Finnst skemmtilegra að flytja mál í Hæstarétti Jón Hákon Halldórsson skrifar 25. mars 2015 11:00 Eva segist ekki vita hvað réð því að hún ákvað að læra lögfræði. fréttablaðið/gva Eva Hrönn Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður gekk á dögunum til liðs við Íslensku lögfræðistofuna. Hún hafði áður starfað hjá Opus lögmönnum. Þar hóf hún störf þegar hún var á síðustu önn í lagadeild og hefur nú starfað við lögmennsku í átta ár. Hún segir að fyrstu árin í lögmennskunni hafi hún tekið að sér fjölbreytt mál en síðustu ár hafi hún einkum tekið að sér slysa- og skaðabótamál. Það stendur ekki á svari þegar Eva Hrönn er spurð hvort sé skemmtilegra að flytja mál í héraði eða Hæstarétti. „Mér finnst miklu skemmtilegra að flytja mál fyrir Hæstarétti en í héraði. Sumum finnst skýrslutökurnar fyrir héraðsdómi skemmtilegri. Ég get alveg skilið það, en mér finnst miklu skemmtilegra að flytja mál fyrir Hæstarétti,“ segir hún. Eva Hrönn segist ekki vera alveg viss um hvað varð til þess að hún ákvað að læra lögfræði. „Ég ákvað það þegar ég var í menntaskóla, af engri sérstakri ástæðu. Það er enginn í fjölskyldunni sem hafði áhrif á mig. Og ég held að lögfræðiþættir í sjónvarpi hafi ekki heldur gert það, þó ég geti ekki alveg útilokað það. Þetta er bara eitthvað sem mér fannst mest spennandi,“ segir Eva og bætir því svo við að þetta hafi reynst mjög góð ákvörðun þótt hún hafi upphaflega ekkert vitað hvað hún var að fara út í. Eva segist telja að það hafi verið ágætt að auka víðsýni á starfið með því að breyta til og færa sig frá Opus til Íslensku lögfræðistofunnar. „Mér leist vel á stofuna og fólkið sem er hér. Mér fannst spennandi að fá tækifæri til að vinna með því og langaði til þess,“ segir hún og bætir við að hún hefði ekki farið frá Opus fyrir hvað sem er. Eva Hrönn segist nýta frítíma sinn til að sinna eiginmanninum og börnum. Hún er gift Grétari Erni Bragasyni og þau eiga tvö börn sem eru að verða fimm og sjö ára. „Það fer mestur tíminn utan vinnu í að sinna fjölskyldunni og gera eitthvað skemmtilegt með henni. Svo reyni ég að hitta vinkonur mínar og foreldra,“ segir hún. Frítíminn fari því í að rækja samskiptin við sína nánustu, en Eva segist ekki vera í neinu skipulögðu félagsstarfi. „Sund er mitt sport, ég æfði það frá því að ég var barn og fram í menntaskóla,“ segir Eva en hún æfði með Aftureldingu í Mosfellsbæ. Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Eva Hrönn Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður gekk á dögunum til liðs við Íslensku lögfræðistofuna. Hún hafði áður starfað hjá Opus lögmönnum. Þar hóf hún störf þegar hún var á síðustu önn í lagadeild og hefur nú starfað við lögmennsku í átta ár. Hún segir að fyrstu árin í lögmennskunni hafi hún tekið að sér fjölbreytt mál en síðustu ár hafi hún einkum tekið að sér slysa- og skaðabótamál. Það stendur ekki á svari þegar Eva Hrönn er spurð hvort sé skemmtilegra að flytja mál í héraði eða Hæstarétti. „Mér finnst miklu skemmtilegra að flytja mál fyrir Hæstarétti en í héraði. Sumum finnst skýrslutökurnar fyrir héraðsdómi skemmtilegri. Ég get alveg skilið það, en mér finnst miklu skemmtilegra að flytja mál fyrir Hæstarétti,“ segir hún. Eva Hrönn segist ekki vera alveg viss um hvað varð til þess að hún ákvað að læra lögfræði. „Ég ákvað það þegar ég var í menntaskóla, af engri sérstakri ástæðu. Það er enginn í fjölskyldunni sem hafði áhrif á mig. Og ég held að lögfræðiþættir í sjónvarpi hafi ekki heldur gert það, þó ég geti ekki alveg útilokað það. Þetta er bara eitthvað sem mér fannst mest spennandi,“ segir Eva og bætir því svo við að þetta hafi reynst mjög góð ákvörðun þótt hún hafi upphaflega ekkert vitað hvað hún var að fara út í. Eva segist telja að það hafi verið ágætt að auka víðsýni á starfið með því að breyta til og færa sig frá Opus til Íslensku lögfræðistofunnar. „Mér leist vel á stofuna og fólkið sem er hér. Mér fannst spennandi að fá tækifæri til að vinna með því og langaði til þess,“ segir hún og bætir við að hún hefði ekki farið frá Opus fyrir hvað sem er. Eva Hrönn segist nýta frítíma sinn til að sinna eiginmanninum og börnum. Hún er gift Grétari Erni Bragasyni og þau eiga tvö börn sem eru að verða fimm og sjö ára. „Það fer mestur tíminn utan vinnu í að sinna fjölskyldunni og gera eitthvað skemmtilegt með henni. Svo reyni ég að hitta vinkonur mínar og foreldra,“ segir hún. Frítíminn fari því í að rækja samskiptin við sína nánustu, en Eva segist ekki vera í neinu skipulögðu félagsstarfi. „Sund er mitt sport, ég æfði það frá því að ég var barn og fram í menntaskóla,“ segir Eva en hún æfði með Aftureldingu í Mosfellsbæ.
Mest lesið Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Netapótek umfangsmikið verkefni en gott fyrir neytendur Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira