Hjálmar, þú svaraðir ekki ábendingunni Sigurður Oddsson skrifar 1. apríl 2015 10:57 Þakka þér skjót „svör“, Hjálmar. Ábendingin var að 1+1 akrein ber ekki þá umferð, sem nú er á Bústaðaveginum. Svar þitt var rökstuðningur fyrir mjókkun Grensásvegar, sem ég kallaði skemmdarverk og skort á heilbrigðri skynsemi. Þrenginguna rökstyður þú með: 1) slysahættu á vegfarendum, 2) of lítil umferð á Grensásvegi fyrir 2+2 akreinar og 3) vilja íbúanna. 1. Ég minnist ekki slysa á þeim hluta, sem nú skal skemmdur. Þau gætu frekar orðið á gatnamótum við Miklubraut. Ekki minnkar sú hætta við breytingu úr 2+2 í 1+1. Einfalt er að verja fótgangandi vegfarendur með girðingu eftir endilangri umferðareyju frá Miklubraut að Hæðargarði og merkja í leiðinni gangbrautir yfir Grensásveg. Þannig er öryggi fótgangandi best tryggt. Sé þörf á að minnka hraðann má gera það með hossum. 2. Umferð á Grensásvegi mun aukast við leiðréttingu Bústaðavegar. 3. Hvernig var boðað til íbúafundarins og hvernig var málið kynnt? Það að vísa nú til íbúalýðræðis hljómar, sem hræsni hjá þeim, sem hundsuðu 70 þúsund undirskriftir um flugvöllinn. Þú skrifar að í dag detti engum í hug að kalla þrengingu Skeiðarvogs skemmdarverk. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að þrenging hans sé skólabókardæmi um hvernig ekki skuli standa að borgarskipulagi. Skeiðarvogur átti að vera tenging frá Reykjanesbraut yfir Langholtsveg og Suðurlandsbraut á Miklabraut og Bústaðaveg, sem hefði dreift umferðinni. Tengingin virkar ekki með þrengingu úr 2+2 í 1+1 frá Langholtsvegi að Gnoðarvogi. Umferðin finnur og velur lengri hjáleið, sem er fljótkeyrðari þar til hún annar ekki umferðinni. Þá leitar umferðin aftur á Skeiðarvoginn, sem fljótt verður of þröngur. Háaleitisbraut var skemmd á sama hátt með þeim árangri að hluti umferðar fór af henni á íbúðagötuna Safamýri. Langahlíð tengir frá Borgartúni yfir Suðurlandsbraut (Laugaveg) og Miklubraut á veg til Hafnarfjarðar. Ég velti fyrir mér, hvort næsta verkefni hjá borginni verði að breyta Lönguhlíð í 1+1 frá Háteigsvegi að Miklubraut?Mikil ábyrgð Það er eins með umferðaræðar og æðarnar í mannslíkamanum. Stíflist ein þá verður meira álag á aðrar. Þannig orsaka þrengingar Bústaðavegar, Skeiðarvogs og nú Grensásvegar meira álag á Miklubrautina. Stíflist Miklabraut leitast umferðin við að lækna sig sjálf með hjáleiðum. Þeir sem eru seinir og mest stressaðir fara þær og freistast til að aka á meiri hraða en 30 km/klst. í íbúðargötum. Þeir eru stórhættulegir í umferðinni. Í mestri hættu eru hjólandi vegfarendur og börn í leik. Svo ég svari sjálfur spurningu í lok greinar minnar, þá virðist stefna ykkar vera sú að skilgreina allar tengibrautir sem íbúðargötur og endurhanna þær með hámarkshraða 30 km/klst. Markmiðið er að sem flestir fari allra sinna ferða hjólandi, fótgangandi eða noti strætisvagna. Gallinn er að ekki er alltaf hægt að hjóla og fyrir marga, sem ekki geta hjólað, er of langt til og frá stoppistöð strætó. Mikil ábyrgð felst í að tefja umferðina markvisst með skemmdum á gatnakerfinu. Fólk er alltaf út um allt að fá hjartaáföll og verður að komast fljótt undir læknishendur. Í sambandi við kransæðastíflur geta mínúturnar skipt lífi eða dauða þurfi að komast strax í hjáveituaðgerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þakka þér skjót „svör“, Hjálmar. Ábendingin var að 1+1 akrein ber ekki þá umferð, sem nú er á Bústaðaveginum. Svar þitt var rökstuðningur fyrir mjókkun Grensásvegar, sem ég kallaði skemmdarverk og skort á heilbrigðri skynsemi. Þrenginguna rökstyður þú með: 1) slysahættu á vegfarendum, 2) of lítil umferð á Grensásvegi fyrir 2+2 akreinar og 3) vilja íbúanna. 1. Ég minnist ekki slysa á þeim hluta, sem nú skal skemmdur. Þau gætu frekar orðið á gatnamótum við Miklubraut. Ekki minnkar sú hætta við breytingu úr 2+2 í 1+1. Einfalt er að verja fótgangandi vegfarendur með girðingu eftir endilangri umferðareyju frá Miklubraut að Hæðargarði og merkja í leiðinni gangbrautir yfir Grensásveg. Þannig er öryggi fótgangandi best tryggt. Sé þörf á að minnka hraðann má gera það með hossum. 2. Umferð á Grensásvegi mun aukast við leiðréttingu Bústaðavegar. 3. Hvernig var boðað til íbúafundarins og hvernig var málið kynnt? Það að vísa nú til íbúalýðræðis hljómar, sem hræsni hjá þeim, sem hundsuðu 70 þúsund undirskriftir um flugvöllinn. Þú skrifar að í dag detti engum í hug að kalla þrengingu Skeiðarvogs skemmdarverk. Ég ætla að leyfa mér að halda því fram að þrenging hans sé skólabókardæmi um hvernig ekki skuli standa að borgarskipulagi. Skeiðarvogur átti að vera tenging frá Reykjanesbraut yfir Langholtsveg og Suðurlandsbraut á Miklabraut og Bústaðaveg, sem hefði dreift umferðinni. Tengingin virkar ekki með þrengingu úr 2+2 í 1+1 frá Langholtsvegi að Gnoðarvogi. Umferðin finnur og velur lengri hjáleið, sem er fljótkeyrðari þar til hún annar ekki umferðinni. Þá leitar umferðin aftur á Skeiðarvoginn, sem fljótt verður of þröngur. Háaleitisbraut var skemmd á sama hátt með þeim árangri að hluti umferðar fór af henni á íbúðagötuna Safamýri. Langahlíð tengir frá Borgartúni yfir Suðurlandsbraut (Laugaveg) og Miklubraut á veg til Hafnarfjarðar. Ég velti fyrir mér, hvort næsta verkefni hjá borginni verði að breyta Lönguhlíð í 1+1 frá Háteigsvegi að Miklubraut?Mikil ábyrgð Það er eins með umferðaræðar og æðarnar í mannslíkamanum. Stíflist ein þá verður meira álag á aðrar. Þannig orsaka þrengingar Bústaðavegar, Skeiðarvogs og nú Grensásvegar meira álag á Miklubrautina. Stíflist Miklabraut leitast umferðin við að lækna sig sjálf með hjáleiðum. Þeir sem eru seinir og mest stressaðir fara þær og freistast til að aka á meiri hraða en 30 km/klst. í íbúðargötum. Þeir eru stórhættulegir í umferðinni. Í mestri hættu eru hjólandi vegfarendur og börn í leik. Svo ég svari sjálfur spurningu í lok greinar minnar, þá virðist stefna ykkar vera sú að skilgreina allar tengibrautir sem íbúðargötur og endurhanna þær með hámarkshraða 30 km/klst. Markmiðið er að sem flestir fari allra sinna ferða hjólandi, fótgangandi eða noti strætisvagna. Gallinn er að ekki er alltaf hægt að hjóla og fyrir marga, sem ekki geta hjólað, er of langt til og frá stoppistöð strætó. Mikil ábyrgð felst í að tefja umferðina markvisst með skemmdum á gatnakerfinu. Fólk er alltaf út um allt að fá hjartaáföll og verður að komast fljótt undir læknishendur. Í sambandi við kransæðastíflur geta mínúturnar skipt lífi eða dauða þurfi að komast strax í hjáveituaðgerð.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar