Hvað er til ráða í húsnæðismálum í Reykjavík? Kristinn Steinn Traustason skrifar 3. mars 2015 00:00 Hvað er til ráða í húsnæðismálum í Reykjavík? Nú er mikil umræða um skort á íbúðum fyrir ungt fólk og skort á leiguhúsnæði. Mikil vinna er í gangi hjá borginni, í því að skipuleggja ný svæði á þéttingarreitum víðsvegar um borgina með miklum tilkostnaði. Erfitt og seinlegt getur verið að skipuleggja nýja byggð í grónum hverfum vegna ýmissa ástæðna svo sem andstöðu íbúa og margra annarra hagsmuna. Lóðir á þéttingarreitum borgarinnar eru fæstar í eigu borgarinnar sjálfrar heldur í eigu fjárfesta og hafa þær gengið kaupum og sölu undanfarin ár. Fjárfestarnir vilja að sjálfsögðu fá sem mest fyrir sínar eignir. Bygging húsa á þéttingarreitum er oft flóknari og erfiðari en á nýbyggingasvæðum og getur að auki kallað á endurskipulagningu annara innviða s.s. samgöngumannvirkja og lagnakerfa sem eykur kostnað enn frekar, um þá staðreynd er hins vegar sjaldan rætt í tengslum við áform um þéttingu byggðar. Á sama tíma og mikill húsnæðisvandi blasir við og fólk er á hrakhólum eða jafnvel á götunni, er slegið af, tilbúið skipulag fyrir blandaða byggð. Auk þess hafa íbúar þess hverfis beinlínis óskað eftir fleiri íbúum, til unnt sé að standa við það að skapa sjálfbært hverfi með fjölbreyttri þjónustu. Hverfið sem um ræðir er Úlfarsárdalur svæði 2 en þar var gert ráð fyrir um 540 íbúðum sem mætti auðveldlega fjölga ef áhugi væri fyrir hendi. Á þessu svæði væri auðvelt að byggja hratt og byggja ódýrari íbúðir fyrir ungt fólk og ungar fjölskyldur. Með þessu væri hægt að styrkja innviði hverfisins, auka þjónustu í því og auka um leið nýtingu almenningssamgöngukerfisins og þau veitukerfi sem lögð voru þegar hverfið var byggt. En þau eru gerð fyrir um 20.000 manna hverfi. Í skipulagi Úlfarsárdals var gert ráð fyrir sjálfbæru hverfi með þjónustu fyrir íbúa og á neðri hæðum sumra húsa var gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði. Nú er borgin búin að falla frá kvöðum um atvinnuhúsnæði á neðri hæðum með plássi fyrir kaupmanninn á horninu og skósmiðinn í nágrenninu, sem er ekki í samræmi við áherslur í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur. En þar segir: „Í hverjum borgarhluta og hverju hverfi skal vera hverfiskjarni og nærþjónustukjarni, þannig að dagleg verslun og þjónusta sé í sem mestri nálægð við íbúana og sem flestum gert kleift að versla, fótgangandi eða hjólandi, innan síns hverfis.“ Þjónusta samkvæmt Aðalskipulaginu á greinilega ekki við um öll hverfi borgarinnar. Borgarfulltrúar meirihlutans bera fyrir sig að ungt fólk vilji bara búa í miðbænum í ódýru leigu húsnæði en það er því miður ekki að fara að gerast sama hvað hver segir. Í miðborgum allra landa er fasteigaverðið alltaf hæst sama hvert farið er og ungt fólk hefur sjaldnast efni á því að eiga eða leigja húsnæði þar nema það sé í lélegu ásigkomulagi. Á meðan ekki er staðið við hraða uppbyggingu á þjónustu í svokölluðum úthverfum vill fólk ekki flytja þangað sökum þess og velur því önnur sveitarfélög í nágrenni borgarinnar eins og dæmin sanna. Ungt fólk í dag gerir meiri kröfur um þjónustu en gert var fyrir 30 til 40 árum síðan og er það ekki óeðlilegt í ljósi þess að verð á lóðum, og þar með fasteignum, hefur hækkað gríðarlega á nýliðnum árum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Hvað er til ráða í húsnæðismálum í Reykjavík? Nú er mikil umræða um skort á íbúðum fyrir ungt fólk og skort á leiguhúsnæði. Mikil vinna er í gangi hjá borginni, í því að skipuleggja ný svæði á þéttingarreitum víðsvegar um borgina með miklum tilkostnaði. Erfitt og seinlegt getur verið að skipuleggja nýja byggð í grónum hverfum vegna ýmissa ástæðna svo sem andstöðu íbúa og margra annarra hagsmuna. Lóðir á þéttingarreitum borgarinnar eru fæstar í eigu borgarinnar sjálfrar heldur í eigu fjárfesta og hafa þær gengið kaupum og sölu undanfarin ár. Fjárfestarnir vilja að sjálfsögðu fá sem mest fyrir sínar eignir. Bygging húsa á þéttingarreitum er oft flóknari og erfiðari en á nýbyggingasvæðum og getur að auki kallað á endurskipulagningu annara innviða s.s. samgöngumannvirkja og lagnakerfa sem eykur kostnað enn frekar, um þá staðreynd er hins vegar sjaldan rætt í tengslum við áform um þéttingu byggðar. Á sama tíma og mikill húsnæðisvandi blasir við og fólk er á hrakhólum eða jafnvel á götunni, er slegið af, tilbúið skipulag fyrir blandaða byggð. Auk þess hafa íbúar þess hverfis beinlínis óskað eftir fleiri íbúum, til unnt sé að standa við það að skapa sjálfbært hverfi með fjölbreyttri þjónustu. Hverfið sem um ræðir er Úlfarsárdalur svæði 2 en þar var gert ráð fyrir um 540 íbúðum sem mætti auðveldlega fjölga ef áhugi væri fyrir hendi. Á þessu svæði væri auðvelt að byggja hratt og byggja ódýrari íbúðir fyrir ungt fólk og ungar fjölskyldur. Með þessu væri hægt að styrkja innviði hverfisins, auka þjónustu í því og auka um leið nýtingu almenningssamgöngukerfisins og þau veitukerfi sem lögð voru þegar hverfið var byggt. En þau eru gerð fyrir um 20.000 manna hverfi. Í skipulagi Úlfarsárdals var gert ráð fyrir sjálfbæru hverfi með þjónustu fyrir íbúa og á neðri hæðum sumra húsa var gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði. Nú er borgin búin að falla frá kvöðum um atvinnuhúsnæði á neðri hæðum með plássi fyrir kaupmanninn á horninu og skósmiðinn í nágrenninu, sem er ekki í samræmi við áherslur í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur. En þar segir: „Í hverjum borgarhluta og hverju hverfi skal vera hverfiskjarni og nærþjónustukjarni, þannig að dagleg verslun og þjónusta sé í sem mestri nálægð við íbúana og sem flestum gert kleift að versla, fótgangandi eða hjólandi, innan síns hverfis.“ Þjónusta samkvæmt Aðalskipulaginu á greinilega ekki við um öll hverfi borgarinnar. Borgarfulltrúar meirihlutans bera fyrir sig að ungt fólk vilji bara búa í miðbænum í ódýru leigu húsnæði en það er því miður ekki að fara að gerast sama hvað hver segir. Í miðborgum allra landa er fasteigaverðið alltaf hæst sama hvert farið er og ungt fólk hefur sjaldnast efni á því að eiga eða leigja húsnæði þar nema það sé í lélegu ásigkomulagi. Á meðan ekki er staðið við hraða uppbyggingu á þjónustu í svokölluðum úthverfum vill fólk ekki flytja þangað sökum þess og velur því önnur sveitarfélög í nágrenni borgarinnar eins og dæmin sanna. Ungt fólk í dag gerir meiri kröfur um þjónustu en gert var fyrir 30 til 40 árum síðan og er það ekki óeðlilegt í ljósi þess að verð á lóðum, og þar með fasteignum, hefur hækkað gríðarlega á nýliðnum árum.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar