Erum við í ruglinu? – Svarið er JÁ… Ólafur Kr. Guðmundsson skrifar 6. mars 2015 07:00 Borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir ritaði grein um skipulagsmál í Fréttablaðinu 19. febrúar síðastliðinn undir fyrirsögninni „Erum við í ruglinu?“ Eftir lestur þessarar greinar og skoðunar á því sem að baki liggur verð ég að hryggja Kristínu Soffíu með þeirri niðurstöðu minni, að meirihlutinn í Reykjavík sé í ruglinu! Ástæða fyrir þessum skrifum borgarfulltrúans eru áform meirihluta borgarstjórnar um að þrengja Grensásveg. Forsendur þessa eru sagðar óskir íbúa, en þær ekki skýrðar nánar. Mér er mjög til efs, að íbúar hafi óskað sérstaklega eftir þrengingu götunnar. Það væri þá eitthvað nýtt. Vísað er til þess að Grensásvegur skeri í sundur skólahverfi. Það var ekki raunin fyrr en síðasti meirihluti þröngvaði fram sameiningu skóla vítt og breitt í Reykjavík, sem m.a. orsakaði að nemendur þurfa að fara lengri og torveldari leiðir til skóla en áður, þar með yfir Grensásveg. Haldið er á lofti að ekki sé þörf á fjórum akreinum. Engar alvöruumferðartalningar hafa farið fram á þessum hluta Grensásvegar, heldur sniðtalningar við gatnamót, sú síðasta árið 2011. Allt sem borgarfulltrúinn vísar til eru mat, útreikningar og bollaleggingar út frá þeim gögnum, en ekki rauntalningar. Þær vísbendingar sýna þó, að Grensásvegur er á jaðri þess að þurfa tvær akreinar í hvora átt, sérstaklega vegna þess, að hann er helsta aðkomuleið sjúkraflutninga að bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Þá er slysasaga Grensásvegar ein sú besta í borginni. Sorglegast er þó að sjá borgarfulltrúann hreykja sér af ávinningi aðgerða við Borgartún, þar sem öll markmið hafi náðst í þrengingu þeirrar götu, sem greinilega var það sem fyrir meirihlutanum vakti. Þetta er gert með því að nota prósentur, nokkuð sem aldrei hefur tekist vel hjá stjórnmálamönnum þegar þeir vilja afvegaleiða með því að birta ekki rauntölur. Með þannig töfrabrögðum má sýna fram á „algjöra sprengingu“ eins og borgarfulltrúinn reynir, en með sömu aðferðum má gera það á fleiri vegu.Aukin bílaumferð Þegar tölurnar á bak við prósenturnar eru skoðaðar, kemur í ljós að sprengingin er ekki síður í aukningu bílaumferðar í Borgartúni, sem er þvert á markmið meirihlutans. Prósenturnar eru nefnilega byggðar á talningum og staðreyndum. Þær sýna fjölgun hjólandi milli 2013 og 2014 úr 49 í 266, eða 217 vegfarendur. Samkvæmt talningum Strætó bs. fjölgaði farþegum hjá þeim um 54. Á sama tíma er fjölgun bílaumferðar 702, úr 17.252 bílum í 17.955, sem er meiri sprenging í fjölda, en borgarfulltrúinn kýs að nefna bara hlutfallstölur, markmiðum sínum í hag… Eini alvörumælikvarðinn á umferðarmálin í Borgartúni er fjöldi notenda eftir vegfarendahópum. Staðreyndin er að bílaumferðin er 96,81% árið 2014, sem er fækkun upp á 1,4% frá 2013 þegar bílaumferðin var 98,17%. Á sama tíma eru farþegar Strætó 1,76% og reiðhjól 1,43% af umferðinni, með aukningu úr 0,28% frá 2013. Það er því ljóst, að helstu notendur Borgartúns eru þeir sem nota fjölskyldubílinn sem samgönguform, óháð óskhyggju núverandi meirihluta. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu til lausnar fyrir alla vegfarendahópa á Grensásvegi, án þess að skerða hlut þeirra sem aka um götuna, en auka aðgengi og öryggi hjólandi og gangandi. Það var fellt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur af núverandi meirihluta, án umræðna og enn síður faglegrar umfjöllunar. Það sýnir markmið meirihlutans, sem er eingöngu þrengingar að einum samgöngumáta en ekki að horfa á skynsamlegar lausnir fyrir alla vegfarendur, sem er stefna Sjálfstæðisflokksins. Að öllu framansögðu verður því niðurstaðan sú, að núverandi meirihluti í Reykjavík er í ruglinu og gott að borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir er farin að sjá að svo gæti verið. Vonandi að fleiri borgarfulltrúar meirihlutans geri það líka, áður en fleiri axarsköft verða gerð í umferðarmálum Reykjavíkur, eins og nýleg dæmi sanna. Næg verkefni liggja nú fyrir í þjónustu við borgarbúa í formi malbikunar og holufyllinga, sem er mun mikilvægara en þrengingadraumar meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Sjá meira
Borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir ritaði grein um skipulagsmál í Fréttablaðinu 19. febrúar síðastliðinn undir fyrirsögninni „Erum við í ruglinu?“ Eftir lestur þessarar greinar og skoðunar á því sem að baki liggur verð ég að hryggja Kristínu Soffíu með þeirri niðurstöðu minni, að meirihlutinn í Reykjavík sé í ruglinu! Ástæða fyrir þessum skrifum borgarfulltrúans eru áform meirihluta borgarstjórnar um að þrengja Grensásveg. Forsendur þessa eru sagðar óskir íbúa, en þær ekki skýrðar nánar. Mér er mjög til efs, að íbúar hafi óskað sérstaklega eftir þrengingu götunnar. Það væri þá eitthvað nýtt. Vísað er til þess að Grensásvegur skeri í sundur skólahverfi. Það var ekki raunin fyrr en síðasti meirihluti þröngvaði fram sameiningu skóla vítt og breitt í Reykjavík, sem m.a. orsakaði að nemendur þurfa að fara lengri og torveldari leiðir til skóla en áður, þar með yfir Grensásveg. Haldið er á lofti að ekki sé þörf á fjórum akreinum. Engar alvöruumferðartalningar hafa farið fram á þessum hluta Grensásvegar, heldur sniðtalningar við gatnamót, sú síðasta árið 2011. Allt sem borgarfulltrúinn vísar til eru mat, útreikningar og bollaleggingar út frá þeim gögnum, en ekki rauntalningar. Þær vísbendingar sýna þó, að Grensásvegur er á jaðri þess að þurfa tvær akreinar í hvora átt, sérstaklega vegna þess, að hann er helsta aðkomuleið sjúkraflutninga að bráðadeild Landspítalans í Fossvogi. Þá er slysasaga Grensásvegar ein sú besta í borginni. Sorglegast er þó að sjá borgarfulltrúann hreykja sér af ávinningi aðgerða við Borgartún, þar sem öll markmið hafi náðst í þrengingu þeirrar götu, sem greinilega var það sem fyrir meirihlutanum vakti. Þetta er gert með því að nota prósentur, nokkuð sem aldrei hefur tekist vel hjá stjórnmálamönnum þegar þeir vilja afvegaleiða með því að birta ekki rauntölur. Með þannig töfrabrögðum má sýna fram á „algjöra sprengingu“ eins og borgarfulltrúinn reynir, en með sömu aðferðum má gera það á fleiri vegu.Aukin bílaumferð Þegar tölurnar á bak við prósenturnar eru skoðaðar, kemur í ljós að sprengingin er ekki síður í aukningu bílaumferðar í Borgartúni, sem er þvert á markmið meirihlutans. Prósenturnar eru nefnilega byggðar á talningum og staðreyndum. Þær sýna fjölgun hjólandi milli 2013 og 2014 úr 49 í 266, eða 217 vegfarendur. Samkvæmt talningum Strætó bs. fjölgaði farþegum hjá þeim um 54. Á sama tíma er fjölgun bílaumferðar 702, úr 17.252 bílum í 17.955, sem er meiri sprenging í fjölda, en borgarfulltrúinn kýs að nefna bara hlutfallstölur, markmiðum sínum í hag… Eini alvörumælikvarðinn á umferðarmálin í Borgartúni er fjöldi notenda eftir vegfarendahópum. Staðreyndin er að bílaumferðin er 96,81% árið 2014, sem er fækkun upp á 1,4% frá 2013 þegar bílaumferðin var 98,17%. Á sama tíma eru farþegar Strætó 1,76% og reiðhjól 1,43% af umferðinni, með aukningu úr 0,28% frá 2013. Það er því ljóst, að helstu notendur Borgartúns eru þeir sem nota fjölskyldubílinn sem samgönguform, óháð óskhyggju núverandi meirihluta. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu til lausnar fyrir alla vegfarendahópa á Grensásvegi, án þess að skerða hlut þeirra sem aka um götuna, en auka aðgengi og öryggi hjólandi og gangandi. Það var fellt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur af núverandi meirihluta, án umræðna og enn síður faglegrar umfjöllunar. Það sýnir markmið meirihlutans, sem er eingöngu þrengingar að einum samgöngumáta en ekki að horfa á skynsamlegar lausnir fyrir alla vegfarendur, sem er stefna Sjálfstæðisflokksins. Að öllu framansögðu verður því niðurstaðan sú, að núverandi meirihluti í Reykjavík er í ruglinu og gott að borgarfulltrúinn Kristín Soffía Jónsdóttir er farin að sjá að svo gæti verið. Vonandi að fleiri borgarfulltrúar meirihlutans geri það líka, áður en fleiri axarsköft verða gerð í umferðarmálum Reykjavíkur, eins og nýleg dæmi sanna. Næg verkefni liggja nú fyrir í þjónustu við borgarbúa í formi malbikunar og holufyllinga, sem er mun mikilvægara en þrengingadraumar meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun