Boltinn er hjá Alþingi, ekki þýðendum Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Þessi grein er skrifuð í tilefni umræðna um þýðingu þýðenda og Alþingis á löggjöf Íslendinga í kjölfar fréttar af ummælum Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra. Ráðherra viðraði það í Fréttablaðinu hvort ekki væri hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. Eftirfarandi dæmi sýna hins vegar að ströng lög og strangar reglugerðir koma ekki aðeins frá Evrópusambandinu. Íþyngjandi lög og reglugerðir virðast koma frá Alþingi og íslenskum eftirlitsstofnunum og eru stundum í andstöðu við evrópsk lög um frelsi og frjálsan flutning vöru og þjónustu. Tilskipun ESB um umhverfismat segir að allar meiriháttar framkvæmdir sem hafa áhrif á umhverfið skuli fara í umhverfismat áður en framkvæmdir hefjast. Síðan skilgreinir tilskipunin nánar hvaða framkvæmdir teljast meiriháttar og þar á meðal eru tiltekin samgöngumannvirki. Til meiriháttar samgöngumannvirkja teljast langar járnbrautir, flugbrautir sem eru lengri en 2.100 metrar, hraðbrautir og nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km. Í íslensku löggjöfinni, lög um mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2000, eru mun fleiri framkvæmdir skyldaðar í umhverfismat. Með öðrum orðum þá er íslenska löggjöfin mun meira íþyngjandi en tilskipun ESB gefur tilefni til. Í íslensku löggjöfinni verða „nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km“ að „nýjum vegum sem eru 10 km eða lengri“. Almennir vegir á Íslandi þurfa að lúta sömu kröfum um umhverfismat og fjögurra akreina vegir innan ESB. Ekki er líklegt að þessi íþyngjandi íslenska löggjöf sé innleidd vegna villu í þýðingu. Líklegra er að íslenski löggjafinn vilji hafa lögin strangari en almennt gerist í Evrópu. Hefði Alþingi samþykkt lög um mat á umhverfisáhrifum samhljóða tilskipun ESB hefði vegur um Teigsskóg verið lagður án umhverfismats og tafa sem hafa hlotist af langvarandi deilum um áhrif vegar á skóginn. Sé það vilji Alþingis getur það fært íslensku lögin að tilskipun ESB og lagt venjulegan íslenskan þjóðveg um Teigsskóg án umhverfismats þar sem hann telst ekki meiriháttar framkvæmd samkvæmt tilskipun ESB. Svo er það annar íslenskur misskilningur eða þýðingarvilla að Teigsskógur sé skóglendi. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og málvenjum þá er Teigsskógur ekki skógur, á ensku „wood eða forest“ þar sem hann er ekki samfellt gróðurlendi sem er að jafnaði vaxinn 5 m eða hærri trjám. Teigsskógur er kjarr, á ensku „shrub“, en það er gróðurlendi sem er að jafnaði lægra en 6 m.Kadmíum í áburði Innan ESB hefur það verið kannað í áratugi hvort tilefni sé til þess að setja lög um hámark kadmíums í áburði. Ekki hefur verið talin ástæða til þess þrátt fyrir áratuga rannsóknir. Þrjú ríki innan ESB, Austurríki, Finnland og Svíþjóð, hafa hins vegar tímabundna undanþágu frá almennu viðskiptafrelsi með áburð innan ESB til þess að setja hámark á kadmíum í áburði. Ísland hefur sett hámark á kadmíum í áburði án sérstakrar heimildar frá ESB. Þegar Ísland setti slíkt hámark var miðað við ströngustu reglu sem finnst en hún finnst hjá Finnum. Hún er helmingi strangari en sú sem Svíar nota en þeir eru með næst ströngustu regluna. Samkvæmt skilningi ESB er þessi takmörkun á kadmíum viðskiptahindrun sem ekki byggir á vísindalegum grunni. Rannsóknir íslenskra vísindamanna, Þorsteins Þorsteinssonar, Friðriks Pálmasonar og Ingvars Björnssonar, benda til þess að ekki hafi stafað nein hætta af kadmíum í áburði á Íslandi. Hætta af kadmíum í áburði getur verið mismunandi eftir löndum, jarðvegi og úrkomu. Verulega íþyngjandi reglur um kadmíum í áburði eru því án vísindalegra raka og í andstöðu við reglur ESB um fjórfrelsið. Hér að ofan eru rakin tvö dæmi um íþyngjandi ákvarðanir Alþingis sem ganga mun lengra en tilskipanir ESB, jafnvel í andstöðu við meginreglu ESB um fjórfrelsið. Það má finna fleiri dæmi um eindreginn vilja íslenska löggjafarvaldsins til þess að vera kaþólskara en páfinn. Nægir þar að nefna íþyngjandi reglur um innflutning á kjöti. Löggjafarvaldið er Alþingis. Þá á Alþingi að fylgjast með því að framkvæmdavaldið, eftirlitsstofnanirnar, gangi ekki lengra en lög heimila í því að setja íþyngjandi reglugerðir. Boltinn er hjá Alþingi, ekki þýðendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessi grein er skrifuð í tilefni umræðna um þýðingu þýðenda og Alþingis á löggjöf Íslendinga í kjölfar fréttar af ummælum Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra. Ráðherra viðraði það í Fréttablaðinu hvort ekki væri hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. Eftirfarandi dæmi sýna hins vegar að ströng lög og strangar reglugerðir koma ekki aðeins frá Evrópusambandinu. Íþyngjandi lög og reglugerðir virðast koma frá Alþingi og íslenskum eftirlitsstofnunum og eru stundum í andstöðu við evrópsk lög um frelsi og frjálsan flutning vöru og þjónustu. Tilskipun ESB um umhverfismat segir að allar meiriháttar framkvæmdir sem hafa áhrif á umhverfið skuli fara í umhverfismat áður en framkvæmdir hefjast. Síðan skilgreinir tilskipunin nánar hvaða framkvæmdir teljast meiriháttar og þar á meðal eru tiltekin samgöngumannvirki. Til meiriháttar samgöngumannvirkja teljast langar járnbrautir, flugbrautir sem eru lengri en 2.100 metrar, hraðbrautir og nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km. Í íslensku löggjöfinni, lög um mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2000, eru mun fleiri framkvæmdir skyldaðar í umhverfismat. Með öðrum orðum þá er íslenska löggjöfin mun meira íþyngjandi en tilskipun ESB gefur tilefni til. Í íslensku löggjöfinni verða „nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km“ að „nýjum vegum sem eru 10 km eða lengri“. Almennir vegir á Íslandi þurfa að lúta sömu kröfum um umhverfismat og fjögurra akreina vegir innan ESB. Ekki er líklegt að þessi íþyngjandi íslenska löggjöf sé innleidd vegna villu í þýðingu. Líklegra er að íslenski löggjafinn vilji hafa lögin strangari en almennt gerist í Evrópu. Hefði Alþingi samþykkt lög um mat á umhverfisáhrifum samhljóða tilskipun ESB hefði vegur um Teigsskóg verið lagður án umhverfismats og tafa sem hafa hlotist af langvarandi deilum um áhrif vegar á skóginn. Sé það vilji Alþingis getur það fært íslensku lögin að tilskipun ESB og lagt venjulegan íslenskan þjóðveg um Teigsskóg án umhverfismats þar sem hann telst ekki meiriháttar framkvæmd samkvæmt tilskipun ESB. Svo er það annar íslenskur misskilningur eða þýðingarvilla að Teigsskógur sé skóglendi. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og málvenjum þá er Teigsskógur ekki skógur, á ensku „wood eða forest“ þar sem hann er ekki samfellt gróðurlendi sem er að jafnaði vaxinn 5 m eða hærri trjám. Teigsskógur er kjarr, á ensku „shrub“, en það er gróðurlendi sem er að jafnaði lægra en 6 m.Kadmíum í áburði Innan ESB hefur það verið kannað í áratugi hvort tilefni sé til þess að setja lög um hámark kadmíums í áburði. Ekki hefur verið talin ástæða til þess þrátt fyrir áratuga rannsóknir. Þrjú ríki innan ESB, Austurríki, Finnland og Svíþjóð, hafa hins vegar tímabundna undanþágu frá almennu viðskiptafrelsi með áburð innan ESB til þess að setja hámark á kadmíum í áburði. Ísland hefur sett hámark á kadmíum í áburði án sérstakrar heimildar frá ESB. Þegar Ísland setti slíkt hámark var miðað við ströngustu reglu sem finnst en hún finnst hjá Finnum. Hún er helmingi strangari en sú sem Svíar nota en þeir eru með næst ströngustu regluna. Samkvæmt skilningi ESB er þessi takmörkun á kadmíum viðskiptahindrun sem ekki byggir á vísindalegum grunni. Rannsóknir íslenskra vísindamanna, Þorsteins Þorsteinssonar, Friðriks Pálmasonar og Ingvars Björnssonar, benda til þess að ekki hafi stafað nein hætta af kadmíum í áburði á Íslandi. Hætta af kadmíum í áburði getur verið mismunandi eftir löndum, jarðvegi og úrkomu. Verulega íþyngjandi reglur um kadmíum í áburði eru því án vísindalegra raka og í andstöðu við reglur ESB um fjórfrelsið. Hér að ofan eru rakin tvö dæmi um íþyngjandi ákvarðanir Alþingis sem ganga mun lengra en tilskipanir ESB, jafnvel í andstöðu við meginreglu ESB um fjórfrelsið. Það má finna fleiri dæmi um eindreginn vilja íslenska löggjafarvaldsins til þess að vera kaþólskara en páfinn. Nægir þar að nefna íþyngjandi reglur um innflutning á kjöti. Löggjafarvaldið er Alþingis. Þá á Alþingi að fylgjast með því að framkvæmdavaldið, eftirlitsstofnanirnar, gangi ekki lengra en lög heimila í því að setja íþyngjandi reglugerðir. Boltinn er hjá Alþingi, ekki þýðendum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun