Alvöru íbúalýðræði Hróbjartur Örn Guðmundsson skrifar 12. mars 2015 07:00 Flestir gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu en það er ekki sama hvernig það er gert. Borgaryfirvöld hafa ráðist af miklu kappi í þetta verkefni en virðast ætla að gera það án nokkurs samráðs við íbúana sem þeir eiga að vera að vinna fyrir. Kjósendur fá að greiða atkvæði einu sinni á ári um hvort eigi að mála leiktæki eða bæta lýsingu á einhverju leiksvæðinu en hafa ekkert um það að segja hvort verktaki fái að byggja himinháa turna í hverfinu með tilheyrandi vindhviðum og skuggamyndun líkt og gerðist í Borgartúninu. Á Lýsisreitnum í Vesturbænum er svipaða sögu að segja þar sem verktakinn, Þingvangur, hefur fengið að haga sér eins og fíll í postulínsbúð. Íbúar mótmæltu þessum framkvæmdum árið 2006 og vöruðu við hæð þessara húsa og bílastæðaskorti og aftur þegar framkvæmdir voru að hefjast síðasta vetur. Sprengingarnar sem áttu sér stað í byrjun síðasta árs ollu skemmdum á húsum í nágrenninu og lofaði verktakinn að þetta yrði bætt en ekkert hefur gerst í því og þegar sendar eru fyrirspurnir um málið til Þingvangs er engu svarað. Sömu sögu er að segja af umboðsmanni borgarbúa, sem maður hefði haldið að ætti að gæta réttar okkar, og lögreglan neitar að taka við kærum vegna eignatjóns líkt og verktakar þurfi ekki að fara að lögum. Ekki hafa allir íbúar efni á eða tíma til að standa í löngu lögfræðivafstri til að ná fram rétti sínum. Litlu skiptir hverjir sitja við stjórnvölinn hjá borginni hvað þessi mál varðar. Væri ekki eðlilegra að íbúar á hverju svæði fái að taka þátt í að móta sitt nærumhverfi, njóti alvöru íbúalýðræðis, og að hlustað sé á raddir okkar í stóru málunum en ekki bara í þeim smáu? Eiga borgarfulltrúar ekki að gæta hagsmuna okkar frekar en verktaka? Ef ekki verður breyting á vinnubrögðum borgarinnar er ekki annað hægt en að vara íbúa við þegar farið er að tala um þéttingu byggðar í þeirra hverfi. Þeir gætu þurft að sitja uppi með töluvert tjón á fasteignum sínum sem ekki verður bætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Flestir gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu en það er ekki sama hvernig það er gert. Borgaryfirvöld hafa ráðist af miklu kappi í þetta verkefni en virðast ætla að gera það án nokkurs samráðs við íbúana sem þeir eiga að vera að vinna fyrir. Kjósendur fá að greiða atkvæði einu sinni á ári um hvort eigi að mála leiktæki eða bæta lýsingu á einhverju leiksvæðinu en hafa ekkert um það að segja hvort verktaki fái að byggja himinháa turna í hverfinu með tilheyrandi vindhviðum og skuggamyndun líkt og gerðist í Borgartúninu. Á Lýsisreitnum í Vesturbænum er svipaða sögu að segja þar sem verktakinn, Þingvangur, hefur fengið að haga sér eins og fíll í postulínsbúð. Íbúar mótmæltu þessum framkvæmdum árið 2006 og vöruðu við hæð þessara húsa og bílastæðaskorti og aftur þegar framkvæmdir voru að hefjast síðasta vetur. Sprengingarnar sem áttu sér stað í byrjun síðasta árs ollu skemmdum á húsum í nágrenninu og lofaði verktakinn að þetta yrði bætt en ekkert hefur gerst í því og þegar sendar eru fyrirspurnir um málið til Þingvangs er engu svarað. Sömu sögu er að segja af umboðsmanni borgarbúa, sem maður hefði haldið að ætti að gæta réttar okkar, og lögreglan neitar að taka við kærum vegna eignatjóns líkt og verktakar þurfi ekki að fara að lögum. Ekki hafa allir íbúar efni á eða tíma til að standa í löngu lögfræðivafstri til að ná fram rétti sínum. Litlu skiptir hverjir sitja við stjórnvölinn hjá borginni hvað þessi mál varðar. Væri ekki eðlilegra að íbúar á hverju svæði fái að taka þátt í að móta sitt nærumhverfi, njóti alvöru íbúalýðræðis, og að hlustað sé á raddir okkar í stóru málunum en ekki bara í þeim smáu? Eiga borgarfulltrúar ekki að gæta hagsmuna okkar frekar en verktaka? Ef ekki verður breyting á vinnubrögðum borgarinnar er ekki annað hægt en að vara íbúa við þegar farið er að tala um þéttingu byggðar í þeirra hverfi. Þeir gætu þurft að sitja uppi með töluvert tjón á fasteignum sínum sem ekki verður bætt.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun