Menntun – réttlátara samfélag Ólafur Hjörtur Sigurjónsson skrifar 20. mars 2015 00:00 Vaxandi tekjumunur meðal þjóða heimsins hefur víðtæk áhrif á samfélag okkar og efnahag. Aukið misrétti veldur efnahagslegum samdrætti og helsta skýringin er sú að sá hluti samfélagsins sem stendur höllum fæti getur ekki fjárfest í menntun. Aðgerðir sem draga úr ójöfnuði skapa bæði réttlátara samfélag og sterkari efnahag. Þetta er meginniðurstaða í nýrri skýrslu frá OECD sem var birt 9. desember síðastliðinn. Vert er að hugleiða þetta vegna þess að ójöfnuður hefur gríðarleg áhrif á menntun og þar með lífsafkomu fólks. Verulegur tekjuójöfnuður hefur mikil neikvæð áhrif á efnahag ríkja samkvæmt rannsóknum OECD. Hvernig getur staðið á þessu? Helsta skýringin er þessi: ójöfnuður hindrar að hæfni manna geti vaxið, tækifæri til menntunar minnka, hreyfanleiki einstaklinga minnkar. Ójöfnuður veldur tjóni til framtíðar vegna niðurbrots menntunar. En hvað segir þetta okkur? Aðgerðir sem draga úr ójöfnuði gera samfélagið ekki aðeins réttlátara heldur líka auðugra. Aðgerðirnar eru ekki eingöngu til þess að færa fjármagn milli hópa. Þetta snýst jafnframt um opinbera þjónustu fyrir alla aldurshópa, öflugt menntakerfi fyrir alla og gott heilbrigðiskerfi. Menntun stuðlar að því að einstaklingur nær að þroska hæfileika sína og mannlega færni sem þátttakandi í samfélaginu. Hún er kjarninn í þroska einstaklinga og samfélaga. Markmið menntunar er að sérhvert okkar þroski hæfileika sína til fullnustu, örvi frumkvæði og nýsköpun og taki ábyrgð á eigin lífi, umhverfi og náttúru. Þess vegna eigum við að tryggja að menntun sé aðgengileg öllum frá barnæsku til fullorðinsára án hindrana og íþyngjandi útgjalda. Höfum ávallt í huga að: menntun skapar grunn jafnréttis í samfélögum menntun er afar þýðingarmikil opinber þjónusta menntun er ekki aðeins upplýsandi, heldur gerir hún fólki m.a. kleift að taka þátt í þjóðfélags- og efnahagsumbótum í samfélaginu Ef við notum vitneskju okkar úr fyrirliggjandi skýrslum og rannsóknum um þau úrlausnarefni varðandi jöfnuð og menntun sem við nú stöndum frammi fyrir, getum við leyst úr ágreiningi og átökum, sigrast á fátækt og fáfræði, forðast mengun og eyðingu vistkerfa og stuðlað að réttlátara samfélagi fyrir okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Vaxandi tekjumunur meðal þjóða heimsins hefur víðtæk áhrif á samfélag okkar og efnahag. Aukið misrétti veldur efnahagslegum samdrætti og helsta skýringin er sú að sá hluti samfélagsins sem stendur höllum fæti getur ekki fjárfest í menntun. Aðgerðir sem draga úr ójöfnuði skapa bæði réttlátara samfélag og sterkari efnahag. Þetta er meginniðurstaða í nýrri skýrslu frá OECD sem var birt 9. desember síðastliðinn. Vert er að hugleiða þetta vegna þess að ójöfnuður hefur gríðarleg áhrif á menntun og þar með lífsafkomu fólks. Verulegur tekjuójöfnuður hefur mikil neikvæð áhrif á efnahag ríkja samkvæmt rannsóknum OECD. Hvernig getur staðið á þessu? Helsta skýringin er þessi: ójöfnuður hindrar að hæfni manna geti vaxið, tækifæri til menntunar minnka, hreyfanleiki einstaklinga minnkar. Ójöfnuður veldur tjóni til framtíðar vegna niðurbrots menntunar. En hvað segir þetta okkur? Aðgerðir sem draga úr ójöfnuði gera samfélagið ekki aðeins réttlátara heldur líka auðugra. Aðgerðirnar eru ekki eingöngu til þess að færa fjármagn milli hópa. Þetta snýst jafnframt um opinbera þjónustu fyrir alla aldurshópa, öflugt menntakerfi fyrir alla og gott heilbrigðiskerfi. Menntun stuðlar að því að einstaklingur nær að þroska hæfileika sína og mannlega færni sem þátttakandi í samfélaginu. Hún er kjarninn í þroska einstaklinga og samfélaga. Markmið menntunar er að sérhvert okkar þroski hæfileika sína til fullnustu, örvi frumkvæði og nýsköpun og taki ábyrgð á eigin lífi, umhverfi og náttúru. Þess vegna eigum við að tryggja að menntun sé aðgengileg öllum frá barnæsku til fullorðinsára án hindrana og íþyngjandi útgjalda. Höfum ávallt í huga að: menntun skapar grunn jafnréttis í samfélögum menntun er afar þýðingarmikil opinber þjónusta menntun er ekki aðeins upplýsandi, heldur gerir hún fólki m.a. kleift að taka þátt í þjóðfélags- og efnahagsumbótum í samfélaginu Ef við notum vitneskju okkar úr fyrirliggjandi skýrslum og rannsóknum um þau úrlausnarefni varðandi jöfnuð og menntun sem við nú stöndum frammi fyrir, getum við leyst úr ágreiningi og átökum, sigrast á fátækt og fáfræði, forðast mengun og eyðingu vistkerfa og stuðlað að réttlátara samfélagi fyrir okkur öll.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun