
Hvað er til ráða í húsnæðismálum í Reykjavík?
Erfitt og seinlegt getur verið að skipuleggja nýja byggð í grónum hverfum vegna ýmissa ástæðna svo sem andstöðu íbúa og margra annarra hagsmuna. Lóðir á þéttingarreitum borgarinnar eru fæstar í eigu borgarinnar sjálfrar heldur í eigu fjárfesta og hafa þær gengið kaupum og sölu undanfarin ár. Fjárfestarnir vilja að sjálfsögðu fá sem mest fyrir sínar eignir. Bygging húsa á þéttingarreitum er oft flóknari og erfiðari en á nýbyggingasvæðum og getur að auki kallað á endurskipulagningu annara innviða s.s. samgöngumannvirkja og lagnakerfa sem eykur kostnað enn frekar, um þá staðreynd er hins vegar sjaldan rætt í tengslum við áform um þéttingu byggðar.
Á sama tíma og mikill húsnæðisvandi blasir við og fólk er á hrakhólum eða jafnvel á götunni, er slegið af, tilbúið skipulag fyrir blandaða byggð. Auk þess hafa íbúar þess hverfis beinlínis óskað eftir fleiri íbúum, til unnt sé að standa við það að skapa sjálfbært hverfi með fjölbreyttri þjónustu.
Hverfið sem um ræðir er Úlfarsárdalur svæði 2 en þar var gert ráð fyrir um 540 íbúðum sem mætti auðveldlega fjölga ef áhugi væri fyrir hendi. Á þessu svæði væri auðvelt að byggja hratt og byggja ódýrari íbúðir fyrir ungt fólk og ungar fjölskyldur. Með þessu væri hægt að styrkja innviði hverfisins, auka þjónustu í því og auka um leið nýtingu almenningssamgöngukerfisins og þau veitukerfi sem lögð voru þegar hverfið var byggt. En þau eru gerð fyrir um 20.000 manna hverfi.
Í skipulagi Úlfarsárdals var gert ráð fyrir sjálfbæru hverfi með þjónustu fyrir íbúa og á neðri hæðum sumra húsa var gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði. Nú er borgin búin að falla frá kvöðum um atvinnuhúsnæði á neðri hæðum með plássi fyrir kaupmanninn á horninu og skósmiðinn í nágrenninu, sem er ekki í samræmi við áherslur í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur. En þar segir: „Í hverjum borgarhluta og hverju hverfi skal vera hverfiskjarni og nærþjónustukjarni, þannig að dagleg verslun og þjónusta sé í sem mestri nálægð við íbúana og sem flestum gert kleift að versla, fótgangandi eða hjólandi, innan síns hverfis.“ Þjónusta samkvæmt Aðalskipulaginu á greinilega ekki við um öll hverfi borgarinnar.
Borgarfulltrúar meirihlutans bera fyrir sig að ungt fólk vilji bara búa í miðbænum í ódýru leigu húsnæði en það er því miður ekki að fara að gerast sama hvað hver segir. Í miðborgum allra landa er fasteigaverðið alltaf hæst sama hvert farið er og ungt fólk hefur sjaldnast efni á því að eiga eða leigja húsnæði þar nema það sé í lélegu ásigkomulagi. Á meðan ekki er staðið við hraða uppbyggingu á þjónustu í svokölluðum úthverfum vill fólk ekki flytja þangað sökum þess og velur því önnur sveitarfélög í nágrenni borgarinnar eins og dæmin sanna. Ungt fólk í dag gerir meiri kröfur um þjónustu en gert var fyrir 30 til 40 árum síðan og er það ekki óeðlilegt í ljósi þess að verð á lóðum, og þar með fasteignum, hefur hækkað gríðarlega á nýliðnum árum.
Skoðun

Stigveldi stigveldanna
Erna Mist skrifar

Er tilgangurinn æðri en hamingjan?
Ástþór Ólafsson skrifar

Vilja valdamenn kannski bara veika fjölmiðla?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Ég heiti 180654 5269
Viðar Eggertsson skrifar

Sísýfos, Kristur og leikhús fáránleikans
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Lengra fæðingarorlof - allra hagur!
Hólmfríður Árnadóttir,Linda Björk Pálmadóttir skrifar

Á hverju strandar uppbygging flutningskerfis raforku?
Birgir Örn Ólafsson,Björn Sæbjörnsson skrifar

Hið raunverulega vandamál nautgriparæktar
Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar

Um stöðu og starfsemi Háskóla Íslands
Steinunn Gestsdóttir skrifar

Leikskólamál – eldri borgarar
Katrín J. Björgvinsdóttir skrifar

Hvað með umsækjendur, Bjarni Ben?
Derek T. Allen skrifar

Fjármálaáætlun – umbúðir um ekki neitt
Guðbrandur Einarsson skrifar

Jafnar byrðar – ekki undanþágur
Bogi Nils Bogason skrifar

Að morgni dags eftir stóran hvell
Ásgeir Friðgeirsson skrifar

Tökum gagnadrifnar ákvarðanir þegar kemur að fræðslu og þjálfun í fyrirtækjum og stofnunum
Eva Karen Þórðardóttir skrifar

Lið fyrir lið
Willum Þór Þórsson skrifar

Í kjólinn fyrir jólin 2028
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lesfimleikar þingmanns
Heiða María Sigurðardóttir skrifar

Félagslegt ofbeldi barnaverndar
Sara Pálsdóttir skrifar

Neyslurýmið Ylja þarf nýtt húsnæði strax
Marín Þórsdóttir skrifar

Afritum tapformúlu!
Sæþór Randalsson skrifar

Máttur örkærleika í daglegu lífi
Ingrid Kuhlman skrifar

Mun ríkisstjórn standa við áform um fjármögnun háskóla?
Magnús Karl Magnússon skrifar

Landsnetið okkar
Stefán Georgsson skrifar

Gamla hjólið þitt getur glatt barn
Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar

Af virðingu við leikskólakennara og foreldra
Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar

Strandveiðar eitt skref áfram, tvö afturábak
Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

„Eftir mig, flóðið” – umhverfismál og eldra fólk
Halldór Reynisson skrifar

Gervigreind og hugvísindi
Gauti Kristmannsson skrifar

Húsaleiga hefur hækkað tvöfalt meira en verðlag, ..sem er furðu gott!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson skrifar