Vor á hlutabréfamarkaði Sigríður Hrund Guðmundsdóttir skrifar 25. mars 2015 12:00 Nú hafa flest félög í Kauphöllinni birt ársuppgjör fyrir árið 2014 og aðalfundir standa yfir þessa dagana. Það er einkum áhugavert að sjá hvað arðgreiðslur skráðra félaga hafa aukist mikið nú á milli ára. Mörg félög hafa sett sér arðgreiðslustefnu og eru það jákvæðar fréttir. Félögin greiða þó út mismikinn arð og fer það eftir eðli rekstrar hjá hverju fyrirtæki fyrir sig, vaxtarmöguleikum og framtíðarhorfum. Alltof mörg rekstrarfélög hér á landi fyrir hrun greiddu lítinn sem engan arð og nýttu þess í stað afrakstur starfseminnar til þess að fjárfesta í alls óskyldri starfsemi sem leiddi til þess að stjórnendur misstu fókusinn á grunnrekstri með hörmulegum afleiðingum. Vonandi erum við búin að læra af reynslunni.Kröfur um arðgreiðslur Almennir fjárfestar á þroskuðum hlutabréfamörkuðum gera kröfu um arðgreiðslu þeirra fyrirtækja sem þeir fjárfesta í. Það gefur þeim m.a. möguleika á stöðugum tekjum sér og sínum til framfærslu án þess að þurfa að selja á misgóðu gengi. Þeir sem gagnrýna þetta segja að fjárfestar sem þurfa stöðugt tekjuflæði ættu frekar að fjárfesta í skuldabréfum eða þá að selja hlutabréfin þegar þeir þurfa pening. Aftur á móti gefa þau fyrirtæki sem greiða reglulega út arð ákveðin skilaboð til fjárfesta um stöðugan rekstrargrundvöll og góða stjórnarhætti. Sagan hefur einnig sýnt að fyrirtæki sem hafa ekki greitt út arð í gegnum árin fá jákvæða athygli þegar þau svo loks ákveða að greiða út arð og öfugt. Er arðgreiðslustefna og aukning arðgreiðslna íslenskra hlutafélaga þroskamerki? Fjárhagsstaða skráðra félaga er sterk um þessar mundir og það gefur augaleið að rekstrarfélög haldi sig við þann rekstur sem viðkomandi félög hafa sýnt fram á að hafa náð góðum tökum á og skilar hagnaði. Ef aukið fjármagn myndast í rekstri þessara fyrirtækja sem er ekki nauðsynlegt til eðlilegra fjárfestinga og rekstrar þeirra, liggur beinast við að því sem umfram er sé skilað til hluthafa í formi arðs og kaupum á eigin bréfum fremur en að stjórnendur, með stuðningi meirihlutaeigenda, finni sér ótengda fjárfestingarkosti eða fari í fjárfestingar sem eru mun áhættusamari en sá rekstur sem fyrir hendi er. Með öðrum orðum, skráð félög sem halda sig við það sem þau kunna best og gera mjög vel, styrkja hlutabréfamarkaðinn til muna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Nú hafa flest félög í Kauphöllinni birt ársuppgjör fyrir árið 2014 og aðalfundir standa yfir þessa dagana. Það er einkum áhugavert að sjá hvað arðgreiðslur skráðra félaga hafa aukist mikið nú á milli ára. Mörg félög hafa sett sér arðgreiðslustefnu og eru það jákvæðar fréttir. Félögin greiða þó út mismikinn arð og fer það eftir eðli rekstrar hjá hverju fyrirtæki fyrir sig, vaxtarmöguleikum og framtíðarhorfum. Alltof mörg rekstrarfélög hér á landi fyrir hrun greiddu lítinn sem engan arð og nýttu þess í stað afrakstur starfseminnar til þess að fjárfesta í alls óskyldri starfsemi sem leiddi til þess að stjórnendur misstu fókusinn á grunnrekstri með hörmulegum afleiðingum. Vonandi erum við búin að læra af reynslunni.Kröfur um arðgreiðslur Almennir fjárfestar á þroskuðum hlutabréfamörkuðum gera kröfu um arðgreiðslu þeirra fyrirtækja sem þeir fjárfesta í. Það gefur þeim m.a. möguleika á stöðugum tekjum sér og sínum til framfærslu án þess að þurfa að selja á misgóðu gengi. Þeir sem gagnrýna þetta segja að fjárfestar sem þurfa stöðugt tekjuflæði ættu frekar að fjárfesta í skuldabréfum eða þá að selja hlutabréfin þegar þeir þurfa pening. Aftur á móti gefa þau fyrirtæki sem greiða reglulega út arð ákveðin skilaboð til fjárfesta um stöðugan rekstrargrundvöll og góða stjórnarhætti. Sagan hefur einnig sýnt að fyrirtæki sem hafa ekki greitt út arð í gegnum árin fá jákvæða athygli þegar þau svo loks ákveða að greiða út arð og öfugt. Er arðgreiðslustefna og aukning arðgreiðslna íslenskra hlutafélaga þroskamerki? Fjárhagsstaða skráðra félaga er sterk um þessar mundir og það gefur augaleið að rekstrarfélög haldi sig við þann rekstur sem viðkomandi félög hafa sýnt fram á að hafa náð góðum tökum á og skilar hagnaði. Ef aukið fjármagn myndast í rekstri þessara fyrirtækja sem er ekki nauðsynlegt til eðlilegra fjárfestinga og rekstrar þeirra, liggur beinast við að því sem umfram er sé skilað til hluthafa í formi arðs og kaupum á eigin bréfum fremur en að stjórnendur, með stuðningi meirihlutaeigenda, finni sér ótengda fjárfestingarkosti eða fari í fjárfestingar sem eru mun áhættusamari en sá rekstur sem fyrir hendi er. Með öðrum orðum, skráð félög sem halda sig við það sem þau kunna best og gera mjög vel, styrkja hlutabréfamarkaðinn til muna.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun