Alvöru íbúalýðræði Hróbjartur Örn Guðmundsson skrifar 12. mars 2015 07:00 Flestir gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu en það er ekki sama hvernig það er gert. Borgaryfirvöld hafa ráðist af miklu kappi í þetta verkefni en virðast ætla að gera það án nokkurs samráðs við íbúana sem þeir eiga að vera að vinna fyrir. Kjósendur fá að greiða atkvæði einu sinni á ári um hvort eigi að mála leiktæki eða bæta lýsingu á einhverju leiksvæðinu en hafa ekkert um það að segja hvort verktaki fái að byggja himinháa turna í hverfinu með tilheyrandi vindhviðum og skuggamyndun líkt og gerðist í Borgartúninu. Á Lýsisreitnum í Vesturbænum er svipaða sögu að segja þar sem verktakinn, Þingvangur, hefur fengið að haga sér eins og fíll í postulínsbúð. Íbúar mótmæltu þessum framkvæmdum árið 2006 og vöruðu við hæð þessara húsa og bílastæðaskorti og aftur þegar framkvæmdir voru að hefjast síðasta vetur. Sprengingarnar sem áttu sér stað í byrjun síðasta árs ollu skemmdum á húsum í nágrenninu og lofaði verktakinn að þetta yrði bætt en ekkert hefur gerst í því og þegar sendar eru fyrirspurnir um málið til Þingvangs er engu svarað. Sömu sögu er að segja af umboðsmanni borgarbúa, sem maður hefði haldið að ætti að gæta réttar okkar, og lögreglan neitar að taka við kærum vegna eignatjóns líkt og verktakar þurfi ekki að fara að lögum. Ekki hafa allir íbúar efni á eða tíma til að standa í löngu lögfræðivafstri til að ná fram rétti sínum. Litlu skiptir hverjir sitja við stjórnvölinn hjá borginni hvað þessi mál varðar. Væri ekki eðlilegra að íbúar á hverju svæði fái að taka þátt í að móta sitt nærumhverfi, njóti alvöru íbúalýðræðis, og að hlustað sé á raddir okkar í stóru málunum en ekki bara í þeim smáu? Eiga borgarfulltrúar ekki að gæta hagsmuna okkar frekar en verktaka? Ef ekki verður breyting á vinnubrögðum borgarinnar er ekki annað hægt en að vara íbúa við þegar farið er að tala um þéttingu byggðar í þeirra hverfi. Þeir gætu þurft að sitja uppi með töluvert tjón á fasteignum sínum sem ekki verður bætt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Flestir gera sér grein fyrir því hversu mikilvægt það er að þétta byggð á höfuðborgarsvæðinu en það er ekki sama hvernig það er gert. Borgaryfirvöld hafa ráðist af miklu kappi í þetta verkefni en virðast ætla að gera það án nokkurs samráðs við íbúana sem þeir eiga að vera að vinna fyrir. Kjósendur fá að greiða atkvæði einu sinni á ári um hvort eigi að mála leiktæki eða bæta lýsingu á einhverju leiksvæðinu en hafa ekkert um það að segja hvort verktaki fái að byggja himinháa turna í hverfinu með tilheyrandi vindhviðum og skuggamyndun líkt og gerðist í Borgartúninu. Á Lýsisreitnum í Vesturbænum er svipaða sögu að segja þar sem verktakinn, Þingvangur, hefur fengið að haga sér eins og fíll í postulínsbúð. Íbúar mótmæltu þessum framkvæmdum árið 2006 og vöruðu við hæð þessara húsa og bílastæðaskorti og aftur þegar framkvæmdir voru að hefjast síðasta vetur. Sprengingarnar sem áttu sér stað í byrjun síðasta árs ollu skemmdum á húsum í nágrenninu og lofaði verktakinn að þetta yrði bætt en ekkert hefur gerst í því og þegar sendar eru fyrirspurnir um málið til Þingvangs er engu svarað. Sömu sögu er að segja af umboðsmanni borgarbúa, sem maður hefði haldið að ætti að gæta réttar okkar, og lögreglan neitar að taka við kærum vegna eignatjóns líkt og verktakar þurfi ekki að fara að lögum. Ekki hafa allir íbúar efni á eða tíma til að standa í löngu lögfræðivafstri til að ná fram rétti sínum. Litlu skiptir hverjir sitja við stjórnvölinn hjá borginni hvað þessi mál varðar. Væri ekki eðlilegra að íbúar á hverju svæði fái að taka þátt í að móta sitt nærumhverfi, njóti alvöru íbúalýðræðis, og að hlustað sé á raddir okkar í stóru málunum en ekki bara í þeim smáu? Eiga borgarfulltrúar ekki að gæta hagsmuna okkar frekar en verktaka? Ef ekki verður breyting á vinnubrögðum borgarinnar er ekki annað hægt en að vara íbúa við þegar farið er að tala um þéttingu byggðar í þeirra hverfi. Þeir gætu þurft að sitja uppi með töluvert tjón á fasteignum sínum sem ekki verður bætt.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun