Flatarmál og miðja Íslands Guðmundur Valsson skrifar 9. mars 2015 08:00 Að ákvarða flatarmál og miðju stórra landsvæða, eins og Íslands, er mjög áhugavert verkefni þar sem taka þarf afstöðu til nokkurra atriða og skilgreininga áður en lagt er af stað. Niðurstaðan veltur síðan á því hvaða skilgreiningar eru notaðar. Í gegnum tíðina hefur flatarmálið verið reiknað út frá strandlínu sem er teiknuð upp eftir loftmyndum eða gervitunglamyndum. Um er að ræða flatarmál á ofanvarpi landsins þar sem ekki er tekið tillit til landslags. Sé tekið tillit til landslags verður flatarmálið breytilegt eftir því hversu nákvæmt landlíkan við notum. Í dag er þó í auknum mæli farið að notast við lidar/laser-mælingar úr flugvélum til að mæla strandlínu þar sem sérstakur geisli, sem getur mælt niður fyrir vatnsyfirborð, er notaður. Mælingar með þessum aðferðum eru mjög kostnaðarsamar og hefur þeim ekki verið beitt hér við land. Stærsta atriðið sem þarf að skoða er skilgreining strandlínunnar. Er miðað við hæstu sjávarstöðu, meðalsjávarstöðu eða lægstu sjávarstöðu, eða er strandlínan teiknuð eins og hún kemur fyrir á viðkomandi myndum án tillits til sjávarfalla? Sé það gert má þó ætla að talan sé nokkuð nærri meðal sjávarstöðu þegar kemur að flatarmálsútreikningum. Hinsvegar er þessháttar strandlína ekki nothæf við mat á strandlínubreytingum á milli tímabila. Munurinn á strandlínunni í hæstu og lægstu sjávarstöðu getur verið nánast enginn og upp í hundruð metra og fer hann eftir landslagi við ströndina á hverjum stað. Þetta atriði eitt og sér getur gefið mismun upp á tugi, jafnvel hundruð ferkílómetra. Annað atriði sem skiptir miklu máli er aldur þeirra gagna sem notuð eru við að teikna strandlínuna, vegna þess að á mörgum svæðum á Íslandi er strandlínan síbreytileg. Stærstu áhrifavaldarnir þarna er landbrot og jökulframburður. Ögn tæknilegra atriði sem skiptir máli er hvaða kortavörpun er notuð þegar flatarmálið er reiknað. Sú kortavörpun sem oftast er notuð á Íslandi varðveitir í raun aðeins lögun landsins, en ekki stefnur og stærðir. Réttara er því að notast við svokallaðar jafnflatar-kortavarpanir þegar reikna á flatarmál landsvæða nákvæmlega. Sé jafnflatarvörpun í stað hinnar hefðbundnu Lambert-vörpunar notuð, stækkar landið um u.þ.b. 1,7 ferkílómetra.Eyjur og sker Þá er einnig spurning hvort við tökum eyjarnar í kringum Ísland með inn í reikninginn og þá má velta upp þeirri spurningu hvað er eyja og hvað er sker. Strandlína Landmælinga Íslands er skilgreind út frá hæstu sjávarstöðu og byggir á nýlegum gervitunglamyndum og loftmyndum. Samkvæmt þessari strandlínu er flatarmál meginlands Íslands um 102.593 ferkílómetrar sé flatarmálið reiknað með jafnflatarvörpun. Samanlagt flatarmál þeirra eyja sem eru stærri en 1 hektari er um 109 ferkílómetrar. Miðað við þessi gögn þá er miðja landsins 64°59'10.4”N og 18°35'04.9”V og munar um 98 metrum frá því að Landmælingar Íslands reiknuðu hana fyrst árið 2005. Þó ber ekki að líta á þessa tölur sem heilagan sannleika þar sem strandlínan er háð þeim skilgreiningum og breytingum sem nefndar hafa verið hér að ofan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Að ákvarða flatarmál og miðju stórra landsvæða, eins og Íslands, er mjög áhugavert verkefni þar sem taka þarf afstöðu til nokkurra atriða og skilgreininga áður en lagt er af stað. Niðurstaðan veltur síðan á því hvaða skilgreiningar eru notaðar. Í gegnum tíðina hefur flatarmálið verið reiknað út frá strandlínu sem er teiknuð upp eftir loftmyndum eða gervitunglamyndum. Um er að ræða flatarmál á ofanvarpi landsins þar sem ekki er tekið tillit til landslags. Sé tekið tillit til landslags verður flatarmálið breytilegt eftir því hversu nákvæmt landlíkan við notum. Í dag er þó í auknum mæli farið að notast við lidar/laser-mælingar úr flugvélum til að mæla strandlínu þar sem sérstakur geisli, sem getur mælt niður fyrir vatnsyfirborð, er notaður. Mælingar með þessum aðferðum eru mjög kostnaðarsamar og hefur þeim ekki verið beitt hér við land. Stærsta atriðið sem þarf að skoða er skilgreining strandlínunnar. Er miðað við hæstu sjávarstöðu, meðalsjávarstöðu eða lægstu sjávarstöðu, eða er strandlínan teiknuð eins og hún kemur fyrir á viðkomandi myndum án tillits til sjávarfalla? Sé það gert má þó ætla að talan sé nokkuð nærri meðal sjávarstöðu þegar kemur að flatarmálsútreikningum. Hinsvegar er þessháttar strandlína ekki nothæf við mat á strandlínubreytingum á milli tímabila. Munurinn á strandlínunni í hæstu og lægstu sjávarstöðu getur verið nánast enginn og upp í hundruð metra og fer hann eftir landslagi við ströndina á hverjum stað. Þetta atriði eitt og sér getur gefið mismun upp á tugi, jafnvel hundruð ferkílómetra. Annað atriði sem skiptir miklu máli er aldur þeirra gagna sem notuð eru við að teikna strandlínuna, vegna þess að á mörgum svæðum á Íslandi er strandlínan síbreytileg. Stærstu áhrifavaldarnir þarna er landbrot og jökulframburður. Ögn tæknilegra atriði sem skiptir máli er hvaða kortavörpun er notuð þegar flatarmálið er reiknað. Sú kortavörpun sem oftast er notuð á Íslandi varðveitir í raun aðeins lögun landsins, en ekki stefnur og stærðir. Réttara er því að notast við svokallaðar jafnflatar-kortavarpanir þegar reikna á flatarmál landsvæða nákvæmlega. Sé jafnflatarvörpun í stað hinnar hefðbundnu Lambert-vörpunar notuð, stækkar landið um u.þ.b. 1,7 ferkílómetra.Eyjur og sker Þá er einnig spurning hvort við tökum eyjarnar í kringum Ísland með inn í reikninginn og þá má velta upp þeirri spurningu hvað er eyja og hvað er sker. Strandlína Landmælinga Íslands er skilgreind út frá hæstu sjávarstöðu og byggir á nýlegum gervitunglamyndum og loftmyndum. Samkvæmt þessari strandlínu er flatarmál meginlands Íslands um 102.593 ferkílómetrar sé flatarmálið reiknað með jafnflatarvörpun. Samanlagt flatarmál þeirra eyja sem eru stærri en 1 hektari er um 109 ferkílómetrar. Miðað við þessi gögn þá er miðja landsins 64°59'10.4”N og 18°35'04.9”V og munar um 98 metrum frá því að Landmælingar Íslands reiknuðu hana fyrst árið 2005. Þó ber ekki að líta á þessa tölur sem heilagan sannleika þar sem strandlínan er háð þeim skilgreiningum og breytingum sem nefndar hafa verið hér að ofan.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun