Lykillinn að velgengninni er beint fyrir framan… Rúna Magnúsdóttir skrifar 1. apríl 2015 12:00 Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi í nær áratug að fá að vinna með framsæknu fólki í atvinnulífinu á alþjóðamarkaði. Þetta fólk það sameiginlegt að á einhverjum tímapunkti í lífi sínu hefur það áttað sig á því að það vildi þekkja betur þá guðsgjöf sem það fékk í vöggugjöf. Ég kalla það að þekkja sinn X-faktor. Sína eiginleika, hæfileika, kunnáttu, styrkleika. Ég fæ daglega að sjá hversu magnað það er að sjá fólk takast á við áskoranir dagsins með því að losa um ónotaða hæfileika og vinna meira með það sem það hefur nú þegar til staðar.Tækifærin sem bíða eftir þínum X-faktor Þú mátt alveg kalla mig „Bjartsýnu Bínu“ þegar ég segi: „Ef þú veist hver er þinn X-faktor og hvað aðgreinir þig frá öðrum og getur komið því á framfæri skýrt og skorinort“ þá bíður heilt alþjóðasamfélag eftir þér. Hvað á ég við? Jú, í dag er áætlað að rúmlega tveir milljarðar manna séu tengdir internetinu eða hafi aðgang að því. Spekúlantar meta það svo að á næstu 2-3 árum bætist aðrir tveir milljarðar manna þar inn. Samfélagsmiðlar s.s. LinkedIn, Twitter, Instagram eða Facebook tengja þig nú þegar á ógnarhraða við fólk og fyrirtæki úti um allan heim. Síður á borð við Fiverr.com, Freelancer.com eða Craigslist.com sérhæfa sig í að tengja daglega þúsundir VERKEFNA við SÉRFRÆÐINGA. Sérfræðingurinn gæti verið ÞÚ. Vinnustaðurinn þinn gæti verið fartölvan þín. Hér skiptir máli að þú þekkir vel þinn X-faktor, þína eigin sérþekkingu, kunnáttu og styrkleika og getir komið þinni sérstöðu skýrt og skorinort á framfæri.Hvað stoppar flesta? Ég meina, þetta hljómar frekar einfalt. Þú þarft BARA að vita hvað þú vilt. BARA að vita af hverju þú vilt hafa meira af í lífi og starfi. BARA að vita hvað gerir þig sérstaka(n). BARA kunna að segja öðrum hver þinn X-FAKTOR er án þess að roðna, fara í algjöran hnút eða stama af óöryggi. Það sem virðist stoppa flest okkar er einhvers konar sjálfsblinda. Við sjáum einfaldlega ekki hvað er sérstakt við okkur – okkar X-faktor. Vilt þú staðsetja þig enn betur á starfsmarkaði, starfa við það sem þú elskar og gera það af meira sjálfsöryggi? Leitaðu þá ekki langt yfir skammt. Byrjaðu á því að skoða og meta til fulls það sem þú hefur nú þegar. Þetta er allt saman beint fyrir framan þig…já, beint fyrir framan tútturnar á þér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi í nær áratug að fá að vinna með framsæknu fólki í atvinnulífinu á alþjóðamarkaði. Þetta fólk það sameiginlegt að á einhverjum tímapunkti í lífi sínu hefur það áttað sig á því að það vildi þekkja betur þá guðsgjöf sem það fékk í vöggugjöf. Ég kalla það að þekkja sinn X-faktor. Sína eiginleika, hæfileika, kunnáttu, styrkleika. Ég fæ daglega að sjá hversu magnað það er að sjá fólk takast á við áskoranir dagsins með því að losa um ónotaða hæfileika og vinna meira með það sem það hefur nú þegar til staðar.Tækifærin sem bíða eftir þínum X-faktor Þú mátt alveg kalla mig „Bjartsýnu Bínu“ þegar ég segi: „Ef þú veist hver er þinn X-faktor og hvað aðgreinir þig frá öðrum og getur komið því á framfæri skýrt og skorinort“ þá bíður heilt alþjóðasamfélag eftir þér. Hvað á ég við? Jú, í dag er áætlað að rúmlega tveir milljarðar manna séu tengdir internetinu eða hafi aðgang að því. Spekúlantar meta það svo að á næstu 2-3 árum bætist aðrir tveir milljarðar manna þar inn. Samfélagsmiðlar s.s. LinkedIn, Twitter, Instagram eða Facebook tengja þig nú þegar á ógnarhraða við fólk og fyrirtæki úti um allan heim. Síður á borð við Fiverr.com, Freelancer.com eða Craigslist.com sérhæfa sig í að tengja daglega þúsundir VERKEFNA við SÉRFRÆÐINGA. Sérfræðingurinn gæti verið ÞÚ. Vinnustaðurinn þinn gæti verið fartölvan þín. Hér skiptir máli að þú þekkir vel þinn X-faktor, þína eigin sérþekkingu, kunnáttu og styrkleika og getir komið þinni sérstöðu skýrt og skorinort á framfæri.Hvað stoppar flesta? Ég meina, þetta hljómar frekar einfalt. Þú þarft BARA að vita hvað þú vilt. BARA að vita af hverju þú vilt hafa meira af í lífi og starfi. BARA að vita hvað gerir þig sérstaka(n). BARA kunna að segja öðrum hver þinn X-FAKTOR er án þess að roðna, fara í algjöran hnút eða stama af óöryggi. Það sem virðist stoppa flest okkar er einhvers konar sjálfsblinda. Við sjáum einfaldlega ekki hvað er sérstakt við okkur – okkar X-faktor. Vilt þú staðsetja þig enn betur á starfsmarkaði, starfa við það sem þú elskar og gera það af meira sjálfsöryggi? Leitaðu þá ekki langt yfir skammt. Byrjaðu á því að skoða og meta til fulls það sem þú hefur nú þegar. Þetta er allt saman beint fyrir framan þig…já, beint fyrir framan tútturnar á þér.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar