Telja afnám hafta verða trúverðugra með evru jón hákon halldórsson skrifar 1. apríl 2015 12:00 Það var mjög fjölbreyttur hópur fólks sem kom saman í húsakynnum KPMG í Borgartúni til þess að kynna sér sviðsmyndagreininguna sem unnin var. fréttablaðið/gva Það skiptir íslensku bankana verulegu máli hvernig til tekst við losun haftanna, sagði Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka, á fundi endurskoðunarfyrirtækisins KPMG í gær. Fundurinn bar yfirskriftina „Úr höftum með evru“. „Ein af stóru niðurstöðum allra lánshæfisfyrirtækja um Ísland er sú að það er óvissan um það hvernig höftunum verður lyft sem gerir það að verkum að íslenska ríkið er í neðsta fjárfestingarflokki. Það er ekki það að við séum með höft, heldur það að við vitum ekki hvernig við ætlum að lyfta þeim,“ sagði Stefán. Hann benti á að allir þeir ráðgjafar sem við hefði verið rætt teldu að ef höftum yrði lyft með farsælum hætti þá kæmist Ísland í a-flokk í lánshæfi. Þetta myndi þýða miklu betri lánskjör fyrir ríkissjóð og þar af leiðandi miklu betri lánskjör fyrir banka og fyrirtæki í kjölfarið.Stefán PéturssonÁ fundinum var kynnt ný skýrsla með sviðsmyndagreiningu á losun fjármagnshafta með upptöku evru. Nýja skýrslan er framhald af skýrslu sem gefin var út vorið 2014 um líkleg áhrif af losun fjármagnshafta. Í sviðsmyndagreiningunni er unnið út frá þeirri forsendu að ákvörðun hafi verið tekin um inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evru. Gert er ráð fyrir að heildstæð áætlun um losun hafta og upptöku evru yrði mótuð og henni framfylgt. KPMG stillir upp fjórum ólíkum sviðsmyndum. Ein þeirra ber yfirskriftina Íslenski draumurinn, þar sem gert er ráð fyrir hraðri losun hafta og hagvexti í helstu viðskiptalöndum. Önnur er Vonarneisti þar sem gert er ráð fyrir hraðari losun hafta en samdrætti í helstu viðskiptalöndum. Þriðja heitir Lága drifið þar sem er gert ráð fyrir hægri losun hafta og samdrætti í helstu viðskiptalöndum. Sú fjórða heitir Línudans þar sem gert er ráð fyrir hægri losun hafta og hagvexti í helstu viðskiptalöndum. Það er niðurstaða þessarar sviðsmyndagreiningar að hraðara losunarferli hafi í för með sér auknar sveiflur í efnahagslífinu, sem orsakast að stórum hluta af þróun krónunnar. „Áhrifin af afnáminu verða miklu vægari og síður öfgafull ef evran er í farvatninu, umhverfið verður stöðugra, minni sveiflur í krónunni, stöðugra og lægra vaxtastig og meiri kaupmáttur,“ sagði Svanbjörn Thoroddsen, endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG, þegar hann kynnti skýrsluna. Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Það skiptir íslensku bankana verulegu máli hvernig til tekst við losun haftanna, sagði Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka, á fundi endurskoðunarfyrirtækisins KPMG í gær. Fundurinn bar yfirskriftina „Úr höftum með evru“. „Ein af stóru niðurstöðum allra lánshæfisfyrirtækja um Ísland er sú að það er óvissan um það hvernig höftunum verður lyft sem gerir það að verkum að íslenska ríkið er í neðsta fjárfestingarflokki. Það er ekki það að við séum með höft, heldur það að við vitum ekki hvernig við ætlum að lyfta þeim,“ sagði Stefán. Hann benti á að allir þeir ráðgjafar sem við hefði verið rætt teldu að ef höftum yrði lyft með farsælum hætti þá kæmist Ísland í a-flokk í lánshæfi. Þetta myndi þýða miklu betri lánskjör fyrir ríkissjóð og þar af leiðandi miklu betri lánskjör fyrir banka og fyrirtæki í kjölfarið.Stefán PéturssonÁ fundinum var kynnt ný skýrsla með sviðsmyndagreiningu á losun fjármagnshafta með upptöku evru. Nýja skýrslan er framhald af skýrslu sem gefin var út vorið 2014 um líkleg áhrif af losun fjármagnshafta. Í sviðsmyndagreiningunni er unnið út frá þeirri forsendu að ákvörðun hafi verið tekin um inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evru. Gert er ráð fyrir að heildstæð áætlun um losun hafta og upptöku evru yrði mótuð og henni framfylgt. KPMG stillir upp fjórum ólíkum sviðsmyndum. Ein þeirra ber yfirskriftina Íslenski draumurinn, þar sem gert er ráð fyrir hraðri losun hafta og hagvexti í helstu viðskiptalöndum. Önnur er Vonarneisti þar sem gert er ráð fyrir hraðari losun hafta en samdrætti í helstu viðskiptalöndum. Þriðja heitir Lága drifið þar sem er gert ráð fyrir hægri losun hafta og samdrætti í helstu viðskiptalöndum. Sú fjórða heitir Línudans þar sem gert er ráð fyrir hægri losun hafta og hagvexti í helstu viðskiptalöndum. Það er niðurstaða þessarar sviðsmyndagreiningar að hraðara losunarferli hafi í för með sér auknar sveiflur í efnahagslífinu, sem orsakast að stórum hluta af þróun krónunnar. „Áhrifin af afnáminu verða miklu vægari og síður öfgafull ef evran er í farvatninu, umhverfið verður stöðugra, minni sveiflur í krónunni, stöðugra og lægra vaxtastig og meiri kaupmáttur,“ sagði Svanbjörn Thoroddsen, endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG, þegar hann kynnti skýrsluna.
Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira