Út að borða – gegn ofbeldi á börnum Erna Reynisdóttir skrifar 6. mars 2015 07:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa starfað að réttindum og velferð barna á Íslandi og erlendis í 25 ár. Samtökin eru aðili að Save the Children International sem eru stærstu frjálsu félagasamtök í heiminum sem vinna eingöngu í þágu barna. Helstu áherslumál samtakanna eru að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og grunnmenntun. Barnaheill vinna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi. Í þeirri baráttu leika forvarnir og fræðsla stórt hlutverk. Verkefni Barnaheilla, sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi, felast m.a. í útgáfu fræðslu- og forvarnarefnis, rekstri ábendingarhnapps og síðast en ekki síst Vináttu – forvarnarverkefnis gegn einelti í leikskólum.Þetta er líkaminn minn Allt frá árinu 1998 hafa Barnaheill gefið út bókina Þetta er líkaminn minn en hún er liður í fræðslu- og forvarnarverkefni samtakanna um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi. Bókin er ætluð foreldrum og forráðamönnum barna á leikskólaaldri og fjallar um hvernig ræða má um jákvæða og neikvæða snertingu á opinn og óþvingaðan hátt. Hún er afhent foreldrum endurgjaldslaust, en það er starfsfólk heilsugæslunnar sem sér um afhendingu hennar við reglubundið eftirlit barnanna.Ábendingarhnappur Á barnaheill.is má finna ábendingarhnapp þar sem hægt er að tilkynna ólöglegt eða óviðeigandi efni á neti. Barnaheill hafa tekið þátt í alþjóðlegu verkefni um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi á neti í hartnær 14 ár. Á þeim tíma hafa borist vel á fimmta þúsund ábendingar til samtakanna um efni þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi eða sýnd á kynferðislegan hátt.Barnið njóti vafans Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir að samkvæmt lögum er skylt að tilkynna ef grunur leikur á að barn sé beitt ofbeldi, það sé vanrækt eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Barnaheill hafa beitt sér fyrir því að gefa út fræðslu- og kynningarefni til að vekja athygli á þessu. Um þessar mundir er að koma út nýr bæklingur um hvernig bregðast skuli við grun um að barn búi við slíkar aðstæður. Bæklinginn er hægt að panta á skrifstofu samtakanna og er honum dreift frítt til heilsugæslustöðva og skóla.Vinátta Barnaheill vinna að innleiðingu Vináttu sem er forvarnarverkefni gegn einelti og ætlað leikskólabörnum. Vinátta byggist á því að efla styrkleika einstaklingsins og um samskipti, samlíðan, vináttu og vellíðan. Vinátta stuðlar að almennri menntun leikskólabarna í hæfni til að takast á við áskoranir daglegs lífs í samskiptum við aðra. Efnið byggir upp jákvæð samskipti og eru gildi þess umhyggja, umburðarlyndi, virðing og hugrekki.Út að borða fyrir börnin Nú stendur yfir hið árlega fjáröflunarátak Barnaheilla, Út að borða fyrir börnin. Tuttugu og sex veitingastaðir taka þátt í átakinu með því að láta hluta af verði valinna rétta renna til verkefna Barnaheilla sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Á barnaheill.is má sjá hvaða staði er um að ræða. Ég vil hvetja landsmenn til að fara út að borða á einhvern þeirra 89 staða sem í boði eru og styðja þannig við vernd barna gegn ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Kveðst hættur öllu spaugi Skopmyndateiknarinn Lars Vilks hefur eftir hryðjuverkaárásina í Kaupmannahöfn ekki getað búið heima, heldur flytur hann sig stöðugt á milli staða í Svíþjóð. 6. mars 2015 07:15 Mest lesið Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir Skoðun Fíknivandinn – við verðum að gera meira Alma D. Möller Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa starfað að réttindum og velferð barna á Íslandi og erlendis í 25 ár. Samtökin eru aðili að Save the Children International sem eru stærstu frjálsu félagasamtök í heiminum sem vinna eingöngu í þágu barna. Helstu áherslumál samtakanna eru að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og grunnmenntun. Barnaheill vinna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi. Í þeirri baráttu leika forvarnir og fræðsla stórt hlutverk. Verkefni Barnaheilla, sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi, felast m.a. í útgáfu fræðslu- og forvarnarefnis, rekstri ábendingarhnapps og síðast en ekki síst Vináttu – forvarnarverkefnis gegn einelti í leikskólum.Þetta er líkaminn minn Allt frá árinu 1998 hafa Barnaheill gefið út bókina Þetta er líkaminn minn en hún er liður í fræðslu- og forvarnarverkefni samtakanna um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi. Bókin er ætluð foreldrum og forráðamönnum barna á leikskólaaldri og fjallar um hvernig ræða má um jákvæða og neikvæða snertingu á opinn og óþvingaðan hátt. Hún er afhent foreldrum endurgjaldslaust, en það er starfsfólk heilsugæslunnar sem sér um afhendingu hennar við reglubundið eftirlit barnanna.Ábendingarhnappur Á barnaheill.is má finna ábendingarhnapp þar sem hægt er að tilkynna ólöglegt eða óviðeigandi efni á neti. Barnaheill hafa tekið þátt í alþjóðlegu verkefni um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi á neti í hartnær 14 ár. Á þeim tíma hafa borist vel á fimmta þúsund ábendingar til samtakanna um efni þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi eða sýnd á kynferðislegan hátt.Barnið njóti vafans Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir að samkvæmt lögum er skylt að tilkynna ef grunur leikur á að barn sé beitt ofbeldi, það sé vanrækt eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Barnaheill hafa beitt sér fyrir því að gefa út fræðslu- og kynningarefni til að vekja athygli á þessu. Um þessar mundir er að koma út nýr bæklingur um hvernig bregðast skuli við grun um að barn búi við slíkar aðstæður. Bæklinginn er hægt að panta á skrifstofu samtakanna og er honum dreift frítt til heilsugæslustöðva og skóla.Vinátta Barnaheill vinna að innleiðingu Vináttu sem er forvarnarverkefni gegn einelti og ætlað leikskólabörnum. Vinátta byggist á því að efla styrkleika einstaklingsins og um samskipti, samlíðan, vináttu og vellíðan. Vinátta stuðlar að almennri menntun leikskólabarna í hæfni til að takast á við áskoranir daglegs lífs í samskiptum við aðra. Efnið byggir upp jákvæð samskipti og eru gildi þess umhyggja, umburðarlyndi, virðing og hugrekki.Út að borða fyrir börnin Nú stendur yfir hið árlega fjáröflunarátak Barnaheilla, Út að borða fyrir börnin. Tuttugu og sex veitingastaðir taka þátt í átakinu með því að láta hluta af verði valinna rétta renna til verkefna Barnaheilla sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Á barnaheill.is má sjá hvaða staði er um að ræða. Ég vil hvetja landsmenn til að fara út að borða á einhvern þeirra 89 staða sem í boði eru og styðja þannig við vernd barna gegn ofbeldi.
Kveðst hættur öllu spaugi Skopmyndateiknarinn Lars Vilks hefur eftir hryðjuverkaárásina í Kaupmannahöfn ekki getað búið heima, heldur flytur hann sig stöðugt á milli staða í Svíþjóð. 6. mars 2015 07:15
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun