svo ógætilega sé farið að stórtjón hljótist af. Þetta á ekki síst við þegar unnið er með opinn eld á þökum. Ábyrgð þeirra sem taka að sér slík verkefni er mikil en að sama skapi er vert að benda á ábyrgð eigenda og umsjónarmanna húsnæðisins. Auk logavinnu vegna lagningar þakpappa má nefna logsuðu, rafsuðu og skurð með slípirokk í þessu sambandi. Starfsmenn slökkviliða og tryggingafélaga þekkja mörg dæmi um að reglur um eldvarnir við logavinnu séu virtar að vettugi, stundum með skelfilegum afleiðingum. Stundum sleppa menn þó fyrir horn. Oft eru að verki menn sem skortir þekkingu á því hvernig eldur getur kviknað og breiðst út.Eldvarnir og öryggi Afar mikilvægt er fyrir eigendur og umsjónarmenn fasteigna að hafa vara á þegar vinna þarf heita vinnu í húsnæði þeirra, hvort sem um er að ræða íbúðar- eða atvinnuhúsnæði. Raunar ætti logavinna aldrei að hefjast nema ábyrgðarmaður húsnæðis hafi gengið úr skugga um að nægilega sé gætt að eldvörnum og öryggi. Sé ekki rétt staðið að verkinu getur mikið tjón á eignum og rekstri hlotist af. Í þessu sambandi þarf að huga að nokkrum lykilatriðum: Að minnsta kosti tvö slökkvitæki þurfa að vera til taks. Fjarlægja á brennanleg efni, verja þau eða bleyta. Mikilvægt er að viðkomandi noti viðeigandi hlífðarbúnað. Vinna hefjist ekki nema svæðið sé öruggt og tryggt sé að fyllstu varúðar sé gætt. Áríðandi er að höfð sé brunavakt á meðan á vinnu stendur og í að minnsta kosti 60 mínútur að henni lokinni. Fjölmörg þekkt dæmi eru um að eldur hafi komið upp þegar logavinnu er lokið og mannskapurinn farinn af svæðinu.Eldvarnabandalagið Eldvarnabandalagið er samstarfsvettvangur um auknar eldvarnir bæði á heimilum og vinnustöðum. Aðild að því eiga: Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, Félag slökkviliðsstjóra, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Mannvirkjastofnun, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, TM hf., Vátryggingafélag Íslands hf. og Vörður tryggingar hf. Eitt helsta áhersluverkefni Eldvarnabandalagsins á næstu vikum og mánuðum verður að þrýsta á um úrbætur og grípa til aðgerða til að draga úr áhættu vegna heitrar vinnu. Í ljósi ítrekaðra eldsvoða vegna logavinnu með tilheyrandi tjóni og kostnaði er sannarlega engin vanþörf á aðgerðum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar