Fjármunir verða að fylgja verkefnum Gunnar Þór Jónsson skrifar 24. mars 2015 07:00 Þessi yfirskrift fréttar í Fréttablaðinu 18./3. 2015 vakti athygli mína og varð til þess að ég rita þennan greinarstúf sem hefði þó átt með réttu að vera skrifaður 2007. En í umræddri frétt Fréttablaðsins fjallar blaðamaður um fjársvelt embætti ríkissaksóknara sem ekki hefur haft undan að afgreiða (ekki tímanlega a.m.k.) þann vaxandi fjölda mála er embættinu hafa borist undanfarin ár. Enda ekki við því að búast ef ekki koma til auknir fjármunir og mannafli til að sinna auknum verkefnum. Ríkisendurskoðun hefur gert athugasemd við þetta og mannréttindabrot hafa verið nefnd í þessu samhengi. Varð mér þá hugsað og ekki í fyrsta sinn til reglugerðar um heilsugæslustöðvar 787/2007. Þar í 1. kafla 3. gr. er fjallað um aðgengi: „Hver einstaklingur skal eiga rétt á skráningu á heilsugæslustöð í sinni heimabyggð, að jafnaði þá stöð sem er næst heimili hans. Einstaklingur skal að jafnaði skráður sem skjólstæðingur tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð og skal heilbrigðisstofnun sem heilsugæslustöð tilheyrir leitast við að tryggja það. Ef ekki reynist unnt að skrá einstakling sem skjólstæðing tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð skal þess þó gætt að hann njóti sambærilegrar þjónustu á stöðinni og aðrir.“ Þetta er mér sérstaklega ofarlega í huga þar sem á þessum tíma, 2007, var ég í læknaráði heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu. Við fjölluðum á fundi okkar um reglugerð þessa. Mér virtist hún vera fagnaðarefni þar sem hið opinbera viðurkenndi rétt þegna sinna til þjónustu á heilsugæslu. Ég taldi sjálfsagt að þar með myndu heilbrigðisyfirvöld tryggja mönnun heimilislækna til að sinna þessu fólki sem átti nú rétt á skráningu og þjónustu tiltekins læknis. Hvernig í ósköpunum ætti heilsugæslustöð annars að gæta þess og tryggja að hann nyti sömu þjónustu og aðrir? Ég taldi að þegar 1.500 skjólstæðingar væru skráðir á heilsugæslustöð (sem er viðmið Félags íslenskra heimilislækna um eðlilegan hámarksfjölda skjólstæðinga í samlagi heimilislæknis) en ekki ákveðinn heimilislækni, þá kæmi sjálfkrafa til nýtt stöðugildi heimilislæknis til að tryggja þeim sambærilega þjónustu og við þá sem skráðir voru fyrir á heimilislækna stövarinnar.Sjálfsögð mannréttindi Mér eldri og reyndari læknar sem sátu í læknaráðinu með mér voru ekki sama sinnis. Heilbrigðisyfirvöld hefðu ekki í hyggju að bregðast við auknum fjölda skjólstæðinga og þar með auknum verkefnum með því að bæta við heimilislæknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem þyrfti til að sinna þessum auknu verkefnum. Málið væri í augum hins opinbera leið til að fela vandann, fría sig ábyrgð og varpa ábyrgðinni á starfsfólk heilsugæslustöðva. Reglugerðin væri skýr, hver einstaklingur ætti bara rétt á skráningu á heilsugæslustöð og sambærilegri þjónustu við þá sem voru fyrir skráðir á lista heimilislækna stöðvarinnar. Þessir sömu kollegar mínir fullyrtu að þetta myndi leggja í rústir einn af grunnþáttum í starfsemi heimilislækna, þ.e. að heimilislæknir sinni afmörkuðum hóp skjólstæðinga. Þetta hefur því miður reynst rétt. Á þeirri heilsugæslustöð sem ég starfa eru nú þegar skráðir tæplega 5.000 einstaklingar á stöðina (steypuna) en ekki hefur bólað neitt á þeim 3 stöðugildum heimilislækna sem þyrfti til að þessir skjólstæðingar heilsugæslunnar gætu notið þjónustu tiltekins heimilislæknis, þ.e. verið skráðir í samlag heimilislæknis. Aðeins þannig væri unnt að tryggja þeim sambærilega þjónustu við aðra. Þeir yfirlæknar heilsugæslustöðva sem hafa ætlað að neita skjólstæðingum um skráningu og þjónustu á stöðvunum þar sem ekki væri mögulegt að sinna þeim með núverandi mönnun hafa mátt þola ávítur heilbrigðisyfirvalda. Ég vil nota tækifærið og biðja þessa kollega mína afsökunar á einfeldni minni. Þeirri einfeldni að halda að heilbrigðisyfirvöld meintu í raun eitthvað með reglugerðinni frá 2007, að þau meintu í raun eitthvað með því að vilja að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður notenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Eins og haft er eftir Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara í umræddri frétt Fréttablaðsins: „Það eina sem vantar er að það séu nægir peningar settir í verkefnið. Ef menn gera það ekki, er alveg eins gott að sleppa þessu.“ Ennfremur kom fram í viðtali við Sigríði í útvarpsfréttum að þetta væri spurning um mannréttindi. Enginn efast um réttmæti þess að tryggja þurfi embætti ríkissaksóknara fjármagn í samræmi við þau verkefni sem embættið á að sinna. Sama gildir um heilsugæsluna. Verkefnum þar þarf að fylgja fjármagn. Það eru sjálfsögð og eðlileg mannréttindi að allir hafi sinn ákveðna heimilislækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Þessi yfirskrift fréttar í Fréttablaðinu 18./3. 2015 vakti athygli mína og varð til þess að ég rita þennan greinarstúf sem hefði þó átt með réttu að vera skrifaður 2007. En í umræddri frétt Fréttablaðsins fjallar blaðamaður um fjársvelt embætti ríkissaksóknara sem ekki hefur haft undan að afgreiða (ekki tímanlega a.m.k.) þann vaxandi fjölda mála er embættinu hafa borist undanfarin ár. Enda ekki við því að búast ef ekki koma til auknir fjármunir og mannafli til að sinna auknum verkefnum. Ríkisendurskoðun hefur gert athugasemd við þetta og mannréttindabrot hafa verið nefnd í þessu samhengi. Varð mér þá hugsað og ekki í fyrsta sinn til reglugerðar um heilsugæslustöðvar 787/2007. Þar í 1. kafla 3. gr. er fjallað um aðgengi: „Hver einstaklingur skal eiga rétt á skráningu á heilsugæslustöð í sinni heimabyggð, að jafnaði þá stöð sem er næst heimili hans. Einstaklingur skal að jafnaði skráður sem skjólstæðingur tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð og skal heilbrigðisstofnun sem heilsugæslustöð tilheyrir leitast við að tryggja það. Ef ekki reynist unnt að skrá einstakling sem skjólstæðing tiltekins heilsugæslulæknis á heilsugæslustöð skal þess þó gætt að hann njóti sambærilegrar þjónustu á stöðinni og aðrir.“ Þetta er mér sérstaklega ofarlega í huga þar sem á þessum tíma, 2007, var ég í læknaráði heimilislækna á höfuðborgarsvæðinu. Við fjölluðum á fundi okkar um reglugerð þessa. Mér virtist hún vera fagnaðarefni þar sem hið opinbera viðurkenndi rétt þegna sinna til þjónustu á heilsugæslu. Ég taldi sjálfsagt að þar með myndu heilbrigðisyfirvöld tryggja mönnun heimilislækna til að sinna þessu fólki sem átti nú rétt á skráningu og þjónustu tiltekins læknis. Hvernig í ósköpunum ætti heilsugæslustöð annars að gæta þess og tryggja að hann nyti sömu þjónustu og aðrir? Ég taldi að þegar 1.500 skjólstæðingar væru skráðir á heilsugæslustöð (sem er viðmið Félags íslenskra heimilislækna um eðlilegan hámarksfjölda skjólstæðinga í samlagi heimilislæknis) en ekki ákveðinn heimilislækni, þá kæmi sjálfkrafa til nýtt stöðugildi heimilislæknis til að tryggja þeim sambærilega þjónustu og við þá sem skráðir voru fyrir á heimilislækna stövarinnar.Sjálfsögð mannréttindi Mér eldri og reyndari læknar sem sátu í læknaráðinu með mér voru ekki sama sinnis. Heilbrigðisyfirvöld hefðu ekki í hyggju að bregðast við auknum fjölda skjólstæðinga og þar með auknum verkefnum með því að bæta við heimilislæknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem þyrfti til að sinna þessum auknu verkefnum. Málið væri í augum hins opinbera leið til að fela vandann, fría sig ábyrgð og varpa ábyrgðinni á starfsfólk heilsugæslustöðva. Reglugerðin væri skýr, hver einstaklingur ætti bara rétt á skráningu á heilsugæslustöð og sambærilegri þjónustu við þá sem voru fyrir skráðir á lista heimilislækna stöðvarinnar. Þessir sömu kollegar mínir fullyrtu að þetta myndi leggja í rústir einn af grunnþáttum í starfsemi heimilislækna, þ.e. að heimilislæknir sinni afmörkuðum hóp skjólstæðinga. Þetta hefur því miður reynst rétt. Á þeirri heilsugæslustöð sem ég starfa eru nú þegar skráðir tæplega 5.000 einstaklingar á stöðina (steypuna) en ekki hefur bólað neitt á þeim 3 stöðugildum heimilislækna sem þyrfti til að þessir skjólstæðingar heilsugæslunnar gætu notið þjónustu tiltekins heimilislæknis, þ.e. verið skráðir í samlag heimilislæknis. Aðeins þannig væri unnt að tryggja þeim sambærilega þjónustu við aðra. Þeir yfirlæknar heilsugæslustöðva sem hafa ætlað að neita skjólstæðingum um skráningu og þjónustu á stöðvunum þar sem ekki væri mögulegt að sinna þeim með núverandi mönnun hafa mátt þola ávítur heilbrigðisyfirvalda. Ég vil nota tækifærið og biðja þessa kollega mína afsökunar á einfeldni minni. Þeirri einfeldni að halda að heilbrigðisyfirvöld meintu í raun eitthvað með reglugerðinni frá 2007, að þau meintu í raun eitthvað með því að vilja að heilsugæslan sé fyrsti viðkomustaður notenda heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Eins og haft er eftir Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara í umræddri frétt Fréttablaðsins: „Það eina sem vantar er að það séu nægir peningar settir í verkefnið. Ef menn gera það ekki, er alveg eins gott að sleppa þessu.“ Ennfremur kom fram í viðtali við Sigríði í útvarpsfréttum að þetta væri spurning um mannréttindi. Enginn efast um réttmæti þess að tryggja þurfi embætti ríkissaksóknara fjármagn í samræmi við þau verkefni sem embættið á að sinna. Sama gildir um heilsugæsluna. Verkefnum þar þarf að fylgja fjármagn. Það eru sjálfsögð og eðlileg mannréttindi að allir hafi sinn ákveðna heimilislækni.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar