Giskað á fiska Sigtryggur Baldursson skrifar 1. apríl 2015 07:00 Undanfarin misseri hefur margt verið skrifað og ekki síður skrafað um skapandi greinar á Íslandi, enda ört vaxandi starfsgreinar sem velta miklu, skapa störf og afleidd störf og hafa raunveruleg hagræn áhrif. Hönnun, tónlist, myndlist, tölvuleikir, bókmenntir, sviðslistir og kvikmyndir mynda kjarnann í þessum greinum og saman mynda þau samtök skapandi greina. Í fersku minni er Hönnunarmars sem var nýlega haldinn með 140 sýningum úti um allar koppagrundir, yfir 300 hönnuðir sýndu eigin hönnun, allt frá minnstu skartgripum til borgarskipulags. Bókmenntirnar dafna og sækja á nýja markaði og myndlistin líka, kvikmyndagerð á Íslandi er með miklum blóma þótt fjármagn þurfi oft að sækja út fyrir landsteinana. Þúsundir iðkenda EVE-online flykkjast árlega til landsins á „fanfest“ með tilheyrandi umstangi. Þegar umfang greinanna eykst verður æ nauðsynlegra að taka saman hagtölur fyrir þær til þess að geta betur séð hvað er að gerast í heildarmyndinni. Við sjáum þetta glöggt með ferðaþjónustuna sem hefur verið að berjast fyrir rannsóknarmiðstöð sem komin er í gang á Akureyri og hefur verið að skila veigamiklum hagtölum fyrir greinina. Hvað tónlistina varðar höfum við séð gífurlegar breytingar á umhverfi okkar síðustu árin, með minnkandi fjárfestingum frá plötufyrirtækjunum vegna minnkandi plötusölu, höfum við séð lifandi tónlistarflutning margfaldast og okkar listamenn streyma inn á stærra markaðssvæði. Milli áranna 2012 og 2013 tvöfaldaðist tónleikahald íslenskra tónlistarmanna erlendis, frá 718 tónleikum á ári í rúmlega 1460. Þetta eru sláandi tölur, en hvað þýða þær hagfræðilega? Hver er heildarveltan á öllu þessu tónleikahaldi? Mikill uppgangur er á íslenskum tónlistarhátíðum líka, Iceland Airwaves veltir meira en einum og hálfum milljarði á viku í nóvember, hefur áhrif á gengi krónunnar, það sjáum við vegna þess að ÚTÓN gerir könnun á því – en heildarmyndin fyrir skapandi greinar, það er erfitt að sjá. Hagstofan tekur ekki saman þessar tölur. Við erum enn að giska, og það eru ekki góð vísindi. Nú síðast að skapandi greinar velti meiru en ál á ársgrundvelli. Hér þarf einhverjar alvöru tölur. Ekki ágiskanir. Í nýlegri grein í Iceland Review kemur fram að sú jákvæða ímyndarbreyting Íslands í Bandaríkjunum, sem rakin er til vinsælda íslenskrar tónlistar, hefur haft mjög jákvæð áhrif á sölu fiskafurða Íslendinga á Bandaríkjamarkaði. Hljómar lygilega, ekki satt? Það þarf að vera hægt að skoða þetta nánar og fleira sem væri mun auðveldara að mæla. Merkilegt nokk þá er Rannsóknarmiðstöð skapandi greina til, en hún er ekki virk. Vegna þess að hana skortir rekstrarfé. R.S.G. (áður Rannsóknaráherslusvið menningar og lista) var stofnað innan Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands árið 2004. Rannsóknum á skapandi greinum á Íslandi hafa verið takmörk sett vegna aðgengis að hagtölum. Með tilkomu fyrirtækjasviðs Hagstofu hefur aðgengi að gögnum um skapandi greinar þó batnað til muna, en þó er ekki nema hálf sagan sögð því greining og vöktun á gögnum í þágu þeirra sem vinna í skapandi greinum og einnig í þágu stjórnvalda verður ekki unnin hjá Hagstofu. Með rannsóknarmiðstöð sem sérhæfir sig í rannsóknum á skapandi greinum verða upplýsingar um skapandi greinar á einum stað, greindar og gerðar aðgengilegar. Nú er mál að drífa þetta í gang með sameiginlegu átaki ríkis, borgar og greina, öllum til hagsbóta. Hagstofan mælir vel allt sem lýtur að fiski og landbúnaði. Við hjá skapandi greinum þurfum að hætta að giska á fiska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur margt verið skrifað og ekki síður skrafað um skapandi greinar á Íslandi, enda ört vaxandi starfsgreinar sem velta miklu, skapa störf og afleidd störf og hafa raunveruleg hagræn áhrif. Hönnun, tónlist, myndlist, tölvuleikir, bókmenntir, sviðslistir og kvikmyndir mynda kjarnann í þessum greinum og saman mynda þau samtök skapandi greina. Í fersku minni er Hönnunarmars sem var nýlega haldinn með 140 sýningum úti um allar koppagrundir, yfir 300 hönnuðir sýndu eigin hönnun, allt frá minnstu skartgripum til borgarskipulags. Bókmenntirnar dafna og sækja á nýja markaði og myndlistin líka, kvikmyndagerð á Íslandi er með miklum blóma þótt fjármagn þurfi oft að sækja út fyrir landsteinana. Þúsundir iðkenda EVE-online flykkjast árlega til landsins á „fanfest“ með tilheyrandi umstangi. Þegar umfang greinanna eykst verður æ nauðsynlegra að taka saman hagtölur fyrir þær til þess að geta betur séð hvað er að gerast í heildarmyndinni. Við sjáum þetta glöggt með ferðaþjónustuna sem hefur verið að berjast fyrir rannsóknarmiðstöð sem komin er í gang á Akureyri og hefur verið að skila veigamiklum hagtölum fyrir greinina. Hvað tónlistina varðar höfum við séð gífurlegar breytingar á umhverfi okkar síðustu árin, með minnkandi fjárfestingum frá plötufyrirtækjunum vegna minnkandi plötusölu, höfum við séð lifandi tónlistarflutning margfaldast og okkar listamenn streyma inn á stærra markaðssvæði. Milli áranna 2012 og 2013 tvöfaldaðist tónleikahald íslenskra tónlistarmanna erlendis, frá 718 tónleikum á ári í rúmlega 1460. Þetta eru sláandi tölur, en hvað þýða þær hagfræðilega? Hver er heildarveltan á öllu þessu tónleikahaldi? Mikill uppgangur er á íslenskum tónlistarhátíðum líka, Iceland Airwaves veltir meira en einum og hálfum milljarði á viku í nóvember, hefur áhrif á gengi krónunnar, það sjáum við vegna þess að ÚTÓN gerir könnun á því – en heildarmyndin fyrir skapandi greinar, það er erfitt að sjá. Hagstofan tekur ekki saman þessar tölur. Við erum enn að giska, og það eru ekki góð vísindi. Nú síðast að skapandi greinar velti meiru en ál á ársgrundvelli. Hér þarf einhverjar alvöru tölur. Ekki ágiskanir. Í nýlegri grein í Iceland Review kemur fram að sú jákvæða ímyndarbreyting Íslands í Bandaríkjunum, sem rakin er til vinsælda íslenskrar tónlistar, hefur haft mjög jákvæð áhrif á sölu fiskafurða Íslendinga á Bandaríkjamarkaði. Hljómar lygilega, ekki satt? Það þarf að vera hægt að skoða þetta nánar og fleira sem væri mun auðveldara að mæla. Merkilegt nokk þá er Rannsóknarmiðstöð skapandi greina til, en hún er ekki virk. Vegna þess að hana skortir rekstrarfé. R.S.G. (áður Rannsóknaráherslusvið menningar og lista) var stofnað innan Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands árið 2004. Rannsóknum á skapandi greinum á Íslandi hafa verið takmörk sett vegna aðgengis að hagtölum. Með tilkomu fyrirtækjasviðs Hagstofu hefur aðgengi að gögnum um skapandi greinar þó batnað til muna, en þó er ekki nema hálf sagan sögð því greining og vöktun á gögnum í þágu þeirra sem vinna í skapandi greinum og einnig í þágu stjórnvalda verður ekki unnin hjá Hagstofu. Með rannsóknarmiðstöð sem sérhæfir sig í rannsóknum á skapandi greinum verða upplýsingar um skapandi greinar á einum stað, greindar og gerðar aðgengilegar. Nú er mál að drífa þetta í gang með sameiginlegu átaki ríkis, borgar og greina, öllum til hagsbóta. Hagstofan mælir vel allt sem lýtur að fiski og landbúnaði. Við hjá skapandi greinum þurfum að hætta að giska á fiska.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun