Alvöru íbúalýðræði Hróbjartur Örn Guðmundsson skrifar 12. mars 2015 07:00 Flestir gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu en það er ekki sama hvernig það er gert. Borgaryfirvöld hafa ráðist af miklu kappi í þetta verkefni en virðast ætla að gera það án nokkurs samráðs við íbúana sem þeir eiga að vera að vinna fyrir. Kjósendur fá að greiða atkvæði einu sinni á ári um hvort eigi að mála leiktæki eða bæta lýsingu á einhverju leiksvæðinu en hafa ekkert um það að segja hvort verktaki fái að byggja himinháa turna í hverfinu með tilheyrandi vindhviðum og skuggamyndun líkt og gerðist í Borgartúninu. Á Lýsisreitnum í Vesturbænum er svipaða sögu að segja þar sem verktakinn, Þingvangur, hefur fengið að haga sér eins og fíll í postulínsbúð. Íbúar mótmæltu þessum framkvæmdum árið 2006 og vöruðu við hæð þessara húsa og bílastæðaskorti og aftur þegar framkvæmdir voru að hefjast síðasta vetur. Sprengingarnar sem áttu sér stað í byrjun síðasta árs ollu skemmdum á húsum í nágrenninu og lofaði verktakinn að þetta yrði bætt en ekkert hefur gerst í því og þegar sendar eru fyrirspurnir um málið til Þingvangs er engu svarað. Sömu sögu er að segja af umboðsmanni borgarbúa, sem maður hefði haldið að ætti að gæta réttar okkar, og lögreglan neitar að taka við kærum vegna eignatjóns líkt og verktakar þurfi ekki að fara að lögum. Ekki hafa allir íbúar efni á eða tíma til að standa í löngu lögfræðivafstri til að ná fram rétti sínum. Litlu skiptir hverjir sitja við stjórnvölinn hjá borginni hvað þessi mál varðar. Væri ekki eðlilegra að íbúar á hverju svæði fái að taka þátt í að móta sitt nærumhverfi, njóti alvöru íbúalýðræðis, og að hlustað sé á raddir okkar í stóru málunum en ekki bara í þeim smáu? Eiga borgarfulltrúar ekki að gæta hagsmuna okkar frekar en verktaka? Ef ekki verður breyting á vinnubrögðum borgarinnar er ekki annað hægt en að vara íbúa við þegar farið er að tala um þéttingu byggðar í þeirra hverfi. Þeir gætu þurft að sitja uppi með töluvert tjón á fasteignum sínum sem ekki verður bætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu en það er ekki sama hvernig það er gert. Borgaryfirvöld hafa ráðist af miklu kappi í þetta verkefni en virðast ætla að gera það án nokkurs samráðs við íbúana sem þeir eiga að vera að vinna fyrir. Kjósendur fá að greiða atkvæði einu sinni á ári um hvort eigi að mála leiktæki eða bæta lýsingu á einhverju leiksvæðinu en hafa ekkert um það að segja hvort verktaki fái að byggja himinháa turna í hverfinu með tilheyrandi vindhviðum og skuggamyndun líkt og gerðist í Borgartúninu. Á Lýsisreitnum í Vesturbænum er svipaða sögu að segja þar sem verktakinn, Þingvangur, hefur fengið að haga sér eins og fíll í postulínsbúð. Íbúar mótmæltu þessum framkvæmdum árið 2006 og vöruðu við hæð þessara húsa og bílastæðaskorti og aftur þegar framkvæmdir voru að hefjast síðasta vetur. Sprengingarnar sem áttu sér stað í byrjun síðasta árs ollu skemmdum á húsum í nágrenninu og lofaði verktakinn að þetta yrði bætt en ekkert hefur gerst í því og þegar sendar eru fyrirspurnir um málið til Þingvangs er engu svarað. Sömu sögu er að segja af umboðsmanni borgarbúa, sem maður hefði haldið að ætti að gæta réttar okkar, og lögreglan neitar að taka við kærum vegna eignatjóns líkt og verktakar þurfi ekki að fara að lögum. Ekki hafa allir íbúar efni á eða tíma til að standa í löngu lögfræðivafstri til að ná fram rétti sínum. Litlu skiptir hverjir sitja við stjórnvölinn hjá borginni hvað þessi mál varðar. Væri ekki eðlilegra að íbúar á hverju svæði fái að taka þátt í að móta sitt nærumhverfi, njóti alvöru íbúalýðræðis, og að hlustað sé á raddir okkar í stóru málunum en ekki bara í þeim smáu? Eiga borgarfulltrúar ekki að gæta hagsmuna okkar frekar en verktaka? Ef ekki verður breyting á vinnubrögðum borgarinnar er ekki annað hægt en að vara íbúa við þegar farið er að tala um þéttingu byggðar í þeirra hverfi. Þeir gætu þurft að sitja uppi með töluvert tjón á fasteignum sínum sem ekki verður bætt.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun