Telja afnám hafta verða trúverðugra með evru jón hákon halldórsson skrifar 1. apríl 2015 12:00 Það var mjög fjölbreyttur hópur fólks sem kom saman í húsakynnum KPMG í Borgartúni til þess að kynna sér sviðsmyndagreininguna sem unnin var. fréttablaðið/gva Það skiptir íslensku bankana verulegu máli hvernig til tekst við losun haftanna, sagði Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka, á fundi endurskoðunarfyrirtækisins KPMG í gær. Fundurinn bar yfirskriftina „Úr höftum með evru“. „Ein af stóru niðurstöðum allra lánshæfisfyrirtækja um Ísland er sú að það er óvissan um það hvernig höftunum verður lyft sem gerir það að verkum að íslenska ríkið er í neðsta fjárfestingarflokki. Það er ekki það að við séum með höft, heldur það að við vitum ekki hvernig við ætlum að lyfta þeim,“ sagði Stefán. Hann benti á að allir þeir ráðgjafar sem við hefði verið rætt teldu að ef höftum yrði lyft með farsælum hætti þá kæmist Ísland í a-flokk í lánshæfi. Þetta myndi þýða miklu betri lánskjör fyrir ríkissjóð og þar af leiðandi miklu betri lánskjör fyrir banka og fyrirtæki í kjölfarið.Stefán PéturssonÁ fundinum var kynnt ný skýrsla með sviðsmyndagreiningu á losun fjármagnshafta með upptöku evru. Nýja skýrslan er framhald af skýrslu sem gefin var út vorið 2014 um líkleg áhrif af losun fjármagnshafta. Í sviðsmyndagreiningunni er unnið út frá þeirri forsendu að ákvörðun hafi verið tekin um inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evru. Gert er ráð fyrir að heildstæð áætlun um losun hafta og upptöku evru yrði mótuð og henni framfylgt. KPMG stillir upp fjórum ólíkum sviðsmyndum. Ein þeirra ber yfirskriftina Íslenski draumurinn, þar sem gert er ráð fyrir hraðri losun hafta og hagvexti í helstu viðskiptalöndum. Önnur er Vonarneisti þar sem gert er ráð fyrir hraðari losun hafta en samdrætti í helstu viðskiptalöndum. Þriðja heitir Lága drifið þar sem er gert ráð fyrir hægri losun hafta og samdrætti í helstu viðskiptalöndum. Sú fjórða heitir Línudans þar sem gert er ráð fyrir hægri losun hafta og hagvexti í helstu viðskiptalöndum. Það er niðurstaða þessarar sviðsmyndagreiningar að hraðara losunarferli hafi í för með sér auknar sveiflur í efnahagslífinu, sem orsakast að stórum hluta af þróun krónunnar. „Áhrifin af afnáminu verða miklu vægari og síður öfgafull ef evran er í farvatninu, umhverfið verður stöðugra, minni sveiflur í krónunni, stöðugra og lægra vaxtastig og meiri kaupmáttur,“ sagði Svanbjörn Thoroddsen, endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG, þegar hann kynnti skýrsluna. Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
Það skiptir íslensku bankana verulegu máli hvernig til tekst við losun haftanna, sagði Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka, á fundi endurskoðunarfyrirtækisins KPMG í gær. Fundurinn bar yfirskriftina „Úr höftum með evru“. „Ein af stóru niðurstöðum allra lánshæfisfyrirtækja um Ísland er sú að það er óvissan um það hvernig höftunum verður lyft sem gerir það að verkum að íslenska ríkið er í neðsta fjárfestingarflokki. Það er ekki það að við séum með höft, heldur það að við vitum ekki hvernig við ætlum að lyfta þeim,“ sagði Stefán. Hann benti á að allir þeir ráðgjafar sem við hefði verið rætt teldu að ef höftum yrði lyft með farsælum hætti þá kæmist Ísland í a-flokk í lánshæfi. Þetta myndi þýða miklu betri lánskjör fyrir ríkissjóð og þar af leiðandi miklu betri lánskjör fyrir banka og fyrirtæki í kjölfarið.Stefán PéturssonÁ fundinum var kynnt ný skýrsla með sviðsmyndagreiningu á losun fjármagnshafta með upptöku evru. Nýja skýrslan er framhald af skýrslu sem gefin var út vorið 2014 um líkleg áhrif af losun fjármagnshafta. Í sviðsmyndagreiningunni er unnið út frá þeirri forsendu að ákvörðun hafi verið tekin um inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evru. Gert er ráð fyrir að heildstæð áætlun um losun hafta og upptöku evru yrði mótuð og henni framfylgt. KPMG stillir upp fjórum ólíkum sviðsmyndum. Ein þeirra ber yfirskriftina Íslenski draumurinn, þar sem gert er ráð fyrir hraðri losun hafta og hagvexti í helstu viðskiptalöndum. Önnur er Vonarneisti þar sem gert er ráð fyrir hraðari losun hafta en samdrætti í helstu viðskiptalöndum. Þriðja heitir Lága drifið þar sem er gert ráð fyrir hægri losun hafta og samdrætti í helstu viðskiptalöndum. Sú fjórða heitir Línudans þar sem gert er ráð fyrir hægri losun hafta og hagvexti í helstu viðskiptalöndum. Það er niðurstaða þessarar sviðsmyndagreiningar að hraðara losunarferli hafi í för með sér auknar sveiflur í efnahagslífinu, sem orsakast að stórum hluta af þróun krónunnar. „Áhrifin af afnáminu verða miklu vægari og síður öfgafull ef evran er í farvatninu, umhverfið verður stöðugra, minni sveiflur í krónunni, stöðugra og lægra vaxtastig og meiri kaupmáttur,“ sagði Svanbjörn Thoroddsen, endurskoðandi og meðeigandi hjá KPMG, þegar hann kynnti skýrsluna.
Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira