Íslensku strákarnir borga 120.000 fyrir uppihald hinna liðanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2015 07:45 Íslenska U-21 liðið varð í öðru sæti á HM í Túnis árið 2009. Hér er hluti þess hóps sem náði þeim magnaða árangri. mynd/ihf Eftir rúma viku hefur íslenska A-landsliðið í handbolta þátttöku á HM í Katar en strákarnir okkar, eins og þeir eru iðulega kallaðir, hafa getað yljað íslensku þjóðinni á köldum janúardögum undanfarin ár með þátttöku sinni á hverju stórmótinu á fætur öðru. Að baki velgengni A-landsliðsins býr þrotlaust starf á bak við tjöldin sem hefst með yngri landsliðum Íslands. Yngri landslið Íslands hafa unnið til verðlauna á stórmótum. U-21 liðið vann brons á HM í Egyptalandi 1993 þar sem Dagur Sigurðsson var fyrirliði og Ólafur Stefánsson og Patrekur Jóhannesson í stórum hlutverkum. U-18 liðið árið 2003 varð Evrópumeistari í Slóvakíu þar sem Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Björgvin Páll Gústavsson voru í eldlínunni. U-19 lið Íslands vann svo eftirminnilegt silfur á HM í Túnis árið 2009. Þar var Aron Pálmarsson í aðalhlutverki. Leikmenn allra þessara liða eiga það sameiginlegt að hafa tekið sjálfir þátt í fjármögnun fyrir ferðakostnaði liðsins á viðkomandi mót. Þá með ýmiss konar fjármögnun eða með því að taka sjálfir þátt í kostnaðinum, þá helst með aðstoð foreldra eða annarra aðstandenda. Á morgun hefst undankeppni fyrir HM U-21 liða en riðill Íslands verður leikinn hér á landi um helgina. Þrátt fyrir að enginn ferðakostnaður fylgi þátttökunni í þetta skiptið þarf gestgjafinn að sjá um uppihald hinna liðanna meðan á keppninni stendur – hótelgistingu, máltíðum og akstri.standa í ströngu Gunnar Magnússon, þjálfari U-21 liðsins, með Einari Þorvarðarsyni framkvæmdastjóra.Vildum spila á heimavelli „Við þurftum ekki að taka það að okkur að vera með þennan riðil á Íslandi og hefðum getað gefið það frá okkur,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, í samtali við Fréttablaðið og bætir við að kostnaður sambandsins við að halda keppnina sé um fimm milljónir króna. „Við spurðum því strákana í liðinu í haust hvort þeir væru til í að fara í þetta verkefni með okkur og þeir hafa lagt á sig mikla vinnu í sinni fjármögnuninni, bæði með því að selja miða á leikina og auglýsingar,“ segir Einar en HSÍ kemur á móti með sínar fjáröflunarleiðir til að ná upp í kostnað við mótið. „Við viljum sýna þessum strákum að þeir þurfa ekki alltaf að fara til útlanda til að spila í alþjóðlegum mótum. Með því að spila á heimavelli aukum við einnig um leið möguleika okkar á að komast áfram í lokakeppnina sem er auðvitað stóra markmiðið hjá öllum okkar landsliðum.“Dýrar ferðir fram undan Þá er hins vegar komið að næstu kostnaðarhindrun því allur kostnaður við að senda landslið á stórmót í handbolta fellur á viðkomandi handboltasamband. Lokakeppni HM U-21 liða fer fram í Brasilíu næsta sumar og Einar býst við að kostnaður HSÍ við að senda lið þangað gæti orðið um 12-15 milljónir króna. „U-19 liðið okkar er þegar búið að tryggja sig inn á lokamót sem fer fram í Rússlandi næsta sumar og ef okkur tekst líka að komast til Brasilíu stöndum við frammi fyrir ákveðnum vanda og þurfum að spyrja stórra spurninga,“ segir Einar sem segir blasa við að leikmenn og aðstandendur þeirra þurfi að fara í fjársafnanir líkt og hingað til. „Þetta snýst um hvernig landslið við ætlum að eiga í framtíðinni og hvernig við ætlum að byggja það upp. Það er gjörsamlega óbreytt ástand í íslenskum afreksíþróttum og engin þróun hefur átt sér stað. Það er einfaldlega bara stopp á öllu saman,“ segir Einar en HSÍ mun að sjálfsögðu sækja um styrk úr Afreksmannasjóði ÍSÍ fyrir þátttökunni. „En framlagið úr honum mun aðeins hjálpa til við þann kostnað að mjög litlu leyti. Þannig er bara umhverfið á Íslandi og við þetta hefur HSÍ þurft að búa. Það þýðir ekki bara að horfa til þess sem A-landsliðin okkar eru að gera hverju sinni því við þurfum að byggja upp kynslóðirnar sem eiga að taka við keflinu í framtíðinni.“Þurfa að safna 120.000 krónum sjálfir Leikmenn U-21 landsliðs Íslands þurfa að taka þátt í fjáröflun fyrir undankeppni HM þrátt fyrir að riðill Íslands fari fram hér á landi og enginn ferðakostnaður fylgi þátttökunni. HSÍ þarf að greiða fyrir uppihald hinna liðanna meðan á dvölinni stendur og sömdu forsvarsmenn sambandsins við strákana um að þeir tækju þátt í fjáröfluninni. Viðmiðið er að hver leikmaður safni 120 þúsundum króna í tekjur fyrir sambandið og segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, að ákveðið hafi verið að fara óhefðbundna leið í fjáröfluninni að þessu sinni. „Við erum nú að selja inn á leiki yngri landsliða í fyrsta sinn og hafa strákarnir verið að selja helgarpassa sem gildir á alla leikina. Þá taka þeir einnig þátt í því að selja auglýsingapláss í leikskrá og annað slíkt,“ segir Einar en kostnaður HSÍ við að halda mótið er um fimm milljónir króna. „Í fyrra var haldið sams konar mót í kvennaflokki hér á landi og þá komu foreldrar að fjáröflun og lögðu á sig mikla vinnu til að koma öllu heim og saman, sem tókst að lokum. Ég hef fulla trú á því að fjáröflunin fyrir þetta mót gangi einnig eftir.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Eftir rúma viku hefur íslenska A-landsliðið í handbolta þátttöku á HM í Katar en strákarnir okkar, eins og þeir eru iðulega kallaðir, hafa getað yljað íslensku þjóðinni á köldum janúardögum undanfarin ár með þátttöku sinni á hverju stórmótinu á fætur öðru. Að baki velgengni A-landsliðsins býr þrotlaust starf á bak við tjöldin sem hefst með yngri landsliðum Íslands. Yngri landslið Íslands hafa unnið til verðlauna á stórmótum. U-21 liðið vann brons á HM í Egyptalandi 1993 þar sem Dagur Sigurðsson var fyrirliði og Ólafur Stefánsson og Patrekur Jóhannesson í stórum hlutverkum. U-18 liðið árið 2003 varð Evrópumeistari í Slóvakíu þar sem Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Björgvin Páll Gústavsson voru í eldlínunni. U-19 lið Íslands vann svo eftirminnilegt silfur á HM í Túnis árið 2009. Þar var Aron Pálmarsson í aðalhlutverki. Leikmenn allra þessara liða eiga það sameiginlegt að hafa tekið sjálfir þátt í fjármögnun fyrir ferðakostnaði liðsins á viðkomandi mót. Þá með ýmiss konar fjármögnun eða með því að taka sjálfir þátt í kostnaðinum, þá helst með aðstoð foreldra eða annarra aðstandenda. Á morgun hefst undankeppni fyrir HM U-21 liða en riðill Íslands verður leikinn hér á landi um helgina. Þrátt fyrir að enginn ferðakostnaður fylgi þátttökunni í þetta skiptið þarf gestgjafinn að sjá um uppihald hinna liðanna meðan á keppninni stendur – hótelgistingu, máltíðum og akstri.standa í ströngu Gunnar Magnússon, þjálfari U-21 liðsins, með Einari Þorvarðarsyni framkvæmdastjóra.Vildum spila á heimavelli „Við þurftum ekki að taka það að okkur að vera með þennan riðil á Íslandi og hefðum getað gefið það frá okkur,“ segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, í samtali við Fréttablaðið og bætir við að kostnaður sambandsins við að halda keppnina sé um fimm milljónir króna. „Við spurðum því strákana í liðinu í haust hvort þeir væru til í að fara í þetta verkefni með okkur og þeir hafa lagt á sig mikla vinnu í sinni fjármögnuninni, bæði með því að selja miða á leikina og auglýsingar,“ segir Einar en HSÍ kemur á móti með sínar fjáröflunarleiðir til að ná upp í kostnað við mótið. „Við viljum sýna þessum strákum að þeir þurfa ekki alltaf að fara til útlanda til að spila í alþjóðlegum mótum. Með því að spila á heimavelli aukum við einnig um leið möguleika okkar á að komast áfram í lokakeppnina sem er auðvitað stóra markmiðið hjá öllum okkar landsliðum.“Dýrar ferðir fram undan Þá er hins vegar komið að næstu kostnaðarhindrun því allur kostnaður við að senda landslið á stórmót í handbolta fellur á viðkomandi handboltasamband. Lokakeppni HM U-21 liða fer fram í Brasilíu næsta sumar og Einar býst við að kostnaður HSÍ við að senda lið þangað gæti orðið um 12-15 milljónir króna. „U-19 liðið okkar er þegar búið að tryggja sig inn á lokamót sem fer fram í Rússlandi næsta sumar og ef okkur tekst líka að komast til Brasilíu stöndum við frammi fyrir ákveðnum vanda og þurfum að spyrja stórra spurninga,“ segir Einar sem segir blasa við að leikmenn og aðstandendur þeirra þurfi að fara í fjársafnanir líkt og hingað til. „Þetta snýst um hvernig landslið við ætlum að eiga í framtíðinni og hvernig við ætlum að byggja það upp. Það er gjörsamlega óbreytt ástand í íslenskum afreksíþróttum og engin þróun hefur átt sér stað. Það er einfaldlega bara stopp á öllu saman,“ segir Einar en HSÍ mun að sjálfsögðu sækja um styrk úr Afreksmannasjóði ÍSÍ fyrir þátttökunni. „En framlagið úr honum mun aðeins hjálpa til við þann kostnað að mjög litlu leyti. Þannig er bara umhverfið á Íslandi og við þetta hefur HSÍ þurft að búa. Það þýðir ekki bara að horfa til þess sem A-landsliðin okkar eru að gera hverju sinni því við þurfum að byggja upp kynslóðirnar sem eiga að taka við keflinu í framtíðinni.“Þurfa að safna 120.000 krónum sjálfir Leikmenn U-21 landsliðs Íslands þurfa að taka þátt í fjáröflun fyrir undankeppni HM þrátt fyrir að riðill Íslands fari fram hér á landi og enginn ferðakostnaður fylgi þátttökunni. HSÍ þarf að greiða fyrir uppihald hinna liðanna meðan á dvölinni stendur og sömdu forsvarsmenn sambandsins við strákana um að þeir tækju þátt í fjáröfluninni. Viðmiðið er að hver leikmaður safni 120 þúsundum króna í tekjur fyrir sambandið og segir Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, að ákveðið hafi verið að fara óhefðbundna leið í fjáröfluninni að þessu sinni. „Við erum nú að selja inn á leiki yngri landsliða í fyrsta sinn og hafa strákarnir verið að selja helgarpassa sem gildir á alla leikina. Þá taka þeir einnig þátt í því að selja auglýsingapláss í leikskrá og annað slíkt,“ segir Einar en kostnaður HSÍ við að halda mótið er um fimm milljónir króna. „Í fyrra var haldið sams konar mót í kvennaflokki hér á landi og þá komu foreldrar að fjáröflun og lögðu á sig mikla vinnu til að koma öllu heim og saman, sem tókst að lokum. Ég hef fulla trú á því að fjáröflunin fyrir þetta mót gangi einnig eftir.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira