Finnst skemmtilegra að flytja mál í Hæstarétti Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. mars 2015 11:00 Eva segist ekki vita hvað réð því að hún ákvað að læra lögfræði. fréttablaðið/gva Eva Hrönn Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður gekk á dögunum til liðs við Íslensku lögfræðistofuna. Hún hafði áður starfað hjá Opus lögmönnum. Þar hóf hún störf þegar hún var á síðustu önn í lagadeild og hefur nú starfað við lögmennsku í átta ár. Hún segir að fyrstu árin í lögmennskunni hafi hún tekið að sér fjölbreytt mál en síðustu ár hafi hún einkum tekið að sér slysa- og skaðabótamál. Það stendur ekki á svari þegar Eva Hrönn er spurð hvort sé skemmtilegra að flytja mál í héraði eða Hæstarétti. „Mér finnst miklu skemmtilegra að flytja mál fyrir Hæstarétti en í héraði. Sumum finnst skýrslutökurnar fyrir héraðsdómi skemmtilegri. Ég get alveg skilið það, en mér finnst miklu skemmtilegra að flytja mál fyrir Hæstarétti,“ segir hún. Eva Hrönn segist ekki vera alveg viss um hvað varð til þess að hún ákvað að læra lögfræði. „Ég ákvað það þegar ég var í menntaskóla, af engri sérstakri ástæðu. Það er enginn í fjölskyldunni sem hafði áhrif á mig. Og ég held að lögfræðiþættir í sjónvarpi hafi ekki heldur gert það, þó ég geti ekki alveg útilokað það. Þetta er bara eitthvað sem mér fannst mest spennandi,“ segir Eva og bætir því svo við að þetta hafi reynst mjög góð ákvörðun þótt hún hafi upphaflega ekkert vitað hvað hún var að fara út í. Eva segist telja að það hafi verið ágætt að auka víðsýni á starfið með því að breyta til og færa sig frá Opus til Íslensku lögfræðistofunnar. „Mér leist vel á stofuna og fólkið sem er hér. Mér fannst spennandi að fá tækifæri til að vinna með því og langaði til þess,“ segir hún og bætir við að hún hefði ekki farið frá Opus fyrir hvað sem er. Eva Hrönn segist nýta frítíma sinn til að sinna eiginmanninum og börnum. Hún er gift Grétari Erni Bragasyni og þau eiga tvö börn sem eru að verða fimm og sjö ára. „Það fer mestur tíminn utan vinnu í að sinna fjölskyldunni og gera eitthvað skemmtilegt með henni. Svo reyni ég að hitta vinkonur mínar og foreldra,“ segir hún. Frítíminn fari því í að rækja samskiptin við sína nánustu, en Eva segist ekki vera í neinu skipulögðu félagsstarfi. „Sund er mitt sport, ég æfði það frá því að ég var barn og fram í menntaskóla,“ segir Eva en hún æfði með Aftureldingu í Mosfellsbæ. Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Eva Hrönn Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður gekk á dögunum til liðs við Íslensku lögfræðistofuna. Hún hafði áður starfað hjá Opus lögmönnum. Þar hóf hún störf þegar hún var á síðustu önn í lagadeild og hefur nú starfað við lögmennsku í átta ár. Hún segir að fyrstu árin í lögmennskunni hafi hún tekið að sér fjölbreytt mál en síðustu ár hafi hún einkum tekið að sér slysa- og skaðabótamál. Það stendur ekki á svari þegar Eva Hrönn er spurð hvort sé skemmtilegra að flytja mál í héraði eða Hæstarétti. „Mér finnst miklu skemmtilegra að flytja mál fyrir Hæstarétti en í héraði. Sumum finnst skýrslutökurnar fyrir héraðsdómi skemmtilegri. Ég get alveg skilið það, en mér finnst miklu skemmtilegra að flytja mál fyrir Hæstarétti,“ segir hún. Eva Hrönn segist ekki vera alveg viss um hvað varð til þess að hún ákvað að læra lögfræði. „Ég ákvað það þegar ég var í menntaskóla, af engri sérstakri ástæðu. Það er enginn í fjölskyldunni sem hafði áhrif á mig. Og ég held að lögfræðiþættir í sjónvarpi hafi ekki heldur gert það, þó ég geti ekki alveg útilokað það. Þetta er bara eitthvað sem mér fannst mest spennandi,“ segir Eva og bætir því svo við að þetta hafi reynst mjög góð ákvörðun þótt hún hafi upphaflega ekkert vitað hvað hún var að fara út í. Eva segist telja að það hafi verið ágætt að auka víðsýni á starfið með því að breyta til og færa sig frá Opus til Íslensku lögfræðistofunnar. „Mér leist vel á stofuna og fólkið sem er hér. Mér fannst spennandi að fá tækifæri til að vinna með því og langaði til þess,“ segir hún og bætir við að hún hefði ekki farið frá Opus fyrir hvað sem er. Eva Hrönn segist nýta frítíma sinn til að sinna eiginmanninum og börnum. Hún er gift Grétari Erni Bragasyni og þau eiga tvö börn sem eru að verða fimm og sjö ára. „Það fer mestur tíminn utan vinnu í að sinna fjölskyldunni og gera eitthvað skemmtilegt með henni. Svo reyni ég að hitta vinkonur mínar og foreldra,“ segir hún. Frítíminn fari því í að rækja samskiptin við sína nánustu, en Eva segist ekki vera í neinu skipulögðu félagsstarfi. „Sund er mitt sport, ég æfði það frá því að ég var barn og fram í menntaskóla,“ segir Eva en hún æfði með Aftureldingu í Mosfellsbæ.
Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent