Spenna og kænska blandast saman 13. janúar 2015 12:00 "Mig langar bæði að vinna við borðspila- og tölvuleikjagerð en hugsa að ég verði bara að vera opinn fyrir öllum tækifærum,“ segir Sigursteinn J. Gunnarsson. MYND/PJETUR Sigursteinn Jóhannes Gunnarsson fékk snemma áhuga á tölvuleikjum og keypti sína fyrstu tölvu þrettán ára gamall. Í framhaldsskóla urðu borðspilin stærsta áhugamál hans og nýtti hann allar stundir við spil með vinum sínum. Samhliða BA-námi sínu í ritlist við Háskóla Íslands vann hann í Spilavinum þar sem hann kynntist mörg hundruð spilum, meðal annars fjölskylduspilum sem hann kenndi á bekkjarkvöldum grunnskóla, ungbarnaspilum fyrir yngstu kynslóðina og þyngri spilum fyrir lengra komna. Það kom því fáum á óvart þegar Sigursteinn sótti um nám í leikjahönnun við NYU Tisch-háskólann í New York. „Deildin mín kallast NYU Game Center og er leidd af nokkrum virtustu fræðimönnum í leikjaheiminum í dag, þeim Frank Lantz og Eric Zimmerman. Kennararnir eru ekki af verri endanum heldur og þar má m.a. nefna Bennett Foddy sem bjó til hinn undarlega en vinsæla leik QWOP.“ Áherslan í náminu er á leikjahönnun og skiptist í grófum dráttum í þrjá hluta; gerð tölvuleikja, gerð spila og annarra leikja og svo fræðilegan hluta námsins. „Fyrir utan kennsluna sjálfa þá er stór hluti af náminu öll tækifærin og tengslin sem við náum að mynda hér í New York sem og fyrirlestrarnir sem deildin heldur utan um. Við lærum meðal annars góð vinnubrögð í hönnun, mikilvægi þess að prufukeyra alla leiki sem maður gerir aftur og aftur, forritun og sjálf fræðin á bak við leikjahönnun.“ Sigursteinn hefur tekist á við mörg áhugaverð verkefni í náminu. „Flest verkefnin tengjast borðspilum en ég hef líka mikinn áhuga á tölvuleikjum. Einn tölvuleikurinn gengur út á að fjórir sitja saman með fjarstýringar og leika fólk á geimskipi. Einn leikmannanna er þó með geim-sníkjudýr og leikur því á móti hinum. Hann er sá eini sem veit það vegna þess að fjarstýringin hans titrar örlítið. Því verður leikurinn mjög spennandi og vekur vantraust og svikatilfinningar meðal spilaranna.“ Sigursteinn vinnur nú að lokaverkefni sínu ásamt þremur öðrum nemendum. „Þar skoðum við mörk borðspila og tölvuleikja. Okkur fannst vanta sárlega leiki sem sameinuðu spennuna og tæknina í tölvuleikjum við þá nánd og kænsku sem maður fær í borðspilum.“ Tíminn í New York er búinn að vera ótrúlega spennandi og lærdómsríkur að hans sögn. „Þetta hefur náttúrulega ekki bara verið eintómur dans á rósum þar sem eiginkonan er búin að vera á sama tíma í námi við Listaháskólann á Íslandi. Ég mun þó aldrei sjá eftir þessu tækifæri.“ Nokkrir mánuðir eru í útskrift og starfsmöguleikarnir eru fjölbreyttir að sögn Sigursteins. „Mig langar bæði að vinna við borðspila- og tölvuleikjagerð en hugsa að ég verði bara að vera opinn fyrir öllum tækifærum, hvort sem ég leita þau uppi sjálfur eða þau finna mig. Hvort sem það verður aðalstarf mitt eða meðfram öðru starfi veit ég þó að ég mun alltaf stunda borðspilahönnun.“ Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira
Sigursteinn Jóhannes Gunnarsson fékk snemma áhuga á tölvuleikjum og keypti sína fyrstu tölvu þrettán ára gamall. Í framhaldsskóla urðu borðspilin stærsta áhugamál hans og nýtti hann allar stundir við spil með vinum sínum. Samhliða BA-námi sínu í ritlist við Háskóla Íslands vann hann í Spilavinum þar sem hann kynntist mörg hundruð spilum, meðal annars fjölskylduspilum sem hann kenndi á bekkjarkvöldum grunnskóla, ungbarnaspilum fyrir yngstu kynslóðina og þyngri spilum fyrir lengra komna. Það kom því fáum á óvart þegar Sigursteinn sótti um nám í leikjahönnun við NYU Tisch-háskólann í New York. „Deildin mín kallast NYU Game Center og er leidd af nokkrum virtustu fræðimönnum í leikjaheiminum í dag, þeim Frank Lantz og Eric Zimmerman. Kennararnir eru ekki af verri endanum heldur og þar má m.a. nefna Bennett Foddy sem bjó til hinn undarlega en vinsæla leik QWOP.“ Áherslan í náminu er á leikjahönnun og skiptist í grófum dráttum í þrjá hluta; gerð tölvuleikja, gerð spila og annarra leikja og svo fræðilegan hluta námsins. „Fyrir utan kennsluna sjálfa þá er stór hluti af náminu öll tækifærin og tengslin sem við náum að mynda hér í New York sem og fyrirlestrarnir sem deildin heldur utan um. Við lærum meðal annars góð vinnubrögð í hönnun, mikilvægi þess að prufukeyra alla leiki sem maður gerir aftur og aftur, forritun og sjálf fræðin á bak við leikjahönnun.“ Sigursteinn hefur tekist á við mörg áhugaverð verkefni í náminu. „Flest verkefnin tengjast borðspilum en ég hef líka mikinn áhuga á tölvuleikjum. Einn tölvuleikurinn gengur út á að fjórir sitja saman með fjarstýringar og leika fólk á geimskipi. Einn leikmannanna er þó með geim-sníkjudýr og leikur því á móti hinum. Hann er sá eini sem veit það vegna þess að fjarstýringin hans titrar örlítið. Því verður leikurinn mjög spennandi og vekur vantraust og svikatilfinningar meðal spilaranna.“ Sigursteinn vinnur nú að lokaverkefni sínu ásamt þremur öðrum nemendum. „Þar skoðum við mörk borðspila og tölvuleikja. Okkur fannst vanta sárlega leiki sem sameinuðu spennuna og tæknina í tölvuleikjum við þá nánd og kænsku sem maður fær í borðspilum.“ Tíminn í New York er búinn að vera ótrúlega spennandi og lærdómsríkur að hans sögn. „Þetta hefur náttúrulega ekki bara verið eintómur dans á rósum þar sem eiginkonan er búin að vera á sama tíma í námi við Listaháskólann á Íslandi. Ég mun þó aldrei sjá eftir þessu tækifæri.“ Nokkrir mánuðir eru í útskrift og starfsmöguleikarnir eru fjölbreyttir að sögn Sigursteins. „Mig langar bæði að vinna við borðspila- og tölvuleikjagerð en hugsa að ég verði bara að vera opinn fyrir öllum tækifærum, hvort sem ég leita þau uppi sjálfur eða þau finna mig. Hvort sem það verður aðalstarf mitt eða meðfram öðru starfi veit ég þó að ég mun alltaf stunda borðspilahönnun.“
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Sjá meira