
Erum við í ruglinu? – Svarið er JÁ…
Ástæða fyrir þessum skrifum borgarfulltrúans eru áform meirihluta borgarstjórnar um að þrengja Grensásveg. Forsendur þessa eru sagðar óskir íbúa, en þær ekki skýrðar nánar. Mér er mjög til efs, að íbúar hafi óskað sérstaklega eftir þrengingu götunnar. Það væri þá eitthvað nýtt. Vísað er til þess að Grensásvegur skeri í sundur skólahverfi. Það var ekki raunin fyrr en síðasti meirihluti þröngvaði fram sameiningu skóla vítt og breitt í Reykjavík, sem m.a. orsakaði að nemendur þurfa að fara lengri og torveldari leiðir til skóla en áður, þar með yfir Grensásveg.
Haldið er á lofti að ekki sé þörf á fjórum akreinum. Engar alvöruumferðartalningar hafa farið fram á þessum hluta Grensásvegar, heldur sniðtalningar við gatnamót, sú síðasta árið 2011. Allt sem borgarfulltrúinn vísar til eru mat, útreikningar og bollaleggingar út frá þeim gögnum, en ekki rauntalningar. Þær vísbendingar sýna þó, að Grensásvegur er á jaðri þess að þurfa tvær akreinar í hvora átt, sérstaklega vegna þess, að hann er helsta aðkomuleið sjúkraflutninga að bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Þá er slysasaga Grensásvegar ein sú besta í borginni.
Sorglegast er þó að sjá borgarfulltrúann hreykja sér af ávinningi aðgerða við Borgartún, þar sem öll markmið hafi náðst í þrengingu þeirrar götu, sem greinilega var það sem fyrir meirihlutanum vakti. Þetta er gert með því að nota prósentur, nokkuð sem aldrei hefur tekist vel hjá stjórnmálamönnum þegar þeir vilja afvegaleiða með því að birta ekki rauntölur. Með þannig töfrabrögðum má sýna fram á „algjöra sprengingu“ eins og borgarfulltrúinn reynir, en með sömu aðferðum má gera það á fleiri vegu.
Aukin bílaumferð
Þegar tölurnar á bak við prósenturnar eru skoðaðar, kemur í ljós að sprengingin er ekki síður í aukningu bílaumferðar í Borgartúni, sem er þvert á markmið meirihlutans. Prósenturnar eru nefnilega byggðar á talningum og staðreyndum. Þær sýna fjölgun hjólandi milli 2013 og 2014 úr 49 í 266, eða 217 vegfarendur.
Samkvæmt talningum Strætó bs. fjölgaði farþegum hjá þeim um 54. Á sama tíma er fjölgun bílaumferðar 702, úr 17.252 bílum í 17.955, sem er meiri sprenging í fjölda, en borgarfulltrúinn kýs að nefna bara hlutfallstölur, markmiðum sínum í hag…
Eini alvörumælikvarðinn á umferðarmálin í Borgartúni er fjöldi notenda eftir vegfarendahópum. Staðreyndin er að bílaumferðin er 96,81% árið 2014, sem er fækkun upp á 1,4% frá 2013 þegar bílaumferðin var 98,17%. Á sama tíma eru farþegar Strætó 1,76% og reiðhjól 1,43% af umferðinni, með aukningu úr 0,28% frá 2013. Það er því ljóst, að helstu notendur Borgartúns eru þeir sem nota fjölskyldubílinn sem samgönguform, óháð óskhyggju núverandi meirihluta.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu til lausnar fyrir alla vegfarendahópa á Grensásvegi, án þess að skerða hlut þeirra sem aka um götuna, en auka aðgengi og öryggi hjólandi og gangandi. Það var fellt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur af núverandi meirihluta, án umræðna og enn síður faglegrar umfjöllunar. Það sýnir markmið meirihlutans, sem er eingöngu þrengingar að einum samgöngumáta en ekki að horfa á skynsamlegar lausnir fyrir alla vegfarendur, sem er stefna Sjálfstæðisflokksins.
Að öllu framansögðu verður því niðurstaðan sú, að núverandi meirihluti í Reykjavík er í ruglinu og gott að borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir er farin að sjá að svo gæti verið. Vonandi að fleiri borgarfulltrúar meirihlutans geri það líka, áður en fleiri axarsköft verða gerð í umferðarmálum Reykjavíkur, eins og nýleg dæmi sanna. Næg verkefni liggja nú fyrir í þjónustu við borgarbúa í formi malbikunar og holufyllinga, sem er mun mikilvægara en þrengingadraumar meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skoðun

Vaknaðu! - Við þurfum að fræða ekki hræða
Marín Þórsdóttir skrifar

Sonur minn er þörungasérfræðingur
Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar

Blekkingar Landsvirkjunar
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Snúum baki við olíu og framleiðum íslenska orku
Reynir Sævarsson skrifar

Rán í skjóli laga?
Aðalsteinn Arnbjörnsson skrifar

Auðvitað er verðbólgan öðrum að kenna
Jón Ingi Hákonarson skrifar

Hvar er þríeykið?
Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Ég er bókaþjófur
Þórhallur Gunnarsson skrifar

Lýðheilsu fórnað fyrir innflutning
Anton Guðmundsson skrifar

Átta milljón dauðsföll á ári
Guðlaug B. Guðjónsdóttir skrifar

Beðið eftir mannréttindum - í sjötíu og fimm ár!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Breytingastjórnun, krasskúrs fyrir Kópavogsbæ
Haraldur R Ingvason skrifar

Evrópumet í vaxtahækkunum
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Strandveiðar án kvóta
Magnús Jónsson skrifar

Til hamingju Austurland!
María Ósk Kristmundsdóttir skrifar

Mikilvægi félagslegrar heilsu og vellíðan
Karen Björg Jóhannsdóttir skrifar

UN Global Compact á Íslandi
Auður Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Þau dulbúa hatur sitt sem áhyggjur af velferð barna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Jöfnum stöðu byggðanna með strandveiðum
Bjarni Jónsson skrifar

Eitt dauðsfall er of mikið
Willum Þór Þórsson skrifar

Vopnin kvödd
Friðrik Jónsson skrifar

Hvað er gott eða virðulegt andlát?
Ingrid Kuhlman skrifar

Geðþóttaákvarðanir valdhafanna
Þórarinn Eyfjörð skrifar

Leitin að fullkomnun
Skúli Bragi Geirdal skrifar

Sjálfbærar hvalveiðar?
Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Rökin fyrir frjálsum handfæraveiðum
Eyjólfur Ármannsson skrifar

Tvær þjóðir í sama landi
Ingólfur Sverrisson skrifar

Engin þinglok án upplýsinga um Lindarhvol
Þorsteinn Sæmundsson skrifar

„Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum“
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Víst ríma þau, Jón og flón
Pétur Heimisson skrifar