Innlent

Áfram verði leyfilegt að standa í Strætó

Ingólfur Eiríksson skrifar
Aldís Hafsteinsdóttir hvetur til þess að málið verði endurskoðað
Aldís Hafsteinsdóttir hvetur til þess að málið verði endurskoðað mynd/Egill Bjarnason
„Þetta mun hafa mikil óþægindi fyrir íbúa og kostnað fyrir rekstraraðila í för með sér.“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, um lagafrumvarp sem myndi banna akstur með standandi farþega utan þéttbýlis frá 1. janúar 2019.

Í bókun bæjarráðs segir að það að farþegar megi standa í vögnunum í undantekningartilfellum sé ein forsenda reksturs almenningssamgangna á landsbyggðinni.

„Þegar ekki var heimilt að standa í vögnununum var fólk ítrekað skilið eftir. Það þarf að gæta jafnræðis, Það er ekki hættulegra að keyra utan þéttbýlis en á ákveðnum umferðarþungum götum í Reykjavík, til dæmis í Ártúnsbrekkunni. Þar má samt standa í vögnunum þótt leyfður hámarkshraði sé þar 80 kílómetra hámarkshraði. en hraðinn iðulega umtalsvert meiri,“ bætir Aldís við og hvetur til þess að málið verði endurskoðað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×