Fjárráð gamla fólksins Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar 1. apríl 2015 10:57 Guðrún Einarsdóttir, rúmlega áttræð kona sem bíður þess að flytja á hjúkrunarheimili, lét til sín heyra á dögunum um fjárráð sín og vandaði stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Það var þarft framtak sem þegar í stað vakti athygli og mörgum brá í brún. Er gömlu fólki ætlað að lifa á 50 þúsund krónum á mánuði? Svívirða! Það er svolítið erfitt að halda umræðunni áfram. Um leið og maður reynir að tala um öldrunarmál í öðrum dúr en „aumingja gamla fólkið“ dúrnum er maður búinn að stimpla sig illmenni. En ég ætla að reyna. Mér finnst flott hjá dugnaðarkonunni Guðrúnu Einarsdóttur að tala opinberlega um kjör sín og fleiri aldraðra. Ef fleiri gerðu það væri málum aldraðra betur komið, en þeir eru ekki sterkur þrýstihópur. En mér fannst vanta á að RÚV sem birti viðtal við Guðrúnu fylgdi því eftir með frekari upplýsingum. Smá tilraun til slíkrar umræðu: „Vasapeninga“-fyrirkomulagið er eitt, rauntekjur annað. Árið 1990 breyttu Danir þessu fyrirkomulagi hjá sér: lífeyris- og bótaþegar sem bjuggu á ýmiss konar stofnunum héldu sínum tekjum en borguðu fyrir sig. Það þýddi ekki endilega að þeir hefðu meira fé handa á milli, en það þýddi að þeir höfðu sín fjárráð sjálfir. Af einhverjum ástæðum varð aðalumræðuefnið í fjölmiðlum frænda okkar á þessum tíma hvort eðlilegt væri að íbúar hjúkrunarheimila keyptu vændisþjónustu og ef svo væri hvort starfsfólk ætti að milligangast þau viðskipti. En það er önnur saga, segir þó kannski eitthvað um áhugasvið fjölmiðla fyrr og nú.Breytinga þörf Það að bætur fólks gangi upp í fæði og húsnæði að verulegu leyti er auðvitað raunveruleiki flestra sem lifa á bótum eða lífeyri. Ef hjúkrunarheimili væru skilgreind sem búseta, leiguhúsnæði líkt og þjónustuíbúðir, væri vissulega ekkert óréttlátt við það þótt íbúar greiddu upp að einhverju vissu marki fyrir það. Upphæðirnar munu ætíð verða umdeildar svo sem upphæða er siður. En íslensk hjúkrunarheimili eru skilgreind sem sjúkrastofnanir. Það gildir um allar slíkar – líka sjúkrahúsin, að fólk sem þarf að dvelja þar sex mánuði eða lengur missir bætur, sé það bótaþegar. Allir sjúklingar sem ætla að snúa aftur heim lenda í úlfakreppu vegna þessa, og er breytinga vissulega þörf. Ég skil vel að Guðrúnu gangi illa að láta 50 þúsundin endast ef hún rekur jafnframt heimili. Jafnvel sem afgangur eftir að allar grunnþarfir eru greiddar eru þau fremur snautleg upphæð. En hvort sem maður er sammála eða ósammála þessu fyrirkomulagi – ég er til dæmis djúpt og innilega ósammála því – verður að hafa í huga að hugmyndin er að þetta sé afgangur þegar búið er að sjá fyrir helstu grunnþörfum: mat, húsnæði, þvottum, þjónustu, snyrtingu. Svona flókin rannsóknarblaðamennska er greinilega ofraun fyrir helsta fjölmiðil þjóðarinnar, því þetta kom hvergi fram. Afnám „vasapeninga“-fyrirkomulagsins hefur verið á döfinni í velferðarráðuneytinu í mörg ár, án þess þó að það hafi skilað sér í neinu handföstu. Einnig hefur verið til umræðu, bæði þar og víðar, að fara að skilgreina hjúkrunarheimili sem búsetu fólks fremur en sjúkrastofnanir eins og nú er gert. Um það er þó deilt og m.a. með þeim rökum að fólk á hjúkrunarheimilunum hér sé svo miklu veikara en annars staðar. Vissulega erum við stórust í mörgu, en ekki þessu. Munurinn er frekar í hina áttina: íbúar íslenskra hjúkrunarheimila eru minna veikir en víða gerist. Hjúkrunarheimilin þróuðust á sínum tíma út frá langlegudeildum sjúkrahúsa. Það leiddi til stofnanaumhverfis, með áherslu á líkamlega umönnun fremur en mannleg samskipti, á öryggi á kostnað frelsis, skipulag fremur en heimilislegt umhverfi. Allt er þetta á undanhaldi sem betur fer. Enginn á heima á sjúkrastofnun. Sjúkrastofnun verður aldrei heimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Guðrún Einarsdóttir, rúmlega áttræð kona sem bíður þess að flytja á hjúkrunarheimili, lét til sín heyra á dögunum um fjárráð sín og vandaði stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Það var þarft framtak sem þegar í stað vakti athygli og mörgum brá í brún. Er gömlu fólki ætlað að lifa á 50 þúsund krónum á mánuði? Svívirða! Það er svolítið erfitt að halda umræðunni áfram. Um leið og maður reynir að tala um öldrunarmál í öðrum dúr en „aumingja gamla fólkið“ dúrnum er maður búinn að stimpla sig illmenni. En ég ætla að reyna. Mér finnst flott hjá dugnaðarkonunni Guðrúnu Einarsdóttur að tala opinberlega um kjör sín og fleiri aldraðra. Ef fleiri gerðu það væri málum aldraðra betur komið, en þeir eru ekki sterkur þrýstihópur. En mér fannst vanta á að RÚV sem birti viðtal við Guðrúnu fylgdi því eftir með frekari upplýsingum. Smá tilraun til slíkrar umræðu: „Vasapeninga“-fyrirkomulagið er eitt, rauntekjur annað. Árið 1990 breyttu Danir þessu fyrirkomulagi hjá sér: lífeyris- og bótaþegar sem bjuggu á ýmiss konar stofnunum héldu sínum tekjum en borguðu fyrir sig. Það þýddi ekki endilega að þeir hefðu meira fé handa á milli, en það þýddi að þeir höfðu sín fjárráð sjálfir. Af einhverjum ástæðum varð aðalumræðuefnið í fjölmiðlum frænda okkar á þessum tíma hvort eðlilegt væri að íbúar hjúkrunarheimila keyptu vændisþjónustu og ef svo væri hvort starfsfólk ætti að milligangast þau viðskipti. En það er önnur saga, segir þó kannski eitthvað um áhugasvið fjölmiðla fyrr og nú.Breytinga þörf Það að bætur fólks gangi upp í fæði og húsnæði að verulegu leyti er auðvitað raunveruleiki flestra sem lifa á bótum eða lífeyri. Ef hjúkrunarheimili væru skilgreind sem búseta, leiguhúsnæði líkt og þjónustuíbúðir, væri vissulega ekkert óréttlátt við það þótt íbúar greiddu upp að einhverju vissu marki fyrir það. Upphæðirnar munu ætíð verða umdeildar svo sem upphæða er siður. En íslensk hjúkrunarheimili eru skilgreind sem sjúkrastofnanir. Það gildir um allar slíkar – líka sjúkrahúsin, að fólk sem þarf að dvelja þar sex mánuði eða lengur missir bætur, sé það bótaþegar. Allir sjúklingar sem ætla að snúa aftur heim lenda í úlfakreppu vegna þessa, og er breytinga vissulega þörf. Ég skil vel að Guðrúnu gangi illa að láta 50 þúsundin endast ef hún rekur jafnframt heimili. Jafnvel sem afgangur eftir að allar grunnþarfir eru greiddar eru þau fremur snautleg upphæð. En hvort sem maður er sammála eða ósammála þessu fyrirkomulagi – ég er til dæmis djúpt og innilega ósammála því – verður að hafa í huga að hugmyndin er að þetta sé afgangur þegar búið er að sjá fyrir helstu grunnþörfum: mat, húsnæði, þvottum, þjónustu, snyrtingu. Svona flókin rannsóknarblaðamennska er greinilega ofraun fyrir helsta fjölmiðil þjóðarinnar, því þetta kom hvergi fram. Afnám „vasapeninga“-fyrirkomulagsins hefur verið á döfinni í velferðarráðuneytinu í mörg ár, án þess þó að það hafi skilað sér í neinu handföstu. Einnig hefur verið til umræðu, bæði þar og víðar, að fara að skilgreina hjúkrunarheimili sem búsetu fólks fremur en sjúkrastofnanir eins og nú er gert. Um það er þó deilt og m.a. með þeim rökum að fólk á hjúkrunarheimilunum hér sé svo miklu veikara en annars staðar. Vissulega erum við stórust í mörgu, en ekki þessu. Munurinn er frekar í hina áttina: íbúar íslenskra hjúkrunarheimila eru minna veikir en víða gerist. Hjúkrunarheimilin þróuðust á sínum tíma út frá langlegudeildum sjúkrahúsa. Það leiddi til stofnanaumhverfis, með áherslu á líkamlega umönnun fremur en mannleg samskipti, á öryggi á kostnað frelsis, skipulag fremur en heimilislegt umhverfi. Allt er þetta á undanhaldi sem betur fer. Enginn á heima á sjúkrastofnun. Sjúkrastofnun verður aldrei heimili.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun