Tapi snúið í hagnað eftir bið frá 2007 Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. mars 2015 07:00 Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna forsendubrestsins svokallaða bera með sér milljarðakostnað fyrir Íbúðalánasjóð. Fréttablaðið/GVA Tap Íbúðalánasjóðs vegna skuldaleiðréttingaraðgerða ríkisstjórnarinnar var fyrirséð. Að sögn Sigurðar Erlingssonar, forstjóra sjóðsins, liggur líka fyrir vilyrði stjórnvalda um fjárveitingu til að mæta kostnaðinum. Ekki liggur þó fyrir hvernig eða hvenær sjóðnum verður bætt upp tapið. Í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu er enn unnið að heildarendurskoðun húsnæðismála. Búist er við að hluti þeirrar endurskoðunar verði lagður fyrir Alþingi næstu daga í formi nýrra lagafrumvarpa. Stjórn sjóðsins vekur athygli á fyrirséðu tapi vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í skuldamálum í skýrslu sinni með ársreikningi síðasta árs sem lagður var fram á fimmtudag. Þar kemur fram að tapaðar vaxtatekjur sjóðsins vegna aðgerðanna geti numið 900 til 1.350 milljónum króna á ári næstu ár. Töluvert hefur hallað á sjóðinn eftir hrun, bæði vegna greiðsluvanda fólks og uppgreiðslu lána. Frá hruni hefur ríkið þurft að leggja sjóðnum til 53,5 milljarða.Sigurður ErlingssonSigurður segir sjóðinn ekki hafa getað annað en vakið athygli á áhrifum úrræða ríkisins í skýrslu stjórnar og forstjóra í ársskýrslu sinni. Kostnaðurinn segir hann að fari svo minnkandi á ári hverju eftir því sem lán greiðast niður. „En þetta er einhvers staðar í kring um tíu milljarða króna, varlega áætlað.“ Þótt þarna séu kannski slæmar fréttir að hluta bendir Sigurður á að mikill og ánægjulegur viðsnúningur hafi orðið á rekstri sjóðsins sem á síðasta ári skilaði hagnaði í fyrsta sinn frá árinu 2007. Hagnaður 2014 nemur rúmum 3,2 milljörðum króna, samanborið við tæplega 4,4 milljarða króna tap árið áður. Ríkissjóður mun því ekki þurfa að leggja sjóðnum til eigið fé vegna rekstursins á síðasta ári. „Það hefur mjög mikið áunnist,“ segir Sigurður og telur þar koma til bæði árangur af hagræðingaraðgerðum, auk þess sem færð sé til baka virðisrýrnun sem orðið hafi vegna hrunsins. „Þetta kemur í raun flatt upp á marga,“ segir Sigurður því öll umræða um sjóðinn hafi síðustu ár verið mjög neikvæð. Skort hafi bæði þolinmæði og skilning á því að tíma tæki að vinna úr efnahagshruninu. „En þegar þessi atriði klárast og efnahagsreikningurinn verður eðlilegri þá eru möguleikar til staðar.“ Taprekstrarár og innspýting frá ríkinu hafi eðlilega mótað umræðuna. „En mér finnst þetta tækifæri til að sýna að ástandið er ekki svona svakalega slæmt í raun og hlutirnir togast í rétta átt. Það eru líka stóru tíðindin í uppgjörinu,“ segir Sigurður. Alþingi Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Tap Íbúðalánasjóðs vegna skuldaleiðréttingaraðgerða ríkisstjórnarinnar var fyrirséð. Að sögn Sigurðar Erlingssonar, forstjóra sjóðsins, liggur líka fyrir vilyrði stjórnvalda um fjárveitingu til að mæta kostnaðinum. Ekki liggur þó fyrir hvernig eða hvenær sjóðnum verður bætt upp tapið. Í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu er enn unnið að heildarendurskoðun húsnæðismála. Búist er við að hluti þeirrar endurskoðunar verði lagður fyrir Alþingi næstu daga í formi nýrra lagafrumvarpa. Stjórn sjóðsins vekur athygli á fyrirséðu tapi vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í skuldamálum í skýrslu sinni með ársreikningi síðasta árs sem lagður var fram á fimmtudag. Þar kemur fram að tapaðar vaxtatekjur sjóðsins vegna aðgerðanna geti numið 900 til 1.350 milljónum króna á ári næstu ár. Töluvert hefur hallað á sjóðinn eftir hrun, bæði vegna greiðsluvanda fólks og uppgreiðslu lána. Frá hruni hefur ríkið þurft að leggja sjóðnum til 53,5 milljarða.Sigurður ErlingssonSigurður segir sjóðinn ekki hafa getað annað en vakið athygli á áhrifum úrræða ríkisins í skýrslu stjórnar og forstjóra í ársskýrslu sinni. Kostnaðurinn segir hann að fari svo minnkandi á ári hverju eftir því sem lán greiðast niður. „En þetta er einhvers staðar í kring um tíu milljarða króna, varlega áætlað.“ Þótt þarna séu kannski slæmar fréttir að hluta bendir Sigurður á að mikill og ánægjulegur viðsnúningur hafi orðið á rekstri sjóðsins sem á síðasta ári skilaði hagnaði í fyrsta sinn frá árinu 2007. Hagnaður 2014 nemur rúmum 3,2 milljörðum króna, samanborið við tæplega 4,4 milljarða króna tap árið áður. Ríkissjóður mun því ekki þurfa að leggja sjóðnum til eigið fé vegna rekstursins á síðasta ári. „Það hefur mjög mikið áunnist,“ segir Sigurður og telur þar koma til bæði árangur af hagræðingaraðgerðum, auk þess sem færð sé til baka virðisrýrnun sem orðið hafi vegna hrunsins. „Þetta kemur í raun flatt upp á marga,“ segir Sigurður því öll umræða um sjóðinn hafi síðustu ár verið mjög neikvæð. Skort hafi bæði þolinmæði og skilning á því að tíma tæki að vinna úr efnahagshruninu. „En þegar þessi atriði klárast og efnahagsreikningurinn verður eðlilegri þá eru möguleikar til staðar.“ Taprekstrarár og innspýting frá ríkinu hafi eðlilega mótað umræðuna. „En mér finnst þetta tækifæri til að sýna að ástandið er ekki svona svakalega slæmt í raun og hlutirnir togast í rétta átt. Það eru líka stóru tíðindin í uppgjörinu,“ segir Sigurður.
Alþingi Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira