Út að borða – gegn ofbeldi á börnum Erna Reynisdóttir skrifar 6. mars 2015 07:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa starfað að réttindum og velferð barna á Íslandi og erlendis í 25 ár. Samtökin eru aðili að Save the Children International sem eru stærstu frjálsu félagasamtök í heiminum sem vinna eingöngu í þágu barna. Helstu áherslumál samtakanna eru að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og grunnmenntun. Barnaheill vinna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi. Í þeirri baráttu leika forvarnir og fræðsla stórt hlutverk. Verkefni Barnaheilla, sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi, felast m.a. í útgáfu fræðslu- og forvarnarefnis, rekstri ábendingarhnapps og síðast en ekki síst Vináttu – forvarnarverkefnis gegn einelti í leikskólum.Þetta er líkaminn minn Allt frá árinu 1998 hafa Barnaheill gefið út bókina Þetta er líkaminn minn en hún er liður í fræðslu- og forvarnarverkefni samtakanna um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi. Bókin er ætluð foreldrum og forráðamönnum barna á leikskólaaldri og fjallar um hvernig ræða má um jákvæða og neikvæða snertingu á opinn og óþvingaðan hátt. Hún er afhent foreldrum endurgjaldslaust, en það er starfsfólk heilsugæslunnar sem sér um afhendingu hennar við reglubundið eftirlit barnanna.Ábendingarhnappur Á barnaheill.is má finna ábendingarhnapp þar sem hægt er að tilkynna ólöglegt eða óviðeigandi efni á neti. Barnaheill hafa tekið þátt í alþjóðlegu verkefni um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi á neti í hartnær 14 ár. Á þeim tíma hafa borist vel á fimmta þúsund ábendingar til samtakanna um efni þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi eða sýnd á kynferðislegan hátt.Barnið njóti vafans Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir að samkvæmt lögum er skylt að tilkynna ef grunur leikur á að barn sé beitt ofbeldi, það sé vanrækt eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Barnaheill hafa beitt sér fyrir því að gefa út fræðslu- og kynningarefni til að vekja athygli á þessu. Um þessar mundir er að koma út nýr bæklingur um hvernig bregðast skuli við grun um að barn búi við slíkar aðstæður. Bæklinginn er hægt að panta á skrifstofu samtakanna og er honum dreift frítt til heilsugæslustöðva og skóla.Vinátta Barnaheill vinna að innleiðingu Vináttu sem er forvarnarverkefni gegn einelti og ætlað leikskólabörnum. Vinátta byggist á því að efla styrkleika einstaklingsins og um samskipti, samlíðan, vináttu og vellíðan. Vinátta stuðlar að almennri menntun leikskólabarna í hæfni til að takast á við áskoranir daglegs lífs í samskiptum við aðra. Efnið byggir upp jákvæð samskipti og eru gildi þess umhyggja, umburðarlyndi, virðing og hugrekki.Út að borða fyrir börnin Nú stendur yfir hið árlega fjáröflunarátak Barnaheilla, Út að borða fyrir börnin. Tuttugu og sex veitingastaðir taka þátt í átakinu með því að láta hluta af verði valinna rétta renna til verkefna Barnaheilla sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Á barnaheill.is má sjá hvaða staði er um að ræða. Ég vil hvetja landsmenn til að fara út að borða á einhvern þeirra 89 staða sem í boði eru og styðja þannig við vernd barna gegn ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Kveðst hættur öllu spaugi Skopmyndateiknarinn Lars Vilks hefur eftir hryðjuverkaárásina í Kaupmannahöfn ekki getað búið heima, heldur flytur hann sig stöðugt á milli staða í Svíþjóð. 6. mars 2015 07:15 Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa starfað að réttindum og velferð barna á Íslandi og erlendis í 25 ár. Samtökin eru aðili að Save the Children International sem eru stærstu frjálsu félagasamtök í heiminum sem vinna eingöngu í þágu barna. Helstu áherslumál samtakanna eru að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og grunnmenntun. Barnaheill vinna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi. Í þeirri baráttu leika forvarnir og fræðsla stórt hlutverk. Verkefni Barnaheilla, sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi, felast m.a. í útgáfu fræðslu- og forvarnarefnis, rekstri ábendingarhnapps og síðast en ekki síst Vináttu – forvarnarverkefnis gegn einelti í leikskólum.Þetta er líkaminn minn Allt frá árinu 1998 hafa Barnaheill gefið út bókina Þetta er líkaminn minn en hún er liður í fræðslu- og forvarnarverkefni samtakanna um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi. Bókin er ætluð foreldrum og forráðamönnum barna á leikskólaaldri og fjallar um hvernig ræða má um jákvæða og neikvæða snertingu á opinn og óþvingaðan hátt. Hún er afhent foreldrum endurgjaldslaust, en það er starfsfólk heilsugæslunnar sem sér um afhendingu hennar við reglubundið eftirlit barnanna.Ábendingarhnappur Á barnaheill.is má finna ábendingarhnapp þar sem hægt er að tilkynna ólöglegt eða óviðeigandi efni á neti. Barnaheill hafa tekið þátt í alþjóðlegu verkefni um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi á neti í hartnær 14 ár. Á þeim tíma hafa borist vel á fimmta þúsund ábendingar til samtakanna um efni þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi eða sýnd á kynferðislegan hátt.Barnið njóti vafans Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir að samkvæmt lögum er skylt að tilkynna ef grunur leikur á að barn sé beitt ofbeldi, það sé vanrækt eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Barnaheill hafa beitt sér fyrir því að gefa út fræðslu- og kynningarefni til að vekja athygli á þessu. Um þessar mundir er að koma út nýr bæklingur um hvernig bregðast skuli við grun um að barn búi við slíkar aðstæður. Bæklinginn er hægt að panta á skrifstofu samtakanna og er honum dreift frítt til heilsugæslustöðva og skóla.Vinátta Barnaheill vinna að innleiðingu Vináttu sem er forvarnarverkefni gegn einelti og ætlað leikskólabörnum. Vinátta byggist á því að efla styrkleika einstaklingsins og um samskipti, samlíðan, vináttu og vellíðan. Vinátta stuðlar að almennri menntun leikskólabarna í hæfni til að takast á við áskoranir daglegs lífs í samskiptum við aðra. Efnið byggir upp jákvæð samskipti og eru gildi þess umhyggja, umburðarlyndi, virðing og hugrekki.Út að borða fyrir börnin Nú stendur yfir hið árlega fjáröflunarátak Barnaheilla, Út að borða fyrir börnin. Tuttugu og sex veitingastaðir taka þátt í átakinu með því að láta hluta af verði valinna rétta renna til verkefna Barnaheilla sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Á barnaheill.is má sjá hvaða staði er um að ræða. Ég vil hvetja landsmenn til að fara út að borða á einhvern þeirra 89 staða sem í boði eru og styðja þannig við vernd barna gegn ofbeldi.
Kveðst hættur öllu spaugi Skopmyndateiknarinn Lars Vilks hefur eftir hryðjuverkaárásina í Kaupmannahöfn ekki getað búið heima, heldur flytur hann sig stöðugt á milli staða í Svíþjóð. 6. mars 2015 07:15
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun