Hinn pólítíski ómöguleiki Lýður Árnason skrifar 25. mars 2015 07:00 Ótrúlegar vendingar hafa fyrirgengist í íslenskum stjórnmálum frá hruni. Vinstri stjórnin flaggaði frelsiskyndli og virtist staðráðin í að lyfta þjóðinni upp úr sérhagsmunapólitík áranna á undan. Í þessu andrúmslofti var þjóðinni falið það verkefni að setja samfélaginu nýjan ramma með nýrri stjórnarskrá. En í stað þess að fylgja framtakinu kröftuglega úr hlaði ákvað ríkisstjórnin að hefja aðildarviðræður við ESB án þess að spyrja þjóðina. Þessi andlýðræðislega ákvörðun ónýtti allt kjörtímabilið enda rann þingmeirihlutinn á rassinn og megnaði hvorki að klára aðildarviðræðurnar né að staðfesta nýja stjórnarskrá samkvæmt þjóðarvilja. Hrunflokkarnir tóku við og lofuðu kjósendum þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald ESB-viðræðna. Nú eru efndir þessara kosningaloforða kallaðar pólitískur ómöguleiki. Var þessu fólki ekki ljóst þegar loforðin voru gefin að hugsanlega þyrfti það að vinna gegn sannfæringu sinni? Kviknaði kannski fyrst á perunni eftir kjördag? Eða helgar tilgangurinn meðalið? Frammistaða Fjórflokksins í ESB-málinu er einkar dapurleg. Fyrri ríkisstjórn hafnaði aðkomu þjóðarinnar og þessi endar í ráðherrasólói. Þjóðin er fórnarlamb þessa yfirgangs, hún hefur aldrei fengið að tjá hug sinn og situr nú uppi með þvingaða niðurstöðu, sundruð og með enn eitt þrætueplið á herðunum. Sem betur fer virðist vitundarvakning meðal fólks einmitt á þessu. Yngri kynslóðirnar eru þar í fararbroddi og nenna ekki að hlusta á afdankaða atvinnupólitíkusa reyna að sannfæra kjósendur um hluti sem augljóslega ganga ekki upp. Krafan um að uppræta pólitískt þrátefli er þannig að ná fótfestu og sú breiðfylking veit að besta leiðin er að auka aðkomu þjóðarinnar með beinu lýðræði sem felur í sér að tiltekið hlutfall kjósenda geti knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslu. Með slíku ákvæði í stjórnarskrá gæti þjóðin klárað þau mál sem þinginu er fyrirmunað og ríkisstjórnir síður komist upp með að svíkja kjósendur sína. Að lokum þetta: Á löngum ferli hefur Fjórflokkurinn átt ágæta spretti. En hann er hættur að bera virðingu fyrir uppsprettu valdsins sem liggur hjá þjóðinni. Þræðir hans liggja annað. Fyrir Fjórflokkinn er þjóðarvilji þannig ekki leiðsögn heldur vandamál og gengur þvert á þá þrönghagsmunapólitík sem hann rekur. Þetta er sá pólitíski ómöguleiki sem við búum við og hann þarf að kjósa burt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Sjá meira
Ótrúlegar vendingar hafa fyrirgengist í íslenskum stjórnmálum frá hruni. Vinstri stjórnin flaggaði frelsiskyndli og virtist staðráðin í að lyfta þjóðinni upp úr sérhagsmunapólitík áranna á undan. Í þessu andrúmslofti var þjóðinni falið það verkefni að setja samfélaginu nýjan ramma með nýrri stjórnarskrá. En í stað þess að fylgja framtakinu kröftuglega úr hlaði ákvað ríkisstjórnin að hefja aðildarviðræður við ESB án þess að spyrja þjóðina. Þessi andlýðræðislega ákvörðun ónýtti allt kjörtímabilið enda rann þingmeirihlutinn á rassinn og megnaði hvorki að klára aðildarviðræðurnar né að staðfesta nýja stjórnarskrá samkvæmt þjóðarvilja. Hrunflokkarnir tóku við og lofuðu kjósendum þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald ESB-viðræðna. Nú eru efndir þessara kosningaloforða kallaðar pólitískur ómöguleiki. Var þessu fólki ekki ljóst þegar loforðin voru gefin að hugsanlega þyrfti það að vinna gegn sannfæringu sinni? Kviknaði kannski fyrst á perunni eftir kjördag? Eða helgar tilgangurinn meðalið? Frammistaða Fjórflokksins í ESB-málinu er einkar dapurleg. Fyrri ríkisstjórn hafnaði aðkomu þjóðarinnar og þessi endar í ráðherrasólói. Þjóðin er fórnarlamb þessa yfirgangs, hún hefur aldrei fengið að tjá hug sinn og situr nú uppi með þvingaða niðurstöðu, sundruð og með enn eitt þrætueplið á herðunum. Sem betur fer virðist vitundarvakning meðal fólks einmitt á þessu. Yngri kynslóðirnar eru þar í fararbroddi og nenna ekki að hlusta á afdankaða atvinnupólitíkusa reyna að sannfæra kjósendur um hluti sem augljóslega ganga ekki upp. Krafan um að uppræta pólitískt þrátefli er þannig að ná fótfestu og sú breiðfylking veit að besta leiðin er að auka aðkomu þjóðarinnar með beinu lýðræði sem felur í sér að tiltekið hlutfall kjósenda geti knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslu. Með slíku ákvæði í stjórnarskrá gæti þjóðin klárað þau mál sem þinginu er fyrirmunað og ríkisstjórnir síður komist upp með að svíkja kjósendur sína. Að lokum þetta: Á löngum ferli hefur Fjórflokkurinn átt ágæta spretti. En hann er hættur að bera virðingu fyrir uppsprettu valdsins sem liggur hjá þjóðinni. Þræðir hans liggja annað. Fyrir Fjórflokkinn er þjóðarvilji þannig ekki leiðsögn heldur vandamál og gengur þvert á þá þrönghagsmunapólitík sem hann rekur. Þetta er sá pólitíski ómöguleiki sem við búum við og hann þarf að kjósa burt.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar