Finndu og ræktaðu hæfileika þína Edna Lupita og Kremena Demireva og María Gísladóttir skrifa 4. mars 2015 07:00 Geðorðin 10 Greinin er níunda greinin af tíu í greinaröð jafn margra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10. Hlutverkasetur er starfsendurhæfingar- og virknimiðstöð. Fólk kemur til að auka lífsgæði sín, brjótast út úr einangrun, halda sér virku eða undirbúa sig til náms eða vinnu. Edna, Kremena og María eru mæður sem allar hafa nýtt listræna hæfileika sína til að endurheimta vonina og trú á eigin áhrifamátt eftir áföll í lífinu.Edna Lupita. Ég kom Íslands frá Mexíkó 1998. Ég varð þunglynd fyrir nokkrum árum og lagðist í kjölfarið á geðdeild LSH. Ég kynntist Hlutverkasetri og tók m.a. þátt í leiklistartímum. Sjálfstraustið óx og ég öðlaðist kjarkinn á ný. Ég hef síðan haldið námskeið í dansi og leiklist og sett upp tvær jólasýningar. Í fyrstu hafði ég enga trú á mér. Ég var hvött til að mæta, fræðast og kynnast fólkinu. Ég fékk leyfi til að vera þiggjandi og þurfti ekkert að gefa af mér til að vera samþykkt. Síðan þá hef ég öðlast meiri reynslu og sjálfstraust og fengið tækifæri til að þróa mínar eigin aðferðir bæði í leiklist og dansi. Mitt markmið er að stofna leikhóp þar sem listamenn og fólk sem kljáist við geðraskanir vinna saman. Í dag rækta ég hæfileika mína og er sífellt að uppgötva nýja. Ég hef lokið námi frá LHÍ og veit núna að ég er ekki bara góð í dans- og leiklist heldur hef ég uppgötvað að ég er líka góð í mannlegum samskiptum og síðast en ekki síst í listinni að lifa.Kremena Demireva. Fyrir þremur árum datt ég út af vinnumarkaði eftir skilnað og einangraðist í kjölfarið. Eftir innlögn á geðdeild LSH var mér vísað í Hlutverkasetur. Þar kynntist ég fólki sem var í sömu sporum og ég og eignaðist vini. Ég hef alltaf haft áhuga á saumaskap og þegar ég uppgötvaði saumavélina þá fannst mér ég vera komin heim til mömmu í Búlgaríu. Mér var boðið að nýta hana og tók ég því þakksamlega. Ég fékk tækifæri til að hanna og sauma föt. Fólkið, saumavélin og hæfileikar mínir hafa hjálpað mér að öðlast tilgang á ný. Á konukvöldi sl. vor stóð ég t.d. fyrir tískusýningu. Ég fæ mikið hrós á staðnum og er hvött áfram í því að útfæra nýjar hugmyndir og halda áfram á sömu braut. Í dag er ég komin í hlutastarf að aðstoða aðra sem eru í svipuðum sporum og ég var í þegar ég var að brjótast út úr einangrun. Ég kem í Hlutverkasetur til að gleðjast, fá stuðning og kærleik sem er mér nauðsynlegur til að halda áfram að lifa og geta látið gott af mér leiða.María Gísladóttir. Ég hef lengst af búið í Reykjavík en ég hef einnig búið í Mið-Austurlöndum og Króatíu. Ég hef lifað við ofbeldi og hef glímt við áfallastreituröskun. Um síðastliðin áramót varð ég fyrir enn einu áfallinu og frétti þá af Hlutverkasetri og fór að sækja það reglulega. Þar hef ég fengið stuðning, hvatningu, skilning og traust. Ég hef ekki getað ræktað og hlúð að listrænum hæfileikum mínum fyrr en nú. Ég byrjaði að stunda listsköpun og fljótlega var ég virkjuð í að leiðbeina og halda námskeið í teikningu og fleiri listgreinum í Hlutverkasetri. Síðustu mánuði hef ég einnig liðsinnt gestum Vinjar í myndmennt. Mig dreymir um að nýta hæfileika mína og reynslu enn frekar, læra meira og vinna við listkennslu í framtíðinni. Í haust hélt ég mína fyrstu sýningu í Drekaslóð og mun vera með á myndlistarsýningu á 10 ára afmæli Hlutverkaseturs næsta ár. Draumurinn er að verða leiðbeinandi í mismunandi listformum sem nýtist fólki sem á við einhvers konar erfiðleika að stríða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Geðorðin 10 Greinin er níunda greinin af tíu í greinaröð jafn margra úrræða og/eða félaga á geðheilbrigðissviðinu á höfuðborgarsvæðinu um Geðorðin 10. Hlutverkasetur er starfsendurhæfingar- og virknimiðstöð. Fólk kemur til að auka lífsgæði sín, brjótast út úr einangrun, halda sér virku eða undirbúa sig til náms eða vinnu. Edna, Kremena og María eru mæður sem allar hafa nýtt listræna hæfileika sína til að endurheimta vonina og trú á eigin áhrifamátt eftir áföll í lífinu.Edna Lupita. Ég kom Íslands frá Mexíkó 1998. Ég varð þunglynd fyrir nokkrum árum og lagðist í kjölfarið á geðdeild LSH. Ég kynntist Hlutverkasetri og tók m.a. þátt í leiklistartímum. Sjálfstraustið óx og ég öðlaðist kjarkinn á ný. Ég hef síðan haldið námskeið í dansi og leiklist og sett upp tvær jólasýningar. Í fyrstu hafði ég enga trú á mér. Ég var hvött til að mæta, fræðast og kynnast fólkinu. Ég fékk leyfi til að vera þiggjandi og þurfti ekkert að gefa af mér til að vera samþykkt. Síðan þá hef ég öðlast meiri reynslu og sjálfstraust og fengið tækifæri til að þróa mínar eigin aðferðir bæði í leiklist og dansi. Mitt markmið er að stofna leikhóp þar sem listamenn og fólk sem kljáist við geðraskanir vinna saman. Í dag rækta ég hæfileika mína og er sífellt að uppgötva nýja. Ég hef lokið námi frá LHÍ og veit núna að ég er ekki bara góð í dans- og leiklist heldur hef ég uppgötvað að ég er líka góð í mannlegum samskiptum og síðast en ekki síst í listinni að lifa.Kremena Demireva. Fyrir þremur árum datt ég út af vinnumarkaði eftir skilnað og einangraðist í kjölfarið. Eftir innlögn á geðdeild LSH var mér vísað í Hlutverkasetur. Þar kynntist ég fólki sem var í sömu sporum og ég og eignaðist vini. Ég hef alltaf haft áhuga á saumaskap og þegar ég uppgötvaði saumavélina þá fannst mér ég vera komin heim til mömmu í Búlgaríu. Mér var boðið að nýta hana og tók ég því þakksamlega. Ég fékk tækifæri til að hanna og sauma föt. Fólkið, saumavélin og hæfileikar mínir hafa hjálpað mér að öðlast tilgang á ný. Á konukvöldi sl. vor stóð ég t.d. fyrir tískusýningu. Ég fæ mikið hrós á staðnum og er hvött áfram í því að útfæra nýjar hugmyndir og halda áfram á sömu braut. Í dag er ég komin í hlutastarf að aðstoða aðra sem eru í svipuðum sporum og ég var í þegar ég var að brjótast út úr einangrun. Ég kem í Hlutverkasetur til að gleðjast, fá stuðning og kærleik sem er mér nauðsynlegur til að halda áfram að lifa og geta látið gott af mér leiða.María Gísladóttir. Ég hef lengst af búið í Reykjavík en ég hef einnig búið í Mið-Austurlöndum og Króatíu. Ég hef lifað við ofbeldi og hef glímt við áfallastreituröskun. Um síðastliðin áramót varð ég fyrir enn einu áfallinu og frétti þá af Hlutverkasetri og fór að sækja það reglulega. Þar hef ég fengið stuðning, hvatningu, skilning og traust. Ég hef ekki getað ræktað og hlúð að listrænum hæfileikum mínum fyrr en nú. Ég byrjaði að stunda listsköpun og fljótlega var ég virkjuð í að leiðbeina og halda námskeið í teikningu og fleiri listgreinum í Hlutverkasetri. Síðustu mánuði hef ég einnig liðsinnt gestum Vinjar í myndmennt. Mig dreymir um að nýta hæfileika mína og reynslu enn frekar, læra meira og vinna við listkennslu í framtíðinni. Í haust hélt ég mína fyrstu sýningu í Drekaslóð og mun vera með á myndlistarsýningu á 10 ára afmæli Hlutverkaseturs næsta ár. Draumurinn er að verða leiðbeinandi í mismunandi listformum sem nýtist fólki sem á við einhvers konar erfiðleika að stríða.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun