Boltinn er hjá Alþingi, ekki þýðendum Gunnlaugur H. Jónsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Þessi grein er skrifuð í tilefni umræðna um þýðingu þýðenda og Alþingis á löggjöf Íslendinga í kjölfar fréttar af ummælum Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra. Ráðherra viðraði það í Fréttablaðinu hvort ekki væri hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. Eftirfarandi dæmi sýna hins vegar að ströng lög og strangar reglugerðir koma ekki aðeins frá Evrópusambandinu. Íþyngjandi lög og reglugerðir virðast koma frá Alþingi og íslenskum eftirlitsstofnunum og eru stundum í andstöðu við evrópsk lög um frelsi og frjálsan flutning vöru og þjónustu. Tilskipun ESB um umhverfismat segir að allar meiriháttar framkvæmdir sem hafa áhrif á umhverfið skuli fara í umhverfismat áður en framkvæmdir hefjast. Síðan skilgreinir tilskipunin nánar hvaða framkvæmdir teljast meiriháttar og þar á meðal eru tiltekin samgöngumannvirki. Til meiriháttar samgöngumannvirkja teljast langar járnbrautir, flugbrautir sem eru lengri en 2.100 metrar, hraðbrautir og nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km. Í íslensku löggjöfinni, lög um mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2000, eru mun fleiri framkvæmdir skyldaðar í umhverfismat. Með öðrum orðum þá er íslenska löggjöfin mun meira íþyngjandi en tilskipun ESB gefur tilefni til. Í íslensku löggjöfinni verða „nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km“ að „nýjum vegum sem eru 10 km eða lengri“. Almennir vegir á Íslandi þurfa að lúta sömu kröfum um umhverfismat og fjögurra akreina vegir innan ESB. Ekki er líklegt að þessi íþyngjandi íslenska löggjöf sé innleidd vegna villu í þýðingu. Líklegra er að íslenski löggjafinn vilji hafa lögin strangari en almennt gerist í Evrópu. Hefði Alþingi samþykkt lög um mat á umhverfisáhrifum samhljóða tilskipun ESB hefði vegur um Teigsskóg verið lagður án umhverfismats og tafa sem hafa hlotist af langvarandi deilum um áhrif vegar á skóginn. Sé það vilji Alþingis getur það fært íslensku lögin að tilskipun ESB og lagt venjulegan íslenskan þjóðveg um Teigsskóg án umhverfismats þar sem hann telst ekki meiriháttar framkvæmd samkvæmt tilskipun ESB. Svo er það annar íslenskur misskilningur eða þýðingarvilla að Teigsskógur sé skóglendi. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og málvenjum þá er Teigsskógur ekki skógur, á ensku „wood eða forest“ þar sem hann er ekki samfellt gróðurlendi sem er að jafnaði vaxinn 5 m eða hærri trjám. Teigsskógur er kjarr, á ensku „shrub“, en það er gróðurlendi sem er að jafnaði lægra en 6 m.Kadmíum í áburði Innan ESB hefur það verið kannað í áratugi hvort tilefni sé til þess að setja lög um hámark kadmíums í áburði. Ekki hefur verið talin ástæða til þess þrátt fyrir áratuga rannsóknir. Þrjú ríki innan ESB, Austurríki, Finnland og Svíþjóð, hafa hins vegar tímabundna undanþágu frá almennu viðskiptafrelsi með áburð innan ESB til þess að setja hámark á kadmíum í áburði. Ísland hefur sett hámark á kadmíum í áburði án sérstakrar heimildar frá ESB. Þegar Ísland setti slíkt hámark var miðað við ströngustu reglu sem finnst en hún finnst hjá Finnum. Hún er helmingi strangari en sú sem Svíar nota en þeir eru með næst ströngustu regluna. Samkvæmt skilningi ESB er þessi takmörkun á kadmíum viðskiptahindrun sem ekki byggir á vísindalegum grunni. Rannsóknir íslenskra vísindamanna, Þorsteins Þorsteinssonar, Friðriks Pálmasonar og Ingvars Björnssonar, benda til þess að ekki hafi stafað nein hætta af kadmíum í áburði á Íslandi. Hætta af kadmíum í áburði getur verið mismunandi eftir löndum, jarðvegi og úrkomu. Verulega íþyngjandi reglur um kadmíum í áburði eru því án vísindalegra raka og í andstöðu við reglur ESB um fjórfrelsið. Hér að ofan eru rakin tvö dæmi um íþyngjandi ákvarðanir Alþingis sem ganga mun lengra en tilskipanir ESB, jafnvel í andstöðu við meginreglu ESB um fjórfrelsið. Það má finna fleiri dæmi um eindreginn vilja íslenska löggjafarvaldsins til þess að vera kaþólskara en páfinn. Nægir þar að nefna íþyngjandi reglur um innflutning á kjöti. Löggjafarvaldið er Alþingis. Þá á Alþingi að fylgjast með því að framkvæmdavaldið, eftirlitsstofnanirnar, gangi ekki lengra en lög heimila í því að setja íþyngjandi reglugerðir. Boltinn er hjá Alþingi, ekki þýðendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Þessi grein er skrifuð í tilefni umræðna um þýðingu þýðenda og Alþingis á löggjöf Íslendinga í kjölfar fréttar af ummælum Sigrúnar Magnúsdóttur umhverfisráðherra. Ráðherra viðraði það í Fréttablaðinu hvort ekki væri hægt að nota mildara orðalag við þýðingu Evróputilskipana. Eftirfarandi dæmi sýna hins vegar að ströng lög og strangar reglugerðir koma ekki aðeins frá Evrópusambandinu. Íþyngjandi lög og reglugerðir virðast koma frá Alþingi og íslenskum eftirlitsstofnunum og eru stundum í andstöðu við evrópsk lög um frelsi og frjálsan flutning vöru og þjónustu. Tilskipun ESB um umhverfismat segir að allar meiriháttar framkvæmdir sem hafa áhrif á umhverfið skuli fara í umhverfismat áður en framkvæmdir hefjast. Síðan skilgreinir tilskipunin nánar hvaða framkvæmdir teljast meiriháttar og þar á meðal eru tiltekin samgöngumannvirki. Til meiriháttar samgöngumannvirkja teljast langar járnbrautir, flugbrautir sem eru lengri en 2.100 metrar, hraðbrautir og nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km. Í íslensku löggjöfinni, lög um mat á umhverfisáhrifum frá árinu 2000, eru mun fleiri framkvæmdir skyldaðar í umhverfismat. Með öðrum orðum þá er íslenska löggjöfin mun meira íþyngjandi en tilskipun ESB gefur tilefni til. Í íslensku löggjöfinni verða „nýir fjögurra akreina vegir sem eru lengri en 10 km“ að „nýjum vegum sem eru 10 km eða lengri“. Almennir vegir á Íslandi þurfa að lúta sömu kröfum um umhverfismat og fjögurra akreina vegir innan ESB. Ekki er líklegt að þessi íþyngjandi íslenska löggjöf sé innleidd vegna villu í þýðingu. Líklegra er að íslenski löggjafinn vilji hafa lögin strangari en almennt gerist í Evrópu. Hefði Alþingi samþykkt lög um mat á umhverfisáhrifum samhljóða tilskipun ESB hefði vegur um Teigsskóg verið lagður án umhverfismats og tafa sem hafa hlotist af langvarandi deilum um áhrif vegar á skóginn. Sé það vilji Alþingis getur það fært íslensku lögin að tilskipun ESB og lagt venjulegan íslenskan þjóðveg um Teigsskóg án umhverfismats þar sem hann telst ekki meiriháttar framkvæmd samkvæmt tilskipun ESB. Svo er það annar íslenskur misskilningur eða þýðingarvilla að Teigsskógur sé skóglendi. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og málvenjum þá er Teigsskógur ekki skógur, á ensku „wood eða forest“ þar sem hann er ekki samfellt gróðurlendi sem er að jafnaði vaxinn 5 m eða hærri trjám. Teigsskógur er kjarr, á ensku „shrub“, en það er gróðurlendi sem er að jafnaði lægra en 6 m.Kadmíum í áburði Innan ESB hefur það verið kannað í áratugi hvort tilefni sé til þess að setja lög um hámark kadmíums í áburði. Ekki hefur verið talin ástæða til þess þrátt fyrir áratuga rannsóknir. Þrjú ríki innan ESB, Austurríki, Finnland og Svíþjóð, hafa hins vegar tímabundna undanþágu frá almennu viðskiptafrelsi með áburð innan ESB til þess að setja hámark á kadmíum í áburði. Ísland hefur sett hámark á kadmíum í áburði án sérstakrar heimildar frá ESB. Þegar Ísland setti slíkt hámark var miðað við ströngustu reglu sem finnst en hún finnst hjá Finnum. Hún er helmingi strangari en sú sem Svíar nota en þeir eru með næst ströngustu regluna. Samkvæmt skilningi ESB er þessi takmörkun á kadmíum viðskiptahindrun sem ekki byggir á vísindalegum grunni. Rannsóknir íslenskra vísindamanna, Þorsteins Þorsteinssonar, Friðriks Pálmasonar og Ingvars Björnssonar, benda til þess að ekki hafi stafað nein hætta af kadmíum í áburði á Íslandi. Hætta af kadmíum í áburði getur verið mismunandi eftir löndum, jarðvegi og úrkomu. Verulega íþyngjandi reglur um kadmíum í áburði eru því án vísindalegra raka og í andstöðu við reglur ESB um fjórfrelsið. Hér að ofan eru rakin tvö dæmi um íþyngjandi ákvarðanir Alþingis sem ganga mun lengra en tilskipanir ESB, jafnvel í andstöðu við meginreglu ESB um fjórfrelsið. Það má finna fleiri dæmi um eindreginn vilja íslenska löggjafarvaldsins til þess að vera kaþólskara en páfinn. Nægir þar að nefna íþyngjandi reglur um innflutning á kjöti. Löggjafarvaldið er Alþingis. Þá á Alþingi að fylgjast með því að framkvæmdavaldið, eftirlitsstofnanirnar, gangi ekki lengra en lög heimila í því að setja íþyngjandi reglugerðir. Boltinn er hjá Alþingi, ekki þýðendum.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar