Um fjölmiðla Sölvi Jónsson skrifar 5. mars 2015 07:00 Við lifum á tímum þar sem auður jarðar safnast á sífellt færri hendur. Ríkustu 80 menn heimsins eiga jafn mikið og fátækustu 3,5 milljarðarnir. Moldríka 1% á nú nálægt helmingi alls auðs jarðarinnar. Sex stórfyrirtæki eiga 90% fjölmiðla í Bandaríkjunum. Eignarhald á fjölmiðlum ræður gríðarlega miklu um fréttaflutning þeirra. Kannski ættum við að fara varlega í að treysta fréttaflutningi fjölmiðla sem eru í eigu manna sem taka stöðugt meira til sín? Fréttaflutningur fjölmiðla stjórnast líka af auglýsingastyrkjum. Lyfja- og matvælafyrirtæki auglýsa gríðarlega mikið í fjölmiðlum. Sjáum við sem dæmi einhvern tímann ádeilu á erfðabreytt matvæli eða lyfjaiðnaðinn í fjölmiðlum? Fjölmiðlar eru í raun ótrúlega miðstýrt fyrirbæri. Ef eitthvað fer í einn af stóru fjölmiðlunum, t.d. BBC eða CNN, þá er það fljótt komið í flesta/alla aðra vestræna fjölmiðla. Sama þótt fréttin sé röng! Eitt dæmi af mörgum um þetta er frá síðasta sumri þegar fréttamaður BBC sagðist hafa séð rússneska herflutningalest fara yfir landamæri Rússlands inn í Úkraínu, forsætisráðherra Úkraínu sagði síðan að herflutningalestinni hefði að mestu verið eytt af úkraínska stjórnarhernum. Þegar hvorugt af þessu reyndist hins vegar vera rétt þá gufaði fréttin hreinlega upp. Fjölmiðlar báðust ekki afsökunar á röngum fréttaflutningi. Það var einfaldlega ekki orð um þetta meir! Skaðinn var hins vegar skeður vegna þess að þetta var rétt fyrir fund Bandaríkjaforseta og nokkurra leiðtoga Evrópuríkja þar sem tekin var ákvörðun um að herða á viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi.Gagnrýnislausir Fjölmiðlar mega heita algjörlega gagnrýnislausir á vestræna þjóðarleiðtoga (t.d. Bandaríkjaforseta) og leiðtoga alþjóðastofnana (t.d. NATO). Þessir háu herrar hafa mjög greiðan aðgang að fjölmiðlum. Er einhvern tímann efast um orð þeirra? Ástralski rannsóknarblaðamaðurinn John Pilger sýnir í heimildarmynd sinni: „The War You Don't See“, hvernig fjölmiðlar eru notaðir til að reka stríðsáróður. M.a. með viðtölum við fréttamenn sem viðurkenna að hafa farið með rangan fréttaflutning. Til að fara í stríð þarf samþykki almennings og þar gegna fjölmiðlar veigamiklu hlutverki með einhliða fréttamennsku sinni og áróðri gegn ríkjum sem Vesturveldin hafa ákveðið að gera að skotmörkum sínum. Það þarf með öðrum orðum að markaðssetja stríð. Heimildarmynd Pilgers var sýnd á síðustu RIFF-kvikmyndahátíð og hana er að finna á johnpilger.com og YouTube. Það velkist ekki nokkur maður í vafa um hlutdrægni fjölmiðla eftir að hafa horft á þessa mynd. Hvað er til ráða? Fylgjast með fjölmiðlum með gagnrýnu hugarfari eða þá bara hreinlega loka fyrir þá. Fara á netið og afla sér upplýsinga í gegnum óháðar fréttasíður. Fréttasíður sem eru öllum opnar og treysta á styrki almennings, ekki fyrirtækja, og reiða sig sáralítið eða ekkert á auglýsingatekjur. Góðir upphafspunktar eru t.d. fréttamiðlar eins og consortiumnews.com og globalresearch.ca. Þá má nefna sjálfstæða rannsóknarblaðamenn eins og t.d. Robert Parry, John Pilger, Michel Chossudovsky og Paul Craig Roberts. Fólk finnur sjálft hvað það vill lesa þegar það er komið af stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem auður jarðar safnast á sífellt færri hendur. Ríkustu 80 menn heimsins eiga jafn mikið og fátækustu 3,5 milljarðarnir. Moldríka 1% á nú nálægt helmingi alls auðs jarðarinnar. Sex stórfyrirtæki eiga 90% fjölmiðla í Bandaríkjunum. Eignarhald á fjölmiðlum ræður gríðarlega miklu um fréttaflutning þeirra. Kannski ættum við að fara varlega í að treysta fréttaflutningi fjölmiðla sem eru í eigu manna sem taka stöðugt meira til sín? Fréttaflutningur fjölmiðla stjórnast líka af auglýsingastyrkjum. Lyfja- og matvælafyrirtæki auglýsa gríðarlega mikið í fjölmiðlum. Sjáum við sem dæmi einhvern tímann ádeilu á erfðabreytt matvæli eða lyfjaiðnaðinn í fjölmiðlum? Fjölmiðlar eru í raun ótrúlega miðstýrt fyrirbæri. Ef eitthvað fer í einn af stóru fjölmiðlunum, t.d. BBC eða CNN, þá er það fljótt komið í flesta/alla aðra vestræna fjölmiðla. Sama þótt fréttin sé röng! Eitt dæmi af mörgum um þetta er frá síðasta sumri þegar fréttamaður BBC sagðist hafa séð rússneska herflutningalest fara yfir landamæri Rússlands inn í Úkraínu, forsætisráðherra Úkraínu sagði síðan að herflutningalestinni hefði að mestu verið eytt af úkraínska stjórnarhernum. Þegar hvorugt af þessu reyndist hins vegar vera rétt þá gufaði fréttin hreinlega upp. Fjölmiðlar báðust ekki afsökunar á röngum fréttaflutningi. Það var einfaldlega ekki orð um þetta meir! Skaðinn var hins vegar skeður vegna þess að þetta var rétt fyrir fund Bandaríkjaforseta og nokkurra leiðtoga Evrópuríkja þar sem tekin var ákvörðun um að herða á viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi.Gagnrýnislausir Fjölmiðlar mega heita algjörlega gagnrýnislausir á vestræna þjóðarleiðtoga (t.d. Bandaríkjaforseta) og leiðtoga alþjóðastofnana (t.d. NATO). Þessir háu herrar hafa mjög greiðan aðgang að fjölmiðlum. Er einhvern tímann efast um orð þeirra? Ástralski rannsóknarblaðamaðurinn John Pilger sýnir í heimildarmynd sinni: „The War You Don't See“, hvernig fjölmiðlar eru notaðir til að reka stríðsáróður. M.a. með viðtölum við fréttamenn sem viðurkenna að hafa farið með rangan fréttaflutning. Til að fara í stríð þarf samþykki almennings og þar gegna fjölmiðlar veigamiklu hlutverki með einhliða fréttamennsku sinni og áróðri gegn ríkjum sem Vesturveldin hafa ákveðið að gera að skotmörkum sínum. Það þarf með öðrum orðum að markaðssetja stríð. Heimildarmynd Pilgers var sýnd á síðustu RIFF-kvikmyndahátíð og hana er að finna á johnpilger.com og YouTube. Það velkist ekki nokkur maður í vafa um hlutdrægni fjölmiðla eftir að hafa horft á þessa mynd. Hvað er til ráða? Fylgjast með fjölmiðlum með gagnrýnu hugarfari eða þá bara hreinlega loka fyrir þá. Fara á netið og afla sér upplýsinga í gegnum óháðar fréttasíður. Fréttasíður sem eru öllum opnar og treysta á styrki almennings, ekki fyrirtækja, og reiða sig sáralítið eða ekkert á auglýsingatekjur. Góðir upphafspunktar eru t.d. fréttamiðlar eins og consortiumnews.com og globalresearch.ca. Þá má nefna sjálfstæða rannsóknarblaðamenn eins og t.d. Robert Parry, John Pilger, Michel Chossudovsky og Paul Craig Roberts. Fólk finnur sjálft hvað það vill lesa þegar það er komið af stað.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun