Út að borða – gegn ofbeldi á börnum Erna Reynisdóttir skrifar 6. mars 2015 07:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa starfað að réttindum og velferð barna á Íslandi og erlendis í 25 ár. Samtökin eru aðili að Save the Children International sem eru stærstu frjálsu félagasamtök í heiminum sem vinna eingöngu í þágu barna. Helstu áherslumál samtakanna eru að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og grunnmenntun. Barnaheill vinna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi. Í þeirri baráttu leika forvarnir og fræðsla stórt hlutverk. Verkefni Barnaheilla, sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi, felast m.a. í útgáfu fræðslu- og forvarnarefnis, rekstri ábendingarhnapps og síðast en ekki síst Vináttu – forvarnarverkefnis gegn einelti í leikskólum.Þetta er líkaminn minn Allt frá árinu 1998 hafa Barnaheill gefið út bókina Þetta er líkaminn minn en hún er liður í fræðslu- og forvarnarverkefni samtakanna um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi. Bókin er ætluð foreldrum og forráðamönnum barna á leikskólaaldri og fjallar um hvernig ræða má um jákvæða og neikvæða snertingu á opinn og óþvingaðan hátt. Hún er afhent foreldrum endurgjaldslaust, en það er starfsfólk heilsugæslunnar sem sér um afhendingu hennar við reglubundið eftirlit barnanna.Ábendingarhnappur Á barnaheill.is má finna ábendingarhnapp þar sem hægt er að tilkynna ólöglegt eða óviðeigandi efni á neti. Barnaheill hafa tekið þátt í alþjóðlegu verkefni um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi á neti í hartnær 14 ár. Á þeim tíma hafa borist vel á fimmta þúsund ábendingar til samtakanna um efni þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi eða sýnd á kynferðislegan hátt.Barnið njóti vafans Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir að samkvæmt lögum er skylt að tilkynna ef grunur leikur á að barn sé beitt ofbeldi, það sé vanrækt eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Barnaheill hafa beitt sér fyrir því að gefa út fræðslu- og kynningarefni til að vekja athygli á þessu. Um þessar mundir er að koma út nýr bæklingur um hvernig bregðast skuli við grun um að barn búi við slíkar aðstæður. Bæklinginn er hægt að panta á skrifstofu samtakanna og er honum dreift frítt til heilsugæslustöðva og skóla.Vinátta Barnaheill vinna að innleiðingu Vináttu sem er forvarnarverkefni gegn einelti og ætlað leikskólabörnum. Vinátta byggist á því að efla styrkleika einstaklingsins og um samskipti, samlíðan, vináttu og vellíðan. Vinátta stuðlar að almennri menntun leikskólabarna í hæfni til að takast á við áskoranir daglegs lífs í samskiptum við aðra. Efnið byggir upp jákvæð samskipti og eru gildi þess umhyggja, umburðarlyndi, virðing og hugrekki.Út að borða fyrir börnin Nú stendur yfir hið árlega fjáröflunarátak Barnaheilla, Út að borða fyrir börnin. Tuttugu og sex veitingastaðir taka þátt í átakinu með því að láta hluta af verði valinna rétta renna til verkefna Barnaheilla sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Á barnaheill.is má sjá hvaða staði er um að ræða. Ég vil hvetja landsmenn til að fara út að borða á einhvern þeirra 89 staða sem í boði eru og styðja þannig við vernd barna gegn ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Kveðst hættur öllu spaugi Skopmyndateiknarinn Lars Vilks hefur eftir hryðjuverkaárásina í Kaupmannahöfn ekki getað búið heima, heldur flytur hann sig stöðugt á milli staða í Svíþjóð. 6. mars 2015 07:15 Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa starfað að réttindum og velferð barna á Íslandi og erlendis í 25 ár. Samtökin eru aðili að Save the Children International sem eru stærstu frjálsu félagasamtök í heiminum sem vinna eingöngu í þágu barna. Helstu áherslumál samtakanna eru að standa vörð um réttindi barna, baráttu gegn ofbeldi á börnum, heilbrigðismál og grunnmenntun. Barnaheill vinna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að vernd barna gegn hvers kyns ofbeldi. Í þeirri baráttu leika forvarnir og fræðsla stórt hlutverk. Verkefni Barnaheilla, sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi, felast m.a. í útgáfu fræðslu- og forvarnarefnis, rekstri ábendingarhnapps og síðast en ekki síst Vináttu – forvarnarverkefnis gegn einelti í leikskólum.Þetta er líkaminn minn Allt frá árinu 1998 hafa Barnaheill gefið út bókina Þetta er líkaminn minn en hún er liður í fræðslu- og forvarnarverkefni samtakanna um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi. Bókin er ætluð foreldrum og forráðamönnum barna á leikskólaaldri og fjallar um hvernig ræða má um jákvæða og neikvæða snertingu á opinn og óþvingaðan hátt. Hún er afhent foreldrum endurgjaldslaust, en það er starfsfólk heilsugæslunnar sem sér um afhendingu hennar við reglubundið eftirlit barnanna.Ábendingarhnappur Á barnaheill.is má finna ábendingarhnapp þar sem hægt er að tilkynna ólöglegt eða óviðeigandi efni á neti. Barnaheill hafa tekið þátt í alþjóðlegu verkefni um vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi á neti í hartnær 14 ár. Á þeim tíma hafa borist vel á fimmta þúsund ábendingar til samtakanna um efni þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi eða sýnd á kynferðislegan hátt.Barnið njóti vafans Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir að samkvæmt lögum er skylt að tilkynna ef grunur leikur á að barn sé beitt ofbeldi, það sé vanrækt eða búi við óviðunandi uppeldisaðstæður. Barnaheill hafa beitt sér fyrir því að gefa út fræðslu- og kynningarefni til að vekja athygli á þessu. Um þessar mundir er að koma út nýr bæklingur um hvernig bregðast skuli við grun um að barn búi við slíkar aðstæður. Bæklinginn er hægt að panta á skrifstofu samtakanna og er honum dreift frítt til heilsugæslustöðva og skóla.Vinátta Barnaheill vinna að innleiðingu Vináttu sem er forvarnarverkefni gegn einelti og ætlað leikskólabörnum. Vinátta byggist á því að efla styrkleika einstaklingsins og um samskipti, samlíðan, vináttu og vellíðan. Vinátta stuðlar að almennri menntun leikskólabarna í hæfni til að takast á við áskoranir daglegs lífs í samskiptum við aðra. Efnið byggir upp jákvæð samskipti og eru gildi þess umhyggja, umburðarlyndi, virðing og hugrekki.Út að borða fyrir börnin Nú stendur yfir hið árlega fjáröflunarátak Barnaheilla, Út að borða fyrir börnin. Tuttugu og sex veitingastaðir taka þátt í átakinu með því að láta hluta af verði valinna rétta renna til verkefna Barnaheilla sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Á barnaheill.is má sjá hvaða staði er um að ræða. Ég vil hvetja landsmenn til að fara út að borða á einhvern þeirra 89 staða sem í boði eru og styðja þannig við vernd barna gegn ofbeldi.
Kveðst hættur öllu spaugi Skopmyndateiknarinn Lars Vilks hefur eftir hryðjuverkaárásina í Kaupmannahöfn ekki getað búið heima, heldur flytur hann sig stöðugt á milli staða í Svíþjóð. 6. mars 2015 07:15
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun