Skilvirk þróunarsamvinna Karl Garðarsson skrifar 28. mars 2015 07:00 Mikilvægt er að fyrirkomulag þróunarsamvinnu Íslands sé eins vel skipulagt og skilvirkt og kostur er. Þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru til ábyrgrar stjórnar og stefnu á þessu sviði fara ört vaxandi en árlega fara rúmlega 4 milljarðar í alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Kröfurnar urðu ekki minni eftir að Ísland gerðist aðili að þróunarsamvinnunefnd OECD. Sú nefnd lagði til að Ísland myndi skoða fyrirkomulag og skipulag þróunarsamvinnu með tilliti til þess hvernig hámarks skilvirkni væri náð. Utanríkisráðuneytið tók þessar ábendingar alvarlega og til sérstakrar skoðunar.Ólíkar leiðir teknar til skoðunar Utanaðkomandi sérfræðingur var fenginn til að framkvæma úttekt á þróunarsamvinnu Íslands og er sú úttekt mjög ítarleg. Hún byggir á samtölum við rúmlega 200 einstaklinga sem koma bæði að alþjóðlegri þróunarsamvinnu hér á landi og erlendis. Úttektin byggir einnig á reynslu þeirra landa sem Ísland vill oftast bera sig saman við. Við vinnuna voru skoðaðar þrjár ólíkar leiðir. Tvær af þeim snéru að sameiningu, hvort sem var innan ráðuneytis eða Þróunarsamvinnustofnunar, og sú þriðja að því að halda núverandi fyrirkomulagi með fremur litlum breytingum. Niðurstaða úttektarinnar var að samhæfing allra aðila sem starfa á vegum íslenskra stjórnvalda að þróunarsamvinnu eigi að vera á einum stað. Eingöngu þannig sé hægt að hámarka líkur á mestum árangri með mestri skilvirkni. Mörg samanburðarlandanna í skýrslunni hafa þegar gengið í gegnum breytingar á fyrirkomulagi sem eru sambærilegar þeim breytingum á fyrirkomulagi sem nú eru fyrirhugaðar hér á landi. Þær breytingar fela í sér að verkefni sérstakrar Þróunarsamvinnustofnunar eru færð inn til ráðuneytis sem fari eftirleiðis með alla þróunarsamvinnu. Slíkt fyrirkomulag er heppilegt þar sem sterk tengsl eru á milli þróunarsamvinnu og annarra utanríkismála. Nýjustu dæmin um slíkar sameiningar málaflokka eru frá Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þá má geta þess að öll Norðurlöndin, að Svíþjóð undanskilinni, hafa flutt starfsemi sem þessa inn í ráðuneytin.Þekking mun ekki glatast Það er einnig mikilvægt að halda því vel til haga að þær breytingar sem um ræðir í frumvarpinu snúa einungis að stjórnskipulagi þróunarsamvinnu, en ekki að stefnumótun eða því hvernig við störfum á vettvangi. Áherslan mun haldast á tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfslöndunum þremur og á vettvangi fjölþjóðlegra stofnana. Þá mun starfsmönnum Þróunarsamvinnustofnunar verða tryggð sambærileg störf í ráðuneytinu og vera valkvætt hvort það starf sé flutningsskylt. Með því er tryggt að sú sérfræðiþekking sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur byggt upp muni ekki glatast. Tilgangurinn með þessum breytingum er að gera gott starf enn betra. Það er markmiðið sem við þurfum ávallt að hafa að leiðarljósi í vinnu sem þessari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að fyrirkomulag þróunarsamvinnu Íslands sé eins vel skipulagt og skilvirkt og kostur er. Þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru til ábyrgrar stjórnar og stefnu á þessu sviði fara ört vaxandi en árlega fara rúmlega 4 milljarðar í alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Kröfurnar urðu ekki minni eftir að Ísland gerðist aðili að þróunarsamvinnunefnd OECD. Sú nefnd lagði til að Ísland myndi skoða fyrirkomulag og skipulag þróunarsamvinnu með tilliti til þess hvernig hámarks skilvirkni væri náð. Utanríkisráðuneytið tók þessar ábendingar alvarlega og til sérstakrar skoðunar.Ólíkar leiðir teknar til skoðunar Utanaðkomandi sérfræðingur var fenginn til að framkvæma úttekt á þróunarsamvinnu Íslands og er sú úttekt mjög ítarleg. Hún byggir á samtölum við rúmlega 200 einstaklinga sem koma bæði að alþjóðlegri þróunarsamvinnu hér á landi og erlendis. Úttektin byggir einnig á reynslu þeirra landa sem Ísland vill oftast bera sig saman við. Við vinnuna voru skoðaðar þrjár ólíkar leiðir. Tvær af þeim snéru að sameiningu, hvort sem var innan ráðuneytis eða Þróunarsamvinnustofnunar, og sú þriðja að því að halda núverandi fyrirkomulagi með fremur litlum breytingum. Niðurstaða úttektarinnar var að samhæfing allra aðila sem starfa á vegum íslenskra stjórnvalda að þróunarsamvinnu eigi að vera á einum stað. Eingöngu þannig sé hægt að hámarka líkur á mestum árangri með mestri skilvirkni. Mörg samanburðarlandanna í skýrslunni hafa þegar gengið í gegnum breytingar á fyrirkomulagi sem eru sambærilegar þeim breytingum á fyrirkomulagi sem nú eru fyrirhugaðar hér á landi. Þær breytingar fela í sér að verkefni sérstakrar Þróunarsamvinnustofnunar eru færð inn til ráðuneytis sem fari eftirleiðis með alla þróunarsamvinnu. Slíkt fyrirkomulag er heppilegt þar sem sterk tengsl eru á milli þróunarsamvinnu og annarra utanríkismála. Nýjustu dæmin um slíkar sameiningar málaflokka eru frá Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þá má geta þess að öll Norðurlöndin, að Svíþjóð undanskilinni, hafa flutt starfsemi sem þessa inn í ráðuneytin.Þekking mun ekki glatast Það er einnig mikilvægt að halda því vel til haga að þær breytingar sem um ræðir í frumvarpinu snúa einungis að stjórnskipulagi þróunarsamvinnu, en ekki að stefnumótun eða því hvernig við störfum á vettvangi. Áherslan mun haldast á tvíhliða þróunarsamvinnu í samstarfslöndunum þremur og á vettvangi fjölþjóðlegra stofnana. Þá mun starfsmönnum Þróunarsamvinnustofnunar verða tryggð sambærileg störf í ráðuneytinu og vera valkvætt hvort það starf sé flutningsskylt. Með því er tryggt að sú sérfræðiþekking sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur byggt upp muni ekki glatast. Tilgangurinn með þessum breytingum er að gera gott starf enn betra. Það er markmiðið sem við þurfum ávallt að hafa að leiðarljósi í vinnu sem þessari.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun