Alvöru íbúalýðræði Hróbjartur Örn Guðmundsson skrifar 12. mars 2015 07:00 Flestir gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu en það er ekki sama hvernig það er gert. Borgaryfirvöld hafa ráðist af miklu kappi í þetta verkefni en virðast ætla að gera það án nokkurs samráðs við íbúana sem þeir eiga að vera að vinna fyrir. Kjósendur fá að greiða atkvæði einu sinni á ári um hvort eigi að mála leiktæki eða bæta lýsingu á einhverju leiksvæðinu en hafa ekkert um það að segja hvort verktaki fái að byggja himinháa turna í hverfinu með tilheyrandi vindhviðum og skuggamyndun líkt og gerðist í Borgartúninu. Á Lýsisreitnum í Vesturbænum er svipaða sögu að segja þar sem verktakinn, Þingvangur, hefur fengið að haga sér eins og fíll í postulínsbúð. Íbúar mótmæltu þessum framkvæmdum árið 2006 og vöruðu við hæð þessara húsa og bílastæðaskorti og aftur þegar framkvæmdir voru að hefjast síðasta vetur. Sprengingarnar sem áttu sér stað í byrjun síðasta árs ollu skemmdum á húsum í nágrenninu og lofaði verktakinn að þetta yrði bætt en ekkert hefur gerst í því og þegar sendar eru fyrirspurnir um málið til Þingvangs er engu svarað. Sömu sögu er að segja af umboðsmanni borgarbúa, sem maður hefði haldið að ætti að gæta réttar okkar, og lögreglan neitar að taka við kærum vegna eignatjóns líkt og verktakar þurfi ekki að fara að lögum. Ekki hafa allir íbúar efni á eða tíma til að standa í löngu lögfræðivafstri til að ná fram rétti sínum. Litlu skiptir hverjir sitja við stjórnvölinn hjá borginni hvað þessi mál varðar. Væri ekki eðlilegra að íbúar á hverju svæði fái að taka þátt í að móta sitt nærumhverfi, njóti alvöru íbúalýðræðis, og að hlustað sé á raddir okkar í stóru málunum en ekki bara í þeim smáu? Eiga borgarfulltrúar ekki að gæta hagsmuna okkar frekar en verktaka? Ef ekki verður breyting á vinnubrögðum borgarinnar er ekki annað hægt en að vara íbúa við þegar farið er að tala um þéttingu byggðar í þeirra hverfi. Þeir gætu þurft að sitja uppi með töluvert tjón á fasteignum sínum sem ekki verður bætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Flestir gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu en það er ekki sama hvernig það er gert. Borgaryfirvöld hafa ráðist af miklu kappi í þetta verkefni en virðast ætla að gera það án nokkurs samráðs við íbúana sem þeir eiga að vera að vinna fyrir. Kjósendur fá að greiða atkvæði einu sinni á ári um hvort eigi að mála leiktæki eða bæta lýsingu á einhverju leiksvæðinu en hafa ekkert um það að segja hvort verktaki fái að byggja himinháa turna í hverfinu með tilheyrandi vindhviðum og skuggamyndun líkt og gerðist í Borgartúninu. Á Lýsisreitnum í Vesturbænum er svipaða sögu að segja þar sem verktakinn, Þingvangur, hefur fengið að haga sér eins og fíll í postulínsbúð. Íbúar mótmæltu þessum framkvæmdum árið 2006 og vöruðu við hæð þessara húsa og bílastæðaskorti og aftur þegar framkvæmdir voru að hefjast síðasta vetur. Sprengingarnar sem áttu sér stað í byrjun síðasta árs ollu skemmdum á húsum í nágrenninu og lofaði verktakinn að þetta yrði bætt en ekkert hefur gerst í því og þegar sendar eru fyrirspurnir um málið til Þingvangs er engu svarað. Sömu sögu er að segja af umboðsmanni borgarbúa, sem maður hefði haldið að ætti að gæta réttar okkar, og lögreglan neitar að taka við kærum vegna eignatjóns líkt og verktakar þurfi ekki að fara að lögum. Ekki hafa allir íbúar efni á eða tíma til að standa í löngu lögfræðivafstri til að ná fram rétti sínum. Litlu skiptir hverjir sitja við stjórnvölinn hjá borginni hvað þessi mál varðar. Væri ekki eðlilegra að íbúar á hverju svæði fái að taka þátt í að móta sitt nærumhverfi, njóti alvöru íbúalýðræðis, og að hlustað sé á raddir okkar í stóru málunum en ekki bara í þeim smáu? Eiga borgarfulltrúar ekki að gæta hagsmuna okkar frekar en verktaka? Ef ekki verður breyting á vinnubrögðum borgarinnar er ekki annað hægt en að vara íbúa við þegar farið er að tala um þéttingu byggðar í þeirra hverfi. Þeir gætu þurft að sitja uppi með töluvert tjón á fasteignum sínum sem ekki verður bætt.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar