Hinn pólítíski ómöguleiki Lýður Árnason skrifar 25. mars 2015 07:00 Ótrúlegar vendingar hafa fyrirgengist í íslenskum stjórnmálum frá hruni. Vinstri stjórnin flaggaði frelsiskyndli og virtist staðráðin í að lyfta þjóðinni upp úr sérhagsmunapólitík áranna á undan. Í þessu andrúmslofti var þjóðinni falið það verkefni að setja samfélaginu nýjan ramma með nýrri stjórnarskrá. En í stað þess að fylgja framtakinu kröftuglega úr hlaði ákvað ríkisstjórnin að hefja aðildarviðræður við ESB án þess að spyrja þjóðina. Þessi andlýðræðislega ákvörðun ónýtti allt kjörtímabilið enda rann þingmeirihlutinn á rassinn og megnaði hvorki að klára aðildarviðræðurnar né að staðfesta nýja stjórnarskrá samkvæmt þjóðarvilja. Hrunflokkarnir tóku við og lofuðu kjósendum þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald ESB-viðræðna. Nú eru efndir þessara kosningaloforða kallaðar pólitískur ómöguleiki. Var þessu fólki ekki ljóst þegar loforðin voru gefin að hugsanlega þyrfti það að vinna gegn sannfæringu sinni? Kviknaði kannski fyrst á perunni eftir kjördag? Eða helgar tilgangurinn meðalið? Frammistaða Fjórflokksins í ESB-málinu er einkar dapurleg. Fyrri ríkisstjórn hafnaði aðkomu þjóðarinnar og þessi endar í ráðherrasólói. Þjóðin er fórnarlamb þessa yfirgangs, hún hefur aldrei fengið að tjá hug sinn og situr nú uppi með þvingaða niðurstöðu, sundruð og með enn eitt þrætueplið á herðunum. Sem betur fer virðist vitundarvakning meðal fólks einmitt á þessu. Yngri kynslóðirnar eru þar í fararbroddi og nenna ekki að hlusta á afdankaða atvinnupólitíkusa reyna að sannfæra kjósendur um hluti sem augljóslega ganga ekki upp. Krafan um að uppræta pólitískt þrátefli er þannig að ná fótfestu og sú breiðfylking veit að besta leiðin er að auka aðkomu þjóðarinnar með beinu lýðræði sem felur í sér að tiltekið hlutfall kjósenda geti knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslu. Með slíku ákvæði í stjórnarskrá gæti þjóðin klárað þau mál sem þinginu er fyrirmunað og ríkisstjórnir síður komist upp með að svíkja kjósendur sína. Að lokum þetta: Á löngum ferli hefur Fjórflokkurinn átt ágæta spretti. En hann er hættur að bera virðingu fyrir uppsprettu valdsins sem liggur hjá þjóðinni. Þræðir hans liggja annað. Fyrir Fjórflokkinn er þjóðarvilji þannig ekki leiðsögn heldur vandamál og gengur þvert á þá þrönghagsmunapólitík sem hann rekur. Þetta er sá pólitíski ómöguleiki sem við búum við og hann þarf að kjósa burt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Ótrúlegar vendingar hafa fyrirgengist í íslenskum stjórnmálum frá hruni. Vinstri stjórnin flaggaði frelsiskyndli og virtist staðráðin í að lyfta þjóðinni upp úr sérhagsmunapólitík áranna á undan. Í þessu andrúmslofti var þjóðinni falið það verkefni að setja samfélaginu nýjan ramma með nýrri stjórnarskrá. En í stað þess að fylgja framtakinu kröftuglega úr hlaði ákvað ríkisstjórnin að hefja aðildarviðræður við ESB án þess að spyrja þjóðina. Þessi andlýðræðislega ákvörðun ónýtti allt kjörtímabilið enda rann þingmeirihlutinn á rassinn og megnaði hvorki að klára aðildarviðræðurnar né að staðfesta nýja stjórnarskrá samkvæmt þjóðarvilja. Hrunflokkarnir tóku við og lofuðu kjósendum þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald ESB-viðræðna. Nú eru efndir þessara kosningaloforða kallaðar pólitískur ómöguleiki. Var þessu fólki ekki ljóst þegar loforðin voru gefin að hugsanlega þyrfti það að vinna gegn sannfæringu sinni? Kviknaði kannski fyrst á perunni eftir kjördag? Eða helgar tilgangurinn meðalið? Frammistaða Fjórflokksins í ESB-málinu er einkar dapurleg. Fyrri ríkisstjórn hafnaði aðkomu þjóðarinnar og þessi endar í ráðherrasólói. Þjóðin er fórnarlamb þessa yfirgangs, hún hefur aldrei fengið að tjá hug sinn og situr nú uppi með þvingaða niðurstöðu, sundruð og með enn eitt þrætueplið á herðunum. Sem betur fer virðist vitundarvakning meðal fólks einmitt á þessu. Yngri kynslóðirnar eru þar í fararbroddi og nenna ekki að hlusta á afdankaða atvinnupólitíkusa reyna að sannfæra kjósendur um hluti sem augljóslega ganga ekki upp. Krafan um að uppræta pólitískt þrátefli er þannig að ná fótfestu og sú breiðfylking veit að besta leiðin er að auka aðkomu þjóðarinnar með beinu lýðræði sem felur í sér að tiltekið hlutfall kjósenda geti knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslu. Með slíku ákvæði í stjórnarskrá gæti þjóðin klárað þau mál sem þinginu er fyrirmunað og ríkisstjórnir síður komist upp með að svíkja kjósendur sína. Að lokum þetta: Á löngum ferli hefur Fjórflokkurinn átt ágæta spretti. En hann er hættur að bera virðingu fyrir uppsprettu valdsins sem liggur hjá þjóðinni. Þræðir hans liggja annað. Fyrir Fjórflokkinn er þjóðarvilji þannig ekki leiðsögn heldur vandamál og gengur þvert á þá þrönghagsmunapólitík sem hann rekur. Þetta er sá pólitíski ómöguleiki sem við búum við og hann þarf að kjósa burt.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun