Tapi snúið í hagnað eftir bið frá 2007 Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. mars 2015 07:00 Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna forsendubrestsins svokallaða bera með sér milljarðakostnað fyrir Íbúðalánasjóð. Fréttablaðið/GVA Tap Íbúðalánasjóðs vegna skuldaleiðréttingaraðgerða ríkisstjórnarinnar var fyrirséð. Að sögn Sigurðar Erlingssonar, forstjóra sjóðsins, liggur líka fyrir vilyrði stjórnvalda um fjárveitingu til að mæta kostnaðinum. Ekki liggur þó fyrir hvernig eða hvenær sjóðnum verður bætt upp tapið. Í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu er enn unnið að heildarendurskoðun húsnæðismála. Búist er við að hluti þeirrar endurskoðunar verði lagður fyrir Alþingi næstu daga í formi nýrra lagafrumvarpa. Stjórn sjóðsins vekur athygli á fyrirséðu tapi vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í skuldamálum í skýrslu sinni með ársreikningi síðasta árs sem lagður var fram á fimmtudag. Þar kemur fram að tapaðar vaxtatekjur sjóðsins vegna aðgerðanna geti numið 900 til 1.350 milljónum króna á ári næstu ár. Töluvert hefur hallað á sjóðinn eftir hrun, bæði vegna greiðsluvanda fólks og uppgreiðslu lána. Frá hruni hefur ríkið þurft að leggja sjóðnum til 53,5 milljarða.Sigurður ErlingssonSigurður segir sjóðinn ekki hafa getað annað en vakið athygli á áhrifum úrræða ríkisins í skýrslu stjórnar og forstjóra í ársskýrslu sinni. Kostnaðurinn segir hann að fari svo minnkandi á ári hverju eftir því sem lán greiðast niður. „En þetta er einhvers staðar í kring um tíu milljarða króna, varlega áætlað.“ Þótt þarna séu kannski slæmar fréttir að hluta bendir Sigurður á að mikill og ánægjulegur viðsnúningur hafi orðið á rekstri sjóðsins sem á síðasta ári skilaði hagnaði í fyrsta sinn frá árinu 2007. Hagnaður 2014 nemur rúmum 3,2 milljörðum króna, samanborið við tæplega 4,4 milljarða króna tap árið áður. Ríkissjóður mun því ekki þurfa að leggja sjóðnum til eigið fé vegna rekstursins á síðasta ári. „Það hefur mjög mikið áunnist,“ segir Sigurður og telur þar koma til bæði árangur af hagræðingaraðgerðum, auk þess sem færð sé til baka virðisrýrnun sem orðið hafi vegna hrunsins. „Þetta kemur í raun flatt upp á marga,“ segir Sigurður því öll umræða um sjóðinn hafi síðustu ár verið mjög neikvæð. Skort hafi bæði þolinmæði og skilning á því að tíma tæki að vinna úr efnahagshruninu. „En þegar þessi atriði klárast og efnahagsreikningurinn verður eðlilegri þá eru möguleikar til staðar.“ Taprekstrarár og innspýting frá ríkinu hafi eðlilega mótað umræðuna. „En mér finnst þetta tækifæri til að sýna að ástandið er ekki svona svakalega slæmt í raun og hlutirnir togast í rétta átt. Það eru líka stóru tíðindin í uppgjörinu,“ segir Sigurður. Alþingi Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Tap Íbúðalánasjóðs vegna skuldaleiðréttingaraðgerða ríkisstjórnarinnar var fyrirséð. Að sögn Sigurðar Erlingssonar, forstjóra sjóðsins, liggur líka fyrir vilyrði stjórnvalda um fjárveitingu til að mæta kostnaðinum. Ekki liggur þó fyrir hvernig eða hvenær sjóðnum verður bætt upp tapið. Í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu er enn unnið að heildarendurskoðun húsnæðismála. Búist er við að hluti þeirrar endurskoðunar verði lagður fyrir Alþingi næstu daga í formi nýrra lagafrumvarpa. Stjórn sjóðsins vekur athygli á fyrirséðu tapi vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í skuldamálum í skýrslu sinni með ársreikningi síðasta árs sem lagður var fram á fimmtudag. Þar kemur fram að tapaðar vaxtatekjur sjóðsins vegna aðgerðanna geti numið 900 til 1.350 milljónum króna á ári næstu ár. Töluvert hefur hallað á sjóðinn eftir hrun, bæði vegna greiðsluvanda fólks og uppgreiðslu lána. Frá hruni hefur ríkið þurft að leggja sjóðnum til 53,5 milljarða.Sigurður ErlingssonSigurður segir sjóðinn ekki hafa getað annað en vakið athygli á áhrifum úrræða ríkisins í skýrslu stjórnar og forstjóra í ársskýrslu sinni. Kostnaðurinn segir hann að fari svo minnkandi á ári hverju eftir því sem lán greiðast niður. „En þetta er einhvers staðar í kring um tíu milljarða króna, varlega áætlað.“ Þótt þarna séu kannski slæmar fréttir að hluta bendir Sigurður á að mikill og ánægjulegur viðsnúningur hafi orðið á rekstri sjóðsins sem á síðasta ári skilaði hagnaði í fyrsta sinn frá árinu 2007. Hagnaður 2014 nemur rúmum 3,2 milljörðum króna, samanborið við tæplega 4,4 milljarða króna tap árið áður. Ríkissjóður mun því ekki þurfa að leggja sjóðnum til eigið fé vegna rekstursins á síðasta ári. „Það hefur mjög mikið áunnist,“ segir Sigurður og telur þar koma til bæði árangur af hagræðingaraðgerðum, auk þess sem færð sé til baka virðisrýrnun sem orðið hafi vegna hrunsins. „Þetta kemur í raun flatt upp á marga,“ segir Sigurður því öll umræða um sjóðinn hafi síðustu ár verið mjög neikvæð. Skort hafi bæði þolinmæði og skilning á því að tíma tæki að vinna úr efnahagshruninu. „En þegar þessi atriði klárast og efnahagsreikningurinn verður eðlilegri þá eru möguleikar til staðar.“ Taprekstrarár og innspýting frá ríkinu hafi eðlilega mótað umræðuna. „En mér finnst þetta tækifæri til að sýna að ástandið er ekki svona svakalega slæmt í raun og hlutirnir togast í rétta átt. Það eru líka stóru tíðindin í uppgjörinu,“ segir Sigurður.
Alþingi Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent