Telja afnám hafta verða trúverðugra með evru jón hákon halldórsson skrifar 1. apríl 2015 12:00 Það var mjög fjölbreyttur hópur fólks sem kom saman í húsakynnum KPMG í Borgartúni til þess að kynna sér sviðsmyndagreininguna sem unnin var. fréttablaðið/gva Það skiptir íslensku bankana verulegu máli hvernig til tekst við losun haftanna, sagði Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka, á fundi endurskoðunarfyrirtækisins KPMG í gær. Fundurinn bar yfirskriftina „Úr höftum með evru“. „Ein af stóru niðurstöðum allra lánshæfisfyrirtækja um Ísland er sú að það er óvissan um það hvernig höftunum verður lyft sem gerir það að verkum að íslenska ríkið er í neðsta fjárfestingarflokki. Það er ekki það að við séum með höft, heldur það að við vitum ekki hvernig við ætlum að lyfta þeim,“ sagði Stefán. Hann benti á að allir þeir ráðgjafar sem við hefði verið rætt teldu að ef höftum yrði lyft með farsælum hætti þá kæmist Ísland í a-flokk í lánshæfi. Þetta myndi þýða miklu betri lánskjör fyrir ríkissjóð og þar af leiðandi miklu betri lánskjör fyrir banka og fyrirtæki í kjölfarið.Stefán PéturssonÁ fundinum var kynnt ný skýrsla með sviðsmyndagreiningu á losun fjármagnshafta með upptöku evru. Nýja skýrslan er framhald af skýrslu sem gefin var út vorið 2014 um líkleg áhrif af losun fjármagnshafta. Í sviðsmyndagreiningunni er unnið út frá þeirri forsendu að ákvörðun hafi verið tekin um inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evru. Gert er ráð fyrir að heildstæð áætlun um losun hafta og upptöku evru yrði mótuð og henni framfylgt. KPMG stillir upp fjórum ólíkum sviðsmyndum. Ein þeirra ber yfirskriftina Íslenski draumurinn, þar sem gert er ráð fyrir hraðri losun hafta og hagvexti í helstu viðskiptalöndum. Önnur er Vonarneisti þar sem gert er ráð fyrir hraðari losun hafta en samdrætti í helstu viðskiptalöndum. Þriðja heitir Lága drifið þar sem er gert ráð fyrir hægri losun hafta og samdrætti í helstu viðskiptalöndum. Sú fjórða heitir Línudans þar sem gert er ráð fyrir hægri losun hafta og hagvexti í helstu viðskiptalöndum. Það er niðurstaða þessarar sviðsmyndagreiningar að hraðara losunarferli hafi í för með sér auknar sveiflur í efnahagslífinu, sem orsakast að stórum hluta af þróun krónunnar. „Áhrifin af afnáminu verða miklu vægari og síður öfgafull ef evran er í farvatninu, umhverfið verður stöðugra, minni sveiflur í krónunni, stöðugra og lægra vaxtastig og meiri kaupmáttur,“ sagði Svanbjörn Thoroddsen, endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG, þegar hann kynnti skýrsluna. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Það skiptir íslensku bankana verulegu máli hvernig til tekst við losun haftanna, sagði Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka, á fundi endurskoðunarfyrirtækisins KPMG í gær. Fundurinn bar yfirskriftina „Úr höftum með evru“. „Ein af stóru niðurstöðum allra lánshæfisfyrirtækja um Ísland er sú að það er óvissan um það hvernig höftunum verður lyft sem gerir það að verkum að íslenska ríkið er í neðsta fjárfestingarflokki. Það er ekki það að við séum með höft, heldur það að við vitum ekki hvernig við ætlum að lyfta þeim,“ sagði Stefán. Hann benti á að allir þeir ráðgjafar sem við hefði verið rætt teldu að ef höftum yrði lyft með farsælum hætti þá kæmist Ísland í a-flokk í lánshæfi. Þetta myndi þýða miklu betri lánskjör fyrir ríkissjóð og þar af leiðandi miklu betri lánskjör fyrir banka og fyrirtæki í kjölfarið.Stefán PéturssonÁ fundinum var kynnt ný skýrsla með sviðsmyndagreiningu á losun fjármagnshafta með upptöku evru. Nýja skýrslan er framhald af skýrslu sem gefin var út vorið 2014 um líkleg áhrif af losun fjármagnshafta. Í sviðsmyndagreiningunni er unnið út frá þeirri forsendu að ákvörðun hafi verið tekin um inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evru. Gert er ráð fyrir að heildstæð áætlun um losun hafta og upptöku evru yrði mótuð og henni framfylgt. KPMG stillir upp fjórum ólíkum sviðsmyndum. Ein þeirra ber yfirskriftina Íslenski draumurinn, þar sem gert er ráð fyrir hraðri losun hafta og hagvexti í helstu viðskiptalöndum. Önnur er Vonarneisti þar sem gert er ráð fyrir hraðari losun hafta en samdrætti í helstu viðskiptalöndum. Þriðja heitir Lága drifið þar sem er gert ráð fyrir hægri losun hafta og samdrætti í helstu viðskiptalöndum. Sú fjórða heitir Línudans þar sem gert er ráð fyrir hægri losun hafta og hagvexti í helstu viðskiptalöndum. Það er niðurstaða þessarar sviðsmyndagreiningar að hraðara losunarferli hafi í för með sér auknar sveiflur í efnahagslífinu, sem orsakast að stórum hluta af þróun krónunnar. „Áhrifin af afnáminu verða miklu vægari og síður öfgafull ef evran er í farvatninu, umhverfið verður stöðugra, minni sveiflur í krónunni, stöðugra og lægra vaxtastig og meiri kaupmáttur,“ sagði Svanbjörn Thoroddsen, endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG, þegar hann kynnti skýrsluna.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira