Innlent

Lofa fögru en lítið um efndir

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Ótækt er að einungis sjálfboðaliðar beri málefni hinsegin fólks uppi.
Ótækt er að einungis sjálfboðaliðar beri málefni hinsegin fólks uppi.
„Stefna er einskis virði án fjármagns til framkvæmda,“ sagði Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður Samtakanna '78, í ávarpi sínu á aðalfundi samtakanna um helgina. Hann segir að fagri stefnu ríkis og sveitarfélaga verði að fylgja fjármagn og að það sé ósanngjarnt að sjálfboðaliðar beri starfið á herðum sínum.

Samtökin '78 eru eina stofnunin á Íslandi sem býr yfir sérfræðiþekkingu og veitir aðstoð í málefnum hinsegin fólks en mikill þrýstingur er á samtökin af hálfu hins opinbera án þess að viðunandi fjármagn fáist. „Stjórnmálamenn eru mjög duglegir við að lofa öllu fögru fyrir kosningar en svo er oft lítið um efndir eftir þær,“ segir Hilmar.

Ný stjórn Samtakanna 78' er skipuð þeim Hilmari Hildarsyni Magnúsarsyni, formanni, Maríu Rut Kristinsdóttur, varaformanni, Jósef S. Gunnarssyni, ritara, Steinu Dögg Vigfúsdóttur, gjaldkera, Aldísi Þorbjörgu Ólafsdóttur, alþjóðafulltrúa, Kitty Anderson, meðstjórnanda og Matthew Deaves, meðstjórnanda.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.