Húsnæðismál almennings Benedikt Sigurðarson skrifar 1. apríl 2015 10:57 Í stuttu máli er veruleiki almennings þannig að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er alltof hátt. Byggingarkostnaður er allof hár og þvinguð kaup leiða yfir menn vaxtaokur með verðtryggingu sem er langt út úr korti. Leigumarkaður er hálfgerður ræningjamarkaður – og braskarar „harka tímabundið á markaðinum“. Húsnæðissamvinnufélög og leigufélög almennings sem rekin eru án hagnaðarkröfu eru afar lítil og sum veikburða. Skipulag hverfa og byggingar eru „verktakadrifnar“ og allt mögulegt hagræði af byggingastarfsemi og framlegð er leyst út úr greininni. Hagnaðurinn ef til verður fer að mestu til fjárfesta og verktaka en kemur ekki kaupendum eða húsnæðisfélögum til góða að neinu marki. Byggingar og húsnæðismarkaðurinn er þannig fyrst og fremst braskdrifinn og spinnur upp kostnað fremur en að leita hagkvæmni og hagræðingar og lækkandi verðs í þágu þess almennings sem þráir húsnæðisöryggi. Breyttar lánareglur frá 1. nóv. 2013 hafa fjölgað verulega í hópi þeirra sem ekki geta keypt á eigin kennitölu og reynsla eftir-hrunsins gerir mörgum erfiðara eða ómögulegt að njóta aðstoðar fjölskyldu eða eldri kynslóða til að eignast húsnæði. Í flestum nágrannalöndum er leigu- og búseturéttarmarkaður – án hagnaðarkröfu – algengt eða algengasta form íbúðarekstrar fyrir almenning. Hagkvæmar íbúðir þar sem lögð er áhersla á sveigjanlegar lausnir og samfélagslega ábyrgð – um leið og ýtt er undir fjölbreytni og umhverfisgæði. Á árinu 2013 startaði Eygló Harðardóttir húsnæðisráðherra víðtæku samráði um mótun húsnæðisstefnu. Fjöldamargt var dregið upp á borðið til skoðunar í þessu ferli – en því miður skyggði fráleit staða Íbúðalánasjóðs og stjórnunarkreppa talsvert á þá lausnaleit sem fram hefði þurft að fara. Ekki er heldur ástæða til að vanmeta það yfirburðaafl sem lobbýistar á vegum banka og lífeyrissjóða hafa þegar kemur að samráðsferli. Þrátt fyrir málefnalegar tilraunir þeirra aðila sem tala fyrir v-evrópskum lausnum í húsnæðismálum gekk undarlega illa að fá verkefnisstjórnina til þess að hleypa efnislegum greiningum á því með hvaða hætti áherslur og starfsrammi leigu- og búseturéttarfélaga á EES-svæðinu væri almenningi hagkvæmari en hér hefði þekkst. Verkefnisstjórn ráðherra skilaði tillögum og greinargerðum í maí 2014. Þar er vissulega sleginn verulega breyttur tónn varðandi áherslur – með því að gert er ráð fyrir að leigu- og búseturéttaríbúðir fái verulega aukið vægi í húsnæðisstefnunni til framtíðar.Lævíst áróðurstríð Frá þeim tíma sem tillögur verkefnisstjórnarinnar voru kynntar hefur staðið yfir lævíst áróðursstríð fjármálakerfisins gegn þeim áherslubreytingum sem gefið er undir fótinn með. Landsbankinn hefur farið þar fyrir öðrum fjármálafyrirtækjum með áróðri í þá veru að „allt sé í stakasta lagi á fasteignamarkaði“ – og bankinn spáir nú allt að 30% verðhækkun fasteigna á höfuðborgarsvæðinu á skömmum tíma. Lobbýistar lífeyrissjóða og bankanna fylla bæði eyrun á ráðamönnum og fjölmiðlafólki og þessum „málaliðum braskaranna“ tekst enn að fá almennu umræðuna til að hverfast mest um skammtímahagsmuni „fjárfesta“ og bankanna. Á sama tíma fjölgar þeim sem berjast á eignamarkaði með alltof þunga greiðslubyrði í of dýrum íbúðum í höfuðborginni eða berjast við markaðsbrest í jaðarbyggðum – og sá fjöldi sem alls ekki sér fram á að geta keypt á eigin kennitölu vex. Leigumarkaðurinn á þenslusvæðunum verður bara ruddalegri og alltof ótraustur og dýr. Sveitarfélögin komast upp með að innheimta óraunsætt yfirverð fyrir lóðir og smyrja á gatnagerðargjöld þannig að á höfuðborgarsvæðinu nemur fyrirframgreiðsla til sveitarfélaganna 16-23% af byggingarkostnaði almennra íbúða skv. mati Samtaka atvinnulífsins. Svo fyrir hvern er óbreyttu kerfi þá viðhaldið? Hvernig stendur á því að fjölmiðlarnir virðast hafa mjög takmarkaðan áhuga á að fjalla um húsnæðismálin út frá þeim veruleika sem ríkir t.d. í Svíþjóð og Þýskalandi – þar sem sveitarfélög leika afar virkt hlutverk í því að örva framleiðslu hagkvæmra íbúða fyrir almenning í gegn um húsnæðissamvinnufélög og almenn sjálfseignarfélög/leigufélög almennings? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Í stuttu máli er veruleiki almennings þannig að íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er alltof hátt. Byggingarkostnaður er allof hár og þvinguð kaup leiða yfir menn vaxtaokur með verðtryggingu sem er langt út úr korti. Leigumarkaður er hálfgerður ræningjamarkaður – og braskarar „harka tímabundið á markaðinum“. Húsnæðissamvinnufélög og leigufélög almennings sem rekin eru án hagnaðarkröfu eru afar lítil og sum veikburða. Skipulag hverfa og byggingar eru „verktakadrifnar“ og allt mögulegt hagræði af byggingastarfsemi og framlegð er leyst út úr greininni. Hagnaðurinn ef til verður fer að mestu til fjárfesta og verktaka en kemur ekki kaupendum eða húsnæðisfélögum til góða að neinu marki. Byggingar og húsnæðismarkaðurinn er þannig fyrst og fremst braskdrifinn og spinnur upp kostnað fremur en að leita hagkvæmni og hagræðingar og lækkandi verðs í þágu þess almennings sem þráir húsnæðisöryggi. Breyttar lánareglur frá 1. nóv. 2013 hafa fjölgað verulega í hópi þeirra sem ekki geta keypt á eigin kennitölu og reynsla eftir-hrunsins gerir mörgum erfiðara eða ómögulegt að njóta aðstoðar fjölskyldu eða eldri kynslóða til að eignast húsnæði. Í flestum nágrannalöndum er leigu- og búseturéttarmarkaður – án hagnaðarkröfu – algengt eða algengasta form íbúðarekstrar fyrir almenning. Hagkvæmar íbúðir þar sem lögð er áhersla á sveigjanlegar lausnir og samfélagslega ábyrgð – um leið og ýtt er undir fjölbreytni og umhverfisgæði. Á árinu 2013 startaði Eygló Harðardóttir húsnæðisráðherra víðtæku samráði um mótun húsnæðisstefnu. Fjöldamargt var dregið upp á borðið til skoðunar í þessu ferli – en því miður skyggði fráleit staða Íbúðalánasjóðs og stjórnunarkreppa talsvert á þá lausnaleit sem fram hefði þurft að fara. Ekki er heldur ástæða til að vanmeta það yfirburðaafl sem lobbýistar á vegum banka og lífeyrissjóða hafa þegar kemur að samráðsferli. Þrátt fyrir málefnalegar tilraunir þeirra aðila sem tala fyrir v-evrópskum lausnum í húsnæðismálum gekk undarlega illa að fá verkefnisstjórnina til þess að hleypa efnislegum greiningum á því með hvaða hætti áherslur og starfsrammi leigu- og búseturéttarfélaga á EES-svæðinu væri almenningi hagkvæmari en hér hefði þekkst. Verkefnisstjórn ráðherra skilaði tillögum og greinargerðum í maí 2014. Þar er vissulega sleginn verulega breyttur tónn varðandi áherslur – með því að gert er ráð fyrir að leigu- og búseturéttaríbúðir fái verulega aukið vægi í húsnæðisstefnunni til framtíðar.Lævíst áróðurstríð Frá þeim tíma sem tillögur verkefnisstjórnarinnar voru kynntar hefur staðið yfir lævíst áróðursstríð fjármálakerfisins gegn þeim áherslubreytingum sem gefið er undir fótinn með. Landsbankinn hefur farið þar fyrir öðrum fjármálafyrirtækjum með áróðri í þá veru að „allt sé í stakasta lagi á fasteignamarkaði“ – og bankinn spáir nú allt að 30% verðhækkun fasteigna á höfuðborgarsvæðinu á skömmum tíma. Lobbýistar lífeyrissjóða og bankanna fylla bæði eyrun á ráðamönnum og fjölmiðlafólki og þessum „málaliðum braskaranna“ tekst enn að fá almennu umræðuna til að hverfast mest um skammtímahagsmuni „fjárfesta“ og bankanna. Á sama tíma fjölgar þeim sem berjast á eignamarkaði með alltof þunga greiðslubyrði í of dýrum íbúðum í höfuðborginni eða berjast við markaðsbrest í jaðarbyggðum – og sá fjöldi sem alls ekki sér fram á að geta keypt á eigin kennitölu vex. Leigumarkaðurinn á þenslusvæðunum verður bara ruddalegri og alltof ótraustur og dýr. Sveitarfélögin komast upp með að innheimta óraunsætt yfirverð fyrir lóðir og smyrja á gatnagerðargjöld þannig að á höfuðborgarsvæðinu nemur fyrirframgreiðsla til sveitarfélaganna 16-23% af byggingarkostnaði almennra íbúða skv. mati Samtaka atvinnulífsins. Svo fyrir hvern er óbreyttu kerfi þá viðhaldið? Hvernig stendur á því að fjölmiðlarnir virðast hafa mjög takmarkaðan áhuga á að fjalla um húsnæðismálin út frá þeim veruleika sem ríkir t.d. í Svíþjóð og Þýskalandi – þar sem sveitarfélög leika afar virkt hlutverk í því að örva framleiðslu hagkvæmra íbúða fyrir almenning í gegn um húsnæðissamvinnufélög og almenn sjálfseignarfélög/leigufélög almennings?
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun