Vasapeningakerfi sviptir aldraða sjálfræði 16. mars 2015 07:00 Lengi hefur verið baraáttumál aldraðra að fá afnumið vasapeningakerfi á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Fréttablaðið/Valli „Með þessu kerfi er fólk svipt sjálfræði þegar það flyst inn á hjúkrunarheimili,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, um núverandi greiðslukerfi á dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Þórunn segir kerfið fyrir löngu vera úrelt og það sé réttlætismál að tekið verði upp nýtt. Kerfið er stundum nefnt vasapeningakerfi en það hefur um árabil verið eitt helsta baráttumál aldraðra að fá því breytt. Núverandi kerfi er þannig að þegar einstaklingur flytur inn á dvalar- eða hjúkrunarheimili þá greiðist lífeyrir viðkomandi frá Tryggingastofnun inn á heimilið en hámarks þátttaka í dvalarkostnaði er 354.902 krónur en ef tekjur eru undir 74.696 á mánuði eftir skatt þá tekur íbúi ekki þátt í dvalarkostnaði sínum. Viðkomandi fær svo vasapening úthlutað frá Tryggingarstofnun sem er að hámarki 53.354 krónur á mánuði. Vasapeningar eru tekjutengdir og falla alveg niður ef tekjur ná 82.083 krónum á mánuði.Þórunn SveinbjörnsdóttirInnan velferðarráðuneytisins hefur frá árinu 2011 verið starfrækt nefnd um flutning málefna aldraðra til sveitarfélaga þar sem breyting á þessu kerfi er meðal þess sem er verið að skoða. Snýr það þá að því að endurskoða frá grunni fyrirkomulag greiðslna einstaklinga sem búa á hjúkrunarheimilum. Í stað þess að allar lífeyrisgreiðslur fari í gegnum Tryggingastofnun, líkt og gert er nú, þá er gert ráð fyrir að einstaklingar fái greiðslurnar beint eins og aðrir lífeyrisþegar og greiði sjálfir fyrir þjónustu á hjúkrunarheimilum í samræmi við kostnað. Er það fyrirkomulag talið skapa forsendur fyrir auknu valfrelsi einstaklinga til að ákveða hvaða þjónustu þeir vilji á hjúkrunarheimilum. Einstaklingar á hjúkrunarheimilum myndu þá greiða húsaleigu og annan kostnað, sömuleiðis lyf og sérfræðilæknaþjónustu eftir almennum reglum. Flytjist þjónustan til sveitarfélaganna þá myndu hins vegar laun starfsmanna vera greidd af sveitarfélögunum. Slík kerfi eru við lýði víðs vegar á Norðurlöndum, til dæmis í Danmörku og hefur nefndin kynnt sér það kerfi til samanburðar.Eygló HarðardóttirEygló Harðardóttir, húsnæðis- og félagsmálaráðherra, telur rétt að huga að breytingu á kerfinu. „Hugað hefur verið að tillögum um nýtt greiðslukerfi sem myndi byggjast á því að einstaklingar greiddu milliliðalaust fyrir alla þá þjónustu sem þeir fá á hjúkrunarheimilum nema heilbrigðisþjónustu og aðra umönnun, þ.e. mat, þrif, þvott, tómstundastarf og húsaleigu. Þættir sem gætu haft áhrif á húsnæðiskostnað væru meðal annars stærð og gæði húsnæðis og tekju- og eignastaða einstaklinga,“ segir hún. „Þetta vasapeningakerfi er úrelt á Norðurlöndunum og löngu hætt þar. Öll sambönd eldri borgara hér á landi hafa beðið um að þessu verði breytt. Ég vil fá norræna kerfið þar sem þú færð bara peninginn í hendurnar og þá hefur viðkomandi oft meira valfrelsi um það hvernig peningunum er ráðstafað. Þetta verður að vera svolítið einstaklingsmiðað.“ Eygló segir að vitanlega séu líka deildir, svo sem fyrir Alzheimer-sjúka, þar sem þetta sé erfiðara. „En þá eru það aðstandendur sem eiga að fá að sjá um þetta,“ segir hún. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Með þessu kerfi er fólk svipt sjálfræði þegar það flyst inn á hjúkrunarheimili,“ segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, um núverandi greiðslukerfi á dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Þórunn segir kerfið fyrir löngu vera úrelt og það sé réttlætismál að tekið verði upp nýtt. Kerfið er stundum nefnt vasapeningakerfi en það hefur um árabil verið eitt helsta baráttumál aldraðra að fá því breytt. Núverandi kerfi er þannig að þegar einstaklingur flytur inn á dvalar- eða hjúkrunarheimili þá greiðist lífeyrir viðkomandi frá Tryggingastofnun inn á heimilið en hámarks þátttaka í dvalarkostnaði er 354.902 krónur en ef tekjur eru undir 74.696 á mánuði eftir skatt þá tekur íbúi ekki þátt í dvalarkostnaði sínum. Viðkomandi fær svo vasapening úthlutað frá Tryggingarstofnun sem er að hámarki 53.354 krónur á mánuði. Vasapeningar eru tekjutengdir og falla alveg niður ef tekjur ná 82.083 krónum á mánuði.Þórunn SveinbjörnsdóttirInnan velferðarráðuneytisins hefur frá árinu 2011 verið starfrækt nefnd um flutning málefna aldraðra til sveitarfélaga þar sem breyting á þessu kerfi er meðal þess sem er verið að skoða. Snýr það þá að því að endurskoða frá grunni fyrirkomulag greiðslna einstaklinga sem búa á hjúkrunarheimilum. Í stað þess að allar lífeyrisgreiðslur fari í gegnum Tryggingastofnun, líkt og gert er nú, þá er gert ráð fyrir að einstaklingar fái greiðslurnar beint eins og aðrir lífeyrisþegar og greiði sjálfir fyrir þjónustu á hjúkrunarheimilum í samræmi við kostnað. Er það fyrirkomulag talið skapa forsendur fyrir auknu valfrelsi einstaklinga til að ákveða hvaða þjónustu þeir vilji á hjúkrunarheimilum. Einstaklingar á hjúkrunarheimilum myndu þá greiða húsaleigu og annan kostnað, sömuleiðis lyf og sérfræðilæknaþjónustu eftir almennum reglum. Flytjist þjónustan til sveitarfélaganna þá myndu hins vegar laun starfsmanna vera greidd af sveitarfélögunum. Slík kerfi eru við lýði víðs vegar á Norðurlöndum, til dæmis í Danmörku og hefur nefndin kynnt sér það kerfi til samanburðar.Eygló HarðardóttirEygló Harðardóttir, húsnæðis- og félagsmálaráðherra, telur rétt að huga að breytingu á kerfinu. „Hugað hefur verið að tillögum um nýtt greiðslukerfi sem myndi byggjast á því að einstaklingar greiddu milliliðalaust fyrir alla þá þjónustu sem þeir fá á hjúkrunarheimilum nema heilbrigðisþjónustu og aðra umönnun, þ.e. mat, þrif, þvott, tómstundastarf og húsaleigu. Þættir sem gætu haft áhrif á húsnæðiskostnað væru meðal annars stærð og gæði húsnæðis og tekju- og eignastaða einstaklinga,“ segir hún. „Þetta vasapeningakerfi er úrelt á Norðurlöndunum og löngu hætt þar. Öll sambönd eldri borgara hér á landi hafa beðið um að þessu verði breytt. Ég vil fá norræna kerfið þar sem þú færð bara peninginn í hendurnar og þá hefur viðkomandi oft meira valfrelsi um það hvernig peningunum er ráðstafað. Þetta verður að vera svolítið einstaklingsmiðað.“ Eygló segir að vitanlega séu líka deildir, svo sem fyrir Alzheimer-sjúka, þar sem þetta sé erfiðara. „En þá eru það aðstandendur sem eiga að fá að sjá um þetta,“ segir hún.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira